Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2009, Blaðsíða 4
Sandkorn
n Frétt DV um afskriftir á skuld
Bjarna Ármannssonar við gamla
Glitni vakti nokkra athygli í vik-
unni. Sérstaklega vakti það at-
hygli að hann sagði að það hefði
verið óábyrg meðferð á fé að
greiða skuld-
ina að fullu.
Hvað svo
sem mönn-
um finnst
um Bjarna
Ármanns-
son og að-
komu hans
að íslenska
efnahagshruninu, himinháum
kaupréttarsamningum íslensku
bankanna, REI-málinu og öðru,
þá verður það ekki frá honum
tekið að hann þorir að koma
fram í fjölmiðlum og tjá sig líkt
og sannaðist í DV í vikunni. Um
Bjarna verður það kannski sagt
í framtíðinni að hann hafi ver-
ið afar umdeildur en jafnframt
nokkuð hreinskilinn útrásarvík-
ingur.
n Hræringarnar hjá fyrirtækinu
Teymi, móðurfélagi Vodafone,
hafa verið nokkuð til umræðu
upp á síðkastið. Nýi Landsbank-
inn fer nú með meirihluta í fé-
laginu og dótturfélögum þess,
meðal annars Tali, eftir að eign-
arhaldsfélag bankans tók yfir
meirihluta í félaginu í síðustu
viku. Mikla athygli vakti þegar
Sigurður G. Guðjónsson lögmað-
ur var skipaður í stjórn Tals fyrir
hönd Landsbankans en hann var
lögmaður Teymis í afar hörðum
deilum gegn minni hluthöfum
Tals fyrr á árinu. Sérstaklega þyk-
ir þetta sérstakt þegar litið er til
mikilla tengsla Sigurðar við Jón
Ásgeir Jóhannesson, fyrrverandi
aðaleiganda Teymis.
n Eins vakti það eftirtekt þegar
Telma Halldórsdóttir lögmað-
ur, sem áður sat í stjórn Tals fyrir
hönd Teymis, var skipuð í stjórn-
ina fyrir hönd Nýja Landsbank-
ans. Telma þykir sitja þar í skjóli
Kristins Hallgrímssonar lög-
manns, en bæði starfa þau á lög-
mannsstofunni Fulltingi. Telma
hefur áður sest í stjórnir fyrir-
tækja og eignarhaldsfélaga sem
leppur Kristins en hann og for-
stjóri Teymis,
Árni Pétur
Jónsson,
þykja nokkuð
nánir. Árni
Pétur mun
sömuleiðis
halda áfram
að stýra fé-
laginu þrátt
fyrir að það hafi verið dæmt fyrir
samkeppnislagabrot og afskrifa
þurfi tugi milljarða af skuldum
þess. Stjórnendur Teymis verða
því áfram flestir hinir sömu og
áður þrátt fyrir að banki hafi tekið
félagið yfir að mestu.
4 föstudagur 11. september 2009 fréttir
„Ég er alkóhólisti og geðsjúklingur. Ég
fæ hvergi neina heilbrigðisþjónustu,“
segir Svanur Elí Elíasson sem undan-
farin misseri hefur hafst við í húsbíln-
um sínum. Í rúma viku stóð bíllinn við
Bergstaðastrætið í Reykjavík, beint á
móti Leikskólanum Laufásborg. Svan-
ur bjó þá jöfnum höndum í bílnum og
herbergi sem hann leigði þar. Í fyrstu
vakti húsbíllinn aðeins forvitni ná-
granna en steininn tók úr þegar Svan-
ur Elí bauð nokkrum félögum sínum
til drykkjuveislu í bílnum.
Íbúar í nágrenninu segjast marg-
oft hafa hringt í lögregluna en ekkert
gerðist. Það var síðan á þriðjudags-
kvöldið sem Svanur færði bílinn, sem
hafði staðið óhreyfður við Bergstaða-
strætið í rúma viku, og lagði á tjald-
stæðinu í Laugardalnum þar sem
hann býr nú.
Hjálparþurfi
„Mér er neitað um sjúkrahúsvist. Ég er
„persona non grata“ í heilbrigðiskerf-
inu,“ segir Svanur Elí sem undanfarið
hefur drukkið mikið og er afar þung-
lyndur. „Ég þarf á hjálp að halda,“ seg-
ir hann.
Íbúar við Bergstaðastrætið urðu
fyrir nokkru ónæði af Svani en lögregl-
an brást ekki við þegar þeir hringdu
og kvörtuðu undan honum. Vísuðu
þeir í lögreglusamþykkt Reykjavík-
urborgar þar sem segir að ekki megi
gista í húsbýlum í þéttbýli utan sér-
merktra svæða, en húsbíll Svans Elís
stóð í almennu bílastæði. Nú er hann
hins vegar á viðurkenndu svæði fyrir
húsbíla í Laugardalnum.
