Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2009, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2009, Blaðsíða 14
14 föstudagur 11. september 2009 fréttir Heiðursfélagi í Vantrú „Ég var bara unglingur þegar ég sá hann fyrst. Þá stóð hann í Aust- urstræti, með skiltið sitt; Brennið þið kirkjur. Ég keypti af honum rímur og einhverja bæklinga sem hann hafði útbúið sjálfur. Seinna keypti ég af honum skýrslu geð- læknis um hann sjálfan og fleira. Þannig hófust mín kynni af hon- um,“ segir Reynir Harðarson, sál- fræðingur og einn af stofnendum Siðmenntar. Segja má að Helgi hafi með óbeinum hætti komið að nafn- gift Siðmenntar, sem áður hét Fé- lag siðrænna húmanista á Íslandi. „Ég var að skoða blaðaúrklippur og fleira sem Helgi hafði látið mig hafa. Þar sá ég að hann hafði skrif- að að hinir og þessir aðhylltust „siðmennt“. Ég hafði ekki séð þetta í þessu samhengi og fannst það bráðsnjallt hjá honum. Úr varð að félagið tók nafnið Siðmennt,“ seg- ir Reynir en Helgi mætti um nokk- urt skeið á samkomur félagsins. Reynir segir að Helgi hafi ver- ið fyrsti yfirlýsti trúleysinginn sem hann hafi komist í tæri við. Hann hafi óneitanlega verið sér- stakur maður. „En þegar ég fór að kynna mér fyrir hvað hann stóð og fyrir hvað hann barðist, þá var það allt saman afar skynsamlegt fannst mér,“ segir Reynir, sem er einnig meðlimur í félaginu Van- trú. „Hann var einnig heiðursfé- lagi Vantrúar og mætti til dæmis við setningu Alþingis við Austur- völl með vantrúarhópnum, haust- ið 2004,“ en þá bauð félagið nær- stöddum upp á íslenskt skyr. KirKjan Varð sér til minnKunar „Mér finnst hann vera ákaflega merkileg persóna. Hann fylgdi okkur í friðarhreyfingunni alltaf að málum en mótmælti þó með eigin hætti. Hann stóð kannski nokkurn spöl frá okkur hinum en alltaf þó með viðeigandi skilti; oftar en ekki slagorð gegn Banda- ríkjastjórn,“ segir Stefán Pálsson, sagnfræðingur og hernaðarand- stæðingur. Stefán segir að Helgi sé gott dæmi um það hve úthald og stefnufesta getur haft mikið að segja. Menn þurfi, í ljósi þess að yfir 20 þúsund Íslendingar hafi kvittað undir áskorun um að Helga verði reist stytta, að hafa hugfast að Helgi var áður fyrr af mörgum álitinn galinn. „Það er magnað að sjá hvernig það hefur með tímanum snúist upp í virð- ingu fyrir manninum,“ segir Stef- án og bætir við: „Það er, held ég, orðið býsna samdóma álit fólks að kirkjan hafi orðið sér til veru- legrar minnkunar í framgöngu sinni í hans máli.“ Aðspurður segir Stefán að mótmæli Helga við þingsetningu haustið 1972, þegar Helgi sletti skyri á ráðamenn þjóðarinn- ar, séu ein af eftirminnilegustu mótmælunum í sögu Íslands. „Þetta er ekki eins og núna þeg- ar menn sletta málningu á hús- veggi í skjóli nætur, senda svo nafnlausa tölvupósta og eru svo komnir í ritdeilu við einhverja leikara í blöðunum. Helgi hefði aldrei komið nálægt neinu slíku. Hann var friðelskandi maður með afskaplega sterka réttlætis- kennd,“ segir Stefán. Helgi Hóseasson barðist áratugum saman einarður fyrir því að fá skírnarsáttmála sinn ógiltan. Hann lést á sunnudaginn, 89 ára að aldri, án þess að ná þessu takmarki lífs síns. Hann var órjúfanlegur þáttur