Morgunblaðið - 20.05.2015, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 20.05.2015, Blaðsíða 67
MINNINGAR 67 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. MAÍ 2015 ✝ Rolf ThorsteinSmedvig fædd- ist í Seattle 23. september 1952. Hann lést úr hjartaáfalli á heim- ili sínu í West Stockbridge, Massachusetts, 27. apríl 2015. Foreldrar hans voru Kristín Aurora Jónsson, síðar Smedvig, fiðluleikari með Sinfóníuhljómsveit Seattle f. í San Francisco 1921, d. í Seattle 2004, og Egil Smedvig, tónlist- arkennari og tónskáld, frá Stav- anger í Noregi, f. 1922, d. 2012. Faðir Kristínar var Þorbjörn (Thorbjörn) Jónsson, f. á Geld- ingaá í Leirársveit, 1877. Hann lést í Seattle, 27. apríl 1947, þannig að lát hans og dóttur- sonar hans, Rolfs heitins, bar upp á sama dag. Móðir Krist- ínar var Brynhildur Erlends- Rolf var alinn upp á tónlistar- heimili foreldra og systkina í Seattle. Rolf og trompetinn urðu því sjaldan viðskila, allt frá barnæsku. Hann kom fram með Sinfóníusveit Seattle, að- eins 13 ára gamall og varð ein- leikari á trompet með Sinfóníu- hljómsveit Bostonborgar, 1972, 19 ára að aldri. Hann var orðinn fyrsti trompetleikari hljóm- sveitarinnar árið 1980, þegar hann ákvað að helga sig ein- leiksferli, ásamt blásaraflokkn- um, sem hann stofnaði, árið 1972, sem hann nefndi Empire Brass. Rolf var einleikari í trompetkonsert Haydns með Sinfóníuhljómsveit Íslands 1985, og hélt tónleika hérlendis með Empire Brass 1988. Ótrúlegasta flutning Rolfs á trompetinn er að finna á youtube, í verki Bachs „Badinerie,“ þar sem snerpan, fegurðin og hraðinn er undraverður, en að auki skilur Rolf eftir sig gríðarlegt magn fallega leikinnar tónlistar með Empire Brass allt frá 1972 og á sólóferli sínum allt frá 1981. Útför Rolfs fór fram frá Trinity Episcopal Church í Lennox, Massachusetts 9. maí 2015. dóttir, f. í Mörk í Laxárdal, í Húna- þingi, 1893, d. í Seattle, 1961. Auk Kristínar eignuðust þau Þorbjörn og Brynhildur dóttur- ina Elínu, f. 1925, og soninn Jón Mar- vin, f. 1928, sem er kunnur Íslands- vinur og ræðis- maður Íslands í Seattle í meira en hálfa öld. Rolf var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Caroline Hessberg. Þau skildu. Síðari kona Rolfs og barnsmóðir hans er Kelly Smed- vig, f. Holub, kennari og þekkt fyrirsæta, og eru börn þeirra: Sören, Sophia, Annika og Aurora. Eftirlifandi systur Rolfs eru Jodene Smedvig, f. 1951, tónlistarkennari í Seattle, og Sirí Smedvig, f. 1959, fiðlu- leikari í Concord, Massachus- etts. Í tón hans greindist snerpan slík að snilldin varð oss ljós. Lögin ljúf – af fegurð rík hans lifir orðstír, hrós.“ Þetta kveðjuljóð mitt, til Rolfs Smedvig, frænda míns, af Deild- artunguætt, lýsir þeirri hrifn- ingu, sem ég ætíð fann fyrir, í ná- vist hans og þeirra fögru hljóma, sem hann gat kallað fram í trompetleik sínum, en hann var án efa í röð fremstu trompetleik- ara heims, eins og sannast við að hlýða á tónlist hans. Ég hitti Rolf í fyrsta sinn árið 1970, þegar ég dvaldi sumarlangt hjá móður- bróður hans, Jóni Marvin Jóns- syni, í Seattle. Rolf var þá ný- kominn úr fríi á Hawai, sólbrúnn, hress og glaðlegur. Hann var ekki aðeins gæddur ríkum hæfi- leikum á tónlistarsviðinu, heldur var hann einnig vel á sig kominn líkamlega enda sundmaður góð- ur og glæsimenni, eins og Kjart- an Ólafsson, forðum. Samverustundir með Rolf voru og eru ógleymanlegar, hvort sem það var að fylgjast með honum að leika á trompet- inn