Styrkir ABC barnahjálp
Dagarnir ganga tilbreytingarlaust fyr-
ir sig hjá Svani Elí en þá flesta leggst
hann í drykkju. Hann eyðir þó ekki
öllum peningunum sínum í áfengi. „Í
gær keypti ég tvö kort hjá ABC barna-
hjálp, jafnvel þó ég eigi lítinn pen-
ing. Þar stendur að ég sé að styrkja
skólagöngu barns í mánuð. Ég var
svo ánægður með þetta. Ég er búinn
að styðja ABC barnahjálp í gegnum
netið en ég er ekki nettengdur núna.
Ég er búinn að styrkja strák í Úganda,
hef sent honum 2.500 krónur mánað-
arlega. Þetta dugar honum fyrir mat,
skólahaldi og heilbrigðisþjónustu.
Þannig er ég pínulítið að borga til
baka,“ segir Svanur Elí.
Honum finnst illa komið fram við
sig og segist alls staðar koma að lokuð-
um dyrum. „Þjóðfélagið telur sig hafa
efni á að sparka í mig,“ segir hann.
Sat inni fyrir morð
DV ræddi við Svan
Elí í október en þá
bjó hann einnig í
húsbílnum. Hann
sagði þar frá erfiðri
ævi sinni, misnotk-
un sem hann varð
fyrir í barnæsku og
hryllilegri reynslu í
frönsku útlendinga-
hersveitinni sem
hann barðist með í
Afríku. Svanur varð
háður amfetamíni
í herdeildinni og
myrti mann á Íslandi í eiturlyfjavímu
árið 1986. Hann sat inni á Litla-Hrauni
í sex ár og hætti að nota eiturlyf. Þegar
hann fékk frelsi
að nýju fluttist hann í Grafarvoginn
með heitkonu sinni. Áfengisneysla
hans varð sambandinu hins vegar að
falli og konan yfirgaf hann.
Í kjölfarið ferðaðist Svanur
á húsbíl sínum um Dan-
mörku og reyndi að finna
fastan punkt í tilverunni.
Hann sneri aftur til Ís-
lands og ætlaði að setjast að á
æskuslóðunum í Bolungarvík en fékk
þar hvergi inni. Eftir það hefur hús-
bíllinn verið heimili hans.
Svanur Elí Elíasson segir að sér sé neitað um sjúkrahúsvist en hann þurfi sárlega á hjálp
að halda. Hann býr í húsbílnum sínum og í um vikutíma hafðist hann við á móti leik-
skóla við Bergstaðastrætið. Svanur Elí er bæði þunglyndur og drykkfelldur, en reynir
að sýna af sér góðmennsku og styrkir lítinn dreng í Úganda í gegnum ABC barnahjálp.
„ÉG ER AÐ DREKKA
MIG Í DAUÐANN“
„Ég þarf á hjálp að
halda.“
föstudagur 3. október 200830
Helgarblað
Svanur Elí Elíasson, sem er 49
ára, hefur lifað tímana tvenna. Þeg-
ar hann var barn varð hann fyrir kyn-
ferðislegri misnotkun í Bolungarvík
en þeir atburðir hafa sett sitt mark á
lífshlaup hans. Þegar hann sat sem
barn á aftasta bekk skólastofunnar í
Grunnskóla Bolungarvíkur lét hann
sig dreyma eins og önnur börn um
hvað væri handan fjallanna. Seinna
meir, þegar hann var kominn langt
á tvítugsaldur, lét hann draum sinn
rætast og fór út í heim. Næstu árin
flakkaði Svanur um Evrópu í leit að
nýjum ævintýrum, á milli þess sem
hann vann fyrir sér sem sjómaður á
Íslandi. Leitin að því ókunna hand-
an við hornið og óróleikinn sem
bærðist innra með honum leiddu
hann á ókunnar slóðir. Á staði sem
hann hefði aldrei nokkru sinni getað
ímyndað sér.
Stórbrotið lífshlaup
Svanur gekk í frönsku útlend-
ingahersveitina eftir að hafa búið í
sex mánuði á götum Parísarborg-
ar. Hann barðist með hersveitinni
í þrjú ár í Afríku. Eftir þá lífsreynslu
kom hann heim en allt hafði breyst.
Hann varð manni að bana og sat í
fangelsi í sex ár. Í fangelsinu varð
hann ástfanginn og þegar hann fékk
frelsi að nýju fluttist hann í Grafar-
voginn með heitkonu sinni. Áfeng-
isneysla hans varð sambandinu að
falli og konan yfirgaf hann. Í kjölfarið
ferðaðist Svanur á húsbíl sínum um
Danmörku og reyndi að finna fastan
punkt í tilverunni.
Á síðasta ári ákvað hann svo loks
að halda aftur heim á æskuslóðirn-
ar. Þar ætlaði hann sér að setjast að
í ró og næði og hvíla sig eftir langa
og erfiða ævidaga. Eftir sex mánuði
þar missti hann íbúð sína og að hans
sögn var ástæðan sú að hann var
dæmdur morðingi. Svanur fluttist þá
í húsbíl sinn þar sem hann býr núna
á tjaldstæði í Hafnarfirði. Þar situr
hann löngum stundum við skriftir og
vinnur að ævisögu sinni. Blaðamað-
ur DV heimsótti Svan þar sem hann
hefur hreiðrað um sig með hundin-
um sínum í litlu rjóðri fyrir komandi
vetur.
