Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2009, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2009, Blaðsíða 18
18 föstudagur 11. september 2009 helgarblað Framtíð eignarhaldsfélagsins Exista, eins af helstu flaggskipunum í ís- lensku viðskiptalífi á liðnum árum, mun að öllum líkindum skýrast á næstu vikum. Félagið á sem kunnugt er Símann, tryggingafélögin VÍS og Lífís og fjármögnunarfyrirtækið Lýs- ingu auk þess að eiga enn tæplega 40 prósenta hlut í matvælafyrirtækinu Bakkavör. Exista er í eigu Lýðs og Ágústs Guðmundssona sem kenndir eru við fyrirtæki sitt Bakkavör. Félagið er kengskuldsett, eins og einn af við- mælendum DV sagði í samtali við blaðið fyrir nokkru, og er afar líklegt að helstu kröfuhafar félagsins taki það yfir, skipi nýja stjórn yfir félagið og skipti stjórnendum þess og lykil- starfsmönnum út. Nokkur styr hefur staðið um Ex- ista og Bakkavararbræður á liðn- um vikum og mánuðum, líkt og um svo marga af helstu leikendunum í íslensku viðskiptalífi eftir efna- hagshrunið í haust, en Exista tapaði sinni verðmætustu eign með falli Kaupþings: fjórðungshlut í bankan- um. Lýður hélt til að mynda harð- orða ræðu á aðalfundi Exista fyrir skemmstu þar sem hann jós úr skál- um reiði sinnar yfir þá skilningslausu kröfuhafa félagsins sem vildu keyra félagið í þrot og losna við stjórnend- ur þess sem og yfir bloggara og nafn- lausa netverja sem djöfluðust í ís- lensku auðmönnunum á Internetinu á ómálefnalegan hátt. Niðurstaða gæti því fundist í bráð um framtíð eins þess félags sem þyk- ir vera tákngervingur íslenska efna- hagsundursins; eignarhaldsfélags sem í raun er ekki annað en skel utan um nokkur rekstrarfélög og því má spyrja hvort félagið og himin- hár rekstrarkostnaður þess eigi rétt á sér. Hin stóru eignarhaldsfélögin eru flest komin að fótum fram, til að mynda Baugur, Milestone og Fons en Exista hefur enn sem komið er náð að halda velli. Hvað framtíðin ber í skauti sér varðandi framtíð Exista er enn óljóst en það er skýrt að þegar litið verð- ur til baka á sögu tímabilsins frá einkavæðingu bankanna og fram að hruni íslenska bankakerfisins munu Bakkavararbræður vera í hópi þeirra auðmanna sem skópu útrásina. Margar fréttir hafa borist af viðskipt- um og ríkmannlegum lífsstíl þeirra bræðra á liðnum árum og er því ekki úr vegi að líta yfir farinn veg í sögu þeirra, nú þegar Bakkavararveldið riðar til falls. Byrjuðu í Bakkavör með pabba sínum Nafn Bakkavarar er tilkomið vegna þess að fjölskylda þeirra bræðra bjó við Bakkavör á Seltjarnarnesi – líkt og Bjarni Ármannsson gerir í dag. Upphaf viðskiptaveldis þeirra má rekja aftur til ársins 1986 þegar þeir bræður stofnuðu Bakkavör í Garði á Suðurnesjum ásamt föður sínum, Guðmundi Lýðssyni vélstjóra. Þá voru þeir bræður rétt um tvítugt. Þeir feðgar unnu meðal annars að þróun og framleiðslu á ýmsum sjávarafurð- um, eins og þorsk-, loðnu- og grá- sleppuhrognum og öðru slíku og var fyrirtækið fremur smátt í sniðum til að byrja með. Starfsemi Bakkavarar var fyrst á Suðurnesjunum en síðar meir fluttu þeir starfsemina í Kópa- voginn. Risið á þeim bræðrum var skilj- anlega ekki eins hátt og síðar varð enda voru þeir ungir að árum og rétt að byrja að koma undir sig fót- unum. Þannig minntist Ágúst Ein- arsson, rektor Háskólans á Bifröst, þess í viðtali við Morgunblaðið árið 2005 að á níunda áratugnum hefðu þeir feðgar unnið við það á kvöld- in að þrífa karfavélar á höfninni í Reykjavík og að þeir hafi unnið þau verk hratt og vel. Ljóst er af viðtalinu að Ágústi þótti nokkuð til velgengni bræðranna koma. Aðspurður um upphaf Bakka- varar í viðtali við DV árið 2001 sagði Lýður Guðmundsson um uppruna fyrirtækisins: „Fyrirtækið var stofnað sem sérhæft hrognavinnslufyrirtæki til þess að útvega Svíum og Norð- mönnum söltuð þorskhrogn. Við fórum að kaupa hrogn af bátum og togurum. Áður komu hrognin ekki í land nema með óslægðum fiski eða var hent í sjóinn nema stuttan