Morgunblaðið - 20.05.2015, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 20.05.2015, Blaðsíða 70
70 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. MAÍ 2015 Ég bjó svo vel að eiga afasystur í Eyjum og naut þess til hins ýtrasta á ferðum mínum þangað. Mér var alltaf tekið opnum örmum á Vallargötunni og þar leið mér alltaf vel. Það var yndislegt að koma í heimsókn og fá að verja tíma með Gauju og Ella milli leikja á pæjumótum og við hvert tækifæri þegar fjölskyldan, kór- inn eða skátarnir lögðu leið sína þangað. Það var notalegt að sitja og spjalla við eldhúsborðið og í hvert sinn, ef því varð kom- ið við, fékk ég góða leiðsögn um eyjuna. Ég fékk að sjá hvern krók og kima, hvern helli og fjall, og fræðast um eyjarnar í kring. Að sjálfsögðu var Gaujul- undur þar ekki undanskilinn og mér fannst alltaf jafngaman að koma þangað. Ég var svo stolt af því að þekkja það góða fólk sem hafði skapað svo fallegan lund inni í miðju hrauninu. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast Gauju og Ella og notið allra þessara dýrmætu stunda með þeim sem verða mér ávallt í minni. Ég votta fjöl- skyldunni allri innilega samúð mína. Hvíl í friði, elsku Gauja. Auður. Margs er að minnast frá löngu liðnum árum við andlát frænku minnar, Guðfinnu Ólafs- dóttur. Mörg atvik rifjast upp ýmist í Fagradal í Mýrdal eða í Vest- mannaeyjum, í sumarbústað afa míns og alnafna, Sjónarhóli við Selfjall í Lögbergslandi. Í sum- arbústaðinn kom frænka stund- um um sumur að heimsækja frændfólkið, afa og tvíburasyst- urnar dætur afa, Guðrúnu og Sólveigu. Það voru ánægjulegar stundir og ógleymanlegar þegar frænka kom í heimsókn. Það sem ég kunni mest að meta í fari frænku var frásagnargleðin og húmorinn. Í ljósmyndasafni mínu frá löngu liðnum dögum eru myndir sem ég tók þegar „Gauja“, eins og hún var ávallt nefnd, kom í heimsókn t.d. á æskuheimili mitt í Keflavík eða á Sjónarhól og af myndunum að dæma var gamansemin ríkjandi eins og jafnan á góðri stundu er vinir og frændfólk hittust. Ég dvaldi ásamt fósturmóður minni, Guðrúnu Ólafsdóttur, um sumarmánuði á árunum 1953-56 á sveitabænum Fagradal í Mýr- dal. Ég var níu ára þegar ég kom fyrst í Fagradal. Þvílíkt nafn! Fagridalur! Þar voru grös- ug tún milli fjalls og fjöru og jafnvel skógivaxnar hlíðar. Ég varð ekki fyrir vonbrigðum þeg- ar ég kom fyrst í Fagradal sem var ævintýraveröld í mínum huga. Í vesturálmu íbúðarhúss- ins, sem nú er löngu horfið, bjó fjölskylda Ólafs Jakobssonar, sem var auk hans Sigrún kona hans, sonur þeirra Jakob, dótt- irin Guðfinna, Gauja, og börn hennar Sigrún og Ingi en í aust- urálmunni fjölskylda Jónasar Jakobssonar, hálfbróður Ólafs. Frændfólkið var lífsglatt fólk sem kunni vel að skemmta sér á góðri stundu og var mjög gest- kvæmt í sveitinni um sumur. Eitt sumarið kom Vigfús Sig- urgeirsson ljósmyndari og kvik- myndatökumaður, að Fagradal og tók heimildarmynd um bjarg- sigið. Engin var fremri Ólafi Jakobssyni í þeirri íþrótt að síga Guðfinna Kjartanía Ólafsdóttir ✝ GuðfinnaKjartanía Ólafsdóttir (Gauja) fæddist 16. sept- ember 1923. Hún lést 9. maí 2015. Út- för hennar fór fram 16. maí 2015. í björg. Í