Heimsókn í húsbílinn
Þegar blaðamann DV bar að garði
var hráslagalegt um að litast. Það
rigndi og vindurinn barði á rauð-
um húsbílnum. Inni í bílnum var þó
hlýrra og notalegra og eitt það fyrsta
sem Svanur sagði þegar blaðmann
bar að garði var að þetta væri nú ekki
svo slæmt, hann hefði nú haft það
verra. Í bílnum er lítið, einbreitt rúm
og þar er lítill gasofn og Svanur bætti
við hitann áður en hann hellti upp
á kaffikönnuna. Eftir stutt spjall um
veður og vinda ákváðum við að færa
okkur nær upphafinu, á þann stað
þar sem Svanur fæddist og ólst upp,
til Bolungarvíkur.
Barnæskan í Bolungarvík
Svanur fæddist í Bolungarvík árið
1959. Hann bjó með foreldrum sín-
um í húsinu sem faðir hans byggði
sjálfur með haka og skóflu en fékk
efnið lánað hjá Einari Guðmunds-
syni útgerðarmanni. Faðir Svans var
sjómaður alla sína ævi og borgaði
efniskostnaðinn með því að vinna á
bátum Einars. Svanur var aðeins sjö
ára þegar hann byrjaði að róa með
föður sínum. Hann segir barnæsk-
una í bænum hafa verið góða. Hann
átti marga vini og börnin léku sér á
snjósleðum á veturna og þeystu um
á kassabílum á sumrin. Uppátækja-
semin var mikil eins og gengur og
hann segir frelsið hafa verið mikið
fyrir barnið sem ólst upp í bænum.
„Það er sagt að það þurfi heilt þorp til
að ala upp barn og það er alveg rétt.
En svo er líka sagt að það þurfi aðeins
einn mann til að eyðileggja barn. Og
það gerðist í mínu dæmi. Ég var eyði-
lagður þarna,“ segir Svanur.
Misnotkun
Svanur segir að fleiri menn hafi
misnotað hann og önnur börn bæj-
arins í barnæsku. Þegar hann kom
aftur til Bolungarvíkur fyrir ári hitti
hann gamlan félaga og draugar for-
tíðar fóru á kreik. „Um leið og ég sá
hann sá ég þessar gömlu minning-
ar skína af honum. Ég sá viðbrögð-
in.“ Þegar Svanur er spurður um þau
áhrif sem þetta hafði á hann sem
barn er hann ekki lengi að svara:
„Veistu það að þetta er morð á barns-
sálinni. Ég varð manni að bana og
veit hversu sakbitinn ég var eftir það.
En ég held að þetta sé verra en það
vegna þess að þú eyðileggur allt lífið.
Þetta eyðilagði allt mitt líf.“
Flakkið
Svanur var átján ára þegar hann
fór í fyrsta skipti til útlanda en þá
flaug hann til Lúxemborgar með
dollara í farteskinu sem hann hafði
keypt á uppsprengdu verði af leigu-
bílstjóra á Keflavíkurflugvelli. „Þetta
var þörfin fyrir að sjá eitthvað nýtt og
upplifa eitthvað nýtt,“ segir Svanur
um ástæður ferðalaga sinna um Evr-
ópu þegar hann var ungur. Hann var
ekki lengi að klára peninginn en náði
þó að ferðast í þrjá mánuði áður en
hann fór heim með Rangánni. Þetta
fyrsta flakk var aðeins upphafið að
því koma koma skyldi.
Eftir nokkurn tíma á sjó hélt Svan-
ur aftur til Evrópu þar sem hann
húkkaði sér far frá Amsterdam.
Hann hitti mann á leiðinni sem bauð
honum í eiturlyfjaveislu. „Hann var
nýkominn frá Amsterdam og hafði
keypt sér nóg af heróíni og öllum
fjandanum,“ segir Svanur og tekur
fram að á þessum tíma hafi hann trú-
að því að ekkert gæti tortímt sér. „Á
þeim árum var mér alveg sama um
allt.“ Hann fór hvert sem hann lang-
aði og gerði hvað sem hann vildi.
Hann var ungur og heimurinn var
hans leikvöllur.
Svanur varð meðal annars vitni
að baráttu kommúnista og fasista á
Rimini á Ítalíu. Og endaði svo blank-
ur suður á Sikiley þar sem fjölskylda
tók hann upp á arma sína. Hann seg-
ir þann mánuð sem hann var þar
hafa verið eftirminnilegan því að svo
gestrisið og gott fólk hafði en ekki
hitt áður.
Á götum Parísar
Þegar Svanur var 21 árs flaug hann
svo til Lúxemborgar og var það upp-
hafið að langri atburðarás sem átti
eftir að draga dilk á eftir sér. Hann
var rændur í Lúxemborg en komst til
Parísar sem var á þessum árum hans
uppáhaldsborg. Hann vildi ekki og
gat ekki hugsað sér að fara heim á
þeim tíma.
Við tók tímabil þar sem hann bjó
á götum Parísarborgar, safnaði flösk-
um og seldi glerið fyrir rauðvíni.
