Morgunblaðið - 20.05.2015, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 20.05.2015, Blaðsíða 66
66 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. MAÍ 2015 ✝ Valdís Guðjóns-dóttir fæddist í Hafnarfirði 15. apr- íl 1926. Hún lést á Ísafold, hjúkrunar- heimili, 5. maí 2015. Foreldrar henn- ar voru hjónin Elín Ágústa Sigurðar- dóttir, húsmóðir úr Keflavík, f. 5. ágúst 1893, d. 4. júlí 1947, og Guðjón Arn- grímur Arngrímsson, byggingar- meistari, f. á Spjör í Eyrarsveit, 13. október 1894, d. 6. nóvember 1972. Systkini Valdísar eru: 1) Guðríður, f. 8. febrúar 1925, d. 18. september 2008, 2) Arn- grímur, f. 30. júlí 1927, d. 13. nóv- 1980, í sambúð með Höllu Eiríks- dóttur, f. 1977. Uppeldissonur, sonur Þuríðar og Pálma Gunn- arssonar, er Sigurður Helgi, f. 1974, í sambúð með Unni Björk Hauksdóttur, f. 1978. 2. Guðjón Erling, f. 1954, kvæntur Fann- eyju Óskarsdóttur, f. 1958. Börn þeirra eru: a) Sigríður Dís, f. 1986, b) Ari, f. 1988, í sambúð með Katrínu Dögg Óðinsdóttur, f. 1993, c) Davíð, f. 1993. Valdís stundaði nám við St. Jósefsskóla og Flensborgarskóla í Hafnarfirði og síðar við Hús- mæðraskóla Reykjavíkur. Valdís starfaði sem ritari um nokkur misseri en frá árinu 1950 gegndi hún húsmóðurstörfum þar til hún hóf aftur störf árið 1977 við matseld hjá Íslenskri endur- tryggingu þar sem hún starfaði til ársins 1986. Útför Valdísar verður gerð frá Vídalínskirkju í Garðabæ í dag, 20. maí 2015, og hefst athöfnin kl. 13. ember 2002, 3) Sig- urður, f. 15. apríl 1929, d. 19. apríl 2015 og 4) Magnús, f. 9. júlí 1935. Valdís giftist 15. apríl 1950 Friðriki Jóelssyni, prentara í Hafnarfirði, f. 15. apríl 1922, d. 2. júní 2013. Foreldrar hans voru Jóel Frið- rik Ingvarsson, f. 3. nóvember 1889, d. 9. júní 1975 og Valgerður Erlendsdóttir, f. 17. september 1894, d. 8. apríl 1986. Börn Friðriks og Valdísar eru: 1. Friðrik Ingvar, f. 1950, kvænt- ur Þuríði Sigurðardóttur, f. 1949. Sonur þeirra er Erling Valur, f. Hún kvaddi þetta líf eins hljóðlega og hún lifði því, þar sem öll verk voru unnin í hljóði, svo stundum leit út fyrir að þau gerðust af sjálfu sér. Ást og um- hyggja einkenndu líf Dísu, sem hafði einstaklega glöggt auga fyrir fólkinu sínu, fann hvað var því fyrir bestu og hverjar þarf- irnar voru. Blíðlynd, gjafmild og gestrisin hafði hún alltaf tíma og pláss fyr- ir fjölskylduna. Barnabörnin sóttu fast að heimsækja ömmu og afa enda var dekrað við þau. Ekkert jafnaðist á við góðgæti að hætti ömmu. Hún taldi það ekki eftir sér að hlaupa upp og niður stiga til að þjóna börnunum og vinum þeirra, enda voru allir jafnir fyrir henni. Dísa var eft- irlátssöm börnunum en leið- beindi þeim af skilningi. Hún víl- aði ekki fyrir sér að setjast á gólfið, fín og falleg, til að kubba, lesa eða fara í dúkku- eða bíla- leik. Í hennar huga voru það for- réttindi að gæta barnanna okkar, en auðvitað voru forréttindin okkar. Dísa var fagurkeri og heimili hennar og tengdapabba, sem er látinn, bar því glöggt vitni. Snyrtimennska og vinnusemi voru henni í blóð borin