Morgunblaðið - 20.05.2015, Blaðsíða 79

Morgunblaðið - 20.05.2015, Blaðsíða 79
ég er flestum hnútum kunnugur í Vínarborg eftir að hafa verið hér í skiptinámi í fyrra. Og þvílík borg. Það er í raun eins og hún hafi verið hönnuð til að halda keppni sem þessa. Tónleikahöllin er mjög mið- svæðis – svona eins og ef Kórinn væri á Klambratúni miðað við mið- borg Reykjavíkur – og það er eins og öll kerfi borgarinnar þurfi bara að ganga örlítið hraðar til að taka við öllum þessum mannfjölda. Götu- sóparadeild borgarinnar er að allan sólarhringinn og öryggisgæsla er í hámarki, án þess þó að hún vefjist fyrir manni. Að vísu er málmleit- arhlið við innganginn, sem gerir það að verkum að síminn minn er örugglega kominn með allskonar krankleika sökum geislavirkni. Tónlistin í fyrirrúmi Þrátt fyrir allan glamúr, tryllta kjóla, ljós og hálfnaktar konur frá Austur-Evrópu, þá finnst mér eins og kveði við nýjan tón. Listamenn- irnir eru meira að horfa á tónlistina heldur en framsetninguna. Kannski hef ég óafvitandi valið mér viðmæl- endur sem eru líklegri til að líta þannig á málið, en bæði norsku og finnsku keppendurnir sögðust leggja áherslu á tónlistina í sínum atriðum, miklu frekar en fyrirferð- armikil atriði. Það sama má segja um atriði Eistlands, sem á sviði minnir á nútímalegan Johnny Cash og June Carter-Cash-dúett. Þegar þetta er skrifað er ekki ljóst hvaða atriði komast áfram í úr- slitakeppnina. Blaðamenn og spek- ingar spá því að Eistland, Rússland, Belgía, Grikkland, Georgía, Serbía, Rúmenía, Holland, Danmörk og Ar- menía fari áfram og keppi til úr- slita, en að Albanía, Hvíta-Rússland, Moldavía, Ungverjaland, Finnland og Makedónía fái reisupassann. Undirritaður er í meginatrið- um sammála þessu mati, en gerir fyrirvara við Finnland. Finnska at- riðið er vægast sagt óhefðbundið og fer illa í marga aðdáendur Eurovisi- on, sem hljómar í mínum eyrum ekki eins og mikill áhugi sé á fjöl- breytileika. Þrátt fyrir það hef ég fulla trú á að aðdáendur um alla Evrópu sjái fegurðina í pönkinu og sendi Finnana áfram í keppnina á laugardaginn. Ljósmynd/Elena Volotova (EBU) Finnarnir Toni Välitalo, Pertti Kurikka, Sami Helle og Kari Aalto, keppendur Finnlands, komust ekki áfram. MENNING 79 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. MAÍ 2015 eftir fyrra rennslið að atriðið hafi ekki gengið nægilega vel og varð hún stressuð fyrir vikið. „En eftir laugardaginn varð mað- ur miklu rólegri þannig að það hef- ur mikil áhrif á mann hvað fólk seg- ir, sem það ætti ekki að gera, en það fer ekki framhjá manni þegar umfjöllunin er svona mikil,“ segir María. Þá hefur hún tvisvar komið fram á hinum margfræga Euro- klúbbi, sem er klúbbur aðeins opinn sérstökum Eurovision-aðdáendum. María segir keppendur annarra landa vera mjög almennilega og hafði hún kynnst nokkrum kepp- endum í Rússlandi áður en haldið var til Austurríkis, og hefur hún hitt þá keppendur aftur úti. „Ég er búin að kynnast keppendum frá Svíþjóð, Noregi, Ástralíu og er einnig búin að hitta keppendur frá Möltu, Hvíta-Rússlandi og í raun frá mjög mörgum löndum,“ segir María. „Svo erum við á sama hóteli og Finnarnir og erum aðeins búin að spjalla við þá,“ bætir hún við. „Þetta er náttúrlega keppni og allir vilja hafa sitt atriði flottast og koamst áfram. En samt eru allir vinir og styðja hver við bakið á öðr- um, þetta er ekki ósvipað Söngva- keppni Sjónvarpsins,“ segir hún en markmiðið þessa stundina hjá Mar- íu og félögum er að komast upp úr undanriðlinum á morgun þar sem 10 atriði af 17 komast áfram. „Ef við náum því þá set ég nýtt markmið. Ég vona að við komumst áfram og miðað við spárnar þá ætti það að ganga upp. En maður verður bara að gera sitt besta og vona.