Hann lærði að betla af félaga sínum
Rockefeller en sá hafði búið á götum
Skipaðað drepa
Svanur Elí Elíasson
Jóni Bjarka Magnússyni
Hefur ekki efni á að leigja
svanur elí elíasson býr í húsbíl á
tjaldstæði á höfuðborgarsvæðinu.
Hann missti íbúð sína í bolungarvík
og hefur ekki efni á að leigja í
reykjavík.
„Við vorum sendir til þess að eyða litlu
þorpi. Okkur var svo sem skítsama um
þetta þorp. Við þekktum engan þar.“
föstudagur 3. október 2008 31
Helgarblað
Parísar í tíu ár og ráðlagði Svani að
gifta sig aldrei inn í Rockefeller-fjöl-
skylduna. Að hans sögn hafði hon-
um verið úthýst úr þeirri fjölskyldu
og hent úr landi. Svanur minnist þess
þegar götunnar menn voru smúlaðir
og þvegnir. „Svo fengum við ný föt
og að éta og vorum síðan sendir út á
nýjan leik.“
Hungrið var verst
Af ákveðnum ástæðum, sem
Svanur vill ekki fara nánar út í, gat
hann ómögulega farið heim. Hann
varð þreyttur á lífi útigangsmanns-
ins, en því fylgdi mikið hungur og
kaldar, einmanalegar nætur. Hann sá
auglýsingar frá frönsku útlendinga-
hersveitinni stöku sinnum blakta
fyrir framan sig en sagði þó ávallt við
sjálfan sig að hann myndi ekki gerast
hermaður.
En svo kom að því, hungrið og
eirðarleysið tóku að sverfa að og
Svanur hringdi í símanúmer sveit-
arinnar, af hálfum hug að eigin sögn.
Tveir menn frá útlendingahersveit-
inni voru mættir að sækja hann tíu
mínútum seinna og það var ekki aft-
ur snúið. Þeir fóru með hann á klúbb
þar sem nóg var um mat og drykk og
allt fljótandi í efnum. „Ég var orðinn
drukkinn og skrifaði undir pappírana
sem ég skildi ekkert í,“ segir Svanur
sem komst síðar að því hann hefði
skrifað undir algjöran þagnareið um
það sem hann myndi upplifa í sveit-
inni: „Að ég mætti ekki segja orð um
það sem ég sá, heyrði, upplifði eða
gerði.“ Þrátt fyrir það hefur hann
ákveðið að opna sig loks um reynslu
sína í sveitinni.
Þjálfun dauðans
Svanur fór í þriggja mánaða þjálf-
un í Marseille í Suður-Frakklandi.
Þjálfunin miðaðist við það að gera
mennina samviskulausa og meðvit-
aða um að þeir áttu að lifa af.
Sumir komust ekki í gegnum
þjálfunina og þeir hurfu. Svanur
orðar það svona: „Við vissum ekkert
hvort þeir hurfu eða hurfu ekki, en
þeir hurfu. Við getum líkt þessu við
nasistatímann. Þó að menn hafi vit-
að að gyðingarnir væru drepnir, þá
vissu menn það ekki alveg.“ Í kjölfar-
ið fór Svanur ásamt hundruðum her-
manna sveitarinnar í gegnum Líbíu
Gaddafis á eldgömlum rússneskum
trukkum. Hann segir góðan mór-
al hafa verið um borð í þá tvo daga
sem þeir keyrðu í gegnum heita eyði-
mörkina en minnist þess hve oft þeir
„... þurftu að þrífa helvítis byssurnar
vegna sandsins.“
Í Afríku á amfetamíni
Sveitin kom loks til Tsjad sem
liggur sunnan við Líbíu og setti upp
búðir í norðurhluta landsins. Svanur
segir skærur hafa geisað á milli ein-
hverra þjóðflokka en þeim hafi verið
nokk sama um það. Hann segir skila-
boðin hafa verið skýr og að þeir hafi
hlýtt fyrirmælunum. „Þessi þarf að
hverfa og hinn þarf að hverfa. Þessa
þarf að þurrka út og svo framvegis.“
Þeir gengu heilu dagana með 70
kílóa poka á bakinu í gífurlegum hita
og voru alltaf tilbúnir fyrir átök. Allir
hermenn fengu amfetamínskammta
sem Svanur segir að hafi á einhvern
hátt verið frábrugðið því amfetam-
íni sem hann hafði áður prófað. „Við
fengum bara þessa skammta, þetta
var eitthvað öðruvísi en amfetam-
ín, en þetta tókum við upp á hvern
einasta dag til að halda okkur gang-
andi.“ Svanur segir þá ekki hafa verið
komna til Afríku til að bjarga Frakk-
landi. „Við vorum skæruliðar og við
vorum búnir að selja okkur í hern-
að en við vissum ekkert. Okkur var
aldrei sagt hver hafði keypt okkur.
Við vissum ekkert hvert við vorum
að fara.“
Pytturinn
Svanur minnist pyttsins en það
var lítill járnkassi sem hermenn voru
settir í ef þeir óhlýðnuðust. Svanur
fékk einu sinni að dúsa í pyttinum
og lýsir þeirri hræðilegu lífsreynslu.
