Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2009, Blaðsíða 26
GREMJAN
BITNAR Á OKKUR
Ég ætlaði fyrir löngu að vera búin að heim-sækja Helga Hóseasson. Nú er það orðið of seint.
Það minnir mig á að ég á líka eftir að heim-sækja annan mann. Verst að ég veit ekki hvar hann er niðurkominn núna. Eða hvort hann er enn á lífi. Ég
man ekki einu sinni hvað hann heitir
fullu nafni. En síðast þegar ég vissi
var hann á vistheimili rétt fyrir utan
höfuðborgina. Og nokkuð skýr í
kollinum.
Við kynntumst þegar ég vann á Kleppi fyrir nokkrum árum. Ég fylgdi samviskusamlega óskrifuðum reglum um að tengjast sjúklingunum ekki um of og taka vinnuna ekki með mér heim. En
hann snerti mig í hjartastað. Hann hélt nefnilega að ég væri ástkær eigin-
kona hans og kom fram við mig sem ljós lífs síns.
Hann hafði aldrei gifst í raun og veru. Því var ástæða þessa mis-skilnings ekki sú að ég líktist eiginkonu hans heitinni eða nokkuð slíkt. Hann bara beit það í sig einn daginn
að ég, um fjörutíu árum yngri
en hann, væri ástin hans eina
og sanna. Á endanum hættum
við að leiðrétta hann. Það þýddi
ekkert.
Alltaf kom hann fram við mig af stakri kurteisi og herramennsku. Hann þakkaði mér jafnvel dag-
lega fyrir hvað ég var dugleg að
heimsækja hann á spítalann.
Þegar ég mætti á vaktina tók
hann brosandi á móti mér og
sagði: „Þá ertu komin, elskan
mín!“
Hann sýndi mér mikla umhyggju, gerði sig líklegan til að sækja teppi ef mér virtist kalt og hafði áhyggjur af því að ég væri einmana því hann væri alltaf á sjúkrahúsinu.
Stundum kom ég með hundinn minn á Klepp, sjúklingunum til ánægju og yndisauka. Maðurinn tók vitanlega ástfóstri við hann líka og dekraði á allan mögulegan hátt.
Vegna þess hversu illa áttaður hann var borðaði hann stundum bara inni í herberginu sínu í stað þess að vera með hinum í matsalnum. Í eitt skipti af mörgum færði ég honum súrmjólk í skál og brauðsneið með osti. Hundurinn lét sér ekki nægja að sitja frammi á gangi með
mér heldur heimsótti manninn indæla meðan hann borðaði morgunmat-
inn. Þegar ég leit inn til þeirra um tveimur mínútum seinna stóð súrmjólk-
urskálin tóm á gólfinu við hliðina
á tómum diski.
Ég vissi að hann væri svangur, kallinn. Hann þarf meira á þessu að halda en ég,“ sagði „eiginmaðurinn“ brosandi
og hundurinn sleikti út um. Mat-
urinn á Kleppi var víst öllu góm-
sætari en þurrmaturinn sem hann
fékk heima hjá sér.
Ég ávítaði „eiginmanninn“ en brosti inni í mér og sótti nýjan matarskammt handa manninum sem ég sagði að
hann yrði að borða sjálfur. Honum fannst ég skynsöm eiginkona og sagðist
vel vita að ég bæri velferð hans fyrir brjósti.
Inn á milli varð hugsun hans skýrari og hann baðst afsökunar á því að hafa haldið að við værum gift. Ég hughreysti hann og sagði að það væri bara í besta lagi því hann væri alltaf svo mikill sómamaður.
Þegar ég hætti störfum kvaddi hann mig með söknuði og ég hann. Brosandi færði hann mér síðan pottablóm í kveðjugjöf og minnti mig á að vökva blómið reglulega. Ég var honum innilega þakklát fyrir þetta plastblóm. Enn þann dag í dag stendur það í stofuglugganum
mínum sem minnisvarði um góðhjartaðan mann.