við upptökur og æfingar, eða þá að fylgja honum til vina og kunningja, þar sem fagrar meyj- ar gátu verið skammt undan! Ekki má þó gleyma yndislegum foreldrum hans, Kristínu og Eg- il, sem bæði eru látin, og systr- unum Jodene og Sirí, sem lifa bróður sinn. Öll fjölskyldan var tónlistarfólk, og þrátt fyrir krefj- andi æfingar fjölskyldumeðlima var nóg af hlýju og nærveru til að miðla til gesta og frændfólks eins og mín. Rolf flutti til Boston, þar sem hann varð trompetleikari með Bostonsinfóníunni, árið 1972. Sama ár stofnaði hann Empire Brass-kvintetinn, þar sem hann var aðaltrompetleikari, en í sveit- inni var leikið á tvo trompeta, franskt horn, trombón og túbu, eins og Íslendingar gátu kynnst á tónleikum Empire Brass í Há- skólabíói 1988, en þrem árum áð- ur lék Rolf einleik í trompetkons- ert Haydns með Sinfóníuhljómsveit Íslands, á sama stað. Rolf var framsækinn og metn- aðargjarn einstaklingshyggju- maður, sem dugði ekki að vera orðinn aðaltrompetleikari Bost- onsinfóníunnar frá 1980, heldur hóf hann árið eftir einleiksferil, allt til dauðadags, ásamt að leika með Empire Brass um víða ver- öld. Rolf var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Caroline Hess- berg, sem síðar giftist hinum heimsþekkta söngvara og laga- smið James Taylor. Rolf giftist eftirlifandi eiginkonu sinni, Kelly, f. Holub, 1992, og lifir hún mann sin ásamt fjórum börnum þeirra hjóna: Sören, Sophiu, An- niku og Auroru, sem eru á aldr- inum 8-14 ára. Ég var svo lán- samur að hitta Rolf, glæsikonu hans, Kelly, börnin fjögur og Eg- il, föður Rolfs, sumarið 2009. Þá dvaldi ég aftur í Seattle, eins og 39 árum fyrr, ásamt syni mínum og unnustu, hjá Jóni Marvin, móðurbróður Rolfs, og ræðis- manni Íslands í Seattle, og konu hans, Joanne, sem nú er látin. Það er sárt til þess að hugsa, að þarna sá ég Rolf í síðasta sinn, hamingjusaman fjölskylduföður, með yndisfagurri konu og fjögur börn, sem þá voru á aldrinum 3-9 ára. Hann hafði eignast nýtt líf, eftir sáran persónulegan harm, sem hann varð fyrir, ásamt fyrri konu sinni. Enginn má sköpum renna. Út- för Rolfs fór fram 9. maí sl. og var hún sannkallaður tónlistar- viðburður þar sem margir heiðr- uðu hinn látna snilling. Kelly, ekkju Rolfs, í West Stockbridge, og börnunum, eru sendar sam- úðarkveðjur og systrum Rolfs, og vinkonum mínum til 45 ára, Jodene í Seattle og Sirí í Con- cord, Massachusetts. Megi sá ís- lenski hlynur lifa, sem þau Þor- björn Jónsson frá Geldingaá og Brynhildur Erlendsdóttir frá Mörk gróðursettu í bandaríska mold, á liðinni öld. Ólafur F. Magnússon. Rolf Thorstein Smedvig Þegar ég kom til Reykjavíkur í árs- byrjun 1972 þeirra erinda að læra húsasmíði hjá frænda mínum, Þórði Jasonar- syni byggingameistara, var ég settur til verka niðri í Skeifu þar sem verið var að byggja skemm- urnar í Iðngörðum sem nú eru Myllan, Hagkaup og fleiri slíkar. Eins og tíðkast með lærlinga var ég fyrst settur í ýmis verk óskyld smíðinni eins og að mála Þórir Bent Sigurðsson ✝ Þórir Bent Sig-urðsson fædd- ist 2. febrúar 1934. Hann lést 3. maí 2015. Útför hans fór fram 13. maí 2015. timbur, taka til og aðstoða gröfustjór- ann á staðnum. Ég kom beint úr sveit- inni og var flestu ókunnugur í höfuð- staðnum. Þessi gröfustjóri tók mig undir sinn verndar- væng og leiðbeindi mér. Þetta var ljúf- lingurinn Þórir Bent Sigurðsson. Þessi öndvegismaður hélt í hönd- ina á mér og kenndi mér á kerfið þarna á vinnustaðnum. Hann var