og ein- hvern veginn varð allt fallegt í höndunum á henni. Hún hafði unun af ýmiss konar handavinnu og ein af fallegu minningunum sem við eigum er af þeim sam- rýndu systrum Dísu og Gauju sitjandi saman við spjall, prjóna- skap og útsaum. Í gegnum tíðina eignuðust börnin og barnabörnin handverk Dísu, ávallt unnið fyrir hvert og eitt af ómældum kær- leik. Ekki er hægt að minnast Dísu án þess að nefna allar veislurnar. Þau hjónin áttu sama afmælis- dag, sem einnig var brúðkaups- dagurinn þeirra. Þá kom stórfjöl- skyldan og góðir vinir til veislu þar sem blómum skreytt borð- stofuborðið lumaði á uppáhalds- veisluréttum barna og fullorð- inna. Þegar erlenda gesti bar að garði, sem voru ófáir, varð ís- lenskan hennar að alþjóðatungu- máli. Allir löðuðust að Dísu með stóra hjartað, fallega brosið og hlýja viðmótið. Stundum þarf ekki orð til að skynja og skilja. Síðustu árin dvaldi Dísa á hjúkrunarheimilinu Ísafold. Þar eins og annars staðar löðuðust allir að elskulegu viðmóti hennar. Síðustu misserin hrakaði Dísu hratt og alzheimersjúkdómurinn tók smám saman yfir. Það var sárt að horfa á eftir yndislegri tengdamóður hverfa inn í heim óminnis. En það var okkur ljós í skugganum að hún var alltaf sama ljúfa, góða, hjartahlýja Dísa sem hrósaði okkur fyrir það sem gladdi augu hennar og kvaddi okkur alltaf með fallegum blessunarorðum. Og alltaf ljóm- aði hún eins og sólin þegar yngstu kynslóðina bar að garði. Þá varð tilveran öll fallegri og betri. Ein dýrmætasta minning síðasta árs er frá Ísafold þegar nafna hennar var blessuð í skírn- arkjólnum sem Dísa saumaði ung stúlka. Fjölskyldan varð hrærð þegar hún söng með okkur sálm, fór með faðirvorið og hélt á ung- barninu sem hún nálgaðist af sama öryggi og ástúð og öll börn- in hennar höfðu kynnst. Með þakklæti í huga kveðjum við okkar yndislegu tengdamóð- ur og fyrirmynd, sem nú situr ef- laust meðal englabarna, sem biðu eftir að fá að njóta blíðu hennar. Guð blessi minningu þína, elsku besta Dísa okkar. Þuríður og Fanney. Nú er hún elsku besta amma okkar fallin frá. Amma Dísa var einstaklega góð manneskja og kærleiksrík. Í raun er erfitt að finna nógu sterk lýsingarorð til að lýsa góðmennsku hennar því umhyggjusamari og hjartahlýrri manneskju er vart hægt að hugsa sér. Það voru forréttindi fyrir okk- ur að eiga ömmu og afa í göngu- færi frá heimili okkar. Heimili ömmu og afa stóð ávallt opið fyr- ir okkur systkinunum og þar var alltaf tekið vel á móti okkur, sama á hvaða tíma dags við bönk- uðum upp á. Allt frá því við vor- um lítil börn fannst okkur rosa- lega gaman að fara í heimsókn til ömmu og afa. Þar þótti okkur gaman að vera enda félagsskap- ur ömmu og afa skemmtilegur. Amma passaði líka ávallt upp á að ísskápurinn væri fullur af öllu því sem barnabörnunum hennar þótti best. Væntumþykja ömmu gagnvart barnabörnum sínum fór ekki framhjá neinum. Hún var dugleg að leika við okkur og ekki má gleyma hennar listrænu hæfileikum, en hún var alltaf að færa okkur föt, leikföng eða bútasaumshandverk sem hún hafði