Hann neitaði að heilsa hershöfð-
ingja sem hafði talað opinskátt um
að auðvelt væri að fá nýja menn í
útlendingasveitina og því skipti litlu
máli þótt þeir færust. Svanur þurfti
að dúsa alsnakinn í þrjá daga í 60°C
heitum pyttinum.
Þegar hann var farinn að missa
þrótt segist hann hafa minnst þess
sem amma hans hafði einu sinni
kennt honum um Mahatma Gandhi.
Hún sagði að hann hefði sagt fólki að
leita inn á við ef það ætlaði að gera
eitthvað gott. „Vegna þess að allt er
hérna inni, guð er hérna inni. Þú ferð
út um allan heiminn en finnur það
ekki þar vegna þess að það er alltaf
hérna inni í okkur,“ segir Svanur sem
ákvað að leita inn á við í pyttinum.
Þar sem hann stóð segist hann hafa
séð eins og að fingur kæmi í gegn-
um stálið og sagt væri við hann: Ekki
leita inn á við, farðu heldur inn á við.
„Ég hugsaði mér að ég þyrfti að fara
inn á við og ég missti meðvitund um
leið.“ Eftir dvölina í pyttinum dvaldi
Svanur marga daga í sjúkratjaldinu
en var í kjölfarið gerður að liðþjálfa
og var settur yfir ellefu menn.
Eyðing þorps
Svanur upplifði margt ljótt í Afr-
íku en honum er minnisstætt þegar
12 manna sveit hans átti að eyða litlu
þorpi í Tsjad. Hann segir þá ávallt
hafa fylgt fyrirskipunum og oft hafi
þeim verið skipað að drepa. „Við vor-
um sendir til þess að eyða litlu þorpi.
Okkur var svo sem skítsama um
þetta þorp. Við þekktum engan þar.“
Þeir voru komnir þangað fyrir sólar-
upprás. Svanur segir þá hafa raðað
sér í kringum þorpið og hann gaf fyr-
irmæli um að skjóta upp ljóskeilum
til að fá karlmennina út úr húsum.
Það ríkti mikil spenna á meðan
þeir biðu með Kalashnikov-rifflana
og Svanur gaf fyrirmæli um að skjóta
upp í loftið. Þá komu karlmennirn-
ir hlaupandi út úr húsunum og her-
mennirnir skutu á hvern þann sem
kom út. Svanur segist stundum hugsa
til þess ef slíkt myndi gerast á Íslandi.
„Ég ímynda mér óttann hjá fólkinu
ef útlendingar myndu umkringja og
gjöreyða Hnífsdal,“ segir hann.
Við drápum allt
Síðar sama dag stóð Svanur uppi
á hól og sá konu kíkja út úr einu hús-
inu með lítinn hágrátandi dreng.
„Grátur þessa barns er mér minnis-
stæðari en þegar sonur minn fædd-
ist,“ segir Svanur tregafullur. Litli
drengurinn hljóp beint í áttina að
Svani sem tók um hálsinn á barninu
og mundaði skammbyssuna.
Hann ætlaði sér að skjóta hann
eins og fyrirmælin sögðu til um en
segir sáran grát barnsins hafa skorið
sér leið inn að hjarta hans. „Ég skaut
hann ekki. Ef einhver hefði séð mig
sleppa honum hefði ég verið leidd-
ur fyrir herrétt og tekinn af lífi. Við
drápum allt, notuðum basúkkuna á
allt saman. Svo fórum við heim og
fengum okkur öl.“ Hann segist enn
þann dag í dag vakna við nístandi
grát barnsins.
Varúð! Ekki fyrir viðkvæma
„Þetta voru þrjú löng ár sem
hefðu allt eins getað verið 30. Stund-
um þegar ég er að skrifa um þetta
setur mig hljóðan og ég hugsa: Gerði
ég þetta virkilega? Var þetta virkilega
svona, eða var þetta draumur? Var
þetta í fyrra lífi?“ Svanur á erfitt með
að segja frá þessu tímabili í lífi sínu
en eftir nokkurn tíma bætir hann við
sögu af atburði sem situr djúpt í sálu
hans.
„Það var eitt atvik, og ég tek það
fram að ég var ekki einn gerenda. Ég
sá nokkra hermenn höggva hend-
urnar af unglingsstúlku. Það var svo
að hún gæti ekki veitt mótspyrnu
þegar þeir nauðguðu henni á meðan
henni blæddi út. Þeir hræktu á hana
á eftir.“ Svanur segir slíkar myndir
ekki hverfa úr minningunni, þær sitji
þar og elti menn allt þeirra líf.
Hann segir tryllinginn hafa ver-
ið orðinn svo mikinn á meðal her-
mannanna. Eilífir bardagar og amf-
etamínvíma gerðu það að verkum
að þeir gátu ekki hugsað skýrt og
þeir óðu áfram í brjálæði. Í dag seg-
ist Svanur helst vilja fara til Afríku og
vinna hjálparstarf til þess að reyna
að byggja upp í stað þess niðurrifs
sem átti sér stað þegar hann barð-
ist með útlendingahersveitinni. Um
daginn fékk hann símtal frá manni
sem hann kallar engil en sá hinn
sami vinnur að hjálparstarfi í Afríku.
