Morgunblaðið - 20.05.2015, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 20.05.2015, Qupperneq 25
sumar þeirra beina tilvísun til Ís- lands, eins og vikið er að á öðrum stað. Norrænt mál þróaðist á Orkn- eyjum, kallað norn. Það lifði lengi á afskekktum stöðum eftir að enskan náði yfirhöndinni en er löngu dáið út. Enn eru norræn örnefni áber- andi, kannski „áþreifanlegustu“ minjar um veru norrænna manna á Orkneyjum, þótt oft séu þau afbök- uð, eins og við er að búast. Aðeins skal nefna heiti höfuðstaðarins Kirkwall sem upphaflega hét Kirkjuvogur. Þorgrímur Gestsson gerir góða grein fyrir uppruna margra örnefna í bók sinni. Þá geymir Orkneyinga saga merkileg dæmi um tengsl Íslend- inga og Orkneyinga. Magnús Jóns- son vekur athygli á því að ótrúlega margir Íslendingar eru nefndir á nafn í Orkneyinga sögu. Nefnir hann Arnór jarlaskáld sem yrkir um þá frændur Þorfinn mikla og Rögnvald Brúsason. „Við skynjum í ljóðum Arnórs hvað honum þykir það sárt að fylgjast með þeim tak- ast á,“ segir Magnús og nefnir fleiri hirðskáld jarlanna og Sveins Ásleif- arsonar erkivíkings. Telur hann ein- sýnt að skáldin séu heimildarmenn að mörgum köflum sögunnar. Vilja halda sögunni til haga Orkneyingar eru fyrir löngu orðnir Skotar. „Samt vill þetta fólk halda til haga þessum norræna upp- runa sínum enda er það hluti af þeirra sögu. Þeir myndu lítið vita um sögu sína frá um 880 til 1250 nema fyrir Íslendinginn sem skrif- aði Orkneyinga sögu,“ segir Magn- ús. Þótt Orkneyinga saga teljist bók- menntir hefur ýmislegt komið fram við rannsóknir sem bendir til sann- sögulegra heimilda. Nefna má að við endurbætur á Magnúsarkirkju í Kirkjuvogi á 20. öld fannst skrín heilags manns í einni súlu kirkj- unnar. Við rannsóknir kom í ljós að áverkar á hauskúpu hans voru þeir sömu og fram koma í Orkneyinga sögu þegar lýst er drápi Magnúsar Eyjajarls í Egilsey. Jafnframt kem- ur fram í sögunni að lík hans var flutt í Byrgisey og síðar í Kirkju- vog. Þegar Rögnvaldur Kali var að brjótast til valda á Orkneyjum hét hann því að reisa Magnúsi Eyjajarli musteri ef valdatakan tækist. Hin merka Magnúsarkirkja í Kirkjuvogi er afrakstur þess og þar fundust helgir dómar Magnúsar mörg hundruð árum síðar. Þessar rúnar reist sá maður, er rýnstur er fyrir vestan haf, með þeirri öxi, er átti Gaukur Trandils sonur fyrir sunnan land. Hermann Pálsson prófessor taldi ekki ósennilegt að Þórhallur Ás- grímsson, íslenskur farmaður, hefði rist þessar rúnir, eða einhver skip- verja hans. En hann nefnir einnig til sögunnar Rögnvald kala Orkney- ingajarl sem áður hafði grobbað af því í vísu hvað hann væri góður í að rista rúnir. Þegar Rögnvaldur kali kom úr Jórsalaferð sinni tók hann sér far frá Noregi til Orkneyja með Þórhalli Ás- grímssyni sem tekið er fram í Orkn- eyingasögu að hafi átt bú suður í Biskupstungum. Hermann færir rök fyrir því að Þórhallur hafi verið af- komandi Ásgríms Elliða-Grímssonar í Bræðratungu sem getið er um í Brennu-Njáls sögu. Sá Ásgrímur var vegandi Gauks Trandilssonar á Það er vel þess virði að leggja það á sig að skríða inn í Orkahauginn. Ekki aðeins til að upplifa það að vera í 4500-5000 ára gamalli grafhvelfingu með allri þeirri sögu sem því fylgir heldur einnig og