Morgunblaðið - 20.05.2015, Blaðsíða 84
84 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. MAÍ 2015
Kvarnir/Brimrás/Pallar ehf | Akralind 8 | 201 Kópavogur | sími 564 6070
Fax 564 6071 | kvarnir@kvarnir.is | www.kvarnir.is | www.pallar.is
Þarftu að framkvæma?
Við eigum pallana fyrir þig
Jóel Pálsson hefur lengi veriðí fremstu röð íslenskradjassleikara – og tónskálda.Á plötum hans er að finna
margan gimsteininn og fáir skína
fegur en „Innri“ á plötunni Varp.
Kjartan hafði útsett þetta verk, sem
á nafn að rekja til trúarlegra pæl-
inga, fagurlega í innhverfum stíl,
sem honum er um margt eiginlegur.
Í byrjun brá of oft fyrir hefðbundnu
tónmáli margra stórsveitaútsetjara,
en því var sem betur fer fljótt feykt
burtu. Í öðru trúarpælingarverki
Jóels, „Yggur“, sem er Óðinsnafn,
ríkti evrópsk stemmning af sirkus-
ætt einsog á plötunni þarsem það er
að finna, Septett. Kjartan magnaði
þessa stemmningu alla einsog fræg-
ir evrópskir djassstjórar á borð við
Breuker og Rüegg hafa gert og
Saite og rússnesku nýklassíkerarnir
í seilingarfjarlægð. Enn meiri mód-
ernismi ríkti í „Kvabbi“ af sama
diski og Davíð Þór sterkur á ham-
mondið.
Rafdjassinn hefur oft verið í nánd
við verk Jóels einsog „Hótel Brist-
ol“ af Varpi, svo var einnig í útsetn-
ingu Kjartans. Það var líka mikið
rafmagn í „Súrtá“ af Septett og
hafði Kjartan fært verkið í austur-
átt og Haukur Gröndal blék flottan
altósóló með balkönskum
klarinettukeim. Hann var líka stór-
fínn á klarinettið í „Proximity“ af
skífu Jóels: Klif. Þar þræddi hann
skalann frá Goodman til Pee Wee í
tóni, og að sjálfsögðu gægðist balk-
aðið fram, enda útsetning Kjartans
lituð austrænum áhrifum frá Mar-
okkó til Tyrklands, en hann er vel-
kunnugur á þeim slóðum einsog
verðlaunaverk hans „Austurver“ af
skífu Stórsveitarinnar HAK sýnir,
en það var valið djassverk ársins
2012. Íslendingar eru með á nót-
unum þegar slík tónlist er ann-
arvegar því „Íslendingur í Al-
hambrahöll“ af samnefndri skífu
Stórsveitarinnar, sem höfundur,
Stefán S. Stefánsson stjórnaði, fékk
verðlaunin í ár.
Það þarf ekki að fara mörgum
orðum um helstu einleikara Stór-
sveitarinnar, þeir glönsuðu: Siggi,
Sammi, Snorri, Kjartan, Ari Bragi,
Jóel og allir hinir. Ekki voru gest-
irnir síðri: Eyþór, Davíð Þór og
Einar Scheving, sem styrkti frá-
bæra hrynsveit.
Ívar Guðmundsson, trompetleik-
ari, hefur lengi leikið með Stórsveit-
inni, með hléum þó, og á þessum
tónleikum blés hann flýgilhornsóló í
ballöðunni „Húmi“ af Septett. Sér-
lega sterk tilfinning fyrir anda
verksins, flottur tónn og tækni og
útsetning Kjartans máluð mjúkum,
impressjónískum litum.
Þetta eru fyrstu stórsveitartón-
leikar sem Kjartan stjórnar og
skrifar fyrir. Þeir eiga vonandi eftir
að verða fleiri. Hann brilleraði!
Jóel Stórsveit Reykjavíkur flutti
verk eftir Jóel Pálsson í Silfurbergi.
Kjartan magnar Jóel
Silfurberg Hörpu
Stórsveit Reykjavíkur leikur verk eftir
Jóel Pálssonbbbbn
Ívar Guðmundsson, Kjartan Hákonar-
son, Snorri Sigurðarson, og Ari Bragi
Kárason trompeta; Einar Jónsson, Stef-
án Ómar Jakobsson, Samúel Jón Sam-
úelsson, og David Bobroff básúnur; Sig-
urður Flosason, Haukur Gröndal, Jóel
Pálsson, Ólafur Jónsson og Stefán S.
Stefánsson saxófóna; Eyþór Gunnars-
son píanó; Davíð Þór Jónsson, ham-
mond-orgel; Eðvarð Lárusson gítar;
Gunnar Hrafnsson bassa; Jóhann Hjör-
leifsson og Einar Scheving trommur og
slagverk. Stjórnandi Kjartan Valdimars-
son, sem jafnramt hefur útsett verk Jó-
els Pálssonar. Sunnudagur 17.5.2015.
VERNHARÐUR
LINNET
TÓNLIST
eru blóm í for-
grunni, sóleyjar í
vasa er glaðleg
mynd. Tún verða
blá af hélu.
Ljóðin liggja
ekki opin fyrir
hraðfleygum les-
anda, þau þarf að
lesa hægt og oft,
en þá opnast líka
heimur sem er
áhugavert að kynn-
ast. Ljóðin geta
fyllilega staðið ein
og óstudd, án túlk-
unar, yfirborðs-
mynd þeirra er svo lýsandi og
myndræn, orðin valin af kost-
gæfni. En hér má lengi stinga upp
með ljóðpál. Hér eru mörg orð
sem geta haft táknlega tilvísun,
brunnur og brú, árstíðir, skel,
klukknahljómur, veiðimaður á báti
sínum, vegur, skógur og mörg
fleiri.
