Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2009, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2009, Blaðsíða 10
10 föstudagur 11. september 2009 fréttir Jóhannes Kristinsson fjárfestir hef- ur keypt fjöldamargar jarðir í Vopna- firði á síðustu árum, á eigin nafni eða í gegnum ýmis eignarhaldsfélög sem hann á að fullu eða í félagi við aðra fjárfesta. Jóhannes hefur aðallega fjárfest í jörðum sem eiga veiðirétt í laxveiðiánum Selá og Hofsá, sem eru með gjöfulustu laxveiðiám landsins. Jóhannes, sem sjálfur er mikill lax- veiðiáhugamaður, hefur einnig ráðist í mjög umfangsmiklar og kostnaðar- samar framkvæmdir í tengslum við laxárnar, meðal annars reist um það bill 200 fermetra finnskt bjálkahús í Sunnudal sem stendur við hliðarána Sunnudalsá sem rennur í Hofsá. Jafnvel þótt Jóhannes hafi ver- ið gríðarlega umfangsmikill í upp- kaupum á jörðum á svæðinu, bera Vopnfirðingar honum almennt góða söguna og ber saman um að hann flokkist ekki í hóp þeirra auðmanna sem kaupa jarðir og banna svo allan umgang um þær. Þvert á móti hafi samstarf við þennan umfangsmikla landeiganda alltaf verið gott. Fjöldi eignarhaldsfélaga Meðal bújarða í Vopnafirði sem Jó- hannes hefur fjárfest að öllu eða ein- hverju leyti í á síðustu árum má nefna Ljótsstaði, Einarsstaði, Hraunfell, Ytri Hlíð I, Krossavík I, Gnýsstaði, Þor- valdsstaði, Rjúpnafell, Fremri-Nýpur, Deildarfell, Skóga II og Borgir. Á sumum þessara jarða eru ábú- endur sem leigja jarðirnar af Jó- hannesi og félögum tengdum hon- um. Fjárfestingarnar tengjast flestar sem fyrr segir áhuga Jóhannesar og tengdra aðila á að komast yfir lax- veiðiárnar í Vopnafirði. Jóhannes hefur sjálfur dvalist í Vopnafirði á sumrin en þess utan á hann einnig bújarðir á Mýrum í Borg- arfirði, þar sem hann rekur stórt kúa- bú. Jarðakaupin hafa sem fyrr segir farið fram í gegnum ýmis einkahluta- félög sem tengjast Jóhannesi eða í hans eigin nafni. Þar á meðal eru fé- lögin Einarshof ehf, Fremri-Nýpur ehf, Hofsárdalur ehf, Vesturárdalur ehf, Selárdalur ehf og Sunnudalur ehf. Síðastnefnda félagið hefur ver- ið umsvifamest í landakaupunum, en það hefur fjárfest í að minsta kosti fimm bújörðum í firðinum. Flest fé- lögin sem jarðirnar hafa verið keypt- ar í gegnum eru til heimilis á sama stað á Smáratorgi 3 í Kópavogi. 110 milljóna leigutekjur Kunnugir í Vopnafirði segja að leigu- tekjur af Selá og Hofsá séu um það bil 110 milljónir króna á ári og því sé eftir miklu að slæðast. Aðeins hluti jarðanna, sem félög tengd Jóhann- esi hafa fjárfest í, henta til búskapar, sumar þeirra eru eyðijarðir og jarðir upp til dala. Flestar voru keyptar á árunum 2005 til 2006, en jarðaverð hækkaði mjög á þessum árum. Ekki er vitað hversu stóran hluta Jóhann- es og félögin eiga í laxveiðiánum, en auk þess er á sumum jarðanna mik- il gæsaveiði og eins hreindýraveiði. Jóhannes hefur verið mjög um- fangsmikill fjárfestir á síðustu árum, hann átti félögin Feng og Fons í fé- lagi við Pálma Haraldsson. Fons fjárfesti gríðarlega í ferðaþjónustu- fyrirtækjum á Norðurlöndum og var í samkrulli við FL Group. Fons hefur nú verið tekið til gjaldþrota- skipta. Jóhannes Kristinsson fjárfestir hefur keypt fjölda bújarða í Vopnafirði á síðustu árum. Hann hefur ýmist keypt jarðirnar í eigin nafni eða í gegnum nokkur einkahlutafélög sem tengjast honum. Jóhannes hefur búið í Lúxemborg og var meðeigandi í fjárfestingafélögunum Fons og Feng í góðærinu. Leigutekjur af laxveiðián- um í Vopnafirði eru um 110 milljónir króna á ári. VÍKINGURINN SEM KEYPTI VOPNAFJÖRÐ valGEIR ÖRN RaGNaRSSON blaðamaður skrifar: valgeir@dv.is Meðal bújarða í Vopnafirði sem Jó- hannes hefur fjárfest að öllu eða ein- hverju leyti í á síðustu árum má nefna Ljótsstaði, Einarsstaði, Hraunfell, Ytri Hlíð I, Krossavík I, Gnýsstaði, Þor- valdsstaði, Rjúpnafell, Fremri-Nýpur, Deildarfell, Skóga II og Borgir. Framkvæmdaglaður Hús Jóhannesar Kristinssonar í Sunnudal í Vopnafirði. Jóhannes Kristinsson Vopnfirð- ingar sem DV hefur rætt við eru sammála um að Jóhannes sé vinsæll og vel liðinn í hreppnum. Hann hafi keypt margar jarðir en verið samvinnuþýður með heimamönnum. Lán til íbúðakaupa Lán til endurbóta og viðbygginga Aukalán vegna sérþarfa (skert starfsorka) Úrræði í greiðsluvanda KOMDU Í ÁSKRIFT Hringdu í síma 515 5555 eða sendu tölvupóst á askrift@birtingur.is eða farðu inn á www.birtingur.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.