ekki síður að fylgj- ast með leiðsögumanninum sýna og segja frá helstu norrænu rúnarist- unum sem þar eru. Enginn úr hópnum sem ég til- heyrði ærðist í haugnum eins og gerðist þegar Haraldur jarl Madd- aðarson leitaði þar skjóls með mönn- um sínum á ferðalagi tæpum 900 ár- um fyrr. Á steini í hleðslu veggjarins til hægri, þegar inn er komið, er rúna- rista í bundnu máli: Stöng í Þjórsárdal sem lítið er vitað um annað en fram kemur í kviðlingn- um fræga: Önnur var öldin, / er Gaukur bjó á Stöng. / Þá var ei til Steinastaða / leiðin löng. Gæti hann vel hafa hirt vopn hins vegna, eins og dæmi voru um til forna, og öxin þannig komist sem ættargripur í hendur Þórhalls, afkomanda hans, og með honum í Orkahaug þegar hann flutti Rögnvald jarl til Orkneyja und- ir lok árs 1153. Því má bæta við að í tveimur rúnaristum segir að Jórsala- farar hafi brotið hauginn. Það gæti stutt kenninguna um að Rögnvaldur kali hafi komið þar við og Þórhallur Íslendingur sé höfundur þess veggja- krots víkinga sem enn sést. Rúnir voru ristar með öxi Gauks á Stöng FRÉTTIR 25Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. MAÍ 2015 Askalind 3 • 201 Kópavogur • Sími: 562 1500 • friform.is Opið:Mán. - föst. kl. 09-18 Laugardaga kl. 11-15 INNRÉTTINGAR DANSKAR Í ÖLLHERBERGIHEIMILISINS FJÖLBREYTTÚRVALAFHURÐUM, FRAMHLIÐUM,KLÆÐNINGUMOGEININGUM, GEFAÞÉR ENDALAUSAMÖGULEIKAÁ AÐSETJASAMANÞITTEIGIÐRÝMI. VIÐ HÖNNUMOG TEIKNUM FYRIR ÞIG Komdumeð eða sendu okkur málin af eldhúsinu, baðinu, þvottahúsinu, anddyrinu eða svefnherberginu - og við hönnum, teiknum og gerum þér hagstætt tilboð í glæsilega danska innréttingu í hæsta gæðaflokki og vönduð raftæki á vægu verði. STERKAR OG GLÆSILEGAR ÞITT ER VALIÐ Þú velur að kaupa innréttinguna í ósamsettum einingum, eða lætur okkur um samsetninguna. Að sjálfsögðu önnumst við líka uppsetningu og endanlegan frágang fyrir þá sem þess óska – fullkomin þjónusta, eigið verkstæði. BE TR IS TO FA N „Vel fyrst lengi, en þó lauk svo að hann grét.“ Þannig svaraði Gunnar Lambason spurningu um það hvern- ig Skarphéðinn hefði þolað við í brennunni á Bergþórshvoli. Hann hallaði mjög máli og laug þegar hann sagði frá. Enda fór það svo að hann missti höfuðið í miðri sögu. Þessi atburður varð í höll Sig- urðar jarls Hlöðvissonar, væntan- lega í Byrgishéraði í Orkneyjum, annað hvort úti í Byrgisey eða í Byrgisþorpi í landi. Þar var þá veisla. Flosi á Svínafelli og fleiri brennumenn höfðu komið sér í mjúkinn hjá jarli og Flosi hafði tekið sæti Helga Njálssonar sem var hirð- maður jarls en Flosi hafði vegið. Kári Sölmundarson sem sloppið hafði úr brennunni kom þar að þegar Gunnar Lambason sagði frá og stóðst ekki mátið. Hann hjó svo snart í háls Gunnari að höfuðið fauk upp á borðið fyrir konung og jarla. Borðið og klæði jarlanna urðu út- ötuð í blóði. Þótt Kári hafi verið hirð- maður Sigurðar jarls og allra manna vinsælastur skipaði jarl svo fyrir að Kári yrði tekinn og drepinn vegna drápsins og kannski öllu heldur veisluspjallanna. Hann slapp þó fyr- ir orð óvinar síns, Flosa. Sigurður jarl sagði þá þessa fleygu setningu: „Engum manni er Kári líkur í hvat- leik sínum og áræði.“ Eftirmál Njálsbrennu í Byrgisey
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.