Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2009, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2009, Blaðsíða 6
Sandkorn n Reiðiskrif Björgvins G. Sig- urðssonar, þingflokksfor- manns Samfylkingarinnar, vegna nafnlausra skrifa um hann á spjallsíðu Barnalands fóru fram hjá fáum, en þar end- urtók hann staðhæfu- lausar ásak- anir í sinn garð. Minna fór fyrir rógburði í garð Þor- gerðar Katrínar Gunnars- dóttur, varaformanns Sjálf- stæðisflokksins, og Kristjáns Arasonar, eiginmanns henn- ar, síðastliðinn vetur. Á sama vef var ítrekað eytt út dylgjum um einkamál þeirra hjóna. Hins vegar fékk rógburðurinn ekki viðlíka kynningu og í til- felli Björgvins G. n Ólafur Ragnar Grímsson forseti hélt framúrskarandi ræðu á Bessastöðum í tilefni af alþjóðlegri ráðstefnu um bindingu kolefnis í jarðvegi á dögunum. Þótti Ólafur sérstaklega vel að sér, auk þess sem hann leyfði gest- um ráð- stefnunnar að upplifa fágaða kímnigáfu hans þegar hann sagði reynslusögur af leið- togafundinum í Höfða 1986. Forsetinn sagði frá því að Ronald Reagan Bandaríkja- forseti hefði gefið sér tignar- lega styttu af skallaerni. Hins vegar gaf Mikhaíl Gorbatsjov honum klukku. Og klukkan virkaði aldrei, var föst í tíma. Rússnesku ráðstefnugestun- um varð nokkuð hverft við, en óljóst var hvort þeir hefðu móðgast eða hvort þeir hefðu hreinlega ekki skilið brand- arann. n Hannes Hólmsteinn Gissur- arson lífstíðarprófessor hefur ekki farið leynt með aðdáun sína á Dav- íð Odds- syni, og mætti segja að þar sé á ferðinni mesta per- sónudýrkun Íslandssög- unnar ef frá eru taldir Guð og Jesús Krist- ur. Hins vegar hefur minna farið fyrir aðdáun Hannesar á Steingrími J. Sigfússyni, sem hann nefndi fyrstan í útvarps- viðtali á X-inu 977 sem helsta leiðtogann á þingi, með lýs- ingarorðunum „mælskur“ og „kraftmikill“. Þá vill Hannes fá ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna. Hannes hefur aldrei orðið ósammála Davíð Oddssyni fram að þessu, svo vitað sé. n Össur Skarphéðinsson ut- anríkisráðherra hefur veitt móttöku 2.500 spurningum frá Olli Rehn, stækkun- arstjóra Evrópu- sambands- ins. Með spurning- unum vill Rehn kom- ast að því hvaða tromp Íslendingar hafa á hendi í komandi aðildarvið- ræðum. Ef miðað er við stöðu íslenska þjóðarbúsins næstu árin og stórfellda skuldsetn- ingu auðlindanna hefur Össur engin tromp uppi í erminni. Illu heilli er Össur ren. 6 föstudagur 11. september 2009 fréttir Fjögurra milljóna króna arður var greiddur til hluthafa Alþjóðahússins ehf. í fyrra samkvæmt ársreikningi 2008. Hagnaður ársins 2007 var hins vegar aðeins tæplega þrjár milljónir. Eini hluthafi Alþjóðahússins ehf. er sjálfseignarstofnunin Kosmos. Kosm- os ses. sér um túlkunarþjónustu og íslenskukennslu í Alþjóðahúsinu og er á samkeppnismarkaði. Alþjóða- húsið ehf. er rekið með styrkjum og veitir útlendingum ýmsa gjaldfrjálsa þjónustu. Arður hugsaður sem varasjóður Katla Þorsteinsdóttir, stjórnarmaður Alþjóðahússins ehf., segir arðinn fara í varasjóð í eigu Kosmos. Hún seg- ir arðinn hafa verið greiddan vegna hagnaðar ársins 2007 og 2006. Árið 2006 var hagnaður Alþjóðahússins ehf. tæpar fjórar milljónir. Vanalegt er að arður sé greiddur frá ári til árs, ekki fyrir tvö ár í senn. „Arðurinn