Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2009, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2009, Blaðsíða 44
44 föstudagur 11. september 2009 sport Enska úrvalsdeildin býður góðan dag eftir landsleikjahlé með tveim- ur stórleikjum á laugardaginn. Rík- isbubbarnir í Manchester City fá loks að reyna sig gegn einu af fjór- um stóru liðunum, einmitt Arsen- al, sem sumir telja að City muni velta úr sessi úr efstu sætunum. Þar heilsa líka tveir fyrrverandi Arsen- al-menn, Kolo Toure og Emmanu- el Adebayor, sínum gömlu félögum frá Lundúnum. Annar stórleikur er svo seinna um daginn þegar töframaðurinn Harry Redknapp og hans strákar í Tottenham leiða hesta sína saman gegn Manchester United. Totten- ham hefur farið frábærlega af stað í ár og unnið fyrstu fjóra leiki sína í mótinu. Erfiðlega gengur þó hjá Ís- lendingaliðunum sem bæði verma botnsætin án stiga. Hjá Bolton hef- ur Grétar Rafn Steinsson ekki enn fengið að spila og hjá Portsmouth er Hermann Hreiðarsson enn meiddur. Fyrsta prófraunin Það hefur ekki verið mikil mál fyr- ir peningamaskínuna í Manchest- er City að ryðja úr vegi Blackburn, Úlfunum og Portsmouth það sem af er tímabili. Manchester City hefur farið afar sannfærandi af stað og ekki enn fengið á sig mark. Það er þó eitt að keppa við þessi þrjú lið og svo Arsenal sem hefur sýnt hvað bestan fótboltann enn og aftur í byrjun tímabils. Arsen- al tapaði sínum fyrsta leik gegn Manchester United fyrir lands- leikjahléið en stuðningsmenn þess skilja nú margir hverjir ekki alveg hvernig það fór að því að tapa þeim leik. Manchester City ætlar sér meistaradeildarsætið og var strax farið að tala um að Arsenal yrði það lið sem velt yrði úr sessi í efstu fjórum sætunum. Nú fá City- menn fullkomið tækifæri til þess að sýna hvað í þeim býr. Arsenal seldi einmitt tvo leikmenn til City fyrir tímabilið, framherjann Emm- anuel Adebayor og miðvörðinn Kolo Toure. Báðir hafa farið afar vel af stað. Toure er orðinn fyrir- liði og Adebayor hefur skorað eitt mark í öllum leikjum tímabilsins til þessa. Það er ekkert launung- armál að Manchester City er orð- ið gott lið, en hversu gott? Arsenal fær að sjá það um helgina. Taplausir Tottenham-menn Harry Redknapp hefur ætíð ver- ið lunkinn að hirða stig af Sir Alex Ferguson. Oftar en ekki - og eig- inlega alltaf - hefur hann þá gert það sem algjör „underdog“ en það mun enginn standa á önd- inni takist Tottenham að vinna Manchester United um helgina. Tottenham hefur átt sína besta byrjun á tímabili í tugi ára og unn- ið fyrstu fjóra leiki tímabilsins. United aftur á móti hefur aðeins hikstað með tæpum sigri gegn Birmingham í fyrstu umferð og tapi gegn nýliðum Burnley í þeirri annarri. Það var alltaf ljós að Totten- ham væri á uppleið enda reif Red- knapp liðið upp úr síðasta sæti á síðasta tímabili eftir hroðalega byrjun á árinu undir stjórn Juande Ramos. Wayne Rooney hefur ver- ið í fantaformi bæði fyrir United og England síðustu vikurnar og United-menn verða að treysta á að hann haldi áfram að skora. Brösugt gengi Íslendinganna Neðstu tvö liðin í úrvalsdeildinni eru Portsmouth og Bolton. Bæði án stiga, Bolton eftir þrjá leiki, Port- smouth eftir fjóra. Þessi lið eiga það sameiginlegt að vera einu liðin með Íslendinga innan- borðs. Þeir eiga hvorugir þó nokkra sök í máli enda hafa þeir ekki enn þá spil- að. Portsmouth sársakn- ar Hermanns Hreiðars- sonar sem er meiddur en eftir brotthvarf Sol Campbells og Sylvan Distin í vörninni vant- ar sárlega leiðtoga þar sem Hermann auðvitað er. Portsmouth hefur þó misst mikið og er meira en líklegt til að kveðja deildina eins og staðan er nú. Grétar Rafn Steinsson hóf tíma- bilið veikur og hefur ekki getað hirt stöðu sína í hægri bakverðinum aftur. Þá stöðu hefur núna Samuel Ricketts sem var keyptur fyrir tíma- bilið frá Hull. Hvort Gary Megson sé að reyna að réttlæta kaupin með því að láta hann spila er ekki vitað en eitt er þó morgunljóst. Grétar Rafn er betri leikmaður og verður Megson að nota sína bestu menn ætli hann sér að vinna leiki. Það er ekki flókin stærðfræði. Það er bara vonandi að hann hafi séð leiki Íslands gegn Nor- egi og Georgíu þar sem Grétar sann- aði gildi sitt og lagði meðal ananrs upp tvö mörk. Hann var nefnilega einnig með flestu stoðsending- ar Bolton á síðasta tímabili. Samt vermir hann tréverkið nú. Afar sérstakt. TÓMAS ÞÓR ÞÓRÐARSON blaðamaður skrifar: tomas@dv.is LeikiR heLgARiNNAR Laugardagur 12. sept. 14:00 Blackburn - Úlfarnir 14:00 Liverpool - Burnley 14:00 Man. City - Arsenal 14:00 Portsmouth - Bolton 14:00 Stoke - Chelsea 14:00 Sunderland - Hull 14:00 Wigan - West Ham 16:15 Tottenham - Man. Utd Sunnudagur 13. sept. 11:00 Birmingham - Aston Villa 15:15 Fulham - Everton Enski boltinn rúllar aftur af stað um helgina eftir landsleikjahlé. Tveir stórleikir eru á dagskrá þar sem millj- arðamæringarnir í Manchester City fá í fyrsta skiptið að spreyta sig á einu af fjórum stóru liðunum. Á White Hart Lane tekur Tottenham-liðið, með fullt hús stiga, á móti Englandsmeisturun- um. Íslendingaliðin hafa ekki fengið stig enn sem komið er. emmanuel Adebayor Hefur farið frábærlega af stað með þremur mörkum í þremur leikjum. Hann mætir sínum gömlu félögum um helgina. harry Redknapp Fær Manchester United í heimsókn en Tottenham hefur unnið alla fjóra leiki sína í ár. Wayne Rooney Hefur verið sjóðandi heitur og er markahæstur í deildinni ásamt Jerma- ine Defoe. MyNd AFP fyrsta prófraun City
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.