Morgunblaðið - 20.05.2015, Side 38

Morgunblaðið - 20.05.2015, Side 38
38 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. MAÍ 2015 Áttu fullt af græjum sem liggja ótengdar? Leyfðu okkur að aðstoða! S: 444 9911 – hjalp@taeknisveitin.is – www.taeknisveitin.is Tengjum heimabíóið Setjum upp þráðlaust net Standsetjum nýju tölvuna Tengjum saman ólíkar græjur Sjónvarpsmerki í öll sjónvörpin Lagnavinna á heimilinu ...og margt, margt fleira! Hvað gerum við? TÆKNISVEITIN til þjónustu reiðubúin! Við komum til þín, veitum ráðgjöf, setjum tækin upp, gerum við, leggjum lagnir, tengjum tækin saman við önnur og fáum allt til að virka. Svo færðu kennslu líka ef þörf er á því. STANGVEIÐI Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Um leið og lofthitinn steig um nokkrar gráður fór bleikjan í Hlíðar- vatni í Selvogi á ferðina og ófáar hafa tekið flugur veiðimanna síðustu daga og mörgum verið landað. „Þetta er bara eins og í gamla daga,“ sagði einn þeirra kampakátur þegar blaðamaður kom við í Selvog- inum um helgina. Veiðin hefur verið frekar treg í Hlíðarvatni síðustu tvö sumur, svo sumum þeim gamalreyndu hefur þótt nóg um. Í fyrra fór nokkuð fyrir vænni bleikju en þær smærri létu hafa fyrir sér; áhyggjufullir veiði- menn spurði fiskifræðing hvort smá- fiskurinn væri að hverfa. Hann hvatti þá til að vera rólega, hún kæmi aftur í leitirnar og sú er svo sannarlega raunin núna. Veiðimenn við Hlíð- arvatn veiða á vegum fimm veiði- félaga, sem eru með tvær til fimm dagsstangir hvert, og sá sem fór með aðra stöng Árbliks, stangveiðifélags í Þorlákshöfn, á fimmtudaginn lenti heldur betur í veislu og rótaði upp um tuttugu bleikjum á stuttum tíma. All- ar tóku litla Pheasant tail-púpu við Mosatanga. Fjörið hélt áfram á föstudag þeg- ar tveir félagar lönduðu 34, einnig við Mosatanga, þar sem er gott að athafna sig þegar vindáttir eru sunn- an- eða vestanstæðar; flestar tóku afbrigði af Peacock og Toppflugu. Þegar þeir sem tóku við á laug- ardag upplifðu að nokkuð stífur norðanstrengur gerði veiði við Mosatanga erfiða, þá var reynt við Réttarnef og víðar, án þess að landa nokkru, þótt þeir yrðu vissulega var- ir, en svo lá leiðin í skjólið í Gömlu vör og þar tók ágæt bleikja lítinn Krók í fyrsta kasti. Og silungar voru einnig á í fjórum næstu köstum. Þar á meðal landaði annar veiðimaðurinn sínum fyrsta sjóbirtingi í vatninu, 40 cm löngum og silfurbjörtum. Veiði- maðurinn er alvanur í Hlíðarvatni og setti í birting þar fyrir um tíu árum, sá var stærri og endaði á að fara með fluguna, en um daginn greindi einn veiðiféttamiðillinn frá birtingi af sömu stærð sem þarna náðist í vatn- inu. Þetta kann að vera vísbending um að hann sé í sókn í Selvoginum sem annars staðar. Nema hvað, félagarnir héldu sig fram á daginn við Gömlu vör og gekk vel; lönduðu um 25 bleikjum og var þar á meðal mikið af þessum smærri sem lítið hefur orðið vart við und- anfarin vor, á bilinu 35 til 38 cm. „Þessi fíni pönnufiskur,“ sagði einn sem leit á aflann hrifinn. Ef sumarið er ekki alveg komið í Selvoginum þá er það á næsta leiti – og rétt eins og farfuglarnir er bleikj- an mætt. Alls staðar voru menn í fiski og er athyglisvert að hugsa til þess að í fyrra voru innan við 800 bleikjur færðar í bækur veiðifélag- anna fimm við vatnið; þessa þrjá daga fyrir og um helgi voru skráðar hátt í jafn margar bleikjur í bókina hjá Árbliki og allt sumarið í fyrra. Styttist í laxinn Hið kalda vor hefur haldið mörg- um veiðimanninum innan dyra, og í raun kælt niður veiðilöngunina, enda vita menn sem er að fiskur tekur ekk- ert sérlega vel þegar vatn er við það að frjósa í lykkjum. Leiðsögumaður erlendra