huganum rekur hver endur- minningin aðra um frændfólkið mitt, Gauju, Jakob og Óskar, þvílíkir dag- ar og ógleymanleg- ir. Ég kom nokkr- um sinnum í heim- sókn til Gauju og eiginmanns hennar Erlendar heitins Stefánssonar þegar þau höfðu stofnað til heimilis í Vestmanna- eyjum. Þar var alltaf tekið á móti mér með viðhöfn og kær- leika og borð svignuðu undan gómsætum réttum og bakkelsi. Það kom aldrei annað til álita en að gista hjá Gauju og Ella. Ég flyt ættingjum frænku minnar, börnum hennar Sigrúnu og Inga, fjölskyldu og vinum innilegar samúðarkveðjur. Guð blessi minningu Guðfinnu Ólafs- dóttur. Ólafur Ormsson. Það er með þakklæti sem ég minnist Gauju, eins og við köll- uðum hana. Árið 1974 fluttum við hjónin ung til Eyja þar sem okkur leið svo vel og var það ekki síst að þakka Gauju og manninum hennar, honum Ella Stebba, sem sýndu okkur svo mikla alúð, gestrisni og greið- vikni, eins og reyndar allt safn- aðarfólkið á þessum sérstaka og fallega stað. Alltaf var gott að koma á Vallargötuna, spjalla við heimafólk og njóta góðgerða. Ég tilkynnti Gauju einn daginn, og hún hafði gaman af, þegar frum- burðurinn okkar og Vestmanna- eyingurinn framkallaði hljóðið „gauja, gauja“. Kynnin við þessi heiðurshjón og drengina þeirra þrjá, sem ég kenndi, voru ein- staklega ljúf og minningarnar eru dýrmætar. Því miður get ég ekki verið viðstaddur kveðjuat- höfnina en ég sendi ástvinum Gauju samúðarkveðjur og bið góðan Guð að blessa þá og hugga. Með þakklæti og virðingu. Einar Valgeir. Mig langar að skrifa nokkur kveðjuorð um hana Gauju hans Ella frænda. Frá því ég man eftir mér hefur Gauja verið partur af fjölskyldu okkar. Hún var áður gift Inga föðurbróður mínum, en var orðin ekkja þeg- ar ég man fyrst eftir henni, koma til Eyja með börnin sín, Sigrúnu og Inga. Seinna flutti hún svo hingað til Eyja, giftist honum Ella frænda, sem var svo stór partur af lífi okkar systra, þau eignuðust svo tvíburana Stefán og Ólaf, og Kjartan rúmu ári seinna. Gauja var mjög dugleg kona, bakaði flatkökur sem hún seldi og gaf, en alltaf var til bakkelsi þegar maður kom í heimsókn. Hún var líka með græna fing- ur, ræktaði alls konar blóm og jurtir og var hafsjór af fróðleik um ræktun. Eftir eldgosið byrjaði hún að rækta uppi á nýja hrauni og varð það mikil og falleg laut, sem þau hjónin undu sér við að skapa. Eftir að Elli lést fór Gauja aftur í Víkina sína sem henni var svo kær. Gauja var yndisleg og góð kona, og á ég margar góðar minningar um hana. Það var mjög kært á milli Gauju og Ella, og mömmu og pabba. Nú eru þau öll farin, bara minning- arnar eftir sem við getum yljað okkur við. Guð veri með fjölskyldu Gauju og sendum við fjölskyldan samúðarkveðjur. Hanna Þórðardóttir Það er kyrrlátur og fallegur morg- unn við voginn. Vet- ur konungur hefur loks látið í minni pokann fyrir sólríku vorinu. Yfir kaffibolla morgunsins fylgist ég með starranum gera sig heima- kominn í þakskegginu og hlusta á lóuna syngja sitt glaðværa dirr- indí um leið og hún spókar sig um í grasinu. Elsku mamma, þú hefur kvatt lífið þitt hér. Auðvitað valdir þú vorið til að kveðja. Ég veit að þú ert glöð líkt og lóan vinkona þín og