prjónað, saumað eða föndr- að. Ef einhver var lasinn eða fékk skrámu fann hún svo mikið til með manni að hún fékk í lærin eins og hún orðaði það. Þá var ætíð hægt að leita til ömmu þeg- ar afi hafði verið að stríða okkur en amma var ekki hrifin af því og huggaði okkur með ís eða öðru góðgæti. Allt sem amma tók sér fyrir hendur varð fullkomið. Postulín- ið sem hún málaði fyrir okkur var í raun listaverk, fötin sem hún saumaði á okkur voru óað- finnanleg og hver hversdagsmál- tíð sem hún gaf okkur var veislu- matur. Þetta framkvæmdi amma líkt og hendi væri veifað og aldrei tók maður eftir því að hún hefði fyrir nokkrum sköpuðum hlut. Amma var sannkölluð fyrir- mynd í einu og öllu. Kærleikur- inn og jákvæðnin var aðalsmerki ömmu og hjarta hennar var risa- stórt. Í seinni tíð glímdi amma við erfiðan og ólæknandi sjúk- dóm. Þrátt fyrir það fundum við systkinin alla tíð fyrir væntum- þykju ömmu Dísu til síðasta dags þó hún hafi vissulega ekki getað stjanað við okkur með sama hætti og áður. Það var líklega erfiðast fyrir hana af öllum að ganga í gegnum þetta erfiða tímabil síðustu ár lífs síns enda vildi hún ekkert meira en að láta gott af sér leiða. Við getum þó með sanni sagt að þrátt fyrir þennan erfiða sjúkdóm þá lét amma aldrei af þeim yndislegu eiginleikum sínum að láta öðrum líða vel í kringum sig og kvödd- um við barnabörnin hana ávallt með hlýju og gleði í hjarta. Ynd- islegri og dásamlegri manneskju en ömmu er vart hægt að hugsa sér. Elsku hjartans amma okkar. Við kveðjum þig með miklum söknuði. Samverustundir okkar munu hlýja okkur um hjartaræt- ur um ókomna tíð. Við nutum þess að fá að vera með þér í eins langan tíma og raun bar vitni, en að sjálfsögðu hefðum við viljað hafa þig með okkur lengur. Hvíl í friði, elsku amma. Þú munt lifa í minningum okkar um alla ævi. Sigríður Dís, Ari og Davíð. Í dag kveð ég mína góðu ömmu Dísu. Ég var mikið of- dekraður í Blikanesinu, heima hjá ömmu Dísu og afa Fidda, en þar bjuggu þau lengst af. Ég var mikið þar, bæði í pössun hjá ömmu þegar ég var lítill og eins þegar ég varð eldri, þá var alltaf gott að koma í heimsókn til ömmu. Síðustu árin bjó hún á hjúkrunarheimilinu Ísafold, þá orðin langt leidd af Alzheimer- sjúkdómnum, og þá fór ég í heimsókn með Höllu og nöfnu hennar með mér, hana Valdísi Ástu, og alltaf var amma jafn kát og glöð þegar hún fékk nöfnu sína í fangið. Það var ótrúlega gaman að sjá hvað amma virtist koma til baka þegar hún hélt á Valdísi Ástu enda var hún alltaf mikil barnagæla. Ég er viss um að hún hefði fengið sama dekrið og ég þegar ég var yngri ef amma hefði haldið heilsu. Amma fór t.d alltaf í Fjarðarkaup í Hafnarfirði til að kaupa brauð- form til að eiga fyrir okkur barnabörnin þegar við komum í heimsókn og fyllti hún alltaf brauðformið af ís með teskeið áð- ur en hún setti ískúluna ofan á það svo að sem mestur ís kæmist nú fyrir. Í töluverðan tíma þegar ég var yngri þá bar ég vikulega út blöð á Arnarnesinu. Þá var upplagt að gista hjá afa og ömmu og á morgnana þegar ég vaknaði til að bera