Morgunblaðið - 20.05.2015, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 20.05.2015, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. MAÍ 2015 Reykjavíkurborg - skrifstofa eigna og atvinnuþróunar ı Ráðhúsi Reykjavíkur - Tjarnargötu 11 ı www.reykjavik.is/sea ı s. 411 11 11 Reykjavíkurborg óskar eftir samstarfi við byggingarfélög, sjálfseignarstofnanir, húsnæðissamvinnufélög og leigufélög, sem rekin eru án hagnaðarsjónarmiða og hafa að markmiði byggingu íbúða fyrir félagsmenn sína. Þetta verkefni varðar tvö byggingarsvæði: Í Vesturbugt er áformað að reisa allt að 80 íbúðir á grundvelli þessa samstarfs og á lóðum Reykjavíkurborgar við Kirkjusand um 100 íbúðir. Þegar fjöldi og samsetning samstarfsaðila liggur fyrir er áformað að bjóða lóðirnar út í almennu útboði. Samstarfið er liður í þróunarverkefni sem kallast „Nýju Reykjavíkurhúsin“. Það byggir á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010 - 2030 og nýrri húsnæðisstefnu borgarinnar, Samstarf í húsnæðismálum - „Nýju Reykjavíkurhúsin“ „Nýju Reykjavíkurhúsin” R E Y K J A V ÍK U R B O R G sem gera ráð fyrir auknu og fjölbreyttu framboði húsnæðis fyrir ólíka félagshópa. Þau félög sem vilja kynna sér nánar þetta samstarf og uppbyggingarsvæði geta fengið sérstaka kynningu hjá skrifstofu eigna og atvinnuþróunar. Félög sem hafa áhuga á samstarfi og uppfylla framgreind viðmið skulu tilkynna um áhuga sinn til skrifstofu eigna og atvinnuþróunar í Ráðhúsi Reykjavíkur fyrir 29. maí 2015. Netfang: sea@reykjavik.is Nánari upplýsingar á vefsíðunni reykjavik.is/lodir Kirkjusandur - frumhugmynd að deiliskipulagi Vesturbugt - skipulagshugmynd Vesturbugt Kirkjusandur Icelandair hóf í gær áætlunarflug til Portland í Oregonríki í Bandaríkj- unum. Farþegum á fyrsta fluginu var boðið upp á sérbakaða og skreytta tertu á Keflavíkurflugvelli, eins og hefð er fyrir, og þeir Hlynur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Keflavíkurflugvallar, og Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Icelandair, klipptu á borða til að fagna tímamótunum, að því er segir í fréttatilkynningu. Portland er 14. áfangastaður fé- lagsins í Norður-Ameríku og þriðja borgin sem Icelandair flýgur til á því svæði sem gjarnan er kallað Pacific Northwest eða „Kyrrahafs- norðvestrið“. Hinar borgirnar eru Seattle og Vancouver. Íbúafjöldi á Portland- svæðinu nemur um 2,3 milljónum en Icelandair segir að sem ferða- mannaborg sé hún einkum þekkt fyrir náttúrufegurð og mikinn fjölda sjálfstæðra bjórgerðarhúsa. Flogið verður til Portland tvisvar í viku, á þriðjudögum og fimmtudög- um, til 20 október nk. Alls flýgur Ice- landair í ár til 14 áfangastaða í Norður-Ameríku og 25 í Evrópu. Auk Portland er Birmingham í Eng- landi nýr áfangastaður á þessu ári. Ljósmynd/Icelandair Borðaklipping Birkir Hólm Guðnason frá Icelandair og Hlynur Sigurðsson frá Keflavíkurflugvelli klippa á borða í Leifsstöð í gærmorgun. Fyrsta flug Ice- landair til Portland  14. áfangastaðurinn í N-Ameríku Þorsteinn Ásgrímsson thorsteinn@mbl.is Stjórnarskrárvarin réttindi ákærðu í stóra markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings voru virt að vettugi með því að takmarka aðgang ákærðu og verjanda þeirra að gögnum í málinu. Þar hafi þeir aðeins haft aðgang að þeim gögnum sem ákæruvaldið valdi meðan mikilvægt sé að aðilar beggja hliða málsins hafi jafnan aðgang að gögnunum. Þetta kom fram í máli Harðar Felix Harðarsonar, verjanda Hreiðars Más Sigurðssonar, fv. for- stjóra Kaupþings, í málflutningi hans í gær. Ekki