Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2009, Blaðsíða 47
helgarblað 11. september 2009 föstudagur 47
Ótal hljómsveitir og tónlistarmenn hafa þurft að bíta í það súra epli að hugmynd þeirra að plötuumslagi
hefur verið hafnað með öllu eða því breytt að meira eða minna leyti. Oftar en ekki spilaði nekt inn í, en
ástæðan gat verið af allt öðrum toga. Í þeim tilfellum þar sem um gamlar hljómplötur er að ræða hafa
þær gjarna verið gefnar út með upphaflega umslaginu á síðari árum.
Umdeild Umslög og
Þrátt fyrir að geisladiskurinn hafi
valdið byltingu í útgáfu tónlistar
þegar hann var kynntur til sögunnar
upp úr 1980 og gerði hljóðsnælduna
úrelta á augabragði, auk þess sem
hin hefðbundna hljómplata átti
skyndilega í vök að verjast, fylgdi þó
böggull skammrifi. Umslög geisla-
diskanna stóðust engan veginn sam-
anburð við stærð og sjónræna eigin-
leika hefðbundinna plötuumslaga.
Á árum áður hefði það kannski
ekki skipt eins miklu máli, en liðin
var sú tíð að plötuumslag var ein-
göngu plötuumslag og um tæplega
tveggja áratuga skeið hafði verið litið
á plötuumslög sem list. Þess ber þó
að geta að ekki öll plötuumslög nutu
þess heiðurs að falla í þann flokk.
„Butcher“-umslagið
Það er eðli listar að vera umdeild
og ein var sú hljómsveit sem að
mörgu leyti ruddi brautina í tónlist-
arheiminum. Þar er að sjálfsögðu
um að ræða The Beatles. Eitt fræg-
asta plötuumslag hljómsveitar-
innar er „butcher“-umslagið sem
prýddi hljómplötu þeirra Yester-
day and Today sem gefin var út árið
1966 af bandarísku Capitol-útgáf-
unni. Myndin sýnir Bítlana í hvítum
sloppum, sem geta verið hvort held-
ur sem er slátrarasloppar eða ein-
kennisklæðnaður hljóð-
manna og framleiðenda
í hljóðverum þess tíma,
með höfuðlausar dúkkur
og blóðuga kjötbita.
Límt yfir myndina
Þrátt fyrir að Capitol hefði
innkallað hljómplötuna
hafði henni verið dreift til
kynningar á útvarpsstöðv-
ar og til gagnrýnenda.
Samkvæmt einni
kenningu var hugmyndin
að umslaginu komin frá
Paul McCartney og átti að
vera kaldhæðnisleg ádeila á styrjald-
ir og stríðsrekstur. Önnur kenning er
á þá leið að Bítlarnir hafi verið orðnir
þreyttir á því hvernig Capitol bútaði
niður fyrri hljómplötur sveitarinnar
og pakkaði í öðruvísi umslög en gert
var í Bretlandi og höfuðlausu dúkk-
urnar hafi átt að skírskota til vinnu-
bragða Capitol.
Þegar ráðamenn Capitol stóðu
frammi fyrir hneykslunarröddum
vegna myndarinnar var upphaflega
brugðið á það ráð að farga umslög-
unum, en í ljósi þess hve mikið hafði
verið framleitt var síðar ákveðið að
líma aðra mynd, og sakleysislegri,
yfir „butcher“-myndina. Eflaust er
enn að finna umslög sem skarta
báðum myndum, annarri yfir hinni.
Vald hljómplötufyrirtækja
Það er engum blöðum um það að
fletta hve mikið vald hljómplötuút-
gáfufyrirtæki hafa á endanlegt útlit
plötuumslaga. Því er ekki úr vegi að
líta á nokkur þekkt og alræmd dæmi
um umslög sem voru bönnuð eða
afar umdeild.
Úr smiðju fyrrverandi Bítils, Johns
Lennon, kom hljómplatan Two Virg-
ins árið 1968. Á umslaginu gat að
líta Lennon
og Yoko Ono
í fullri nekt,
að framan séð
á framhlið-
inni og að aft-
an séð á bak-
hliðinni. Sagan
segir að Paul
McCartney
hafi árangurs-
laust reynt að telja
Lennon hughvarf
vegna þess hversu
umdeilt umslagið
yrði. Sú varð einnig raunin, því sums
staðar var umslagið dæmt argasta
klám og útgefendur neyddust til að
pakka plötunni í brúnan pappír.
Hendrix bann-
aður í Banda-
ríkjunum
Sama ár og Two
Virgins kom út
kom frá Jimi
Hendrix hljóm-
platan Electric
Ladyland. Á um-
slaginu gat að
líta kvennabúr
fullt af nöktum
konum. Eins og
við var að bú-
ast fór myndin
fyrir brjóstið á
fólki og var út-
gáfan bönnuð
í Bandaríkjun-
um og síðan
gefin út í ann-
ars konar um-
slagi.
Svo virðist
sem breytt út-
gáfa af umslag-
inu hafi ekki
borist til Bretlands í tíma því þar
fékkst platan í upphaflega umslag-
inu. Á meginlandi Evrópu sáu menn
ekki ástæðu til að banna „kvenn-
búrs“-útgáfuna.