Hann bauð Svani að koma til Níger-
íu og vinna í sjálfboðastarfi. Svanur
íhugar það.
Þotur í hausnum
Þegar Svanur kom heim til Ís-
lands 24 ára var hann orðinn háður
amfetamíni. Hann fór til lækna sem
skrifuðu fyrir hann lyfseðla upp á
lyf sem innihéldu
hreina amfetamínkristala. Hann
fékk bæði róandi og örvandi efni til
þess að halda sér í formi. Hann seg-
ir heilann hafa verið orðinn gegn-
sýrðan eftir árin í útlendingaher-
sveitinni. Hann drakk klóral sem er
eitursterkt svefnlyf til þess að jafna
út áhrif örvandi efnanna. Stundum
gat hann ekki sofið svo vikum skipti.
„Hausinn á mér var eins og það væru
hundrað þúsund þotur á fleygiferð.
Ég var að verða vitlaus. Heilinn í mér
var að gefast upp.“ Svanur fékk inni
á Silungapolli þar sem hann var þri-
svar sprautaður með valíum en það
náði ekki að stöðva hávaðann í höfð-
inu. Hann fór aftur heim til sín þar
sem hann átti sterkt svefnlyf, gleypti
fimmtíu töflur og gat þá loks sofið í
tvo tíma. Þannig lýsir Svanur árunum
eftir veruna í útlendingahersveitinni,
áður en hann varð manni að bana.
Kvöldið sem allt breyttist
Það var í nóvember árið 1986
sem Svanur hitti mann á Ölveri. Þeir
ákváðu að fara heim til Svans og tefla
skák. Svanur hafði alltaf haft mik-
ið dálæti á því en pabbi hans hafði
kennt honum að tefla sem barn.
Hann tekur fram að hann hefur ekki
leikið skák síðan þá. Þetta var á laug-
ardagskvöldi en Svanur átti að fara
á Vog á mánudeginum. Hann var
orðinn gjörsamlega trylltur af eitur-
lyfjaneyslu og segist hafa verið gjör-
samlega búinn á því. Þeir tefldu og
drukku, hlustuðu á músík og höfðu
gaman af, segir Svanur. Þegar leið á
kvöldið tók þreytan völdin og Svanur
leyfði manninum að gista í sófanum
hjá sér.
Augnabliks sturlun
„Ég er í öll þessi ár búinn að vera
að reyna að rifja þetta upp en ég man
ekki hvað gerðist. Það sem ég man
er að hann var allt í einu kominn
yfir mig í rúminu, hvort hann hefur
dottið á mig eða ætlað sér það, það
veit ég ekki og get ekki svarað því. En
minningin kom til mín um misnotk-
unina í bernsku. Og ég gjörsamlega
trylltist. Hausinn á mér var steiktur af
öllu þessu rugli og ég hugsaði: NEI!
NEI! NEI! Ég trylltist bara og það sem
ég gerði verður ekki tekið til baka.“
Svanur vill meina að hann hafi
sturlast í eitt augnablik. Þegar það
var liðið hafði hann orðið mannin-
um að bana. Þegar hann vaknaði
morguninn eftir sá hann manninn
liggja í sömu stellingum og áður, þá
áttaði hann sig á því hvað hafði gerst.
Eftir að hafa tekið nóg af örvandi og
róandi lyfjum hringdi hann loks á
lögregluna og lét vita af því sem hafði
átt sér stað.
Síðumúlinn
Yfir 3.000 töflur fundust í herbergi
Svans við rannsókn málsins. Hann
var í haldi í Síðumúlafangelsinu í
fjóra mánuði, í klefa sem hann seg-
ir hafa verið tveir metrar á breidd og
þrír á lengd. Svanur minnist jólanna
í Síðumúlanum og það falla tár þeg-
ar hann lýsir því hversu margar jóla-
gjafir hann fékk. Honum þótti erf-
iðast að fangaverðirnir skyldu opna
gjafirnar fyrir hann. „Þeir opnuðu
gjöfina frá mömmu. Það var stærsta
gjöfin. Svo fékk ég að taka gjafirnar
inn og þá sat ég einn með það allt.
Þetta var erfitt. Ég held ég hafi aldrei
fengið jafn mikið af jólagjöfum, ég
held að klefinn hafi bara verið fullur
af jólagjöfum.“
En Svanur er þeim eiginleikum
gæddur að láta aldrei deigan síga
og við tók tími þar sem hann gerði
æfingar, las bækur og skrifaði ljóð.
