Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2009, Blaðsíða 23
fréttir 11. september 2009 föstudagur 23
Smiðjuvegi 34 - gul gata Kópavogi • Sími 544 5151 • biljofur@biljofur.is
SÉRHÆFÐ ÞJÓNUSTA FYRIR
BIFREIÐAVERKSTÆÐI
Sérverslun með
FÁKAFENI 9 - (við hliðina á ísbúðinni)
Sími: 553 7060 - Opið mánud-föstud. 11-18 & laugard. 11-16
Skór & töskur
www.gabor.is
Sími: 421 5452
www.icebike.is
AGS VOTTI SKULDIR ÍSLANDS
við sem eigum að krjúpa í duftið.
Þetta snýst um hagsmuni Hollands
og Bretlands að fá þessa tryggingu.
Það liggur ekkert á hreinu að okk-
ur beri lagaleg skylda til að inna af
hendi allar þær greiðslur sem hér er
um að ræða.“
Hann telur ekki að samstarf Ís-
lands við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn
yrði í hættu ef Hollendingar fallast
ekki á skilmálana. „AGS hefur krafist
þess að við greiðum þessar upphæð-
ir. Það er deginum ljósara að sjóð-
urinn er hér og annars staðar til að
tryggja lán lánardrottnanna. Hann
er ekki hér á vegum neinna öryrkja-
bandalaga.“
Ummælin bera ekki vott um
virðingu
Ögmundur telur að ummæli hol-
lenska fjármálaráðherrans um að
milligöngu AGS þurfi til að þeir end-
urskoði samninginn um Icesave beri
ekki vott um virðingu fyrir lýðræði í
landinu. „Ísland er sjálfstæð þjóð og
við tökum ákvarðanir sem slík. Hol-
lendingar sem og aðrir ættu að virða
okkur sem fullvalda ríki sem hægt
er að ræða við án milligöngu AGS.
Þannig hafa þeir reyndar komið fram
til þessa þannig að þetta þarf ekkert
að koma á óvart.“
Hann vill ekki leggja mat á stöð-
una sem upp kæmi ef Hollendingar
höfnuðu skilmálunum og segir: „Við
bíðum eftir þeirra viðbrögðum salla-
róleg. Ef stjórnvöld þar meta að þau
vilji ekki við þetta una, þá setjumst
við niður að nýju með hreint borð og
ræðum málin frá grunni.“
Vonar að Holland segi nei
„Ég vona sannarlega að Hollending-
ar og Bretar samþykki ekki skilmál-
ana sem Alþingi samþykkti,“ seg-
ir bandaríski hagfræðiprófessorinn
Michael Hudson í svari við fyrir-
spurn DV. Hudson hefur meðal ann-
ars starfað sem ráðgjafi fyrir ríkis-
stjórnir Bandaríkjanna, Kanada og
Mexíkó og kom hingað til lands fyrr á
þessu ári og flutti nokkra fyrirlestra.
„Hafni Bretar og Hollendingar
skilmálum Alþingis eru þeir að fría
Íslendinga í leiðinni til að gera það
sem ég tel að þið hefðuð átt að gera
strax í upphafi: Standa á því að sam-
kvæmt lögum Evrópusambandsins
hafi Gordon Brown og Hollending-
ar verið of djarfir þegar þeir greiddu
innlánshöfum Icesave strax út. Lög
ESB eru mjög skýr. Samkvæmt þeim
hafa yfirboðarar innlánstrygginga-
sjóðs níu mánuði til að rannsaka
bankahrun, reyna að hafa upp á glöt-
uðu fé og ganga að samningum við
innlánshafa. Í stað þess að fara að
þessum lögum ákváðu breskir og
hollenskir stjórnmálamenn
að fara á atkvæðaveiðar
– eða réttara sagt beindu
þeir athyglinni frá eig-
in mistökum. Sem dæmi
þurftu breskir bankar á
borð við Royal Bank of
Scotland og Northern
Rock að fá neyðaraðstoð
frá stjórnvöldum.“
Vill AGS burt
Hudson segir að það
hafi vissulega ver-
ið fallegt af Bretum
og Hollendingum að
borga innlánshöf-
um, en Ísland sé ekki
ábyrgt fyrir því hvern-
ig aðrar ríkisstjórn-
in verji fjármunum
sínum. Á sama tíma
fóru þeir í kringum þá
samninga sem Ísland
og Evrópusambandið
höfðu skrifað undir.