Ári síðar
gaf Blind Faith
út samnefnda
hljómplötu. Á
umslaginu gat
að líta unglings-
stúlku, sem var
nakin að ofan og
handlék silfur-
lita geimskutlu.
Myndin var talin
afar óviðeigandi
og platan var síð-
ar endurútgef-
in með einfaldri
mynd af hljóm-
sveitinni.
Óhreint salerni
Hljómsveitin Rolling Stones á einnig
umdeilt hljómplötuumslag. Beggars
Banquet, sem kom út 1968, var fyrsta
platan í sögu sveitarinnar sem ekki
skartaði hljómsveitinni á umslag-
inu. Þess í stað ákvað hljómsveitin
að nota mynd af frekar óásjálegu sal-
erni, skítugu með miklu veggjakroti.
Bæði Decca í Bretlandi og London
Records í Bandaríkjunum leist illa á
hugmyndina, sem var talin bera vott
um slæman smekk.
Í kjölfar þriggja mánaða slags fyr-
ir dómstólum þurfti hljómsveitin að
játa sig sigraða og „smekklegra“ um-
slag var hannað sem skírskotaði til
boðsmiða í veislu. Þegar geisladisk-
urinn hóf innreið sína var plata gefin
út með upphaflega umslaginu.
Saman í baði
If You Can Believe Your Eyes And
Ears með hljómsveitinni The
Mama’s and the Papa’s kom út 1966.
Á umslaginu var að finna fyrstu
merki „klósettmenningar“ á plötu-
umslögum, ef svo er hægt að komast
að orði. Samankomnir í einu baðkeri
voru allir fjórir meðlimir sveitarinn-
ar, en það var ekki það sem olli mót-
mælum og umkvörtunum heldur sú
staðreynd að baðkerið var staðsett
við hliðina á klósetti.
Plötufyrirtækið Dunhill brá á það
ráð að hylja klósettið með auglýs-
ingum um helstu smelli sveitarinn-
ar. Síðan bætti Dunhill um betur og
fjarlægði klósettið með öllu.
Nekt ávallt illa séð
Eins og sjá má á framanskráðu var
nekt ávallt illa séð á plötuumslög-
um, og er jafnvel enn. Hljómsveit-
in Black Crowes gaf út plötuna Am-
orica árið 1994 og umslagið prýddi
mynd af miðhluta konu íklæddri
bikiníi og má sjá nokkur skapahár
gægjast upp úr bikiníinu. Þetta var
meira en almenningur þoldi og
vegna þrýstings frá valda-
miklum íhaldssömum verslana-
keðjum neyddist Universal-útgáfan
til að útbúa annað umslag sem sýndi
einungis bikiní á svörtum grunni og
engin hár.
Þýska hljómsveitin Scorpions
þurfti að bíta í það súra epli að um-
slag plötunnar Loverdrive sem kom
út 1979 þótti sýna helst til mikið
hold. Á umslaginu má sjá par sem
situr í aftursæti bifreiðar og er karl-
inn við það að fjarlægja tyggigúmmí
af brjósti konunnar. Platan var síð-
ar endurútgefin með umslagi sem
sýndi bláan sporðdreka, fullklædd-
an, á svörtum fleti. Þetta var reyndar
ekki í fyrsta skipti sem hljómsveitin
þurfti að endurskoða plötuumslag
því árið 1976 var plötuumslagi Virg-
in Killer hafnað en það sýndi nakta
unglingsstúlku.
Nakinn puttalingur og
demantshundur
Roger Waters, fyrrverandi liðs-
maður Pink Floyd, gaf árið 1984 út
hljómplötuna The Pros and Cons
of Hitch Hiking en inntak plötunn-
ar var kreppa hins miðaldra manns.
Umslagið prýddi nakinn kvenmað-
ur, séður aftan frá, með ekkert nema
rauðan bakpoka.
Þessa ferðaútbúnaður fékk ekki
mörg stig hjá ritskoðunarnefndum
og á seinni útgáfum plötunnar hafði
verið settur svartur flötur yfir sitj-
anda dömunnar.
Myndin á plötu Davids Bowie
Diamond Dogs frá árinu 1974, sem
var máluð af Guy Peelaert, olli þó
nokkrum skjálfta. RCA-útgáfunni
hugnaðist sennilega ekki að „Bowie-
hundurinn“ á umslaginu var líkam-
lega rétt málaður og gripið var til
þess ráðs að hylja kynfæri „hunds-
ins“ á framtíðarútgáfum plötunnar.
Eins og áður nefnd dæmi sýna er
það sem sumir telja list smekkleysi í
augum annarra. kolbeinn@dv.is
bönnuð
„Butcher“-umslagið
Sakleysisleg mynd var límd
yfir „butcher“-myndina.
The Mama’s
and the Papa’s
Í neðra hægra
horni er búið að
hylja klósettið.
Electric Ladyland Hendrix
Var bönnuð í Bandaríkjunum
vegna umslagsins.
The Pros and Cons of Hitch
Hiking Síðari útgáfa með svört-
um fleti yfir sitjanda konunnar.
Two Virgins Var pakkað inn í
brúnan pappír enda umslagið
talið klám af mörgum.