út þá var alltaf tilbúinn morgunmatur og svo var mér skutlað í skólann þegar ég var búinn með útburðinn. Eins var amma alltaf tilbúin til að skutla manni ef maður þurfti að komast eitthvert áður en ég fékk bílpróf- ið og jafnvel eftir að ég fékk próf- ið og átti bilaða bíla. Ég ferðaðist mikið með ömmu og afa og þá eins og ávallt var alltaf séð til þess að það væri til nægur matur og nesti. Eins gat maður alltaf treyst á að amma ætti eitthvað til að borða og kex þegar maður kom í heimsókn. Ég geri ráð fyrir því að amma sé núna hjá afa og að segja hon- um frá Valdísi Ástu sem hann fékk því miður ekki að hitta. Hvíldu í friði, amma, og ég bið að heilsa afa. Að lokum vil ég þakka starfsfólki hjúkrunarheimilisins Ísafoldar/Ásbyrgis kærlega fyrir umönnunina um ömmu síðustu árin. Erling Valur. Fyrsta minning mín um Dísu er frá brúðkaupi hennar og Fidda uppeldisbróður míns. Ég hafði aldrei séð jafnfallega konu. Hún Dísa var ekki aðeins falleg hið ytra, hún hafði einstakt hjartalag. Við systkinin vorum heima- gangar á Herjólfsgötu þegar við vorum börn. Dísa sýndi okkur mikla elskusemi og dekraði við okkur á allan hátt, og ekki var það verra að þar var „kanasjón- varp“. Hún reyndist mér mikil hjálp- arhella þegar ég þurfti pössun fyrir yngstu dóttur mína. Vala mín þurfti aðeins að nefna það ef hana langaði í eitthvað þá var óskin uppfyllt. „Hún Dísa er svo góð að hún segir já við öllu sem ég bið um,“ sagði barnið. Alltaf ljúf, hjálpsöm, hlý og hafði svo góða nærveru. Þetta fundu öll börn, sem ósjálfrátt löð- uðust að henni. Dísa hafði þann frábæra eiginleika að sjá ein- göngu hið jákvæða í fari fólks, aðra þætti leiddi hún hjá sér. Nú á kveðjustund rifjast upp minningar um ótal samveru- stundir. Fjölskylduboð með miklum kræsingum. Hún að hjálpa mér með handavinnu. Vorferðirnar okkar austur í sveitir. Borgarferðirnar sem við „stelpurnar“ fórum í og verða ógleymanlegar. Dísa alltaf jafn ljúf og þakklát. Á síðasta heimili hennar, Ísa- fold, þegar alzheimersjúkdómur- inn hafði tekið völdin, naut hún einstakrar umhyggju sona, tengdadætra og barnabarna. Ég kveð hana með miklu þakklæti. Góð kona hefur kvatt, kona sem skilur eingöngu eftir sig góðar minningar. Kristín Guðmundsdóttir. Nú er hún Dísa amma mín far- in á vit feðra sinna. Mikið held að margir þarna uppi séu glaðir að fá hana til sín því að Dísa var manneskja sem allir elskuðu og allir vildu hafa nálægt sér. Til að lýsa henni langar mig að segja frá dæmigerðum degi heima hjá Dísu og Fidda í Blikanesinu, þeg- ar ég kom þangað í heimsókn sem polli. Það var alltaf ævintýri að koma í Blikanesið og minn- ingin sem ég á um tilhlökkunina kemur upp í hugann enn þann dag í dag, rúmum 30 árum síðar, þegar ég hugsa um Dísu, sem tók alltaf á móti mér með bros á vör. Og ég fann sterklega fyrir þessu notalega andrúmslofti og hlýju, sem hefur fylgt mér æ síðan. Fyrsta spurningin var alltaf hvort ég væri svangur, sem ég var auðvitað alltaf, og sérstak- lega hjá henni því hún átti alltaf Cocoa Puffs, ískalda mjólk, Bug- les