Morgunblaðið - 20.05.2015, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 20.05.2015, Blaðsíða 28
Guðni Einarsson gudni@mbl.is Heimaklettur í Vestmannaeyjum er miðpunktur atburða frá landnámi og kristnitöku, að sögn Andrésar Sig- mundssonar, bakara og fyrrverandi bæjarfulltrúa í Vestmannaeyjum. Andrés er mikill áhugamaður um forn fræði og landnámið. Hann kynntist Einari heitnum Pálssyni sem skrifaði m.a. ritröð um rætur ís- lenskrar menningar og las sér til um tilgátur Einars. Sem kunnugt er voru Þrídrangar í Vestmannaeyjum upphafspunktur í mælikerfinu sem Einar fjallaði um og náði um marga lykilstaði landnámssögunnar. Þrí- drangarnir táknuðu goðin Njörð, Frey og Freyju. Ein línan frá Þrídröngum teygir sig alla leið vestur í Hvammsfjörð þar sem Auður djúpúðga lét reisa steinkross. Gamla krossa er víða að finna á Suðurlandi. Vetrarsólstöðukrossinn Andrés nefnir fyrst svonefndan Papakross í Heimakletti, sem hann telur rangt að kenna við Papa – írska einsetumenn enda sé hann lík- lega úr kaþólskum sið og ekkert keltneskt við krossinn. Krossinn er klappaður í bergið í litlum skúta þar sem stigi liggur frá Neðri-Kleifum í Heimakletti upp á Efri-Kleifar. Stig- inn er hluti af gönguleiðinni á Heimaklett. „Þessi kross er líklega eitt elsta trúartákn sem til er hér á landi,“ sagði Andrés. „Krossinn er aðeins hliðsettur inni í skútanum, en ekki fyrir miðju. Það er engin tilviljun því þetta er vetrarsólstöðukross. Þegar sólin er lægst á lofti um vetrar- sólstöður skín hún beint á krossinn. Honum var markaður þarna staður samkvæmt ákveðinni heimsmynd og hann var látinn snúa í hina helgu átt, suðvestur.“ Andrés segir táknrænt að kross- inn upplýsist á vetrarsólstöðum, þegar myrkur skammdegisins víkur fyrir rísandi sól og í sama mund og kristnir menn halda upp á fæðingu ljóss heimsins. Hann telur ljóst að sá sem klappaði krossinn í bergið hafi þekkt hina gömlu heimsmynd sem Einar Pálsson fjallaði um í ritum sínum. Andrés sagði að í Noregi sé þekktur forn steinkross sem svipi mjög til Papakrossins. Krossinn sá er annar tveggja steinkrossa í Ey- vindarvík í Gulen þar sem talið er að sé elsti þingstaður Gulaþings. Stein- krossarnir í Gulen eru taldir marka gamla þingstaðinn. Annar krossinn var keltneskur kross við kirkju- garðsvegginn við Gulen-kirkju. Hinn stendur á Krossteigi nokkur hundr- uð metra frá kirkjunni og er 2,65 m hár. Fridtjov Birkeli biskup, sem skrifaði bók um norska steinkrossa, flokkar gerð krossins á Krossteigi sem „norsk-enska“. Birkeli segir að af norskum steinkrossum sé þessi sá „enskasti“ í útliti. Sá kross er slá- andi líkur krossinum í Heimakletti. Krossinn er þannig staðsettur á Krossteigi að við vetrarsólstöður lýsir sólin hann allan upp og er því einnig vetrarsólstöðukross. Stein- krossarnir eru notaðir í skjaldar- merki sveitarfélagsins Eyvind- arvíkur og má sjá skyldleika með krossinum í Heimakletti. Kirkjustaðurinn á Hörgaeyri Annað sem Andrés nefnir er hvers vegna þeir Gissur hvíti og Hjalti Skeggjason ákváðu að koma við í