Fyrir örfáum árum hitti ég gamlan samstarfsfélaga minn af Kleppi sem færði mér fréttir af eiginmanninum fyrrverandi. Eftir mikla endur-hæfingu hafði hann fengið inni á góðu vistheimili utan við borgina. Ég ætlaði alltaf að hringja þangað og spyrja um hann. Síðan miklaði
ég fyrir mér viðbrögð starfsfólksins þegar ég kynnti mig sem fyrrverandi
starfsmann á Kleppi sem hefði hugsað um hann fyrir mörgum árum. Það
myndi líklega saka mig um skort á fagmennsku og helst vilja senda mig á
Klepp.
En hverjum er svosem ekki sama hvað það heldur? Ég þarf að heim-sækja hann sem allra fyrst. Ef það er ekki orðið of seint.
LEIðbEInIngAr FyrIr
VökVun pLASt-
bLómA
„Ef maður væri ekki öruggur, þá væri
maður ekki í þessu starfi.“
„Maður veit aldrei hvað fólki dett-
ur í hug. Ég geri alltaf ráð fyrir því
besta. Ég vil alltaf gefa fólki sjens á að
sýna góðu hliðarnar. Ef maður er alltaf
að velta sér upp úr neikvæðu hliðun-
um gæti þetta orðið erfitt,“ segir Olga
Gylfadóttir. Hún hefur unnið sem
stöðumælavörður í sextán mánuði og
lætur fátt koma sér á óvart lengur.
Yfirvegaður vörður
Olga mætir í vinnu stundvíslega klukk-
an níu á hverjum morgni og stimplar
sig út klukkan sex. Dagurinn byrjar á
því að undirbúa seðlana í plastums-
lögunum sem þeir ökumenn fá í haus-
inn sem ekki virða gjaldskyldu eða
leggja ólöglega. Síðan spjallar Olga við
hina stöðumælaverðina og skellir sér í
dimmbláa einkennisbúninginn. Olga
vaktar vanalega eitt hverfi í hverri viku.
Í þessari viku er það miðbærinn og fær
blaðamaður að rölta með Olgu um
Austurstræti, Pósthússtræti og Kirkju-
stræti. Það er rólegt í miðbænum enda
klukkan rétt rúmlega tíu og Olga sinnir starfi sínu af stakri
prýði og yfirvegun.
Bara vinna
„Ég var í skóla og sótti um þetta starf því mig vantaði hreyf-
ingu. Mér líkaði það strax mjög vel. Það kom mér virkilega
á óvart. Ég gerði mér enga grein fyrir því í hverju starfið fólst
þannig að ég ákvað að prufa. Þetta er allt öðruvísi en ég
hélt,“ segir Olga. Hún getur ekki fyllilega útskýrt hvaða hug-
myndir hún hafði um starfið en eitt er víst - henni líkar vel
að rölta um götur borgarinnar og sinna starfinu sem margir
hafa fordóma fyrir. En hafði hún ekki fordóma sjálf?
„Ég hef aldrei verið með fordóma fyrir fólki sama hvað
það gerir. Þetta er bara vinna sem þarf að vinna. Mér finnst
voðalega gott að rölta ein með sjálfri mér. Stundum hitti ég
annan stöðuvörð ef hverfin okkar skarast og þá gef ég mér
alltaf tíma í spjall.“
Strákar sýna puttann
Olga hittir marga á göngu sinni og lendir oftar en ekki í
samtölum við fólk.
„Eldra fólkið stoppar oft og spjallar. Hrósar manni eða
styður mann í að sekta einhvern vissan aðila. „Þú ættir að
setja tvöfalda sekt á þennan. Hann hefur örugglega efni á
því,“ segir það stundum þegar ég set sektir á dýra bíla. Ég
tek eftir því að það er algengara að ekki sé borgað fyrir þá,“
segir Olga. Hún ber unga fólkinu ekki eins góða söguna.
„Það er rosalega vinsælt meðal unga fólksins, sérstak-
lega karlmanna á aldrinum 25 til þrjátíu ára, að gefa manni
puttann út um gluggann. Þeim finnst það voða kúl,“ segir
Olga sposk á svip og lætur slíka smáhluti
ekki á sig fá.
Snarbrjálaður ökumaður
Olga segir það hafa komið fyrir að ráð-
ist sé á stöðumælaverði. Í fyrrasumar
til dæmis reyndi óánægður ökumaður
að keyra yfir vörð. Olga segir einhvern
varðanna lenda í leiðindaatviki nán-
ast á hverjum degi. Sjálf hefur hún lent
í viðskotaillum ökumanni sem líkaði
ekki sektin.
