Morgunblaðið - 20.05.2015, Blaðsíða 44
44 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. MAÍ 2015
Sameinar það besta í rafsuðu
Smiðjuvegi 66 • Kópavogi • 580 5800 • www.landvelar.isFuruvöllum 3 • Akureyri • 461 2288
!
"#
##$
$$"
#!
%%
%
"!"
%"!
&'()* (+(
,-&.&+/0 -'+(1(23& 45+(2/5
"#
%!
"!
#"
$!"
"!#
%!
#$#
"%"
%$$#
""
#"!#
$$
#
%
"!
%"
!%#!
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
● Upplýsingafyrirtækið Já hefur gert
samning við eigendur Gallup um kaup á
öllum hlutabréfum í fyrirtækinu. Heild-
arvelta Já eftir kaupin verður um 1,7
milljarðar króna og fjöldi starfsmanna
um eitt hundrað. Í tilkynningu frá Já
kemur fram að fyrirtækið hefur undan-
farin ár lagt áherslu á upplýsinga-
þjónustu sem auðveldar viðskipti og
samskipti og að Gallup hafi verið í for-
ystu á sviði markaðs-, starfsmanna- og
viðhorfsrannsókna. „Bæði fyrirtækin
eru upplýsingafyrirtæki þó þau starfi á
ólíkum mörkuðum, kaupin auka fjöl-
breytni í rekstri Já og gera starfsum-
hverfið áhugaverðara og fjölbreyttara,“
er haft eftir Sigríði Margréti Odds-
dóttur, forstjóra Já, af þessu tilefni.
Já hefur keypt Gallup
● Icelandair Group hefur gengið frá
samningi um lánalínu við Íslandsbanka
til fimm ára upp á 70 milljónir dollara,
eða sem jafngildir um 9,3 milljörðum
króna. Í tilkynningu til Kauphallarinnar
kemur fram að Icelandair hyggst draga
á línuna eftir þörfum til að jafna árs-
tíðasveiflur í rekstri félagsins, styðja
við áframhaldandi vöxt og fjármagna að
hluta væntanlegar fjárfestingar í flug-
vélum sem tilkynntar hafa verið.
Íslandsbanki veitir
Icelandair lánalínu
STUTTAR FRÉTTIR ...
BAKSVIÐ
Margrét Kr. Sigurðardóttir
margret@mbl.is
Alls verða 20.956 flugsæti í boði frá
Íslandi í viku hverri til 13 borga í
Norður-Ameríku með íslensku flug-
félögunum Icelandair og WOW air í
sumar. Brottfarirnar eru 295 samtals
á viku. Icelandair er með 284 ferðir
frá Keflavík til Norður-Ameríku og
WOW air er með 11 ferðir í hverri
viku. Norrænu flugfélögin SAS og
Norwegian fljúga til mun færri borga
í Norður-Ameríku. SAS flýgur til 5
borga, New York, San Francisco,
Chicago, Houston og Washington.
Norwegian flýgur til 4 borga núna
sem eru New York, Orlando, Miami
og Fort Lauderdale en í haust bætist
Las Vegas við sem áfangastaður.
Norðurlandabúar geta því komist til
19 borga alls í Norður-Ameríku með
þessum fjórum flugfélögum.
Fleiri borgir að bætast við
Á vefsíðunni Check-In kemur fram
að Icelandair sé stærra en
Norwegian og SAS þegar kemur að
sætaframboði í flugi til Norður-Am-
eríku í sumar og sé því orðið alvöru
keppinautur í samkeppninni. Tiltekið
er að Boston sé vinsælasti áfanga-
staðurinn hjá Icelandair en þangað sé
flogið þrisvar á dag auk þess sem flug
til New York sé einnig þrisvar á dag
þar sem tvær flugferðir eru farnar á
JFK-flugvöllinn og ein flugferð á
Newark. SAS og Norwegian bjóða
samanlagt tæplega 47 þúsund sæti
vikulega í 186 brottförum fram og til
baka til átta borga.
Icelandair ætlar að bæta við fleiri
áfangastöðum í Norður-Ameríku en
nú þegar eru 18.756 sæti í boði viku-
lega frá Keflavík. Í gær hófst flug til
Portland og tilkynnt hefur verið að
Chicago bætist við í mars á næsta ári.
Guðjón Arngrímsson, upplýsinga-
fulltrúi Icelandair, segir að vöxturinn
í Ameríku-fluginu byggist á leiðakerfi
Icelandair og tengiflugi milli Norður-
Ameríku og Evrópu. „Með aukinni
tíðni og fjölda áfangastaða styrkist
starfið jafnt og þétt. Þetta gefur ís-
lenskri ferðaþjónustu stóraukinn
markaðsaðgang.“ Spurður um sæta-
nýtingu segir Guðjón að allt gangi
samkvæmt áætlunum um þessar
mundir.