tíma á vorin þegar hrogn og lifur voru á borðum landsmanna. Við söltuðum fyrstu tvö árin, síðan fórum við út í frystingu og síðan í fullvinnslu.” Vöxtur Bakkavarar átti eftir að verða nokkuð skjótur og ekki leið á löngu þar til þær bræður gátu hætt að sinna framleiðslustörfunum sjálf- ir og byrjað að einbeita sér alfarið að vexti hins nýja fyrirtækis. Vilja halda kennileiti sínu Þegar litið er til þess að veldi þeirra bræðra á upphaf sitt að rekja til þessa litla fjölskyldufyrirtækis er kannski ekki skrítið að þeim sé annt um það og að þeir vilji ekki missa það úr hönd- um sér, líkt og nær öruggt er að gerist með Exista. Ákvörðun þeirra bræðra að láta stjórn Exista selja eignarhalds- félagi í sinni eigu 40 prósenta hlut Ex- ista í Bakkavör einum degi áður en Fjármálaeftirlitið yfirtók bankann síðastliðið haust verður kannski skilj- anlegri fyrir vikið. Sú ákvörðun bíður reyndar samþykkis kröfuhafa félags- ins þannig að hluturinn er enn í eigu Exista. Snúningur Bakkavararbræðra með hlutinn í félaginu þykir líkjast mjög þeirri ákvörðun Baugs að selja eignarhluta sinn í Högum yfir til eign- arhaldsfélagsins 1998 síðasta sumar en með því móti náði Jón Ásgeir Jó- hannesson að koma Bónus og Hag- kaupum í skjól, í bili að minnsta kosti, þrátt fyrir að Baugur væri kominn á kúpuna. Bæði Lýður og Ágúst, sem og Jón Ásgeir, gætu því haldið fyrir- tækjunum sem veldi þeirra eru byggð á þrátt fyrir að þeir missi önnur fyrir- tæki og félög út úr höndunum. Útrásin hófst í Bretlandi Útrás Bakkavarar út fyrir landstein- ana hófst svo í Bretlandi árið 1994 þegar dótturfyrirtækið Bakkavör UK var stofnað. Markmiðið með opnun Segja má að Bakkavararbræður hafi byrj- að á botninum, í framleiðslu á hrognun, og náð að vinna sig upp í hæstu hæðir íslensks viðskiptalífs. Við bankahrunið í haust voru þeir stærstu hluthafarnir og skuldararnir í Kaupþingi. Ský dró hins vegar fyrir sólu eftir bankahrunið og nú er framtíð viðskiptaveldis þeirra í höndum kröfuhafa fyrirtækja þeirra. Saga þeirra bræðra er dramatísk frásögn af mönnum sem byrjuðu með tvær hendur tómar og ætluðu að sigra heiminn. Viðskiptaveldi þeirra stendur nú á brauðfótum. ÚR ÞORSKHROGNUM Í SNEKKJU ARMANIS IngI F. VIlhjálmsson blaðamaður skrifar ingi@dv.is TÍMAáS – RIS OG fAll BAKKABRæðRA: 19 64 19 67 19 86 19 95 19 96 20 01 20 02 20 03 20 03 20 03 20 05 20 08 20 08 20 08 20 08 20 09 Ág ús t G uð m un ds - so n fæ ði st Lý ðu r G uð m un ds - so n fæ ði st Br æ ðu rn ir st of na Ba kk av ör á sa m t G uð m un di Lý ðs sy ni fö ðu r sí nu m H B G ra nd i ve rð ur st ór h lu th afi í Ba kk av ör ; f yr irt æ ki ð fæ rir ú t k ví ar na r Ka up þi ng v er ðu r hl ut ha fi í f él ag in u Ba kk av ör k au pi r br es ka m at væ la fy rir - tæ ki ð Ka ts ou ris F re sh Fo od s L im ite d (K FF ) Ba kk ab ræ ðu r v er ða h lu t- ha fa r í K au pþ in gi í ge gn um ei gn ar ha ld sf él ag ið M ei ð Bú na ða rb an ki nn se ld ur ti l S -h óp si ns M ei ðu r k au pi r h lu t í Bú na ða rb an ka nu m Ka up þi ng o g Bú na ða r- ba nk in n sa m ei na st Ex is ta , á ðu r M ei ðu r, ka up ir La nd ss ím a Ís la nd s; v ei tt e r há lá nv ei tin g fr á Ka up þi ng i Ís le ns ka b an ka hr un ið Ba kk ab ræ ðu r s el ja h lu t Ex is ta í Ba kk av ör ú t ú r fé la gi nu Ka up þi ng y fir te ki ð af F já rm ál ae ft irl iti nu ; fjó rð un gs hl ut ur E xi st a í Ka up þi ng i v er ðl au s Fr am tíð E xi st a ól jó s; fé la gi ð er m jö g sk ul ds et t o g ei gn ir þe ss h af a rý rn að í ve rð i Ba kk ab ræ ðu r e ig a í vi ðr æ ðu m u m fr am tíð Ex is ta o g Ba kk av ar ar ; þ ei r er u í f að m i k rö fu ha fa Bakkavör á brauðfótum Bræðurnir Lýður og Ágúst Guðmundssynir standa í ströngu þessa dagana við að reyna að halda yfirráðum yfir Exista og matvælarisanum Bakkavör, fjölskyldu- fyrirtækinu sem þeir stofnuðu ungir og allslausir með föður sínum árið 1986.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.