syngur þitt eigið dirrindí í friði og ró í blómabrekkunni. Hugurinn reikar til baka og minningarnar hrannast upp. Blendnar tilfinningar hafa hreiðrað um sig í hjarta mínu. Gamla koffortið hefur komið sér fyrir í stofunni yfirfullt af ynd- islegum ljósmyndum og minning- um úr þínu litríka lífi. Þú glæsi- lega kona ert stolt okkar og prýði. Síðustu kvöld erum við systur erum búnar að eiga dýr- mætar stundir saman en systra- kærleikurinn var þér mikils virði. Allur tilfinningaskalinn hefur gert vart við sig, gleði, hlátur, sorg og tregi. Þú ólst upp á afskekktu og harðbýlu landi í hraunjaðrinum með ömmu, afa og Ástu.Litla Hraun átti sérstakan stað í þínu hjarta. Það voru forréttindi í æsku minni að fá að eyða drjúg- um hluta sumarsins með þér og pabba á þessum stað. Ekkert raf- magn, rennandi vatn né hiti. En það var óþarfa munaður, við höfðum hitann frá pottjárns- vélinni, ljósið frá olíulömpunum, bjarta sumarnóttina og ferska vatnið í hraungjótunni. Ég naut þeirra forréttinda að vera yngsta barn ykkar pabba en sumarið var okkar besti tími saman. Ung að árum fórstu til náms á Ástríður Oddný Sigurðardóttir ✝ ÁstríðurOddný Sigurð- ardóttir fæddist 1. mars 1932. Hún lést 30. apríl 2015. Út- för Oddnýjar fór fram 11. maí 2015. Skodsborg í Dan- mörku. Þar kynntist þú ástinni, trúlofað- ist og naust lífsins á þessum fallega stað. Þú ferðaðist víða og áttir þínar róman- tísku stundir. Það er ekki allra að fá að upplifa ástina og fegurð lífsins eins og þú á þessum ár- um. Þú fékkst tæki- færi til mennta, hófst þitt hjúkr- unarnám og veröldin brosti við þér. En óveðurskýin tóku að hrannast upp og leiðir skildu. Einstæð en kjarkmikil komstu heim með hjúkrunarpróf í far- teskinu og fallegu Eddu þína. Við heimkomuna fékkst þú vinnu á Landakoti og þaðan var starfs- frami þinn bæði farsæll og lang- ur. Í einu bréfanna frá þér stend- ur. Þegar ég nú 58 ára horfi til baka yfir farinn veg gleðst ég yfir æskustundum mínum, þær voru fullar af gleði, þrótti og eftir- væntingu til lífsins. En það koma stormar og stórsjóir sem allir þurfa að berj- ast í gegnum á lífsleiðinni. Það er líka gaman að baráttunni þegar sigur næst. Mamma, þú háðir þínar bar- áttur en alltaf stóðstu aftur upp og vannst þína sigra.Það hef ég lært af þér að yfirstíga hindranir sem á vegi mínum hafa orðið, að hrasa en ná jafnvæginu aftur er dýrmætt veganesti út í lífið. Ég er þakklát fyrir að hafa átt svona fallega, einstaka og sterka mömmu.Þú varst sannur lífs- kúnstner og bóhem, lifðir óhrædd við álit annarra og fórst þínar leiðir. Þú verður ávallt fyrirmynd mín. Elsku mamma, þrátt fyrir fjar- lægðina í gegnum árin var kær- leikurinn og umhyggjan ávallt nærri.Takk fyrir dýrmætu stundirnar okkar saman, fyrir allt það stóra sem smáa, fyrir ferðalag okkar saman í gegnum lífið. Þín elskandi dóttir Sif. Kæru ættingjar og vinir, innilegustu þakkir fyrir góðar kveðjur, hlýhug og stuðning vegna fráfalls ástkærs eiginmanns, föður, bróður og afa, HALLGRÍMS ÞORSTEINS MAGNÚSSONAR, læknis. . Sigurlaug Jónsdóttir, Vigdís Hallgrímsdóttir, Brynjúlfur Halldórsson, Sigrún Hallgrímsdóttir, Kristján Guðmundsson, Katrín Helga