Stefnir í 90% sætanýtingu
WOW air flýgur til tveggja borga í
Norður-Ameríku, Boston og Wash-
ington DC. Að sögn upplýsingafull-
trúa félagsins, Svanhvítar Friðriks-
dóttur, eru áform um að bæta við
fleiri áfangastöðum á næsta ári. Flug-
félagið flýgur núna 6 sinnum í viku til
Boston og 5 sinnum í viku til Wash-
ington. WOW air er með samtals
2.200 sæti vikulega frá Keflavík til
Norður-Ameríku, 1.200 sæti eru í
boði á viku til Boston og 1.000 sæti til
Washington DC. „Þegar við hófum
sölu á ferðum til Norður-Ameríku í
október á síðasta ári ætluðum við ein-
göngu að fljúga fjóra mánuði á ári og
þrisvar í viku til Washington DC en
áfangastaðurinn gekk mun betur en
við héldum í fyrstu og var því ákveðið
í janúar að fljúga þangað allan ársins
hring og var bætt við einu flugi á
viku.“ Svanhvít segir að í haust verði
tilkynnt um nýja áfangastaði í Am-
eríku sem verður byrjað að fljúga til á
næsta ári. „Við reiknum með að meira
en tvöfalda framboð okkar á næsta
ári til Norður-Ameríku.“ Á þessu ári
er gert ráð fyrir að 120 þúsund sæti
verði í boði hjá WOW air til Norður-
Ameríku og segir Svanhvít að stefni í
90% sætanýtingu í maí og í sumar.
Bjóða 295 ferðir vikulega til
13 borga í Norður-Ameríku
Morgunblaðið/Þórður
Flug Tæplega 21.000 flugsæti eru í boði til Norður-Ameríku frá Keflavík.
Fleiri borgir og brottfarir hjá Icelandair og WOW air en SAS og Norwegian
Áfangastaðir flugfélaganna í N-Ameríku
Icelandair
Norwegian
San Francisco
MinneapolisSeattle
Toronto
Vancouver
Los Angeles
Washington
Anchorage
Boston
Chicago*
Denver
Edmonton
Fort Lauderdale Miami
Halifax
Houston
Las Vegas*
New York
Orlando
Portland
*Flug Icelandair til
Chicago hefst í mars
2016 og flug
Norwegian til Las
Vegas hefst í október.
WOW
SAS
Heimild: Heimasíður flugfélaganna
Hlutfall hins opinbera í lífeyris-
greiðslum er lægst á Íslandi af
OECD-ríkjum, að því er fram kemur
í markaðspunktum greiningardeild-
ar Arion banka. Útgjöld lífeyris-
greiðslna úr ríkissjóði eru innan við
5% af útgjöldum ríkissjóðs en meðal-
tal OECD landa var 18% árið 2011.
Ísland kemur einnig vel út í saman-
burði við önnur OECD-lönd með til-
liti til eigna lífeyrissjóða. Aðeins í
Hollandi eru eignir lífeyrissjóða
meiri sem hlutfall af landsfram-
leiðslu. Hlutfallið var 150% á Íslandi
árið 2013 en innan við 20% hjá meiri-
hluta ríkja OECD. Þetta skýrist að
stórum hluta af því að sjóðsöfnun
hefur meira vægi á Íslandi heldur en
víða innan OECD, þar sem gegnum-
streymiskerfi er algengara.
Þótt íslenska lífeyrissjóðakerfið
standi vel í alþjóðlegum samanburði
eru þó vísbendingar um að við þurf-
um að gera enn betur, að mati Arion
banka. Í fyrsta lagi var trygginga-
fræðileg staða lífeyrissjóðanna, sem
gefur til kynna hversu vel í stakk
búnir þeir eru til að standa við lífeyr-
isskuldbindingar sínar, neikvæð um
663 milljarða króna árið 2013. Þar af
voru 595 milljarðar komnir til vegna
sjóða með ábyrgð hins opinbera, líf-
eyrisréttinda sem stofnað hefur ver-
ið til án sjóðsöfnunar og eru því að
óbreyttu byrði á skattgreiðendum
framtíðarinnar. Í öðru lagi miða út-
reikningar lífeyrisréttinda við lífslík-
ur í fortíð. Ef ekki er tekið tillit til
þess að lífslíkur fara batnandi telur
Arion banki ljóst að raunveruleg líf-
eyrisréttindi verða lægri í framtíð-
inni en tryggingafræðileg bókhalds-
staða lífeyrissjóða gefur til kynna.
Morgunblaðið/Kristinn
Lífeyrir Réttindi ættu að taka mið af
batnandi lífslíkum í framtíðinni.
Sterkt kerfi en
úrbóta þó þörf
Hlutfall hins op-
inbera í lífeyris-
greiðslum lægst hér