Morgunblaðið - 20.05.2015, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 20.05.2015, Blaðsíða 76
76 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. MAÍ 2015 Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • sala@rv.is • rv.is Rekstrarvörur – fyrir þig og þinn vinnustað Hágæða postulín - með innblæstri frá náttúrunni Verið velkomin í verslun RV og sjáið úrval af glæsilegum hágæða borðbúnaði Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þig langar til að brjótast út úr viðjum vanans. Heppnin er líka með þér, svona að hluta til. Sýndu öðrum tillitssemi. 20. apríl - 20. maí  Naut Aðstæður hafa misst kraftinn. Sam- starfsmenn þínir hafa margir hverjir lagt þér drjúgt lið og það skal launa þegar upp er staðið. Vertu samt óhræddur því innsæi þitt er í góðu lagi. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þér verður afar lagið að vinna að rannsóknum á næstu vikum. Orðspor þitt er mikilvægara en peningar í banka. Um ástina gegnir öðru máli. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Það er alltaf gaman að hitta aðra þegar aðstæður leyfa. Vertu tilbúinn að deila leyndarmálinu með vini. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú stefnir öllu í tvísýnu með þrjósku þinni. Skyldan kallar svo þú þarft að gera þitt besta í stöðunni. Mundu að hver er sinn- ar gæfu smiður og allir þurfa að leggja sig fram. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Í byrjun sambands varstu til í að líta framhjá göllum hinnar manneskjunnar, hlæja og deila með og vera eins og þú átt að þér. Taktu hlutina í réttri röð. 23. sept. - 22. okt.  Vog Láttu það bara eftir þér að leika þér svolítið í dag. Mundu að kapp er best með forsjá. Hver er sinnar gæfu smiður og þú átt sjálfur að ráða því hvernig þú vilt haga mál- um þínum. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú átt erfitt með að skilja af hverju aðrir sýna þér ekki sama traust og þú þeim. Gefðu þér tíma til að gera hlutina vel. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Í dag er ágætur dagur til að slappa af og skemmta sér. Fólk hrífst af færni þinni til að átta þig á heildarmyndinni í stað þess að dvelja við smáatriði. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú gætir svo sem haft þitt fram með hávaða og látum en það er ekki rétta aðferðin. Taktu eftir gjörðum, ekki orðum. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Dagurinn mun einkennast af gáskafullu daðri sem þarf ekki að vera skað- legt ef þú tekur því ekki alvarlega. Líttu á at- burði dagsins sem vísbendingu um það sem koma skal. 19. feb. - 20. mars Fiskar Það er hætt við að þú bíðir lægri hlut ef þú reynir að standa uppi í hárinu á þeim sem eru ofar settir. Vittu hvað þú vilt segja og hvernig þú vilt sýna þig. Þá verður fram haldið með gaml-ar ferðavísur, sem Ólafur Stef- ánsson rifjaði upp á Leirnum. „Það er meiri hugur og jákvæð- ari í hinni alkunnu vísu Þórðar á Strjúgi Magnússonar, en hún er í miklu uppáhaldi hjá hestamönnum. Þó slípist hestur og slitni gjörð slettunum ekki kvíddu, hugsaðu hvorki um himin né jörð haltu þér fast og ríddu. Aftur á móti hefur vísan hans Jóns Vídalíns biskups ekki alltaf þótt góð, og fyrri parturinn hálf norðlenskur, en hún er einlæg á sinn hátt og lifir góðu lífi. Herra Guð í himnasal, haltu mér við trúna. Kvíði ég fyrir Kaldadal, kvölda tekur núna. Sýslumenn þurftu oft að sinna skyldum sínum um langan veg yfir fljót og sanda og máttu þakka fyrir stundum að komast „lífs á land“ úr þeim svaðilförum, eins og Árni Gíslason yrkir um. Skrölt hef ég um Skeiðarársand, og skemmtun haft af munum. Nú er ég kominn lífs