Morgunblaðið - 20.05.2015, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 20.05.2015, Blaðsíða 35
FRÉTTIR 35Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. MAÍ 2015 Förðunardagar í Lyfju miðvikudag og fimmtudag. Láttu ráðgjafa Clinique leiðbeina þér með val á farða, varalit eða hvaða litavöru sem er frá Clinique. Afslátturinn gildir í Lyfju Laugavegi, Lágmúla, Nýbýlavegi, Smáralind, Smáratorgi, Reykjanesbæ, Selfossi, Egilsstöðum og Ísafirði. 25% afsláttur af ö llum förðuna r- vörum í Cliniq uemiðvikuda g og fimmtuda g. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Mikilvægt er að greina á milli þeirra sem Sameinuðu þjóðirnar skilgreina sem flóttamenn og hæl- isleitenda sem koma af sjálfs- dáðum. Ég held að það séu um 150 þúsund manns sem komið hafa sem hælisleitendur til Evrópu á síðustu misserum,“ segir Stefán Þór Björnsson, sem félagsmálaráðherra hefur nýlega skipað formann flótta- mannanefndar. Hann var spurð- ur hvort til greina kæmi að skjóta skjólshúsi yfir eitthvað af því fólki sem leit- að hefur á bátum yfir Miðjarð- arhafið til Evr- ópu. Stefán rifjar upp að mikil umræða sé á vettvangi Evrópusambandsins og víðar um að stækka flóttamannakvótann til að reyna að minnka vandann vegna hælisleitenda. Því fleiri sem skil- greindir eru sem flóttamenn þeim mun minni verði þrýstingurinn frá hælisleitendum. Ákvörðun ríkisstjórnar Segir Stefán að búast megi við því að Íslendingar verði beðnir um að taka fleiri flóttamenn í kjölfarið en tekur fram að það sé ákvörðun ríkisstjórnar hverju sinni hversu mörgum tekið verði á móti og hverjir það verði. Sjálfur telur hann að Íslendingar gætu tekið við fleiri flóttamönnum og augljóst að þörfin sé fyrir hendi. Í janúar kom 13 manna hópur sýrlenskra flóttamanna frá Tyrk- landi. Í hópnum voru fjórar fjöl- skyldur, þar af sex börn. Fólkið þarfnaðist heilbrigðisþjónustu vegna veikinda eða slysa. Samvinna er við Reykjavíkurborg um mótt- töku þeirra svo og Rauða kross Íslands eins og venjulega. Er þetta stærsti hópur flóttafólks sem tekið hefur verið við frá árinu 2008. Stefán Þór er með mastersgráðu í fjármálum fyrirtækja og starfar við Fjármálaeftirlitið. Hann segist lengi hafa haft áhuga á alþjóða- málum og lesi mikið um ástandið í heimsmálunum, ekki síst um átökin á þeim svæðum sem mest áhrif hafa á Evrópu. Sýrland þar á meðal. Býst við fleiri flóttamönnum hingað  Nýr formaður flóttamannanefndar segir að þörf sé á því að taka við flóttamönnum Stefán Þór Björnsson Ljósmyndasýning Jóns Steinars Ragnarssonar var opnuð í Komp- unni, í Alþýðuhúsinu á Siglufirði í gær, sunnudag. Jón Steinar er leik- myndahönnuður og ástríðu- ljósmyndari, fæddur á Ísafirði 1959 og hefur verið búsettur á Siglufirði síðan 2007. Jón Steinar hannaði leikmyndir fyrir kvikmyndirnar Nóa albínóa, Engla alheimsins og Ikingut, sem hann skrifaði líka handrit að. Jón kom að sjónvarpsþáttunum Fóst- bræðrum og síðustu ár hefur hann starfað að uppbyggingu og ímynd- arsköpun Rauðku ehf. á Siglufirði í tengslum við ferðamál fyrir Róbert Guðfinnsson. Myndirnar á sýning- unni eru teknar síðastliðið ár á Siglufirði og nágrenni og leitast við að fanga andrúmsloft og fegurð svæðisins á öllum árstíðum. Sýn- ingin er opin daglega kl. 14.00- 17.00. Sýningin stendur til 31. maí. Ljósmyndarinn Jón Steinar Ragn- arsson hefur víða leitað fanga. Fangar andrúmsloft og fegurð Boðað hefur verið til borgara- fundar um kjaradeilurnar og til að ræða hvað deiluaðilar geti lært af sögunni. Fundurinn verður í Iðnó á morgun, fimmtudaginn 21. maí, klukkan 12.00. Frummælendur verða: Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráð- herra, Katrín Ólafsdóttir, lektor í hagfræði við HR, og Ari Skúlason, hagfræðingur hjá Landsbanka Ís- lands. Fundarstjóri verður Eyþór Arnalds. Í tilkynningu segir að fyrir fund- inum standi hópur fólks sem tekið hefur sig saman undir kjörorðinu „Aukum kaupmáttinn“ og sé óformlegur vettvangur fólks sem vill varðveita og auka kaupmátt í landinu á sjálfbæran og ábyrgan hátt. Hópurinn telji mikilvægt að gera kjarasamninga sem auki kaupmátt landsmanna, varðveiti þann stöðugleika sem nú ríkir og bæti lífskjör. Borgarafundur um kjaradeilurnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.