“ Eftir æfingarrennslið á laugar- dag er Íslandi spáð sjöunda sæti upp úr riðlinum en áður var Íslandi spáð ellefta sæti í riðlinum, sem hefði ekki dugað til að komast í úr- slitin. Ljósmynd/A. Putting Keppendurnir María hefur kynnst keppendum frá Svíþjóð, Noregi og Ástralíu og segir hún alla keppendur vera mjög almennilega. Styðja þeir hver við bakið á öðrum en keppast þó um að vera með flottasta atriðið. Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Albanía, Armenía, Rússland, Rúm- enía, Ungverjaland, Grikkland, Eist- land, Georgía, Serbía og Belgía kom- ust áfram upp úr fyrri undan- úrslitakeppni Eurovison í gærkvöldi. Hvorki Finnar né Danir komust í úrslitin, sem er afar óvenjulegt, en einnig sátu Make- dónía, Moldóva, Holland og Hvíta- Rússland eftir með sárt ennið. Úrslitin í gær voru nokkuð óvænt. Blaðamenn í Vín höfðu spáð Belgíu, Hollandi og Danmörku áfram, en Albanía, Moldavía og Ungverjaland áttu að fá reisupassann. María Ólafsdóttir stígur á hið glæsilega svið í Vín á morgun með lag Stop Wait Go, Unbroken. Er henni spáð víða góðu gengi og sögð líkleg til afreka í seinni undanúrslit- unum. Æfingar Maríu og íslenska hóps- ins hafa gengið ágætlega, sú seinni var mun betri en fyrri æfingin. „Á fimmtudeginum var allt svo ótrúlega nýtt og maður var að taka svo mikið inn. Ég var aðallega bara að pæla í myndavélunum, ég var ekkert að hugsa um sönginn. Eftir á fatta ég hvað ég var í rauninni „tense“ og að einbeita mér að fullt af öðrum hlutum en söngnum. Á seinni æfingunni fór ég inn með það hug- arfar að slaka á. Þá fór ég líka meira að einbeita mér að því að syngja og fíla mig inn í lagið,“ sagði María við blaðamann Morgunblaðsins sem staddur er úti í Vín. Ljóst er að Eurovision á enn hug og hjörtu landsmanna, 29 árum eftir að Helga Möller, Eiríkur Hauksson og Pálmi Gunnarsson ætluðu að sigra heiminn í Noregi með laginu Gleðibankanum. Kraftur Polina Gagarina, frá Rússlandi, söng af innlifun lagið A Million Voi- ces sem skilaði henni í úrslitin sem verða haldin á laugardaginn. Óvænt niðurstaða í Eurovision Áfram Serbía söng lagið Beauty Ne- ver Lies eða Ceo svet je moj. AFP Billy Elliot (Stóra sviðið) Mið 20/5 kl. 19:00 Lau 30/5 kl. 19:00 Sun 7/6 kl. 19:00 Fim 21/5 kl. 19:00 Sun 31/5 kl. 19:00 Mið 10/6 kl. 19:00 Fös 22/5 kl. 19:00 Mið 3/6 kl. 19:00 Fim 11/6 kl. 19:00 Mán 25/5 kl. 13:00 Ath kl 13 Fim 4/6 kl. 19:00 Fös 12/6 kl. 19:00 Mið 27/5 kl. 19:00 Fös 5/6 kl. 19:00 Lau 13/6 kl. 19:00 Fös 29/5 kl. 19:00 Lau 6/6 kl. 19:00 Sun 14/6 kl. 19:00 Fjölskyldusýning í hæsta gæðaflokki - ósóttar pantanir seldar daglega Er ekki nóg að elska? (Nýja sviðið) Fim 21/5 kl. 20:00 Fim 28/5 kl. 20:00 Fös 22/5 kl. 20:00 Fös 29/5 kl. 20:00 Nýtt verk eftir Birgi Sigurðsson höfund hins vinsæla leikrits Dagur vonar Kenneth Máni (Litla sviðið) Fös 29/5 kl. 20:00 Lau 6/6 kl. 20:00 Stærsti smáglæpamaður Íslands stelur senunni Peggy Pickit sér andlit guðs (Litla sviðið) Fim 21/5 kl. 20:00 Fös 22/5 kl. 20:00 Lau 30/5 kl. 20:00 Urrandi fersk háðsádeila frá einu umtalaðasta leikskáldi Evrópu Hystory (Litla sviðið) Mið 20/5 kl. 20:00 auka. Sun 31/5 kl. 20:00 auka. Nýtt íslenskt verk eftir Kristínu Eiríksdóttur Shantala Shivalingappa (Stóra sviðið) Þri 2/6 kl. 20:00 Blæði: obsidian pieces (Stóra sviðið) Mán 25/5 kl. 20:00 Fim 28/5 kl. 20:00 Íslenski dansflokkurinn - Aðeins þessar þrjár sýningar Billy Elliot –★★★★★ , S.J. Fbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.