„Gordon Brown
sagðist á þinginu ætla
að krefjast þess að Al-
þjóðagjaldeyrissjóðurinn rukkaði ís-
lensk stjórnvöld – og þess vegna ís-
lenska skattgreiðendur – um það tap
sem Bretar urðu fyrir við fall útibúa
Kaupþings. Þessi útibú voru tryggð
af breska fjármálaeftirlitinu, ekki af
íslenskum aðilum. Kröfur Browns
voru ólögmætar, þær hafa haft ör-
lagarík áhrif á framkomu Alþjóða-
gjaldeyrissjóðsins gagnvart Íslandi,
og hafa spillt mögleikum á öllu sam-
starfi,“ segir Hudson.
Aðspurður hvort hann telji að for-
sendur séu fyrir því að Íslendingar
endurskoði samstarfið við Alþjóða-
gjaldeyrissjóðinn, ef Hollending-
ar samþykkja ekki skilmálana, svar-
ar Hudson: „Fyrir einu ári var ekki
ein einasta þjóð í heiminum undir
hæl Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og því
skaðræðisskipulagi sem hefur rúst-
að efnahag margra þjóða. Af hverju í
ósköpunum ætti Ísland að hafa ein-
hvern hag af því, líkt og bananalýð-
veldi, að láta undan eyðileggjandi
skilyrðum sjóðsins, þar sem ríkis-
stjórnin leggur auknar skattbyrðar
á almenning, byrðar sem með réttu
ættu að leggjast á Breta, Hollendinga
og aðra lánardrottna.“
Sáttartónn í Hollendingum
Eiríkur Bergmann stjórnmálafræð-
ingur telur að orð hollenska fjár-
málaráðherrans megi túlka sem svo
að Hollendingar séu sáttfúsari en
áður. „Vandinn sem við höfum staðið
frammi fyrir er að meta hvernig Hol-
lendingar myndu taka þessu máli.
Við höfum vitað að Bretarnir væru til
í sambærilega útfærslu og við settum
inn í fyrirvarana. Það er ýmislegt sem
má lesa út úr þeirra svörum sem
gefur til kynna að þeir myndu
sætta sig við það. Hollending-
ar hafa talað með harkalegri
hætti, enda aðfarir Lands-
bankans í Hollandi sví-
virðilegri í en í Bretlandi,“
segir Eiríkur.
„Mér heyrist á um-
mælum ráðherrans að
þeir séu að byrja að fikra
sig frá harðlínustefnunni.
Þeir viðurkenna að það
sé ekki endilega hægt að
krefja Íslendinga um alla
þessa upphæð. Þeir virðast
samþykkja þessi rök en vilja
greinilega fá einhvern stimpil
frá AGS um það. Að mínu mati
er það ekkert óeðlilegt. Við
vissum það allan tímann
að þetta var ekki enda-
punktur máls-
ins. Við
erum að gjörbreyta þessum samn-
ingi og forsendum hans. Mér sýnist
þetta vera mun betra en hrein og klár
neitun.“
Aðspurður hvort hann telji það
ekki áhyggjuefni ef AGS lýsir því
formlega yfir að Ísland geti ekki greitt
skuldir sínar segir Eiríkur að öllum sé
nú þegar ljóst að Ísland sé skuldum
vafið. „Það er ekkert flókið fyrir AGS
að lýsa því yfir að Ísland sé komið að
endimörkum þeirra skuldbindinga
sem við getum tekið á okkur. Ef það
dugar á Hollendinga, þá sé ég ekki að
það sé svo slæmt fyrir Ísland.“
Eiríkur Bergmann stjórnmálafræð-
ingur „Mér heyrist á ummælum ráðherr-
ans að þeir séu að byrja að fikra sig frá
harðlínustefnunni. Þeir viðurkenna að
það sé ekki endilega hægt að krefja
Íslendinga um alla þessa upphæð.“
Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra
„Hollendingar sem og aðrir ættu að virða okkur
sem fullvalda ríki sem hægt er að ræða við
án milligöngu AGS. Þannig hafa þeir reyndar
komið fram til þessa þannig að þetta þarf
ekkert að koma á óvart.“