er hugsaður sem vara- sjóður til að reka Kosmos auk þess að standa straum af halla Alþjóðahúss- ins ehf. Þessi arður hefur ekki verið greiddur. Hann verður greiddur þegar peningar eru til fyrir honum. Helm- ingur af honum hefur verið greiddur til að standa straum af nauðsynleg- um rekstri Kosmos. Í fyrra til dæmis var ekki til peningur fyrir jólatré í Al- þjóðahúsinu þannig að það var greitt með peningum úr þessum sjóði. Úr þessum sjóði kemur líka fé vegna kostnaðar við endurskoðunarþjón- ustu. Hann hleypur á einhverjum hundrað þúsund krónum sem Kos- mos greiðir.“ Auk þessara fjögurra milljóna fara 250 þúsund krónur árlega í lögbund- inn varasjóð Alþjóðahússins ehf. Veisla upp á hálfa milljón Í ágúst árið 2008 flutti Alþjóðahús- ið starfsemi sína frá Hverfisgötu á Laugaveg. Við það tilefni var haldin opnunarveisla sem samkvæmt árs- reikningi Kosmos kostaði hálfa millj- ón króna. Að mati Kötlu var ekki um bruðl að ræða þar sem Alþjóðahús- ið var ekki í neinum rekstrarerfið- leikum á þessum tíma. Í ársreikningi Alþjóðahússins ehf. fyrir árið 2008 kemur fram að tap af rekstrinum nam rúmlega 7 og hálfri milljón króna. „Alþjóðahúsið var ekki í neinum rekstrarerfiðleikum í ágúst í fyrra. Kosmos var því síður í rekstrarerfið- leikum. Við höfum alltaf haft opið á menningarnótt og þarna var ákveð- ið að gera þetta með pompi og prakt til að auglýsa flutninginn. Það var ákveðið að Kosmos ætti að standa straum af þessu til þess að pening- urinn þyrfti ekki að koma úr vasa Al- þjóðahússins.“ Milljón á mánuði Samkvæmt ársreikningum Alþjóða- hússins ehf. var húsnæðiskostnaður ársins 2008 rúmlega fjórtán milljón- ir, það er rúmlega milljón á mánuði. Árið áður nam húsnæðiskostnaður tæplega þrettán milljónum. Aðspurð hvort komið hafi til greina að flytja starfsemi Alþjóðahússins á ódýrari stað á höfuðborgarsvæðinu segir Katla það vera í skoðun. „Við erum bundin af húsaleigu- samningi til nokkurra ára. Þetta er allt í skoðun. Við erum að leita að sam- leigjendum og erum nú þegar komin með einn leigjanda í hluta húsnæð- isins. Ef við höldum áfram starfsemi verður um mikla endurskipulagn- ingu að ræða,“ segir Katla. Starfsemin sköðuð Í dag er fjárhagsstaða hússins slæm og var öllum starfsmönnum Alþjóða- húss sagt upp um síðustu mánaða- mót. Katla kennir vanefndum Reykja- víkurborgar um. „Í júlí á þessu ári fáum við eins dags fyrirvara um að Reykjavíkurborg ætli að skera framlög niður um þrjá- tíu prósent. Þetta er ástæða uppsagn- anna og vandræðanna í dag,“ segir Katla. Hún getur lítið sagt um framtíð Alþjóðahússins. „Það er í höndum Reykjavíkur- borgar hvort Alþjóðahúsið ehf. verð- ur til í janúar árið 2010. Það fer eftir samningagerð við Reykjavíkurborg og hve fljótt við náum saman um samn- ing fyrir næst ár. Ég veit ekkert enn- þá hvenær það verður. Þetta ástand núna hefur verulega skaðað starf- semina og miklu meira en þyrfti.“ Bera ekki ábyrgð Anna Kristinsdóttir, mannréttinda- stjóri Reykjavíkurborgar, segir það ekki koma borginni við þótt Alþjóða- húsið sé rekið með halla. „Við þurfum að meta hvernig þjón- ustu við innflytjendur er best farið og erum með sérstakan starfshóp til að sinna því. Við erum búin að greiða fyrir þessa þjónustu til áramóta og tökum ákvörðun um hvernig henni verður háttað árið 2010. Það eru eng- ar breytingar fyrirsjáanlegar en við viljum að þjónustunni sé vel sinnt. Það er ekki okkar vandi ef rekstrar- vandi er í húsinu. Við berum enga ábyrgð á starfsemi Alþjóðahússins.