á land úr ljótu Núpsvötnunum. Fleiri hafa ort um góða vatna- hesta, eins og Guðmundur Magnús- son Stóruskógum gerir svo hlýlega um reiðhestinn sinn, Glám. Mesta gull í myrkri og ám, mjúkt á lullar grundum, einatt sullast eg á Glám, er hálffullur stundum. Hann á líka góðrar heimkomu von, Eyjólfur á Króki, og hvetur hestinn sinn heim. Engu kvíðir léttfær lund, ljúft er stríði að gleyma. Blesa ríð ég greitt um grund Guðný bíður heima. Fyrsta vísan hér að framan var eftir Eggert Ólafsson, sem ferðað- ist, á vegum stjórnarinnar með Bjarna Pálssyni um landið um miðja átjándu öld, en Ferðabók Eggerts og Bjarna er afrakstur þeirra ferða. Hálfri öld fyrr voru þeir Árni Magnússon og Páll Vídalín sendir út af örkinni til að skrásetja landshagi og taka mann- talið fræga og einstaka á þeim tíma. Jarðabókin kom út 1713. Páll var skáld gott og best að láta hann eiga síðustu vísurnar í þessum pistli. Það er hægt að ímynda sér þann þreytta ferðalang, Pál sýslumann, eftir slarksama ferð, eða var hann að koma úr málastappi? Eg er svangur, syfjaður, svívirtur og hrakinn. Hvenær mun ég heitur, þurr, hresstur, saddur, vakinn? Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Gamlar ferðavísur enn Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „HEF ÉG SAMT TÍMA FYRIR KAFFIBOLLA?“ Hermann Ferdinand Grettir ...Hann Tarsan – Þú Jane Hrólfur hræðilegi AHH, VETURINN ER KOMINN ÞÚ SKULDAR KÓNGINUM SKATTA ÞRJÚ ÁR AFTUR Í TÍMANN BORGAÐU, ANNARS! HVAÐ SEGIRÐU UM TVÖFALT EÐA EKKERT DÆS VOGUN VINNUR… …VOGUN TAPAR Víkverji hefur upp á síðkastið rek-ið augun í aðsendar greinar um fasteignamarkaðinn á Flórídaskag- anum í Bandaríkjunum undanfarið. Þar var þó hvergi minnst á fasteign eina í Miami, sem fór á átta milljónir dollara á dögunum. Fasteignin er einkum fræg vegna íbúa, sem þar bjó fyrir tæpri öld. Þá var hann óvel- kominn, en nú er nafn hans notað til að auglýsa húsið. x x x Al Capone er einn frægasti skúrk-ur sögunnar. Þegar hann ákvað að hreiðra um sig á Miami Beach 1928 spruttu upp mótmæli. Íbúarnir, sem margir höfðu sitt lifibrauð af ferðamennsku, óttuðust að nærvera hans myndi flæma ferðamennina burt. Til að uppfylla kröfur um um- fjöllun um fasteignir er rétt að taka fram að húsið er í nýlendustíl. Að- eins baðherbergið mun vera eins og á tímum Capones, svart og gyllt í art deco-stíl. Við húsið er feiknaleg sundlaug, sem opnaðist út í sjó. Fiskar syntu inn í laugina og þar sat Capone og veiddi á stöng. Hann mun hafa kunnað að meta að húsið var við sjóinn og nálægt flugvellinum. Þá hefði hann nægar flóttaleiðir. Iðu- lega þurfti að kalla til lögreglu vegna drykkju, samkvæma og rifrilda við nágranna, en Capone hafði þó mun hægar um sig í Miami en í Chicago x x x Capone var dæmdur í 11 ára fang-elsi 1931 vegna brota á skatta- lögum. Dóminn afplánaði hann fang- elsinu á eyjunni Alcatraz á San Francisco-flóa. Í ljós kom að hann var langt leiddur af sífilis. Heilsu hans hrakaði í fangelsinu og 1939 var hann látinn laus. Hann sneri aft- ur í húsið í Miami og var þá orðinn sjúklingur. Hann lést 1947, nokkrum dögum eftir að hann varð 48 ára. x x x Víkverji veltir því fyrir sér hversvegna fréttir á borð við þessa vekja athygli hans, en líklega er ástæðan hinar óútreiknanlegu vend- ingar sögunnar, í þessu tilfelli að maðurinn, sem menn hefðu eitt sinn viljað velta upp úr tjöru og fiðri og bera út úr bænum á teini, er nú not- aður til að draga að. víkverji@mbl.is Víkverji En það er hið eilífa líf að þekkja þig, hinn eina sanna Guð, og þann sem þú sendir, Jesú Krist. (Jóhannesarguðspjall 17:3)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.