Morgunblaðið - 20.05.2015, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 20.05.2015, Blaðsíða 32
32 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. MAÍ 2015 Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170Verið velkomin 20% afsláttur af Chanel vörum Nýtt CC krem frá er komið til okkar 3 litir GRÉTA BOÐA verður í Snyrtivöruversluninni Glæsibæ miðvikudag, fimmtudag og föstudag og veitir faglega ráðgjöf. AFMÆLISTÓNAR Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Jón Hlöðver Áskelsson, tónskáld á Akureyri, verður sjötugur 4. júní og hann blæs til afmælistónleika í Hofi laugardaginn 6. júní; um er að ræða söngljóðahátíð sem tónskáldið nefnir Í ævitúni, en nafnið er komið úr ljóði eftir Sverri Kristinsson og Jón samdi tónlist við það 2013. Flutt verða lög Jóns við ljóð íslenskra skálda og Sví- ans Tomasar Tranströmer. Náinn vinur Jóns Hlöðvers og jafnaldri, Páll Skúlason, heimspek- ingur og fyrrverandi rektor Háskóla Íslands, lést 22. apríl og tileinkar Jón tónleikana minningu hans. Þeir voru fæddir sama dag, 4. júní 1945, og Jón segir Pál hafa komið sér á bragðið varðandi ljóðin. Jón fatlaðist eftir að hann fór í heilaaðgerð liðlega fertugur, 1989. „Eftir það átti ég mjög erfitt með að lesa langt ritmál og þá spurði Páll mig hvort ég hefði ekki prófað að lesa ljóð. Þar væru færri orð sem gripu yfir stærri hugsanir og ég þyrfti ekki eins mikið úthald.“ Jón var í endurhæfingu á Grens- ásdeild þegar þetta var og lét senda sér bók sem hann átti; Vísur um drauminn eftir Þorgeir Sveinbjarn- arson. „Ég lærði ljóðin og um leið og ég gat sinnt tónsmíðum á ný fór ég að vinna í þessu.“ Jón Hlöðver segir aðra hugsun á bak við það verkefni en venjulega. „Ég kem innan úr ljóðinu, ef svo má segja. Það hljómar e.t.v. skringilega en hér ræður laglínan ekki ferðinni eins og við margar aðrar tónsmíðar og meira hugsað um hvernig lagið getur þjónað ljóðinu. Lagið þarf ekki endilega að vera fallegt sem slíkt. Það fer eftir ljóðinu!“ Hann segir að þegar settur er saman söngljóðaflokkur þurfi tón- skáldið að vera ratvíst og finna ljóð sem skila bæði nægilegri tilbreyt- ingu og nægilega miklum skyldleika á milli ljóðanna. „Þess vegna hef ég einkennt þessa ljóðaflokka mína, sem eru fjórir. Fyrst Vísur um draum, svo gerði ég lítinn ljóðaflokk sem er Mýrarminni, vegna þess að ég á ættir að rekja að Mýri í Bárð- ardal, og loks eru tveir nýir söng- ljóðaflokkar sem ég hef samið á síð- ustu tveimur árum.“ Þar er m.a. að finna lög við ljóð Böðvars Guð- mundssonar. „Auglýst var eftir um- sókn um starfslaun fyrir tónsmíðar og þá hafði ég samband við vin minn, Böðvar, og spurði hvort til greina kæmi að hann myndi yrkja eitt ljóð á mánuði árið 2014 og ég semdi eitt lag. Hann samþykkti, ég fékk styrk- inn og sá flokkur varð til undir þess- um formerkjum; ég fékk ljóðin, hvert tengt einum mánuði og þau draga dám af þeirri stemningu sem Böðvar var í hverju sinni. Það var mjög gaman að þessu vegna þess að ég vissi ekkert út í hvað ég væri að fara og Böðvar sennilega ekki held- ur.“ Jón fatlaðist fyrir hálfum þriðja áratug sem fyrr segir. „Ég hef feng- ist við mjög margt og segi stundum við fólk að fötlunin sé ákveðin gjöf; margt hefði ég t.d. ekki gert ef ég hefði ekki fatlast, m.a. í kringum Sjálfsbjörg og List án landamæra.