„Ég hef lent í aðkasti og það var ein-
falt. Ég kallaði upp á stöð og þegar við-
komandi hætti ekki opnaði ég talstöð-
ina þannig að allir uppi á stöð heyrðu.
Ég var ekki lengi að fá aðstoð og sýndu
vinnufélagar mínir snögg viðbrögð.
Maðurinn var mjög æstur. Það var
maður að sinna verslunarrekstri rétt
hjá mér sem sagði mér að láta hann
eiga sig því hann væri snarbrjálaður.
Honum leist ekkert á hann. En hann
tók tiltali fyrir rest.“
Öll slík mál eru rædd og afgreidd á
höfuðstöðvunum í Borgartúni. Olga
lætur heldur ekki hvern sem er ráðs-
kast með sig og finnst hún alltaf örugg á götunum.
„Ef maður væri ekki öruggur, þá væri maður ekki í þessu
starfi. Það þýðir ekkert að leggjast í götuna. Það versta sem
maður gerir er að sýna fólki að maður er smeykur við það.
Þá kemst það upp á lagið.“
Okkur að kenna – ekki þeim
Á rölti okkar um bæinn göngum við fram á stöðumæli þar
sem búið er að líma fyrir peningaraufina með þykku lím-
bandi. Olga segir þetta mjög algengt og eru þetta eins konar
mótmælaaðgerðir fólks sem vill ekki borga. Hún segir einn-
ig mikið um það að fólk leggi í stæði fatlaðra.
„Það eru svo fá svona stæði og það er synd að fólk sem
á ekki að nota þau geti ekki virt það,“ segir Olga. Hún hefur
mjög einfalda skýringu á því af hverju sumu fólki er í nöp við
stöðumælaverði.
„Fólk vill komast upp með að greiða ekki fyrir stæðin.
Það lætur gremjuna bitna á okkur. Þetta er okkur að kenna
en ekki þeim. Við köllum þetta „ég, um mig, frá mér, til
mín“-syndrome“.
Ekkert hálaunastarf
Þegar umræðan berst að laununum segir Olga með bros
á vör: „Þetta er ekkert hálaunastarf. Þetta sleppur. Þetta er
ekkert sem maður hrópar húrra yfir.“
En geta stöðumælaverðir hækkað í tign? „Varðstjórinn
minn byrjaði á götunni eins og ég þannig að það er ekkert
ómögulegt,“ segir Olga. Hún er samt ekki búin að ákveða hve
lengi hún ætlar að standa sína plikt á götum borgarinnar.
„Ég útiloka ekkert.“ liljakatrin@dv.is
Olga Gylfadóttir hefur verið stöðumæla-
vörður í rúmlega ár. Hún segir starfið
hafa komið sér á óvart og nýtur þess að
rölta ein um götur og stræti. Olga hefur
lent í ökumanni sem var svo óhress með
sektina að hún þurfti að kalla á hjálp. Olga tekur slíkum atvik-
um með stóískri ró, byrgir þau ekki inni heldur afgreiðir þau með
samstarfsfélögum og yfirmönnum.
26 fösTUdAGUR 11. september 2009 UMRæðA
ERlA HlyNsdóTTIR skrifar
HELGARPISTILL
Svangur Hundurinn fúlsar ekki við
brauðsneið með osti en á þessari
mynd er hann að opna jólapakka
með harðfiski.
Tíminn búinn! Olga
segist gefa þeim sjens sem
koma hlaupandi að bílnum
í þann mund sem hún
skrifar sektina. „Ég býð fólki
þá að skella smá pening í
mælinn og málið er dautt.“
mYndir kriSTinn maGnúSSOn
Halda líka partí Olga segir stöðu-
mælaverði halda starfsmannateiti
eins og gerist í öðrum fyrirtækjum.
„Stundum gerir Bílastæðasjóður
eitthvað fyrir okkur til að létta okkur
lund. Stundum er boðið upp á grill og
með því á föstudögum eftir vinnu.“
kveðjugjöfin Blómin blessuð sem
ég held upp á enn þann daginn í dag
og hafa fylgt mér íbúð úr íbúð.