fullkominn heimur Sagði hann að ákæruvaldið hafa haft aðgang að tugmilljónum tölvu- pósta og símtölum. Þau gögn sem sí- uð voru út, með hjálp tölvubúnaðar, hafi ákærði geta fengið aðgang að en ekki þeim sem eftir stóðu. Þau hefðu mögulega varpaði annarri sýn á mál- ið en þeirri sem ákæruvaldið bregð- ur upp. „Jafnvel í fullkomnum heimi, þá á ákærður maður samt rétt til að aðgangs að gögnum í sínu máli,“ sagði hann og bætti við að hér væri umhverfið síður en svo fullkomið. Setti Hörður einnig út á meðferð ákæruvaldsins með hlustuð símtöl, en allar beiðnir sérstaks saksóknara fyrir símahlerunum voru samþykkt- ar. Benti Hörður á að með hlerunum væri grafið undan friðhelgi einkalífs fólks og þá væri þetta háa hlutfall ekki til þess fallið að telja að með- alhófs hefði verið gætt. Hörður kom einnig inn á það í mál- flutningi sínum að engin formleg kæra hefði borist frá Fjármálaeftir- litinu til embættis sérstaks saksókn- ara vegna viðskipta félaganna De- sulo og Holts, heldur væri aðeins um að ræða bréf þar sem sagt var að embættið myndi skoða önnur við- skipti seinna. Vegna ákvæðis í lögum um verðbréfaviðskipti þar sem fram kemur að FME skuli kæra meint brot til lögreglu segir Hörður að vísa skuli þeim atriðum frá dómi, því eng- in kæra hafi í raun komið fram. Meinað að hitta verjanda sinn Gestur Jónsson, verjandi Sigurðar Einarssonar, fv. stjórnarformanns Kaupþings, krafðist frávísunar á þætti Sigurðar í málinu í gær, meðal annars á þeim grundvelli að aðstaða fyrir skjólstæðing sinn hefði ekki verið boðleg sem hefði orsakað að Sigurður gat ekki setið réttarhöldin eins og honum væri heimilt. Þá hefðu fangelsisyfirvöld komið í veg fyrir að Sigurður og lögmaður hans gætu fundað helgina fyrir yfirheyrslu hans í málinu. Segir hann þetta brjóta gegn ákvæðum mannrétt- indasáttmála Sameinuðu þjóðanna og lögum þar sem segir að sakborn- ingur eigi að hafa nægan tíma og að- stöðu til að undirbúa vörn sína. Stjórnarskrárvarin réttindi virt að vettugi  Málflutningur verjenda Hreiðars Más og Sigurðar hafinn Morgunblaðið/Árni Sæberg Frávísun Verjendur Hreiðars Más og Sigurðar lögðu báðir fram frávís- unarkröfur fyrir héraðsdómi í gær þegar málflutningur þeirra hófst. Hughrif » Verjandi Hreiðars var harð- orður út í framkvæmd spilana á símtölum fyrir réttinum. » Sagði hann ætlun ákæru- valds vera að vekja upp hughrif sem fengin væru með að brjóta á rétti sakbornings til að tjá sig ekki, en sá réttur væri sterkur. Samþykkt var í borgarstjórn í gær að skora á mennta- og menningar- málaráðherra að vinna að því að önnur sveitarfélög á höfuðborgar- svæðinu taki þátt í rekstrarkostnaði Sinfóníuhljómsveitar Íslands, eins og heimilt er í lögum. Takist það ekki er því einnig beint til ráðherra að leggja fyrir Alþingi að gera breytingar á lögum með það fyrir augum að endurskoða ákvæði um fjármögnun Sinfóníuhljómsveit- arinnar, til að breikka hóp bakhjarla hennar og renna þannig öflugri stoð- um undir hljómsveitina. Þá segir að starfsemi sveitarinnar og aðdáenda- hópur sé ekki bundinn við borgar- mörkin. Borgarstjóra var falið að fylgja málinu eftir. Tillagan var upphaflega lögð fram af Júlíusi Vífli Ingvarssyni, borgar- fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, en var samþykkt í breyttri mynd eftir um- ræður í borgarstjórn. Morgunblaðið/Þórður Tónlist Borgin og ríkið eru bak- hjarlar Sinfóníuhljómsveitarinnar. Fleiri sveit- arfélög komi að kostnaði  Sinfónían nær út fyrir borgarmörk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.