Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2009, Blaðsíða 29
m
æ
li
r
m
eð
...
InglourIous Basterds
Tarantino
sýnir allar
sínar bestu
hliðar.
MúlakaffI
Fyrirmynd-
armatur í
testósterón-
umhverfi.
söngvaseIð
Söngleikurinn sívin-
sæli er aftur kominn
á fjalirnar eftir
sumarfrí. „Eintóm
yndislegheit,“ sagði gagnrýnandi
eftir frumsýninguna.
drag Me
to Hell
Ógeðslega
fyndin í
tvöfaldri
merkingu
þess orðs.
reykjavIk WHale
WatcHIng Massacre
Fyrsti íslenski splatterinn
skaut í
stöngina
og út.
HalloWeen 2
Ansi þurr
blóðsúpa.
m
æ
li
r
eK
Ki
m
eð
...
fóKus 11. september 2009 föstudagur 29
Fyrsta frumsýning Þjóðleikhússins á nýju leikári:
Frida frumsýnd í kvöld
föstudagur
n jethro tull í Háskólabíói
Ian Anderson, stofnandi og leiðtogi
bresku rokksveitarinnar Jethro Tull,
ætlar að efna til tónleika í Háskóla-
bíói. Íslenskir listamenn fá að taka
þátt og verður meðal söngvara hún
Dísa. Tónleikarnir hefjast klukkan
20.00 en miða má nálgast á midi.is.
n Ibiza á selfossi
Það verður Ibiza-kvöld á 800 bar á
föstudaginn á Selfossi. Staðurinn
verður allur í hvítum sandi og stelpur
á bikiní ásamt berum gæjum sjá um
að dæla kokteilum í gesti við dyrnar.
DJ Óli Geir og Alan Jones sjá um
fjörið.
n afmæli ÁMs
Tíu ár eru frá því að Magni Ásgeirsson
gekk í raðir Á móti sól og því verður
réttarball í Árnesi á föstudagskvöldið
en það er síðasta ballið sem haldið
verður í því fornfræga húsi. Þessu má
enginn á svæðinu missa af.
n Hátíð á Batteríinu
Búast má við mikilli stemningu á
skemmtistaðnum Batteríinu á föstu-
dagskvöldið. Mikil tónlistarveisla fer
þar fram en meðal hljómsveita eru
Stjörnuryk, 3. hæðin, Magga Edda,
Sesar og DJ Koccon. Fjörið hefst
klukkan 23.00 og kostar ekki nema
500 kr. inn.
laugardagur
n græna ljósið
Græna ljósið sýnir um helgina allar
myndirnar fimm sem hafa hlotið
tilnefningu í ár til Kvikmyndaverð-
launa Norðurlandaráðs og tekur þar
með þátt í kvikmyndaviðburðum
sem fara fram í öllum höfuðborgum
Norðurlandanna á næstu vikum.
Miða má nálgast á miði.is.
n endurkoma kamuis
Teknó-meistararnir í Kamui koma
aftur til landsins og spilar á Nasa á
laugardaginn í boði Techno.is. Þeir
áttu besta lag ársins í fyrra að mati
Techno.is og verður svo sannarlega
rífandi stemning á Nasa eins og
síðast þegar þeir félagarnir mættu.
n ÁMs á egilsstöðum
Á laugardagskvöldið mun Á móti
sól fljúga á Egilsstaði og halda ball í
Valaskjálf vegna 10 ára afmælis veru
Magna í hljómsveitinni. Verður Magni
þar á heimavelli enda Austfirðingur
mikill.
n stuð á Prikinu
Það verður dúndrandi tónlist á
Prikinu um helgina þar sem sjálfur
DJ Kocoon byrjar áður en DJ Gísli
tekur við. Benni klárar svo kvöldið og
sér um að enginn fari með óhristan
rassinn heim á leið eftir djammið.
Hvað er að
GERAST?
Fyrsta frumsýning Þjóðleikhússins
á nýju leikári fer fram í kvöld, föstu-
dag, á Stóra sviðinu. Er þar á ferð-
inni nýtt íslenskt verk eftir Bryn-
hildi Guðjónsdóttur sem fjallar um
átakanlegt og fagurt líf mexíkósku
listakonunnar Fridu Kahlo (1907-
1954).
Frida er ein af forvitnilegustu
myndlistarmönnum 20. aldarinn-
ar. Hún var gift Diego Rivera, ein-
um þekktasta myndlistarmanni
síns tíma, og þó að margir yrðu til
að heillast af list hennar meðan
hún lifði var það ekki fyrr en eft-
ir dauða hennar sem hún hlaut
heimsfrægð. Í tilkynningu frá Þjóð-
leikhúsinu segir að sýningin sé „...
ferðalag um einstæða veröld þess-
arar tilfinningaríku konu, sem í
gegnum sorgir og þjáningar orti hið
undursamlega ljóð eigin lífs á striga
- átakanlegt en fagurt, hávaðasamt
en friðsælt.“
Brynhildur, sem hlaut Grímu-
verðlaunin sem leikskáld og leik-
kona ársins 2008 fyrir einleikinn
Brák, stígur nú á svið í hlutverki
Fridu í eigin verki um magnþrung-
ið líf listakonunnar. Með hlutverk
Diegos fer Ólafur Darri Ólafsson
og aðrir leikarar eru Baldur Trausti
Hreinsson, Birgitta Birgisdóttir, Elma
Lísa Gunnarsdóttir, Esther Talía Cas-
ey, Kjartan Guðjónsson, Ólafur Egill
Egilsson og Vignir Rafn Valþórsson.