af götumyndinni við Langholtsveg þar sem hann stóð vaktina með mótmælaspjöldin sín í öllum veðrum árum saman. Kyndugt þetta HelVítis HimnaríKi Helgi Hóseasson fékk réttilega nafn- bótina Mótmælandi Íslands enda geymir Íslandssagan varla áhrifarík- ara dæmi um staðfastan mótmæl- anda. Helgi eyddi eins og flestir vita lunganum úr ævi sinni í baráttu við geistsleg og veraldleg yfirvöld um að fá skírnarsáttmála sinn ógiltan. Helgi sagðist í viðtali við Fréttablaðið árið 2003 ekki hafa fengið neinu ráðið um skírn sína og hafi síðan á sínum tíma verið vélaður til þess á barnsaldri að staðfesta gjörninginn með ferming- unni. „Ætli ég hafi ekki verið um tvítugt þegar ég fór að fetta fingur út í þessar arabasögur þarna að austan“, sagði Helgi í viðtalinu og sagðist aldrei hafa látið það hvarfla að sér að gefast upp fyrir ofurefli embættismanna- kerfisins. „Þeir voru nú að reyna að fá mig til að leggja niður skottið en ég hafði ekki áhuga fyrir því. Mér fannst þetta vera svívirðing gagnvart mér sem hugsandi skepnu að hafa það eft- ir mér að ég viðurkenndi mörg þús- und ára gamlar lygasögur austan úr Arabíu. Ég ber ekki meiri virðingu, en svo, fyrir þessum sögusögnum þarna austan að. Það er kyndugt með þetta helvítis himnaríki. Menn benda upp í geiminn en geta ekki staðsett hvar þessi himnafjölskylda á heima; Gabríel, Mikael, María gamla og Krosslafur og Satan því hann er nú einn af fjölskyldunni.“ Biskupinn kærður... Helgi komst ekki lengra með sitt hjartans mál en svo að honum var sagt að gera sér það að góðu að segja sig úr Þjóðkirkjunni. Hann greip því til ýmissa ráða, kærði biskupinn, rifti svo sáttmálanum sjálfur fyrir altari í Dómkirkjunni og sletti svo skyri á þingheim árið 1972 en fyrir það til- tæki er hann þekktastur enn þann dag í dag. Máli Helga var vísað frá Hæsta- rétti og Helgi brá því á það ráð að ónýta skírnarsáttmála sinn sjálfur á táknrænan hátt í Dómkirkjunni í október árið 1966. Hann gekk þá til altaris og tók við blóði og líkama Krists, setti í ruslapoka að söfnuðin- um aðsjáandi, batt fyrir með spotta og lýsti yfir að allir kirkjugestir væru vottar að því að hann ónýtti þar með sáttmála sem hann hefði verið látinn gera sem barn. ... og skyrinu slett Gjörningur Helga dugði þó ekki til þess að fá ónýtingu hans á skírninni skráða í Þjóðskránna þannig að hann hélt andófi sínu áfram. Við þingsetn- inguna árið 1972 lét Helgi svo til skarar skríða fyrir alvöru þegar hann lét skyrgusur ganga yfir þingheim á leið frá Dómkirkjunni yfir í Alþing- ishúsið. „Af hverju skyr? Ég varð að láta eitthvað koma á móti því að þingset- arnir og ríkisstjórnin og fleiri ráða- menn eins og biskoppur sinntu ekki bréfi mínu. Ég skrifaði þeim öllum bréf og þeir önsuðu mér bara tveir; Bjarni Ben. og Lúðvík Jósepsson,“ sagði Helgi í Fréttablaðnu 2003. Helgi var handtekinn með látum eftir að hafa nánast tæmt skyrföt- una yfir biskup, forseta, ráðherra og þingmenn og segir að hann hafi ekki verið tekinn neinum vetlingatökum. „Þeir lágu þarna fjórir ofan á mér niður í skyrslettunum og drösluðu mér svo burt, járnuðum á höndum og fótum. Ég skvetti líka tjöru á stjórnaráðs- húsið á sínum tíma og hef ekki held- ur verið kærður fyrir það. Þetta er kynjalegt þetta réttarfar í þessu hel- vítis landi. Menn eru nú kærðir fyrir minni læti en þetta.