silungsveiðimanna, sem hef- ur farið dag eftir dag með áhugasama veiðimenn á þau svæði sem opin hafa verið síðustu vikur, lét þó vel af sér og sagðist ekki hafa snúið fisklaus úr leiðöngum í ár og stöðuvötn á Suður- landi þetta vorið. Og sjóbirtingur hef- ur glatt veiðimenn allt til þessa dags í Landbrotinu og við Skaftá, til að mynda í Tungulæk þar sem veiði- menn fengu hátt í þrjá tugi fiska á stangirnar þrjár á uppstigningardag. Svo styttist í laxinn; nú eru ekki nema tvær vikur í að veiði hefjist í Norðurá, Straumum og Blöndu og menn spyrja sig: mætir hann í ár? Morgunblaðið/Einar Falur Bleikjuveisla Þegar hlýnaði við Hlíðarvatn tók bleikjan hressilega við sér og tók gráðug flugur veiðimanna. Þessar fínu bleikjur á í kasti á eftir kasti Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Herdís Hallmarsdóttir, varafor- maður Hundaræktendafélags Ís- lands, kallar eftir réttarbótum fyrir hundaeigendur. Telur hún að allt of strang- ar reglur séu í gildi um hunda- hald á Íslandi og að almenna reglan ætti að vera sú að hundar væru leyfðir hvar- vetna nema sér- stök ástæða réttlæti tak- markanir. „Mér finnst að samfélagið eigi að við- urkenna að hundurinn er hluti af fjölskyldunni. Þeir eigi því að vera leyfðir nema sérstök rök standi til annars. Það á að þurfa ríka ástæðu til þess að hundum sé meinaður aðgangur,“ segir Her- dís. Hún nefnir að ástæða geti verið til þess að banna hunda í skólum og leikskólum en öðru gegni um nær allar aðrar op- inberar byggingar og vinnustaði. Hún segir reglur um hundahald á Íslandi mun strangari en á öðr- um löndum á Norðurlöndum. Hér þarf t.a.m. samþykki 2/3 hluta íbúa í fjölbýlishúsum fyrir hunda- haldi auk þess sem hundar eru ekki leyfðir í almenningsfar- artækjum. „Það er ekkert sem bannar aðgang hunda í fylgd eig- enda sinna í almenningsfar- artækjum annars staðar á Norð- urlöndunum. Hvorki í lestum né í strætó,“ segir Herdís. Þá nefnir hún einnig að hund- um sé ekki heimilt að fara í fylgd eigenda inn í íþróttamannvirki, á veitingastaði og hótel. „Gisting á hótelum á Íslandi er bundin afar miklum takmörkunum. Það er í engu samhengi við það sem þekk- ist erlendis. Þar þykir ekkert til- tökumál að ferðast með hund hvort sem það er á hótelum, tjald- svæðum eða í bændagistingu. Hvarvetna er úrval gististaða sem hægt er að velja um. Í þessum til- fellum borgar fólk yfirleitt sér- stakt hreinsigjald en sá möguleiki er ekki fyrir hendi hér á landi,“ segir Herdís. Hún telur að breyt- ingar verði eingöngu ef sam- félagið viðurkennir að hundar séu hluti af fjölskyldunni. Slíku sjón- armiði þurfi að sýna umburð- arlyndi. „Ég hef sótt hundasýn- ingar í íþróttamannvirki sem og önnur rými erlendis án þess að það þyki tiltökumál,“ segir hún. Í takt við nútímann Aðspurð segir hún erfitt að ímynda sér hvers vegna meiri andstaða er við hundahald á Ís- landi en annars staðar á Norð- urlöndunum. „Ég tel að þetta eigi sér sögu- legar skýringar sem eru tengdar því hundabanni sem hér hefur víða ríkt. Ekki má gleyma því að hundurinn hefur þjónað mann- inum í margar aldir og verið ræktaður í þeim tilgangi í hundr- uð ára. Kominn er tími til þess að endurskoða reglur um takmörkun og færa okkur í takt við nú- tímann,“ segir Herdís. Samfélagið viðurkenni hunda  Varaformaður Hundaræktendafélags Íslands telur tímabært að endurskoða takmarkanir á hunda- haldi á Íslandi  Eru hluti af fjölskyldunni  Mun strangari reglur hér en á Norðurlöndunum Morgunblaðið/Golli Á skokki Varaformaður Hundaræktendafélags Íslands telur að of strangar reglur séu um hundahald á Íslandi. Herdís Hallmarsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.