“ Jón tekur skýrt fram að tónleik- arnir verði ekki eftirmáli við það sem hann hafi gert í gegnum tíðina. „Ég er á fullu að semja og held því áfram. Það er nákvæmlega eins og með vin minn Pál Skúlason að því leyti að hann leit svo á að nýta yrði tímann til að vinna. Það held ég að sé mjög heilbrigt hugarfar. Sú hugsun að fara á eftirlaun og eyða tímanum í að vafra um passar mér ekki.“ Í ljóðrænu ævitúni tónskálds  Söngljóðahátíð í tilefni sjötugsafmælis Jóns Hlöðvers Áskelssonar á Akureyri  Tónleikarnir í minningu Páls Skúlasonar, ævivinar tónskáldsins og jafnaldra upp á dag  Fötlunin er ákveðin gjöf Morgunblaðið/Skapti Kanónur Daníel Þorsteinsson, Kristinn Sigmundsson og Jón Hlöðver við Hof á sólríkum æfingadegi. Jafnaldrar Páll heitinn Skúlason og Jón Hlöðver Áskelsson voru fæddir sama dag. Fjallað verður um þær leiðir sem eru í boði við úthlutun makrílveiðikvóta, á hádegisverðar- fundi á vegum Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga á morgun, fimmtudaginn 21. maí. Í tilkynningu segir að skiptar skoðanir séu um frumvarp sjávarútvegsráðherra um úthlutun makrílkvóta til næstu sex ára, sem nú liggur fyrir á Alþingi. Hafi yfir 31.500 manns tjáð and- stöðu sína við frumvarpið með undirskrift. Á fundinum, sem haldinn verður á Grand hóteli og hefst klukkan 12, munu Þorkell Helgason stærðfræðingur og Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims hf., flytja erindi. Þeir taka einn- ig þátt í pallborðsumræðum ásamt Gunnari Tryggvasyni, sérfræðingi hjá KPMG, og Erni Pálssyni, framkvæmdastjóra Landssambands smábátaeigenda. Skráningu á fundinn lýkur í dag en hægt er að skrá sig á vefnum fvh.is. Hádegisverðarfundur um makrílkvóta Landvernd og Landgræðsla rík- isins efna til há- degisfyrirlestrar í dag, 20. maí, í fundarsal Þjóð- minjasafns Ís- lands. Fyrirlest- urinn hefst kl. 12. Fyrirlesari er Andrés Arnalds, fagmálastjóri Landgræðslu ríkisins. Fyrirlestur- inn nefnir Andrés Stígum varlega til jarðar – Álag ferðamennsku á náttúru Íslands. Í fyrirlestrinum varpar hann fram spurningum um ferðaþjónustu og náttúruvernd. Fjalla um ferða- mennsku og náttúru Andrés Arnalds Ásthildur Erlingsdóttir flytur á morgun erindi um verkefni sitt til meistaraprófs í líffræði. Verkefnið ber heitið Sníkjudýr karfa við Ís- landsstrendur. Krabbadýrið Sphyrion lumpi er ytra sníkjudýr á karfategundum við Ísland og veldur efnahagslegu tjóni þar sem það festir sig í vöðva fisksins og veldur þannig afurða- skemmdum. Í rannsókn Ásthildar voru áður ógreind langtímagögn varðandi sýkingar á úthafskarfa skoðuð. Rannsóknin benti til að sníkjudýrin hefðu ekki áhrif á ástand fisksins. Erindið verður flutt kl. 12:30 á fyrstu hæð á Skúlagötu 4. Flytur erindi um sníkjudýr á karfa STUTT Söngvarar í aðalhlutverkum á tónleikunum verða Margrét Bóasdóttir sópran, Hulda Björk Garðarsdóttir sópran, Michael Jón Clarke barí- tón og Kristinn Sigmundsson bassi. Gestasöngvarar þær Þórhildur Örvarsdóttir sópran og Sigrún Arna Arngrímsdóttir alt. Píanóleikarar eru Daníel Þorsteinsson og Jónas Ingimundarson. „Ég á varla orð yfir það hve glaður ég er að hafa fengið þessa flytjendur og hvernig ég get þakkað þessu fólki. Ég er mjög hepp- inn,“ segir Jón Hlöðver. Kristinn er söngvari á heimsmælikvarða, eins og fjöldinn veit án efa. Og einum Norðlendingnum hælir Jón sér- staklega: „Margir gera sér ekki grein fyrir því hve ótrúlega góður pí- anóleikari Daníel er; hlutverk hans á tónleikunum jafnast á við það erfiðasta sem píanóleikari stendur frammi fyrir á einleikstónleikum,“ segir Jón Hlöðver. Mjög heppinn með flytjendur SÖNGLAGAHÁTÍÐ Á SJÖTUGSAFMÆLI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.