svo ljómandi geðgóður og mikill húmoristi að allir vildu vera nærri honum og ég ekki síst. Margar skemmtilegar sögur sagði hann í kaffitímum og reyk- pásum en ekki skorti Þóri dugn- aðinn og hann var afburðaflinkur með gröfuna sína. Honum leiddist ekki að gera smávegis sprell og eitt sinn þeg- ar við vorum búnir að hreinsa ýmislegt dót út úr einu húsinu vegna breytinga var ráðslagað um hvað ætti að gera við draslið. Þórir taldi einfaldast að kveikja bara í þessu og ég var fljótur að bera eld að hrúgunni. Þá kom í ljós að þarna var tjörupappi og okkur brá í brún þegar kolsvart- ur reykur huldi því sem næst allt Álfheimahverfið og Vogana. Slökkviliðið kom æðandi og við áttum fótum fjör að launa. Hlupum í gegnum skemmurnar sitt á hvað og tókst að lokum að stinga slökkviliðsmennina af sem töldu réttilega að við ættum þarna hlut að máli. Þá lentum við í flasinu á lögreglunni sem var komin til að rannsaka málið. Ég gleymi aldrei sakleysissvipnum á andliti Þóris þegar hann tjáði þeim að einhver strákur hefði kveikt í þessu. Það var auðvitað rétt hjá honum og bæði hann og strákurinn skrifuðu undir skýrslu á staðnum hjá lögregl- unni. Við skemmtum okkur kon- unglega þegar þeir voru farnir og alltaf þegar við hittumst minntist Þórir á brunann í Skeif- unni við mig: „Manstu Nonni, þegar við kveiktum í Skeifunni?“ Og svo var hlegið hjartanlega. Eins og gengur fórum við hvor sína leið en stundum hitt- umst við og þá voru góðar stund- ir rifjaðar upp. Ég mun aldrei gleyma hlýlegri og góðmannlegri framkomu Þóris við mig þegar ég var ungur maður að stíga mín fyrstu skref í byggingabransan- um. Ég sé líka alltaf glaðlega brosið hans fyrir mér, þegar ég minnist hans, og kankvíslegan glampann í augunum. Það eru slíkir menn sem bregða birtu á leiðina sem maður gengur og gera tilveruna að betri og skemmtilegri stað. Ástvinum hans votta ég samúð mína. Blessuð sé minning Þóris Bents Sigurðssonar. Jón M. Ívarsson. Mér hlýnar alltaf um hjartarætur þegar ég hugsa til Ninnu enda var hún einstök kona. Ég varð þeirrar gæfu aðnjót- andi að fá að dveljast í Blöndu- Svanhildur Jóhanna Krist- jánsdóttir (Ninna) ✝ Svanhildurfæddist 20. maí 1933. Hún lést 2. maí 2015. Svanhildur var jarðsungin 9. maí 2015. hlíð um lengri og skemmri tíma frá því ég var barn og fram á unglingsár, eftir að móðir okkar systkina dó. Sveitin mín í Blönduhlíð samanstóð af yndis- legu fólki. Gísli föð- urbróðir og Ninna, amma og afi, Kiddi, Helga, Inga Jóna og Unnar og svo Maggi bróðir sem fór til þeirra sex ára gamall. Og auðvitað Bjössi Þórðar og reyndar var heimilið alltaf fullt af ættmenn- um, gestum og gangandi og mik- ið líf og fjör og nóg pláss fyrir alla. Ég lærði allt um sveitastörfin og hef búið að því síðan. Ég naut góðs af því að Helga og Inga Jóna voru aðeins eldri en ég og fékk að fylgja þeim í einu og öllu, þær voru mér sem systur. Oft hugsa ég til samverustundanna sem við áttum í fjósinu við mjalt- ir en þá var allt handmjólkað og mikið spjallað og hlegið. Hey- skapurinn var alltaf skemmtileg- ur og allir tóku þátt í honum. Hestarnir voru vinsælir og ég gæti endalaust talið upp ævin- týri að vestan. Þó nú sé liðin hálf öld er þetta jafnlifandi í huga mér eins og gerst hefði í gær og alltaf jafnmikið tilhlökkunarefni að komast í sveitina á vorin. Þarna átti ég bestu ár bernsku minnar. Ninna átti ekki hvað minnstan þátt í því að ég upplifði mig sem eina af heim- ilisfólkinu. Allur matur sem Ninna