“ Fjögurra milljóna króna arður var greiddur til hluthafa Alþjóðahússins ehf. í fyrra. Hagnaður ársins 2007 var aðeins tæplega þrjár milljónir. Katla Þorsteinsdóttir, stjórn- armaður Alþjóðahússins ehf., segir arðinn hafa verið greiddan fyrir árið 2007 og 2006. Alþjóðahúsið þurfti að segja upp öllum starfsmönnum um mánaðamótin vegna fjár- hagserfiðleika. Framtíð þess er óráðin. ARÐUR GREIDDUR ÚR ALÞJÓÐAHÚSINU „Það er í höndum Reykjavíkurborgar hvort Alþjóðahúsið ehf. verður til í janúar árið 2010.“ liljA KAtrín gunnArSdóttir blaðamaður skrifar liljakatrin@dv.is Ekkert gruggugt Katla segir ekkert athugavert við arðgreiðslur Alþjóðahúss- ins til Kosmos. Peningurinn fer í varasjóð. Siðanefnd Blaðamannafélags Ís- lands hefur úrskurðað að ritstjórar og blaðamaður DV hafi framið alvarlegt brot gegn ónafngreindri konu, þegar birt var viðtal við kraftlyftingamann- inn Ingvar Jóel Ingvarsson í helgar- blaði DV 12. júní síðastliðinn. Í viðtalinu sagði Ingvar Jóel meðal annars frá upplifun sinni af sambandi og samskiptum sem hann átti við ónafngreinda konu, sem hann taldi sig svikinn af. Þótt konan hafi aldrei verið nefnd á nafn í viðtalinu fullyrðir siða- nefndin að þar „jaðri við nafngrein- ingu“, þar sem fram hafi komið að um- rædd kona sé tengd heimi kraftlyftinga, sé gift, eigi tvo syni og hafi átt „stöð“ sem Ingvar lagði peninga í, en fór svo í þrot. Að mati siðanefndar nægja þess- ar upplýsingar til að nafngreina „út fyr- ir heim kraftlyftinga“. Konan leitaði ekki leiðréttingar á umfjölluninni, eins og krafa er um í siðareglum. Hins vegar var, að mati meðlima siðanefndar, vandséð að hægt væri að leiðrétta meintar rang- færslur í máli Ingvars og var málið tekið fyrir á grundvelli þess og undan- þáguákvæðis í siðareglum. Í röksemdum fyrir úrskurðinum er fullyrt að „sterkar vísbendingar“ hafi verið uppi um „andlegt ójafnvægi“ Ingvars, þar sem hann hafi kveðist hafa sótt þjónustu sálfræðings á ein- hverjum tímapunkti, sem og heilara. Vegna hins meinta andlega óstöðug- leika viðmælandans hefði átt að fara „sérstaklega varlega við birtingu við- talsins“, að mati siðanefndarinnar. Í siðanefnd blaðamannafélags- ins sitja Hjörtur Gíslason, fyrrver- andi blaðamaður Morgunblaðsins, Jóhannes Tómasson, fyrrverandi blaðamaður Morgunblaðsins, Frið- rik Þór Guðmundsson fréttamað- ur og Valgerður Anna Jóhannsdóttir fréttamaður. Formaður nefndarinnar er Björn Vignir Sigurpálsson, blaða- maður á Morgunblaðinu. Aths. ritstjóra Í viðtali við Ingvar Jóel Ingvarsson kom fram frásögn hans af persónu- legri reynslu hans, en þar var kær- andi hvergi nefndur á nafn. Hér er harmað að siðanefnd viðhafi alvar- legar aðdróttanir um „andlegt ójafn- vægi“ nafngreinds viðmælanda DV. Siðanefnd segir birtingu viðtals varasama – efast um andlegt jafnvægi manns: „Andlegt ójafnvægi“ viðmælanda Fjölmiðlar Siðanefnd Blaðamannafé- lags Íslands hefur úrskurðað að viðtal sem DV birti brjóti gegn siðareglum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.