Leikstjóri er Atli Rafn Sigurðarson,
um tónlist sér Egill Ólafsson, hönn-
uður leikmyndar er Vytautas Nar-
butas, Filippía I. Elíasdóttir er bún-
ingahönnuður og lýsing er í höndum
Jóhanns Bjarna Pálmasonar.
frida kahlo Bryn-
hildur Guðjónsdóttir
er bæði höfundur
og í aðalhlutverki
sýningarinnar.
DV5819310507 Magni Ásgeirsson K29.jpg
ekkert nema ég
Verkinu kynntist Bjartmar þegar
hann var í námi í London. „Þetta er
svolítið svona „cult“-verk í Kanada.
Gæinn sem skrifar þetta er þannig
hetja í Kanada en hann hefur skrifað
nokkur verk sem hann leikur í sjálfur.
Þetta er af mörgum talið það kanad-
íska verk sem hentar hvað best fyrir
takmarkaða umgjörð. Það eru engir
leikmunir og engin sviðsmynd. Bara
hljóð, ljós og ég,“ segir Bjartmar en
ber þá ekkert á stressi?
„Ég get ekki neitað því að vera
með fiðrildi í maganum. En ég er
búinn að æfa vel þannig að það er
vonandi að maður klári þetta,“ segir
hann. DV ræddi við Bjartmar á frum-
sýningardaginn og spurði hvernig
hann undirbyggi sig fyrir sýningu. Er
einhver rútína hjá honum? „Nei, ekki
beint rútína. En þegar maður er að
fara í svona verk þar sem maður er
einn og á fullu allan tímann er mikil-
vægt að hvíla sig yfir daginn og spara
orkuna.“
Margfaldur dansmeistari
Bjartmar er margfaldur meistari í
samkvæmisdönsum en var einnig í
rokkdansi, nútímadansi, djassballett
og ballett. Hann er þó afar hógvær
þegar hann er spurður um árangur-
inn í samkvæmisdönsunum. „Ein-
hvers staðar eru nú ofan í kössum
einhverjar medalíur fyrir slíkt.“ Hann
fékk aðeins að finna fyrir því í grunn-
skóla að vera í dansi, en þó ekki til
lengri tíma. „Maður fékk aðeins
að heyra það í grunnskóla. En það
minnkaði smám saman, sérstaklega
þegar maður var kominn mjög langt
og orðinn í raun meiri íþróttamaður
en einhver dútlari,“ segir Bjartmar
sem var stjarnan í nokkrum sýning-
um Verslunarskólans á sínum tíma.
„Það var mjög skemmtilegt og
undirbjó mann vel undir að fara í al-
vöru leiklistarnám. Það var mikið lagt
í þetta og þarna fékk maður reynslu
sem nýttist síðar. Ég hafði líkað verið
í einni sýningu fyrir Þjóðleikhúsið og
nokkrum í Loftkastalanum sem nýtt-
ist mér allt mjög vel þegar ég fór út
í nám. Þannig kom maður ágætlega
tilbúinn í námið úti,“ segir Bjartmar.
söngurinn í salti
Það er ekki bara dansinn sem Bjart-
mar er sleipur í. Hann er einnig úr-
vals söngvari og hefur gefið út nokk-
ur lög ásamt því að keppa í forkeppni
Eurovision. „Það er fínt að vera í
söngnum samhliða og gefa út tónlist
öðru hverju,“ segir Bjartmar og segist
ekkert vera hættur að syngja. „Ég hef
ekkert hugsað mér að hætta því þó
ég einbeiti mér meira að leikhúsinu
í augnablikinu.“
Eitt lag Bjartmars, Algjörlega
spillt, hefur vakið nokkra athygli. „Ég
hef fengið einhver svona skilaboð og
fyrirspurnir frá nokkrum stöðum úti
í heimi. Ekkert eitthvað stórt en þó
nokkrir hafa verið að spyrja mig út í
lagið, hvernig hægt sé að nálgast það
og myndbandið og þannig lagað,“
segir hann.
Bjartmar var kominn langleiðina
með plötu áður en hann fór í meist-
aranám í leikstjórn. „Platan hefur að-
eins fengið að liggja í salti í smátíma
en vonandi nær maður að klára hana
og koma henni út,“ segir Bjartmar en
hann hefur verið að vinna plötuna
með sjálfum Örlygi Smára.
