Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2009, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2009, Blaðsíða 48
48 föstudagur 11. september 2009 vill rappa fyrir lauryn hill nafn og aldur? „Kristín Ýr Bjarnadóttir, 25 ára.“ atvinna? „Knattspyrnuþjálfari.“ hjúskaparstaða? „Trúlofuð hinum eina rétta.“ fjöldi barna? „Alexander Már Brynjarsson er „fóstursonur“ minn eins asnalegt orð og það er nú að mínu mati.“ hefur þú átt gæludýr? „Já, eitthvað hef ég átt af þeim, en núna á ég tvo chi- huahua-hunda.“ hvaða tónleika fórst þú á síðast? „Það er svo ótrúlega langt síðan ég gaf mér tíma til að fara á tónleika að ég man ekki einu sinni hvaða tónleikar það voru síðast.“ hefur þú komist í kast við lögin? „Ég held að ég hafi ekki gerst sekari um neitt um- fangsmeira en hraðakstur.“ hver er uppáhaldsflíkin þín og af hverju? „Nían (treyja nr. 9 hjá Val, innsk. blm.) klárlega, því hún veitir mér hamingju og ég klæðist henni bara við þær aðstæður sem mér líkar einstaklega vel við.“ hefur þú farið í megrun? „Uuu... Já! Ég var meidd í þrjú ár og fyrstu mánuð- ina borðaði ég eins og ég væri enn að æfa fótbolta. Þá varð ég algjör kjötbolla og fór í megrun og var í henni þangað til ég byrjaði aftur að æfa. Þá byrjaði ég að éta aftur eins og tröll.“ hefur þú tekið þátt í skipulögðum mótmæl- um? „Nei, ég held ég hafi ekki gert það.“ trúir þú á framhaldslíf? „Mér finnst allavega mjög skrítið ef þetta er allt búið eftir þennan stutta tíma sem við fáum hér.“ hvaða lag skammast þú þín mest fyrir að hafa haldið upp á? „Bara ekki neitt.“ hvaða lag kveikir í þér? „Vá þau eru svo mörg. Ég elska tónlist og hún er svo stór hluti af lífi mínu en til að nefna eitt sem ég hef lengi haldið upp á og fæ varla leið á þá get ég nefnt Lean back með Terror Squad.“ til hvers hlakkar þú núna? „Mánudagsins 14. september, Evrópukeppninnar og líka bikarúrslitaleiksins. Og svo framhaldsins eft- ir þessa leiktíð. Það er svo gaman að vera í fótbolta.“ hvaða mynd getur þú horft á aftur og aftur? „LOTR, Harry Potter, Sister Act og National Treas- ure, bara til að nefna nokkrar.“ afrek vikunnar? „Það verður að vera að hafa unnið Stjörnuna á þriðjudaginn.“ hefur þú látið spá fyrir þér? „Mamma mín er spákona svo svarið er gefið.“ spilar þú á hljóðfæri? „Nei, en ég ætla að læra á píanó. Mér finnst svo geðveikt að geta spilað á hljóðfæri.“ viltu að ísland gangi í evrópusambandið? „Já, ég er alveg til í það.“ hvað er mikilvægast í lífinu? „Hamingjan er þar ofarlega á lista. Hvað það nú er sem færir fólki hana er misjafnt en ef þú færð enga hamingju úr lífinu þá get ég ekki ímyndað mér að það sé gaman að vera til.“ hvaða íslenska ráðamann mundir þú vilja hella fullan og fara á trúnó með? „Þetta er loðin spurning. Ég læt ekki plata mig út í neina vitleysu.“ hvaða fræga einstakling myndir þú helst vilja hitta og af hverju? „Ég væri til í að hitta átrúnaðargoðið mitt í tónlist, Lauryn Hill, til að komast að því hvort hún er í al- vöru svona mikill kynþáttahatari eins og talað er um og til að sjá hvort hún mundi ekki bakka með allar skoðanir sínar á hvítu fólki þegar hún mundi heyra mig rappa. Því þá væri hún örugglega sjúk í að gera plötu með mér.“ hefur þú ort ljóð? „Heilan helling.“ nýlegt prakkarastrik? „Ég er búin með kvótann í bili, tók út stóra summu í þeim málum frá 0-20 ára.“ hvaða fræga einstaklingi líkist þú mest? „Útlitslega séð veit ég það ekki en oftar en ekki hef- ur fólk orðað mig við Monicu úr Friends. Mér finnst það samt svolítið gróft en þetta heyrir maður sér- staklega í spilum með vinunum.“ ertu með einhverja leynda hæfileika? „Já.“ á að leyfa önnur vímuefni en áfengi? „Það veit ég ekki, nota ekkert af því svo mér gæti ekki verið meira sama.“ hver er uppáhaldsstaðurinn þinn? „Svona yfir allt er það fótboltavöllurinn en annars elska ég að vera í Bandaríkjunum.“ hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa? „Vá, sem betur fer er ég ekki svona skipulögð í líf- inu.“ hver er leið íslands út úr kreppunni? „Ha, ha, ha, ég er svo síðasta manneskjan á Íslandi til að svara þessari spurningu.“ Knattspyrnukonan Kristín Ýr Bjarnadóttir hefur farið á kostum með Íslandsmeisturum Vals í sumar og skorað mörk eins og að drekka vatn. Hún er einnig rappari og myndi helst vilja hitta átrúnaðargoðið sitt, Lauryn Hill, til að fara yfir málin. 30 days Apótekin & Heilsubúðirnar www.leit.is · Smellið á ristilvandamál Á gamla gamla verðinu. Losnið við hættulega kviðfitu og komið maganum í lag með því að nota náttúrulyfin Oxytarm og 30 days saman. Umboðs- og söluaðili Birkiaska ehf. sími: 551 9239 www.birkiaska.is Birkilauf NICOLAI Véla- og hjólastillingar Tímareimar - Viðgerðir BIFREIÐASTILLINGAR Faxafeni 12 Sími 588-2455 Apótekin & Heilsubúðirnar www.leit.is · Smellið á ristilvandamál Á gamla gamla genginu. Oxy tarm Endurnærir og hreinsar ristilinn Allir dásama Oxy tarmið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.