og nóg af ís, sem hún mótaði í kúlur og setti í brauðform. Því næst var ég sendur niður þar sem sjónvarpið var og VHS- spóla sett í tækið með teikni- myndum, sem hún hafði tekið upp fyrr í vikunni. Þegar ég var búinn að koma mér fyrir kom hún með mat og drykk á bakka. Þarna sat ég í sófanum með ým- islegt góðgæti að horfa á Tomma og Jenna og í bakgrunni mátti heyra í Dísu þar sem hún dund- aði sér við heimilisstörfin og af og til heyrðist kallað: „Viltu meira, Siggi minn?“ Heimili Dísu var afar fallegt og það má með sanni segja að henni hafi aldrei fallið verk úr hendi. Allt þetta rými var eins og leikvöllur og ég man enn eftir mörgum af þeim ævintýraleikj- um sem ég bjó til í hinum ýmsu krókum og kimum. Dísa skamm- aði mig aldrei ef eitthvað fór úr- skeiðis, hún ræddi bara hvað hefði komið fyrir, og með því tókst henni að fá mig til að virða reglurnar á heimilinu án þess að því fylgdu einhver leiðindi eða kvaðir. Hún tók þannig á málum, alveg sama hversu langt ég fór yfir strikið, ræddi við mig í ró og næði inni í eldhúsi og leiðbeindi mér. Dísa var einstök kona sem ég á eftir að sakna mikið. Hún tók mér sem barnabarni frá fyrstu kynnum þó að við værum ekki blóðskyld. Ég er lánsamur að hafa fengið að kynnast ömmu Dísu og mun alltaf hugsa til hennar með miklu þakklæti. Ég elska þig Dísa mín og ég er nokk- uð viss um að þú hafir alltaf vitað það. Lítill drengur leggst á koddann – lokar sinni þreyttu brá uns í draumi er hann staddur ömmu sinni góðu hjá. Amma brosir – amma kyssir undurblítt á kollinn hans. breiðist ást af öðrum heimi yfir beð hins litla manns. (Jóhannes úr Kötlum) Þinn Sigurður Helgi Pálmason. Nú er lífsgöngu góðrar konu lokið. Hún var hæglát og hæv- ersk hún Dísa og vildi öllum vel. Í mínum huga var hún fyrst og fremst alveg ótrúlega góð. Sem barn átti ég athvarf hjá Dísu og Fidda í Arnarnesinu og fékk oft að gista þar í góðu yf- irlæti og dekri. Þar var alltaf tek- ið vel á móti mér, Dísa með ást og hlýju og Fiddi með gríni og glensi. Ég held að í hvert einasta skipti sem ég gisti hafi Dísa bak- að súkkulaðiköku. Það var sko vandað til verks og í engu sparað þótt ég væri eini gesturinn. Það dugði ekkert minna en margra laga súkkulaðikaka með kremi handa barninu. Svo voru prjónuð dúkkuföt eftir pöntun gestsins. Dísa var einstaklega handlagin og vandvirk. Á meðan hún bakaði eða prjónaði fékk barnið að stíga dans í stofunni, halda tískusýningu í fataher- berginu, fara í freyðibað eða renna sér á litlu skíðunum í brekkunni úti í garði. Ég er óendanlega þakklát fyr- ir þessar dýrmætu stundir þegar ég fékk að vera prinsessan í höll- inni í Arnarnesinu hjá fyndna kónginum og góðu drottning- unni. Valgerður Bjarnadóttir. Valdís Guðjónsdóttir Elsku hjartans systurdóttir mín. Þegar ég reyni að sætta mig við brott- för þína úr þessum heimi, burt frá Pétri þínum, börn- um og barnabörnum sem elskuðu þig svo heitt, er mér efst í huga þakklæti fyrir að hafa átt þig sem frænku. Frá því að þú fæddist og til 11 ára aldurs áttum við heima í sama húsi