Kannski er lykillinn að skilningi
fólginn í heiti bókarinnar, Alman-
akið. Orðið merkir m.a. dagatal í
tímaröð og er þá nærtækt að líta á
bókarhlutana tvo með tólf ljóðum
sem tákn fyrir mánuði. Tólf langa
mánuði í hvorum hluta. Bókinni
lýkur á þessum línum: Kerran fer
hljóðlaust hjá/ sveigir niður bláan
troðninginn í tunglsljósinu/ og
hverfur í mistrið hjá ánni./ Þar
bíður hún en hann heldur leitinni
áfram/ í gamla stólnum við borðið/
því nú orðið veit hann/ að þig er
hvergi að finna nema í bókum.
Í ljósi þessara lína er freistandi
að líta á þessa bók sem eins konar
samtal höfundar við minningu um
ástvin eða ástvini, ekki síst föður
sinn sem var öflugur og vandvirk-
ur rithöfundur, bundinn landi og
þjóð; ég las ljóðabækur Ólafs Jó-
hanns Sigurðssonar í beinu fram-
haldi af Almanakinu og þóttist
skynja vissan samhljóm; næma
náttúruskynjun og myndvísi, virð-
ingu fyrir foldarskarti, óbeit á
tildri tímans.
Almanakið er áleitin bók og vek-
ur margar spurningar. Brugðið er
upp einkar fallegum myndum sem
vekja lesanda til umhugsunar um
hverfulleika tilverunnar, ferðalag
manna um troðninga lífsins og allt
okkar bjástur. Kannski eru góðar
minningar gildari þáttur í lífsham-
ingju en okkur órar fyrir. Ef til
vill eru þær sá ódáinsakur sem
miklu varðar að vaxi vor hvert.
Almanakið er fyrsta ljóða-bók Ólafs Jóhanns semer löngu kunnur fyrirskáldsögur sínar. Bókin
skiptist í tvo hluta og eru tólf tölu-
sett ljóð í hvorum og kallast sum-
part á; þannig eru t.d.
ljóð nr. níu í báðum
hlutum ort með sama
lagi. Tónn bókarinnar
er sleginn í erindi sem
fer fyrir bókarhlut-
unum: Þeir lögðu af
stað í bítið/ og höfðu
jökulinn með í för./
Vetur kominn,/ tunglið
kyrrt/ í tjörninni
heima,/ en ljós á
himni/ sem þeir könn-
uðust ekki við./ Þeir
sögðu: Hvar fáum við
leynst,/ hvar finnum
við nú myrkrið/ sem
við þráum?/ Á leiðinni heyrðu þeir
klukknahljóm…
Þessir menn vildu leynast og
stangast á við gamla goðsögn um
vitringana þrjá sem sáu bjarta
stjörnu á himni og eltu hana. Öll
eru ljóðin í frjálsu formi og málið
er meitlað, jafnvel kaldhamrað á
köflum. Myndirnar eru skýrar:
Húsið er eins og fjallið/ þegar sól-
in er sest á bak við það/ og skuggi
þess leggur af stað yfir dalinn./ Á
efri hæðinni eru hvít gluggatjöld/
sem blakta í vindinum eins og
skýjaslæður/ en neðri hæðin sést
ekki fyrir trjám. Ljóðmælandinn í
bókinni er einmana, fullur sakn-
aðar, tungutak hans er hófstillt.
Hann er einn í búðinni en þangað
kemur enginn. En stundum er
kona hjá honum en efinn er með
þeim í för (18). Hann sér andlit
hennar skýrast þegar hún er ekki
hjá honum. Oft er eins og ljóð-
mælandinn sé milli svefns og vöku;
og hann dreymir uggvænlega
drauma. Hann er einn á flótta
uppi í fjöllunum og saknar bók-
anna. Eitthvað voveiflegt er á
sveimi: Hvernig bý ég þau undir
það sem koma skal/ án þess að
ræna þau gleðinni? Þannig hefst
fyrsta ljóðið í seinni hlutanum.
Ljóðmælandinn býr á eyju, þar
er mylla sem malar korn, kart-
öflugarður og saltgrafir, bræðslu-
pottar á bryggjunni, leiði á hóln-
um næst kirkjunni. Þar eru bæði
vitavörður og apótekari og verk-
stæði en sá sem þar starfar hverf-
ur. Umhverfið er að jafnaði nokk-
uð dimmt. Það er oft myrkur,
þoka, nótt, móða á glugga, eldur-
inn deyr út, tunglið skín, herbergi
eru skuggasæl. En það vottar líka
fyrir ljósi, sól skín á hvítar skeljar,
sól baðar land mildu ljósi, við
sjáum hvít fjöll, hvíta akra. Oft
Skáldið „Almanakið er áleitin bók og vekur margar spurningar. Brugðið er upp einkar fallegum myndum sem
vekja lesanda til umhugsunar um hverfulleika tilverunnar, ferðalag manna um troðninga lífsins og allt okkar
bjástur,“ segir gagnrýnandi meðal annars um fyrstu ljóðabók Ólafs Jóhanns Ólafssonar, Almanakið.
Sólskin bak við skugga
Ljóð
Almanakið bbbbn
Eftir Ólaf Jóhann Ólafsson.
Myndskreytingar: Ólafur Jóhann
Ólafsson yngri.
Veröld, 2015. 80 bls.
SÖLVI SVEINSSON
BÆKUR