Vestmannaeyjum og reisa þar kirkju árið 1000 í stað þess að byggja kirkjuna uppi á landi. Sagan segir að þeir hafi lagt skipi sínu við Hörgaeyri, sem er sunnan undir Heimakletti. Þar báru þeir kirkjuviðinn frá Ólafi Tryggvasyni Noregskonungi á land. Á Hörgaeyri voru hörgar og haldin heiðin blót. Örnefnið Blótastígur er til á Neðri- Kleifum í Heimakletti. Ætla má að heiðnir menn hafi gengið hann til blóta. Andrés segir að sú hugsun sé áleitin að það hafi verið með ráðum gert að þeir Gissur hvíti og Hjalti komu við í Vestmannaeyjum. „Ég trúi ekki að tilviljun hafi ráðið því að þeir komu til Vestmannaeyja og dvöldu þar í a.m.k. tvo sólahringa og Alþingi alveg að byrja,“ sagði Andrés. „Þetta er mjög líkt sögu Ólafs Tryggvasonar. Þegar hann kristnaði Noreg þá hóf hann starf sitt á eyju. Mér sýnist þetta vera staður sem þeir ætluðu sér að koma til. Þeir fóru inn í gamlan heiðinn hörg, köstuðu út goðunum Nirði, Frey og Freyju og reistu kirkju. Þessi staður var með einum eða öðr- um hætti ginnhelgur.“ Krossinn ber vitni um þekkingu  Eldgamall kross er klappaður í bergið í skúta í Heimakletti  Krossinn lýsist upp á vetrarsólstöð- um  Á þingstað hins forna Gulaþings í Noregi er steinkross sem einnig lýsist upp á vetrarsólstöðum Ljósmynd/AS Morgunblaðið/Sigurgeir Vetrarsólstöðukrossar Eldgamall kross er klappaður í bergið í litlum skúta í Heimakletti. Hann lýsist upp á vetrar- sólstöðum. Í Eyvindarvík, þar sem Gula- þing var haldið, eru gamlir steinkrossar sem eru í skjaldarmerki sveitarfélagsins. Skyldleiki þeirra við krossinn í Heimakletti leynir sér ekki. 28 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. MAÍ 2015 Vestmannaeyjar koma mikið við sögu við landnámið og kristni- tökuna. Eyjamaðurinn Andrés Sigmundsson er mikill áhuga- maður um forn fræði og hefur velt þessu fyrir sér. „Mér hefur alltaf þótt athygl- isvert að Ingólfur Arnarson kom til Vestmannaeyja að elta uppi þræla Hjörleifs fóstbróður síns. Þrællinn Dufþakur hljóp held- ur fyrir björg í Dufþekju í Heimakletti en að láta ná sér. Gissur hvíti og Hjalti Skeggja- son reistu svo fyrstu kirkjuna á Hörgaeyri við Heimaklett og þar er líka Papakrossinn. Það er öll þessi saga og minjar í og við Heimaklett,“ sagði Andrés. Mikil saga á litlum bletti HEIMAKLETTUR Kleifar Andrés Sigmundsson við stigann upp á Efri-Kleifar. Krossinn er ofan við miðjan stiga. Njóttu sumarsins með Veiðikortinu 2015 og búðu til þínar minningar! 38 vatnasvæði! www.veidikortid.is Íbúar og starfsmenn á hjúkrunar- heimilinu Mörk blása til söfnunar fyrir uppbyggingu í Nepal eftir hrikalega jarðskjálfta sem hafa valdið gríðarlegu tjóni þar í landi. Söfnunin verður haldin með bingói sem verður á 1. hæð Mark- ar í dag, miðvikudaginn 20. maí, frá klukkan 16.30. Ýmis fyrirtæki hafa lagt hjúkrunarheimilinu lið með vinninga sem eru glæsilegir. Bingóspjaldið kostar 500 krónur og pitsuveisla verður á 1.000 krónur á mann. Allir eru hjartanlega velkomn- ir. Bingó til styrktar Nepalbúum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.