“ Engin minnimáttarkennd Helgi var tukthúsaður eftir skyrslett- urnar og var síðan sendur í geðrann- sókn á Kleppi. „Ég er ekkert að halda því fram að ég sé ekki gallaður á geð- inu. Ég hef enga minnimáttarkennd gagnvart slíku. Það er líka leiðinlegur ósiður að hafa horn í síðu þess fólks sem þarf að sækja á geðveikrahæli. Það gerir enginn að gamni sínu,“ sagði Helgi við Þórunni Hrefnu Sig- urjónsdóttur í Mannlífsviðtali 1997. Þegar Þórunn Hrefna er beðin um að rifja upp kynni sín af Helga staldr- ar hún við þá tilhneigingu að draga geðheilbrigði hans í efa enda ber flestum sem hafa kynnst Helga sam- an um að hugsun hans hafi ætíð ver- ið skýr og hann hafi staðið fastur á bjargfastri sannfæringu sinni. Við- tal Þórunnar vakti ekki verðskuld- aða athygli á sínum tíma enda komst Helgi ekki á forsíðuna og þegar við- talið kom á prent hafði það verið stytt nokkuð bæði blaðamanninum og viðmælandanum til nokkurrar skapraunar. „Viðtalið varð hrikalega langt og ég skil það svosem núna að það hafi þurft að stytta það, en við Helgi urð- um bæði ægilega móðguð. Ég var líka soldið móðguð yfir því að Helgi skyldi ekki fá að vera á forsíðunni, heldur var þar Baltasar Kormákur, sem þá var á leið í framboð,“ segir Þórunn Hrefna. „Það hefur alltaf farið í taugarnar á mér þegar ég hef heyrt fólk brigsla Helga um rugl og geðveiki, vegna þess að ég hef sjaldan hitt mann sem orkaði á mig sem svo heil- steyptur karakter og gegnheill í góð- mennsku sinni. Þegar ég kom í heimsókn bar hann sífellt í mig kræsingar, var bú- inn að kaupa handa mér malt, nýtt brauð með osti og vínarbrauð og allt skar hann og sneiddi ofan í mig af stakri umhyggju. Hann talaði við mig alveg eins og jafningja, þó að ég væri ansi blaut á bakvið eyrun, og feministi var hann fram í fingur- góma, kallaði konu sína „Jóhönnu, félaga sinn“, og sagði að Birna Þórð- ardóttir væri „ágætur náungi“. Ég lánaði honum nokkrar bækur Þór- bergs, sem hann átti ekki sjálfur, og kom nokkuð spánskt fyrir sjónir að bækurnar fékk ég til baka með at- hugasemdum á spássíu, skrifuðum með blýanti: „Sjá, sam-farir Þor- bergs við fraukuna í kirkjugarðin- um“...“ Staðfastur mótmælandi „Mér hlýnar alltaf að innan þegar ég hugsa til Helga og fæ eina ákveðna mynd upp í hugann: Eitt vetrar- kvöld höfðum við spjallað lengi og ég kvaddi hann í nokkrum flýti þar sem spölur var í strætóskýlið og ég þurfti að ná síðasta strætó heim. Í skýlinu hafði ég setið litla stund þegar ég heyrði ægilegan blástur og stunur sem bentu til þess að í ná- grenninu væri manneskja sem ætti mjög örðugt með að ná andanum. Ég leit upp og sá þá Helga koma á harðahlaupum í áttina til mín, eld- rauðan í framan, másandi og blás- andi. Hann veifaði einhverju klæð- isplaggi sem ég sá ekki í fyrstu hvað var, og stundi upp: „Þú...gleymdir... treflinum þínum...vina mín!