Þúsundir sóttu um - hann
komst inn
Bjartmar lærði ekki leiklist hérna
heima. Hann fór til London í nám,
bæði fyrst og svo aftur í meistarann
og er með meistaragráður í leiklist
og leikstjórn. „Ég fór bara beint út í
skóla sem er mjög virtur þarna úti.
Það komast inn kannski svona 20
manns á ári af þúsundum sem sækja
um. Það er ekkert auðsótt að komast
þar inn. Þetta er ofsalega lítill skóli
þannig að kennslan er mjög góð og
einstaklingsmiðuð. Hann er því mið-
ur ekki til í dag því hann var keyptur
inn í annan stærri skóla,“ segir hann.
Svona nám kostar þó skildinginn,
segir Bjartmar. „Þetta er alveg rán-
dýrt. Ég var nú aðeins búinn að safna
mér en restina er maður bara með í
LÍN. Þetta er bara spurning sem all-
ir sem hafa áhuga á svona þurfa að
spyrja sig. Hvort þeir vilji eyða form-
úu fjár í svona nám. Ég sé allavega
ekki eftir einni einustu krónu.“
Meiri auglýsing að vera hér
heima
Oft hefur verið sagt í gegnum tíðina í
leiklistarbransanum að þeir sem læri
erlendis eigi erfiðara með að sækja
sér vinnu þegar þeir koma heim.
Bjartmar hefur útskýringar á því
og segist ekki finna fyrir vantrausti.
„Þeir sem læra hér heima sjást mun
meira og eru í Nemendaleikhús-
inu til dæmis,“ segir hann og heldur
áfram:
„Þau vinna oft með fólki sem er í
bransanum hér því margir kennar-
ar, bæði fastakennarar og gestakenn-
arar, eru tengdir inn í bransann hér
heima og eru að setja eitthvað upp. Því
er þetta spurning um vöru sem hefur
fengið auglýsingar á móti vöru sem
hefur enga auglýsingu fengið. Það er
ekki svo að maður finni fyrir einhverju
vantrausti þótt maður hafi lært erlend-
is, ekki þannig, en það er erfiðara að
koma inn í bransann þegar enginn veit
hver þú ert.“
vantar meira gegnsæi
„Það er samt svo mikið um að það sé
ráðið í hlutverk eftir því hver þekkir
hvern frekar en að prufur fyrir verk séu
opnar og auglýstar,“ bætir Bjartmar þó
við um bransann hér heima. „Ég held
að það væri mjög stórt skref í rétta átt
að það væri meira um opnar og aug-
lýstar prufur. Það er ekki mikið um
þær, heldur meira bara einn og einn
sem hefur svoleiðis. Það er allavega
mín skoðun að það sé allt of lítið gegn-
sæi í ráðningum í slíkt hér heima.“
Hann og aðrir leikarar sem hafa
lært erlendis tóku sig saman í vetur og
stofnuðu tvenn samtök með sama til-
gangi. Brynjurnar sem standa vörð um
leikkonur sem læra erlendis og svo Út-
lagana sem gera það sama fyrir strák-
ana. „Þessi samtök eru ætluð til þess
að efla samstöðu á meðal þeirra sem
lærðu erlendis og vera tengslanet fyrir
þá leikara sem koma að utan til þess að
koma sér inn í bransann,“ segir Bjart-
mar.
skipun frá reykjavíkurborg
En alveg ótengt leiklistinni. Ekki var
hægt að skilja við Bjartmar án þess að
spyrja hann út í grein sem hann sendi
í Fréttablaðið um daginn. Þar kvartaði
hann yfir Reykjavíkurborg sem sendi
honum bréf um daginn. „Reykjavíkur-
borg tók sig til og ákvað að gera úttekt á
miklum fjölda húsa í miðbænum und-
ir því yfirskini að fegra götumyndina.
Í bréfinu skipar borgin fólki að mála
húsin sín, mála gluggana, skipta um
þakrennur og allt mögulegt. Um þetta
fengu íbúar bréf í smáatriðum. Mér
fannst það svolítið undarlegt á þess-
um krepputímum að vera að skikka
fólk til að gera upp húsin sín þegar
öll heimili í landinu er að fuðra upp á
einhveru verðbólgubáli,“ segir Bjart-
mar en rauk hann upp til handa og
fóta og keypti sér málningu og þak-
rennur?
„Nei, ég gerði það nú ekki. Ég ætla
mér nú bara að gera þetta á mínum
hraða og þegar ég hef ráð á. Ég er nú
aldeilis hræddur um að margir at-
vinnulausir og blankir hafi verið frek-
ar reiðir yfir þessu,“ segir leikarinn og
söngvarinn Bjartmar Þórðarson.
tomas@dv.is
Útlagar og Brynjur
byggja tengslanet
skepna Fjallar um
unglingspilt sem
drepur föður sinn.
Mynd rakel ósk