Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2009, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2009, Blaðsíða 28
um helgina Kanónur í óperunni Diddú, Jóhann Friðgeir Valdimarsson og Óskar Pétursson verða með söngskemmtun í Íslensku óperunni þarnæsta sunnudag, 20. september. Yfirskrift skemmtunarinnar er „Frá suðri til norðurs með sópran í eftirdragi!“. Með söngvurum leikur píanóleikarinn Jónas Þórir. Á meðal sönga- triða á efnisskránni eru bæði íslensk og erlend lög og aríur. Miðaverð er 3.900 kr. og fer miðasala fram í Íslensku óperunni og á opera.is. StyttiSt í Salander ii Önnur myndin í glæpasagnaþríleikn- um sem gerður er eftir metsölubók- um Stieg Larsson, Stúlkan sem lék sér að eldinum, verður frumsýnd á Ís- landi 2. október. Fyrsta myndin, Karl- ar sem hata konur, sló í gegn á Íslandi og nú hafa rúmlega 45.000 manns séð myndina. Forsala á Stúlkuna sem lék sér að eldinum byrjar í dag á midi. is þannig að þeir óþreyjufyllstu geta tryggt sér miða í tíma. Sýningum fer fækkandi á Karla sem hata Konur og kemur hún í verslanir á DVD 30. september. Þá kemur Stúlkan sem lék sér að eldinum út í íslenskri þýðingu föstudaginn 18.september og því knappur tími fyrir aðdáendur að klára bókina fyrir frumsýningu. ViðtalSbóK Við Jón bö Væntanleg er í jólabókaflóðinu viðtalsbók við Jón Böðvarsson íslenskufræðing rituð af Guðrúnu Guðlaugsdóttur, blaðamanni og rithöfundi. Þekktastur er Jón fyrir kennslustörf sín og yfirburða- þekkingu á fornsögunum en í bókinni rekur Jón einnig sitthvað um æsku sína og uppvaxtarár. Bókaútgáfan Hólar gefur bókina út í samstarfi við Endurmenntun Háskóla Íslands. Hafa aðstand- endur bókarinnar með þessu framtaki ákveðið að þakka Jóni fyrir framlag hans til varðveislu íslenskra fornsagna og verður af þeim sökum sérstakur þakkar- listi í bókinni. Þar geta þeir sem kaupa bókina í forsölu fengið nafn sitt skráð en verð til þeirra verður 5.700 krónur. Hægt er að kaupa bókina í forsölu í netfang- inu bbaldur@simnet.is og í síma 5811964 og 6986919. lífróður í hafnarborg Ný sýning var opnuð í Hafnarborg, menningar- og listamiðstöð Hafn- arfjarðar, þann 28. ágúst. Á sýning- unni, sem ber yfirskriftina Lífróður - Föðurland vort hálft er hafið, eru verk eftir tæplega þrjátíu listamenn sem endurspegla hafið á ýmsan hátt. Á meðal listamannanna eru Ásdís Sif Gunnarsdóttir, Birgir Andrésson, Elías Hjörleifsson, Ólafur Elíasson, Hrafnkell Sigurðsson, Hreinn Frið- finnsson og Hulda Hákon. Sýningin stendur til 1. nóvember. Dagskrá Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík kynnt: Rúmlega 100 myndir 28 föStudagur 11. september 2009 fóKuS Dagskrá Alþjóðlegrar kvikmynda- hátíðar í Reykjavík, RIFF, var kynnt á fimmtudaginn en hátíðin hefst um næstu helgi og stendur í ell- efu daga. Rúmlega hundrað mynd- ir verða sýndar auk þess sem boð- ið verður upp á fjölda annarra viðburða, svo sem fyrirlestra, mál- þing, masterklassa, tónleika, bíla- bíó, sundbíó og nýjungar á borð við leikstjórabíó og foreldrabíó. Má segja að koma Milosar For- man