Morgunblaðið - 20.05.2015, Blaðsíða 35
FRÉTTIR 35Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. MAÍ 2015
Förðunardagar í Lyfju
miðvikudag og fimmtudag.
Láttu ráðgjafa Clinique leiðbeina þér
með val á farða, varalit eða hvaða
litavöru sem er frá Clinique.
Afslátturinn gildir í
Lyfju Laugavegi, Lágmúla, Nýbýlavegi, Smáralind,
Smáratorgi, Reykjanesbæ, Selfossi, Egilsstöðum og Ísafirði.
25%
afsláttur af ö
llum förðuna
r-
vörum í Cliniq
uemiðvikuda
g
og fimmtuda
g.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
„Mikilvægt er að greina á milli
þeirra sem Sameinuðu þjóðirnar
skilgreina sem flóttamenn og hæl-
isleitenda sem koma af sjálfs-
dáðum. Ég held að það séu um 150
þúsund manns sem komið hafa sem
hælisleitendur til Evrópu á síðustu
misserum,“ segir Stefán Þór
Björnsson, sem félagsmálaráðherra
hefur nýlega skipað formann flótta-
mannanefndar.
Hann var spurð-
ur hvort til
greina kæmi að
skjóta skjólshúsi
yfir eitthvað af
því fólki sem leit-
að hefur á bátum
yfir Miðjarð-
arhafið til Evr-
ópu.
Stefán rifjar
upp að mikil umræða sé á vettvangi
Evrópusambandsins og víðar um að
stækka flóttamannakvótann til að
reyna að minnka vandann vegna
hælisleitenda. Því fleiri sem skil-
greindir eru sem flóttamenn þeim
mun minni verði þrýstingurinn frá
hælisleitendum.
Ákvörðun ríkisstjórnar
Segir Stefán að búast megi við
því að Íslendingar verði beðnir um
að taka fleiri flóttamenn í kjölfarið
en tekur fram að það sé ákvörðun
ríkisstjórnar hverju sinni hversu
mörgum tekið verði á móti og
hverjir það verði. Sjálfur telur hann
að Íslendingar gætu tekið við fleiri
flóttamönnum og augljóst að þörfin
sé fyrir hendi.
Í janúar kom 13 manna hópur
sýrlenskra flóttamanna frá Tyrk-
landi. Í hópnum voru fjórar fjöl-
skyldur, þar af sex börn. Fólkið
þarfnaðist heilbrigðisþjónustu
vegna veikinda eða slysa. Samvinna
er við Reykjavíkurborg um mótt-
töku þeirra svo og Rauða kross
Íslands eins og venjulega. Er þetta
stærsti hópur flóttafólks sem tekið
hefur verið við frá árinu 2008.
Stefán Þór er með mastersgráðu
í fjármálum fyrirtækja og starfar
við Fjármálaeftirlitið. Hann segist
lengi hafa haft áhuga á alþjóða-
málum og lesi mikið um ástandið í
heimsmálunum, ekki síst um átökin
á þeim svæðum sem mest áhrif
hafa á Evrópu. Sýrland þar á
meðal.
Býst við fleiri flóttamönnum hingað
Nýr formaður flóttamannanefndar segir að þörf sé á því að taka við flóttamönnum
Stefán Þór
Björnsson
Ljósmyndasýning Jóns Steinars
Ragnarssonar var opnuð í Komp-
unni, í Alþýðuhúsinu á Siglufirði í
gær, sunnudag. Jón Steinar er leik-
myndahönnuður og ástríðu-
ljósmyndari, fæddur á Ísafirði 1959
og hefur verið búsettur á Siglufirði
síðan 2007.
Jón Steinar hannaði leikmyndir
fyrir kvikmyndirnar Nóa albínóa,
Engla alheimsins og Ikingut, sem
hann skrifaði líka handrit að. Jón
kom að sjónvarpsþáttunum Fóst-
bræðrum og síðustu ár hefur hann
starfað að uppbyggingu og ímynd-
arsköpun Rauðku ehf. á Siglufirði í
tengslum við ferðamál fyrir Róbert
Guðfinnsson. Myndirnar á sýning-
unni eru teknar síðastliðið ár á
Siglufirði og nágrenni og leitast við
að fanga andrúmsloft og fegurð
svæðisins á öllum árstíðum. Sýn-
ingin er opin daglega kl. 14.00-
17.00.
Sýningin stendur til 31. maí.
Ljósmyndarinn Jón Steinar Ragn-
arsson hefur víða leitað fanga.
Fangar
andrúmsloft
og fegurð
Boðað hefur verið til borgara-
fundar um kjaradeilurnar og til að
ræða hvað deiluaðilar geti lært af
sögunni. Fundurinn verður í Iðnó á
morgun, fimmtudaginn 21. maí,
klukkan 12.00.
Frummælendur verða: Þorsteinn
Pálsson, fyrrverandi forsætisráð-
herra, Katrín Ólafsdóttir, lektor í
hagfræði við HR, og Ari Skúlason,
hagfræðingur hjá Landsbanka Ís-
lands. Fundarstjóri verður Eyþór
Arnalds.
Í tilkynningu segir að fyrir fund-
inum standi hópur fólks sem tekið
hefur sig saman undir kjörorðinu
„Aukum kaupmáttinn“ og sé
óformlegur vettvangur fólks sem
vill varðveita og auka kaupmátt í
landinu á sjálfbæran og ábyrgan
hátt. Hópurinn telji mikilvægt að
gera kjarasamninga sem auki
kaupmátt landsmanna, varðveiti
þann stöðugleika sem nú ríkir og
bæti lífskjör.
Borgarafundur um
kjaradeilurnar