í Efstasundi þannig að sam- verustundir okkar voru margar. Þú varst fyrsta barnabarn ömmu þinnar og afa og þeirra uppáhald. Þú varst mjög fljót að læra að lesa og man ég þegar við lásum ljóð og sungum með Jóni afa. Hjördís Vilhjálmsdóttir ✝ Hjördís Vil-hjálmsdóttir fæddist 20. maí 1954. Hún andaðist 9. maí 2015. Útför Hjördísar fór fram 16. maí 2015. Þú tókst líka þátt í að baka með Möggu ömmu og varst alltaf mjög handlagin og vand- virk. Við fórum með Jóni afa í sunnu- dagsbíltúra og geng- um úti í náttúrunni og fórum nokkrar ferðir á Esjuna, sem við annars horfðum daglega til út um eldhúsgluggann. Margar góðar minningar eru úr garðinum okkar í hinum ýms- um leikjum. Stutt var að fara á skíði og skauta í nágrenninu þegar þannig viðraði og nutum við mikils frjáls- ræðis í leikjum. Elsku Hjördís, efst í huga mín- um núna eru heimsóknir mínar og barna minna til þín og fjölskyldu í Grundarfirði og allar þær dýr- mætu stundir sem við áttum hjá ykkur þar. Guð geymi þig og varðveiti. Megi ljós Guðs umvefja þig að eilífu. Þín Steinunn. Ég sá hana fyrst fyrir rúmlega 40 árum. Þeir spjölluðu smástund saman í gegnum opnar bílrúður, mennirnir okkar tilvonandi, þá nemendur við Íþróttakennara- skólann á Laugarvatni. Ég sagði á eftir: „Mikið líst mér vel á kær- ustuna hans Péturs, hún er örugglega frábær stelpa“. Svo liðu árin og einu samskiptin voru jólakort á ári hverju. Fyrir tæp- um þremur árum kom símhring- ing. Þau hjónin voru stödd í Eyj- um og langaði að kíkja í heimsókn, sem af varð næsta kvöld. Við Hjördís smullum saman. Leið báðum eins og við værum gamlar vinkonur. Byrjuðum að skrifast á í gegnum tölvuna upp frá því. Ári seinna heimsóttum við þau hjón til Grundarfjarðar. Áttum yndis- legar stundir saman á einu falleg- asta og snyrtilegasta heimili sem hugsast getur. Handavinna Hjör- dísar í öllum herbergjum og ég fór gjöfum hlaðin þaðan. Það var svo notalegt að hitta þau hjón aft- ur og faðmlögin hlý þegar við kvöddum. Svo kom tölvupóstur, ég ný- komin heim aftur. Hjördís hafði farið í myndatöku nokkrum dög- um áður en við komum í heim- sókn, hún var komin með brjósta- krabbamein. Hún hafði áður sigrast á krabbameini bæði í hálsi og í læri, hún ætlaði að sigrast á þessu líka. Ég hafði haft rétt fyrir mér fyr- ir rúmum 40 árum. Hjördís var frábær manneskja. Hlý, skemmti- leg, glaðvær, klár, notaleg, ljúf, hafði mikla samkennd og var með yndislega nærveru. Hún var mikil fjölskyldumanneskja, dáði mann- inn sinn, börnin, barnabörnin, tengdabörnin og alla sína. Ég fékk að fylgjast með öllu þessu fólki í gegnum tölvupósta, hafði bara hitt Pétur, en fannst ég þekkja öll hin líka, svo lifandi voru skrifin hennar Hjördísar. Kæra vinkona. Hafðu þökk fyr- ir allt og allt. Vinátta þín var mér dýrmædd og þér mun ég aldrei gleyma. Við Snorri sendum Pétri vini okkar, börnum þeirra Hjördísar og fjölskyldunni allri, okkar dýpstu samúðarkveðjur. „Þú gafst mikið og vissir ekki til, að þú gæfir neitt“. (K. Gibran) Hrefna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.