á hátíðina í ár sé hápunktur hennar síðan RIFF var stofnuð árið 2004. Eins og DV sagði frá í vikunni verða þrjár af þekktustu myndum Formans, Gaukshreiðrið (1975), Amadeus (1984) og Veisla slökkvi- liðsmannanna (1967), sýndar á hátíðinni. Sérstaklega skal vakin athygli á viðhafnarsýningu á Gauks- hreiðrinu í stærsta sal Háskólabíós þann 23. september að leikstjóran- um viðstöddum. Hann mun kynna myndina fyrir áhorfendum og svara spurningum þeirra að sýningu lok- inni. Myndin er enn í dag ein að- eins þriggja kvikmynda sem hlotið hafa öll fimm aðalverðlaun Óskars- verðlaunanna, það er besta mynd, besti leikstjóri, besti leikari í aðal- hlutverki (Jack Nicholson), besta leikkona í aðalhlutverki (Louise Fletcher) og besta handrit (byggt á samnefndri bók Kens Kesey). Myndum hátíðarinnar er skipt í níu flokka: Vitranir, Kastljósið, Fyr- ir opnu hafi, Heimildamyndir, Nýr heimur, Tónlistarmyndir, Matur og myndir, Barnamyndir og Miðnæt- urbíó. Að auki verða athyglisverðir leikstjórar í brennidepli; auk For- mans þeir Joao Pedro Rodrigues og Cory McAbee. Mikill fjöldi leik- stjóra sækir hátíðina heim í ár, vel á sjötta tug alls, og allir taka þátt í dagskránni á einhvern hátt. Miðasala hefst í dag í verslun Eymundsson í Austurstræti og eru í boði stakir miðar, afsláttarkort og aðgangspassar. Nánari upplýsingar á riff.is. Dagskráin kynnt Hrönn Marinósdóttir, framkvæmdastjóri RIFF, kynnir hátíðina á fimmtudaginn. Á fimmtudagskvöldið var frumsýnd- ur í Leikhúsbatteríinu nýr einleikur sem heitir Skepna. Verkið er eft- ir kanadíska „cult“-hetju þar í landi að nafni Daniel MacIvor sem sjálfur lék í verkinu fyrst. Skepna fjallar um unglingspilt sem fremur hræðileg- an glæp. Hann murkar líftóruna úr föður sínum með því að búta hann hægt og rólega í sundur í kjallaran- um heima hjá sér. Þessi hræðilega saga fer svo að birtast á fleiri stöðum og fer að minna á smitsjúkdóm. Bjartmar Þórðarson, leikari og leikstjóri, fer með öll hlutverkin í verkinu - alls þrettán talsins. „Til- gangurinn með því að setja þetta upp er að sýna alveg nýja hlið á mér sem listamanni og gera eitthvað þveröfugt við það sem ég þekktur fyrir,“ segir Bjartmar sem er hvað best þekktur fyrir geigvænlega hæfileika í dansi og söng. Hann viðurkennir að þetta sé mikil áskorun. „Þetta er einleikur þar sem ég fer með öll þrettán hlutverk- in. Það eru samtöl á milli persónanna þannig að þetta er ekki alveg léttasta verkefnið,“ segir hann. Leikarinn og söngvarinn Bjartmar Þórðarson frumsýndi á fimmtudaginn einleikinn Skepna í Leikhúsbatteríinu. Tekst hann þar á við hlutverk sem á ekkert skylt við aðra hluti sem hann hefur gert. Bjartmar er einn af þeim sem lærðu erlendis en hann ásamt fleirum hefur stofnað samtök sem ætla að standa vörð um hagsmuni þeirra sem fara út að læra og eiga erfitt með að fá vinnu þegar þeir koma heim. Útlagar og Brynjur byggja tengslanet Lærði úti Og ætlar að standa vörð um hagsmuni leikara sem mennta sig erlendis. mynD rakeL ósk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.