Hallgrímsdóttir, Birna Hallgrímsdóttir, Benedikt Helgason, Sigríður Ella Magnúsdóttir, Simon Vaughan, Bjarni Pétur Magnússon, Steingerður Hilmarsdóttir, Sigrún Kristín Magnúsdóttir, Tryggvi Felixson og barnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærs eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, LÁRUSAR JÓHANNSSONAR, Kirkjuvegi 31, Selfossi. . Sigríður Sveinsdóttir, Elín Arndís Lárusdóttir, Guðmundur Jósefsson, Jónína Lárusdóttir, Sigurður Traustason, Sveinn E. Lárusson, Guðbjörg Eiríksdóttir, Jóhanna Lárusdóttir, Ásmundur Lárusson, Matthildur E. Vilhjálmsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför einstakrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, HJÖRDÍSAR VILHJÁLMSDÓTTUR sérkennara, Sæbóli 39, Grundarfirði. . Pétur Guðráð Pétursson, Eva Jódís Pétursdóttir, Pétur Vilbergur Georgsson, Ásdís Lilja Pétursdóttir, Vilberg Ingi Kristjánsson, Jón Pétur Pétursson, Kristín Alma Sigmarsdóttir, Vilhjálmur Pétursson, Erla María Einarsdóttir og ömmubörn. Elsku móðir okkar, ERLA BALDVINSDÓTTIR, Hraunbúðum, Vestmannaeyjum, lést mánudaginn 18. maí. Útför hennar verður frá Landakirkju í Vestmannaeyjum föstudaginn 22. maí kl. 16. . Gísli Kristjánsson, Baldvin Kristjánsson, Páll Kristjánsson, Snjólaug Kristjánsdóttir, Finnur Kristjánsson og fjölskyldur. Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir og amma, GUÐRÚN TRAUSTADÓTTIR til heimilis að Brekkuási 3, Hafnarfirði, lést á heimili sínu laugardaginn 9. maí. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sérstakar þakkir til heimahjúkrunar líknardeildar Landspítalans fyrir einstaka alúð og umhyggju. . Aðalsteinn Ingólfur Guðmundsson, Guðmundur Á. Aðalsteinsson, Carolin K. Guðbjartsd., Kristbjörg Eva Aðalsteinsdóttir, Alexander Örn, Aðalsteinn Ingólfur, Arngrímur Bjartur og Elísabet Eva. Minn elskulegi eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, SIGVALDI GUÐMUNDSSON frá Hafrafelli, Reykhólasveit, sem lést þriðjudaginn 12. maí, hefur verið jarðsunginn í kyrrþey að ósk hins látna. Við viljum þakka sérstaklega öllu starfsfólki Barmahlíðar, Reykhólum, sem hefur annast hann og sýnt þeim hjónum hlýju og ástúð síðustu árin. . Alma Dóróthea Friðriksdóttir, Olga Sigvaldadóttir, Matthías Ólason, Dóróthea Guðrún Sigvaldadóttir, Haflína Breiðfjörð Sigvaldadóttir, Marta Sigvaldadóttir, Magnús Steingrímss., Guðmundur H. Sigvaldason, Friðrún Gestsdóttir, Trausti Valgeir Sigvaldason, Una B. Björnsdóttir, afa- og langafabörn. Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, VILBORG GUÐJÓNSDÓTTIR frá Oddsstöðum, Vestmannaeyjum, sem lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund föstudaginn 8. maí, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykavík föstudaginn 22. maí kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Umhyggju, félag til stuðnings langveikum börnum, www.umhyggja.is. . Jón Viðar Jónsson, Guðjón Jónsson, Elísabet Jóna Sólbergsdóttir, Sigríður Sía Jónsdóttir, Birgir Karl Knútsson, Vilborg, Sólrún, Hjörleifur og Aðalheiður Guðjónsbörn, Gunnar Ingi og Stefán Oddur Hrafnssynir, Ævarr Freyr Birgisson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.