Hann fékk landakort af Frakklandi í
klefann sinn og reyndi að átta sig á
því hvar hann hafði verið þegar hann
ferðaðist um Frakkland. Hann fór
einu sinni út í fangelsisgarðinn en
snéri fljótt aftur inn. „Hvað átti ég að
gera þarna? Ég sá bara upp í himin
og búið, í gegnum hænsnanet.“
Dómur fellur
Það var í mars og úti var snjór yfir
öllu og glampandi sól. Svanur lýs-
ir veðrinu sem stillu og eins og hún
gerist best á veturna. Hann man dag-
inn eins og það hefði gerst í gær. „Ég
sat þarna við hliðina á lögfræðingn-
um mínum og horfði á sólina skína
inn um gluggann þegar dómarinn
stóð upp í kuflinum sínum og kvað
upp dóm sinn.“
Svanur, sem þá var 27 ára, hlaut
10 ára dóm í héraðsdómi en 12 ár í
Hæstarétti. Eftir að dómurinn var
kveðinn upp segist Svanur hafa
horft út um gluggann og sagt við
sjálfan sig: Lífið er búið. Lífið fjar-
aði út fyrir augum hans og það var
eins og allt hefði verið slökkt. Hon-
um fannst sem hann myndi aldrei
sjá sólina aftur eða ganga í snjón-
um, hann taldi fegurðina fyrir utan
vera horfna úr lífi sínu. Öllu var lokið
fyrir Svani sem fór í kjölfarið á Litla-
Hraun.
Sigrar á Hrauninu
Svanur var sannfærður um að ef
hann ætlaði að lifa fangavistina af
yrði hann að hætta á lyfjunum, sem
hann gerði smám saman á fyrstu
tveimur árum vistarinnar. Hann var
oft kominn í dyragættina hjá læknun-
um til þess að biðja um lyfjaskammt
en náði að hemja sig og sneri til baka
í herbergi sitt.
Hann fór fljótlega að vinna með
trúnaðarráði fanga og var gjaldkeri í
eitt ár og formaður í þrjú. Hann fór
að stúdera lög og biðla um umbæt-
ur til umboðsmanns Alþingis. Síð-
asta eitt og hálft árið í vistinni vann
hann svo á Stokkseyri við bátasmíð-
ar. Þá var nýlega komin heimild til
þess að gefa föngum leyfi til þess að
vinna utan fangelsisins. Svanur naut
mikils trausts í fangelsinu og var
aldrei í neinum vandræðum eins og
hann orðar það. Gústaf Lilliendahl
var fangelsisstjóri á þessum tíma og
Svanur ber honum góða söguna.
Trúlofun
Svanur tók upp samband við vin-
konu sína þegar hann átti eitt og hálft
ár eftir af fangelsisvistinni. Þau trú-
lofuðu sig ári áður en hann losnaði.
Trúlofunin fór fram í Þrengslunum,
mitt á milli Litla-Hrauns og Reykja-
víkur. „Við klifruðum þarna upp á
fjall um hávetur. Hún setti hring á
mig og ég á hana. Ég elskaði hana
heitt og geri ennþá,“ segir Svanur og
það er ekki laust við að hann tárist.
Hann segir Gústaf Lilliendahl hafa
upp á sitt einsdæmi leyft þeim að
vera á Hótel Örk í sex klukkustund-
ir. Þar fékk hið trúlofaða par sér að
borða og hafði það huggulegt. Svan-
Framhald á
næstu síðu
„Það er sagt að það þurfi heilt þorp til
að ala upp barn og það er alveg rétt.
En svo er líka sagt að það þurfi aðeins
einn mann til að eyðileggja barn. Og
það gerðist í mínu dæmi. Ég var eyði-
lagður þarna.“
Pabbi byggði húsið faðir svans
byggði húsið í bolungarvík með haka
og skóflu og fékk efnið lánað en vann
fyrir því með því að sigla til sjós.
Amma sagði frá Gandhi amma svans, hún
Vagnfríður Vagnsdóttir, var trúuð kona og
sagði honum sögur sem hann gat nýtt sér
á
erfiðum tímapunktum í lífinu.
Barnið svanur fæddist í
bolungarvík en varð fyrir
barðinu á barnaníðingum
sem að hans sögn drápu
barnssálina í honum.
föstudagur 3. október 200832
Helgarblað
ur er þakklátur fyrir þann skilning
sem Gústaf sýndi honum og ástinni
hans.
Ástin í lífinu
Svanur losnaði úr fangelsi 1993
og fluttist í Grafarvoginn með unn-
ustu sinni. Daginn sem hann losn-
aði keyrðu þau heim og Svanur sem
hafði verið þurr í fimm ár stakk upp
á því að þau fengju sér rauðvín til
að fagna frelsinu. Seinna meir sagði
unnusta hans að hún hefði fengið
sting í magann þegar hún heyrði þau
orð, sá stingur leiddi á endanum til
þess að þau skildu. Þau eignuðust
son árið 1995. Svanur minnist frí-
anna þeirra þar sem þau keyrðu um
þjóðveg eitt á húsbíl sínum og hlust-
uðu á Bubba.
Þannig bragðaðist frelsið þessa
fyrstu mánuði og ár, frelsið sem Svan-
ur hafði svo lengi beðið eftir. Hann
fékk góða vinnu en með tímanum
fór óhófleg drykkja að taka völdin.