eldaði var góður og alltaf gott bakkelsi með kaffinu. Allt virtist þetta vera henni svo átakalaust og ásamt öllum inni- verkum tók hún þátt í útistörf- unum af mikilli elju, enda dýrin og útiverkin henni hugleikin. Þau Gísli voru svo aðdáunarlega samhent og vinnusöm. Gísli féll frá 1994, langt um aldur fram. Í kjölfarið brá Ninna búi og flutti í Borgarnes en reisti sér bústað í sælureit í landi Blönduhlíðar og naut þess að vera þar. Kiddi, Helga, Inga Jóna, Unn- ar, Maggi og fjölskyldur, guð gefi ykkur styrk í sorginni. Elsku Ninna, takk fyrir allt og allt, þín Dýrfinna Kristjánsdóttir. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, MAGNÚS GUÐJÓNSSON, Strikinu 4, Garðabæ, andaðist laugardaginn 16. maí. Jarðarförin verður auglýst síðar. . Guðjón Magnússon, Ólafur Magnússon, Tamara Suturina, Jóhann Magnússon, Valgerður Andrésdóttir og fjölskyldur. Faðir minn, tengdafaðir og afi, HÓLMAR KRISTMUNDSSON veitingamaður, lést á heimili sínu 13. maí. Útförin mun fara fram í kyrrþey. . Geir Hólmarsson, Lilja Þorkelsdóttir, Kristín Hólm Geirsdóttir, Finnur Salvar Geirsson. Elskuleg eiginkona, móðir og amma, INGIBJÖRG BJARNARDÓTTIR lögmaður og sáttamaður, Maríubaug 31, Reykjavík, andaðist á heimili sínu að morgni mánudagsins 18. maí. Útför verður tilkynnt síðar. . Geir Ólafsson, Björn Geirsson, Þórunn Geirsdóttir, Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson, Herdís Hlíf og Hafdís Hekla Þorvaldsdætur. Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HREINN HEIÐMANN JÓSAVINSSON, áður bóndi Auðnum Öxnadal, lést á heimili sínu, Auðnum, fimmtudaginn 14. maí. Útförin auglýst síðar. . Margrét Helga Aðalsteinsdóttir, Ragnheiður G. Hreinsdóttir, Leó V. Leósson, Sigurlaug U. Hreinsdóttir, Páll V. Sigurðsson, Hlíf S. Hreinsdóttir, Friðrik S. Pálmason, Aðalsteinn H. Hreinsson, Sigríður Svavarsdóttir, Ásdís H. Hreinsdóttir, Jón G. Snorrason, Jósavin H. Hreinsson, Kristjana Gunnarsdóttir, Hjördís A. Pétursdóttir, Björn Pálsson, afa- og langafabörn. Í dag er 75 ára af- mælisdagurinn þinn elsku mamma. Ekki átti ég von á því, fyrir rétt rúm- um einum og hálfum mánuði, að þú yrðir ekki hér með okkur á þessum degi. Söknuðurinn er mikill og sumir dagar eru erfiðari en aðrir. En það er gott að ylja sér við fallegar og góðar minningar. Enn þann dag í dag finnst mér að þú hafir bara skroppið eitthvað og svo einn dag- inn sitjir þú í stólnum þínum í stof- unni eða í eldhúsinu þegar ég kem í kaffi. Ég er þakklát fyrir allan þann tíma sem ég hafði með þér. Að ég skyldi kíkja á Hlíðarveginn þrisv- ar fjórum sinnum í viku og eiga Róslaug Jónína Agnarsdóttir ✝ Róslaug JónínaAgnarsdóttir fæddist 19. maí 1940. Hún lést 1. apríl 2015. Útför Róslaugar fór fram 11. apríl 2015. með þér góðar stundir. Þær eru mér afar dýrmætar í dag. Við áttum ýmis- legt sameiginlegt og eitt af því er að við erum báðar miklir hrakfallabálkar, t.d. að reka okkur í eitt- hvað, skera okkur á hinum furðulegustu hlutum, fá á okkur brunasár o.fl. Og veistu, mér þykir eiginlega bara vænt um þetta. Þú varst mikl fjölskyldumann- eskja, þér var mikið í mun að fjöl- skyldan hittist við hin ýmsu tæki- færi. Í dag ætlum við fjölskyldan að hittast og drekka saman kaffi eins og við erum vön á afmælisdögum. Ég trúi því að núna líði þér vel, sért laus við allar þjáningar, gang- ir um glöð og sátt. Til hamingju með daginn þinn elsku mamma mín. Þín Alma Björk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.