“ Mér finnst þetta lýsa svo fögru innræti. Flestir hefðu nú bara leyft treflinum að eiga sig og sagt mér að sækja hann þegar ég kæmi næst, en Helgi vílaði ekki fyrir sér að hlaupa hjartveikur og gamall, út í hálku og myrkur, til að leggja sitt af mörkum, svo að mér yrði ekki kalt. Sem mótmælandi var hann stað- fastur, vildi gera hreint fyrir sínum dyrum, og hann minnir okkur hin vonandi á hversu mikilvægt hvað það er fyrir allar manneskjur að leggja sitt af mörkum - í baráttunni fyrir því að gera heiminn að örlítið betri stað,“ segir Þórunn Hrefna. Þetta bölvaða líf Helgi þoldi ekki ranglæti og eftir því sem á leið beindi hann mótmælum sínum ekki aðeins gegn þeim rang- indum sem hann taldi sig beittan og lét sig til dæmis mannréttindi og stríðsbrölt Bandaríkjamanna varða. Sú heimsmynd sem blasti við Helga var heldur ekki til þess falinn að auka tiltrú hans á himna- fjölskylduna. „Það vita allir menn sem ekki hafa eintómt hey í haus- num að það er enginn guð til. Enda væri hann argasti óþokki sem sög- ur fara ef hann væri til. Ég hef orð- ið vitni að því að hann reyndi ekki að hindra þær tvær heimsstyrjald- ir sem ég hef lifað. Þetta bölvaða líf er eintóm helvítis vitfirring,“ sagði Helgi í Fréttablaðinu 2003. Árið 1997 spurði Þórunn Hrefna Helga hvort hann væri bitur gam- all maður og ekki stóð á heiðar- legu svari frekar en venjulega: „Já, það er ég. Hver getur verið glaður á þessari djöfuls Jörð?“ Þórunn Hrefna spurði Helga einnig hvort ekki væri hætta á því að að honum látnum yrði hann „borinn í guðshús og þér holað nið- ur í vígðri mold einsog öllum öðr- um?“ „Fyrir mörgum árum skrifaði ég niður hvað ég vil láta gera við mig dauðan,“ sagði Helgi þá. „Ég lakk- aði það bréf og festi það í lokið á koffortinu mínu. Svo skrifaði ég sjö mönnum, kunningjum mínum og ættingjum, og bað þá að kíkja á kistulokið þegar ég væri dauð- ur. Enginn þeirra ansaði mér, svo ég geri ekki ráð fyrir að þeir ætli að sinna mér nokkuð með það.“ Helgi sagði í viðtalinu við Þór- unni Hrefnu að það væri svívirðing við sig „sem hugsandi skepnu að það sé skráð í einu persónuheim- ild mína að ég viðurkenni þessi andskotans ósköp,“ og vísaði þar til skírnarsáttmálans. Honum ent- ist ekki ævin til þess að fá sáttmál- anum rift og eins og Stefán Pálsson bendir á hér til hliðar þykir mörgum sú staðreynd kirkjunni til minnk- unnar. Ætla má að vel flestir úr hópi þeirra rúmlega 24.000 einstaklinga sem hafa gengið til liðs við Face- book-hóp sem vill minnisvarða um Helga á horni á Langholtsvegar og Holtavegar taki undir með Stefáni þótt óneitanlega skjóti það eilítið skökku við að mótmælandinn stað- fasti sem stóð meira og minna alltaf einn með skiltin sín í baráttu sinni skuli ekki fá allan þennan fjölda að baki sér fyrr en eftir að hann kveður þennan heim. “Það hefur alltaf farið í taugarnar á mér þegar ég hef heyrt fólk brigsla Helga um rugl og geðveiki,” Þórarinn ÞórarinSSon og Baldur guðmundSSon Skrifa blaðamenn skrifa: toti@dv.is og baldur@dv.is Hrópandinn í eyðimörkinni „Ég ætla ekki að hætta fyrr en ég hef hreinsað persónu mína af glæpaverkum ríkisvaldsins á mér og því forkastanlega ofbeldi sem ég hef engar bætur fengið fyrir. Ég hef verið handtekinn svo tugum skipta skiptir. Tukthúsaður og engar bætur fengið fyrir það,“ sagði Helgi í Fréttablaðinu 2003.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.