Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2009, Blaðsíða 10
10 föstudagur 11. september 2009 fréttir
Jóhannes Kristinsson fjárfestir hef-
ur keypt fjöldamargar jarðir í Vopna-
firði á síðustu árum, á eigin nafni eða
í gegnum ýmis eignarhaldsfélög sem
hann á að fullu eða í félagi við aðra
fjárfesta. Jóhannes hefur aðallega
fjárfest í jörðum sem eiga veiðirétt í
laxveiðiánum Selá og Hofsá, sem eru
með gjöfulustu laxveiðiám landsins.
Jóhannes, sem sjálfur er mikill lax-
veiðiáhugamaður, hefur einnig ráðist
í mjög umfangsmiklar og kostnaðar-
samar framkvæmdir í tengslum við
laxárnar, meðal annars reist um það
bill 200 fermetra finnskt bjálkahús í
Sunnudal sem stendur við hliðarána
Sunnudalsá sem rennur í Hofsá.
Jafnvel þótt Jóhannes hafi ver-
ið gríðarlega umfangsmikill í upp-
kaupum á jörðum á svæðinu, bera
Vopnfirðingar honum almennt góða
söguna og ber saman um að hann
flokkist ekki í hóp þeirra auðmanna
sem kaupa jarðir og banna svo allan
umgang um þær. Þvert á móti hafi
samstarf við þennan umfangsmikla
landeiganda alltaf verið gott.
Fjöldi eignarhaldsfélaga
Meðal bújarða í Vopnafirði sem Jó-
hannes hefur fjárfest að öllu eða ein-
hverju leyti í á síðustu árum má nefna
Ljótsstaði, Einarsstaði, Hraunfell, Ytri
Hlíð I, Krossavík I, Gnýsstaði, Þor-
valdsstaði, Rjúpnafell, Fremri-Nýpur,
Deildarfell, Skóga II og Borgir.
Á sumum þessara jarða eru ábú-
endur sem leigja jarðirnar af Jó-
hannesi og félögum tengdum hon-
um. Fjárfestingarnar tengjast flestar
sem fyrr segir áhuga Jóhannesar og
tengdra aðila á að komast yfir lax-
veiðiárnar í Vopnafirði.
Jóhannes hefur sjálfur dvalist í
Vopnafirði á sumrin en þess utan á
hann einnig bújarðir á Mýrum í Borg-
arfirði, þar sem hann rekur stórt kúa-
bú. Jarðakaupin hafa sem fyrr segir
farið fram í gegnum ýmis einkahluta-
félög sem tengjast Jóhannesi eða í
hans eigin nafni. Þar á meðal eru fé-
lögin Einarshof ehf, Fremri-Nýpur
ehf, Hofsárdalur ehf, Vesturárdalur
ehf, Selárdalur ehf og Sunnudalur
ehf. Síðastnefnda félagið hefur ver-
ið umsvifamest í landakaupunum,
en það hefur fjárfest í að minsta kosti
fimm bújörðum í firðinum. Flest fé-
lögin sem jarðirnar hafa verið keypt-
ar í gegnum eru til heimilis á sama
stað á Smáratorgi 3 í Kópavogi.
110 milljóna leigutekjur
Kunnugir í Vopnafirði segja að leigu-
tekjur af Selá og Hofsá séu um það
bil 110 milljónir króna á ári og því sé
eftir miklu að slæðast. Aðeins hluti
jarðanna, sem félög tengd Jóhann-
esi hafa fjárfest í, henta til búskapar,
sumar þeirra eru eyðijarðir og jarðir
upp til dala. Flestar voru keyptar á
árunum 2005 til 2006, en jarðaverð
hækkaði mjög á þessum árum. Ekki
er vitað hversu stóran hluta Jóhann-
es og félögin eiga í laxveiðiánum, en
auk þess er á sumum jarðanna mik-
il gæsaveiði og eins hreindýraveiði.
Jóhannes hefur verið mjög um-
fangsmikill fjárfestir á síðustu árum,
hann átti félögin Feng og Fons í fé-
lagi við Pálma Haraldsson. Fons
fjárfesti gríðarlega í ferðaþjónustu-
fyrirtækjum á Norðurlöndum og
var í samkrulli við FL Group. Fons
hefur nú verið tekið til gjaldþrota-
skipta.
Jóhannes Kristinsson fjárfestir hefur keypt fjölda bújarða í Vopnafirði á síðustu árum. Hann hefur ýmist
keypt jarðirnar í eigin nafni eða í gegnum nokkur einkahlutafélög sem tengjast honum. Jóhannes hefur búið
í Lúxemborg og var meðeigandi í fjárfestingafélögunum Fons og Feng í góðærinu. Leigutekjur af laxveiðián-
um í Vopnafirði eru um 110 milljónir króna á ári.
VÍKINGURINN SEM
KEYPTI VOPNAFJÖRÐ
valGEIR ÖRN RaGNaRSSON
blaðamaður skrifar: valgeir@dv.is
Meðal bújarða í Vopnafirði sem Jó-
hannes hefur fjárfest að öllu eða ein-
hverju leyti í á síðustu árum má nefna
Ljótsstaði, Einarsstaði, Hraunfell, Ytri
Hlíð I, Krossavík I, Gnýsstaði, Þor-
valdsstaði, Rjúpnafell, Fremri-Nýpur,
Deildarfell, Skóga II og Borgir.
Framkvæmdaglaður Hús
Jóhannesar Kristinssonar í
Sunnudal í Vopnafirði.
Jóhannes Kristinsson Vopnfirð-
ingar sem DV hefur rætt við eru
sammála um að Jóhannes sé vinsæll
og vel liðinn í hreppnum. Hann
hafi keypt margar jarðir en verið
samvinnuþýður með heimamönnum.
Lán til íbúðakaupa
Lán til endurbóta og viðbygginga
Aukalán vegna sérþarfa (skert starfsorka)
Úrræði í greiðsluvanda
KOMDU Í ÁSKRIFT
Hringdu í síma 515 5555
eða sendu tölvupóst á
askrift@birtingur.is eða
farðu inn á www.birtingur.is