Þau fluttu til Danmerkur 1996 en þar
segist hann hafa drukkið konuna frá
sér. Þá þvældist Svanur að eigin sögn
á milli landa, til Íslands og aftur út.
„Hún var kletturinn en eftir að hún
hvarf hef ég verið á vergangi,“ segir
Svanur og tekur fram að hann elski
barnsmóður sína af öllu hjarta.
Heim
Í október fyrir ári ákvað Svanur
að fara á húsbíl sínum og heimsækja
æskuslóðirnar á Vestfjörðum. Gaml-
ir vinir í Bolungarvík höfðu svo sam-
band og buðu honum í heimsókn.
Honum var boðin vinna við að gera
upp bát en hann hefur mikla reynslu
af slíku síðan hann starfaði við báta-
smíði á Stokkseyri. Hann ákvað í
kjölfarið að setjast að í gamla bæn-
um sínum og fékk íbúð á leigu hjá
bænum.
Eftir það segir hann farir sínar
ekki sléttar. Hann hafði búið þar í
hálft ár þegar hann missti íbúðina.
Hann segir aðila innan bæjarstjórnar
hafa gert allt sem í þeirra valdi stóð
til þess að koma honum út úr íbúð-
inni og sveitarfélaginu. Svanur segir
niðurlæginguna hafa verið mikla.
23. nóvember fékk hann senda
aðvörun frá bæjarstjórn þess efnis
að hann ylli ónæði í húsinu. Þann 14.
apríl var honum tjáð að vegna ítrek-
aðra kvartana nágranna yrði leigu-
samningi hans rift. Í kjölfarið fékk
hann bréf þess efnis að hann yrði
að yfirgefa íbúðina innan tveggja
vikna. Hann mótmælti því skriflega
og fékk tveggja daga frest þrátt fyrir
að leigusamningurinn gerði ráð fyrir
sex mánaða uppsagnarfresti. Svan-
ur varð að yfirgefa íbúðina. Eftir að
Svanur flutti frá Bolungarvík féll hins
vegar dómur þess efnis að bærinn
hefði ekki mátt láta bera hann út.
Draugar fortíðar
Þegar Svanur var nýsestur að í
Bolungarvík hringdi í hann maður.
Svanur vissi ekki hver þetta var en
þegar hann fór að klæmast við hann
og tala um klámsíður helltist ótti
barnæskunnar yfir hann. „Þá tengdi
ég það og vissi nákvæmlega hvaða
maður þetta var. Hugsaðu þér, hann
hringdi í mig eftir öll þessi ár,“ segir
Svanur og tekur fram að í símanum
hafi verið maðurinn sem misnotaði
hann í barnæsku. Svanur segist ekki
ennþá vera búinn að ná sér eftir
símtalið, hann hafi sofið lengi með
kveikt á ljósi eftir það.
Hann er sannfærður um að hon-
um hafi verið bolað úr bænum
vegna fortíðar sinnar. Þegar Svan-
ur er spurður hvort hann ætli aftur
vestur í kjölfar dómsins segir hann
að sig langi til þess en segist hafa
áhyggjur af því að hann yrði flæmd-
ur í burtu. Hann ber engan kala til
eins né neins í Bolungarvík en ósk-
ar þess að þetta mál leysist á sem
farsælastan hátt fyrir alla aðila. Til-
finningin var sár þegar hann keyrði
í burtu frá Bolungarvík. „Ég stopp-
aði við Óshólavitann og horfði yfir
víkina, og ég grét, það var mjög sár
tilfinning.“
Húmar að
Frá því í mars hefur Svanur búið í
húsbílnum þar sem blaðmaður hitti
hann. Eftir langt spjall við Svan Elí
inni í bílnum er erfitt að gera sér
grein fyrir því hvernig nokkur getur
gengið í gegnum svo margar raun-
ir en staðið ennþá uppréttur. Fyrir
utan er farið að húma að og rökkur
vetrarins lætur Svan vita af kuldan-
um sem mun brátt banka á ryðgaða
hurð húsbílsins. Hann segist þó hafa
það gott, vinir hjálpi honum og tíkin
hans, hún Skotta, sé góður vinur.
„Við fengum bara þessa skammta, þetta
var eitthvað öðruvísi en amfetamín, en
þetta tókum við upp á hvern einasta
dag til að halda okkur gangandi.“
Sat í fangelsi svanur sat inni á
Litla-Hrauni í sex ár fyrir manndráp
en segir að um stundarbrjálæði hafi
verið að ræða.
3. október 2008
ErlA HlynSdóttir
blaðamaður skrifar: erla@dv.is
Býr í laugardalnum Svanur Elí
Elíasson er nýfluttur á tjaldsvæðið í
Laugardalnum. Hann hefur búið þar í
mestallt sumar en breytti til og bjó á
Bergstaðastrætinu til skamms tíma.
Mynd rAkEl óSk SigurðArdóttir
Við leikskólann Húsbíllinn
stóð hinum megin við götuna frá
leikskólanum Laufásborg í rúma viku.
Starfsfólkið þar segist þó ekki hafa
orðið fyrir ónæði af hálfu Svans Elís.
Mynd kriStinn MAgnúSSon