Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2009, Blaðsíða 50
„Æfingarnar eru styrkjandi og lið-
kandi en það er auðvitað afar jákvætt
að viðhalda meðfæddum liðleika
barnanna. Þau geta svo hvatt foreldra
sína áfram og minnt þau á að reyna
að ná í tærnar,“ segir Hrafnhildur
Sigurðardóttir, eigandi heilsuræktar-
innar Jafnvægis, en þar hefjast fljót-
lega námskeiðin Gaman saman og
Með á nótunum, sem eru skemmti-
legir tónlistar- og danstímar fyrir ung
börn og foreldra þeirra. Námskeiðið
Gaman saman er fyrir börn á aldrin-
um þriggja til fimm ára en Með á nót-
unum er fyrir börn á aldrinum eins
til þriggja ára. „Markmiðið er fyrst
og fremst að hafa gaman en þem-
að í báðum hópunum er tónlist. Í
eldri hópnum er meira um Pilates og
jógaæfingar sem við iðkum um leið
og við syngjum en í yngri hópnum er
áherslan á hreyfingu og sönglög sem
örva málþroska.“ Hrafnhildur, sem er
söngmenntaður grunnskólakennari,
jógakennari, STOTT -Pilates-kennari
og fjögurra barna móðir, segir börn-
in hafa gaman af tímunum. „Tímarn-
ir eru fljótir að líða og þau skemmta
sér svo vel að þau vilja ekki alltaf fara
heim,“ segir hún brosandi og bæt-
ir við að allir geti dansað og sungið.
„Sama hvort það er vögguvísa eða
meira stuðlag og hvort við erum lag-
laus eða ekki þá er dans og söngur
eitthvað sem við verðum að hlúa að
og ég held að það sé óhætt að segja að
okkur sé eiginlegt bæði að dansa og
syngja,“ segir Hrafnhildur sem hef-
ur hingað til haldið námskeiðin víðs
vegar um borgina en mun á næstu
dögum opna heilsuræktina Jafn-
vægi í nýju húsnæði í Garðabænum
auk þess sem hún er að gefa út sína
þriðju bók. Þrátt fyrir annríki í starfi
og stóra fjölskyldu segist Hrafnhild-
ur eiga auðvelt með að sameina starf
og móðurhlutverk. „Ég hef alltaf verið
skipulögð og kraftmikil og jógað hjálp-
ar mér að einbeita mér að einum hlut
í einu. Ég er ævinlega með mörg járn í
eldinum en tekst samt að vera til stað-
ar fyrir fjölskylduna. Ég stend heldur
ekki í þessu ein því ég fæ góða hjálp
frá eiginmanninum, foreldrum mín-
um og systkinum,“ segir Hrafnhildur
og bætir við að opnun stöðvarinnar sé
gamall draumur sem nú sé að rætast.
„Andrúmsloftið þarna verður öðruvísi
en á þessum stóru stöðvum því þarna
verða rólegheit og nánd í forgrunni,“
segir hún að lokum. Hægt er að lesa
meira um námskeiðin Gaman saman
og Með á nótunum á heimasíðunni
www.jafnvaegi.is.
indiana@dv.is
Er fataskápurinn tilbúinn fyrir haustið?
Nú þegar haustið er á næsta leiti er ekki seinna vænna að
laga til í fataskápnum eftir sumarið. Léttu, þunnu, skemmti-
legu sumarfötin verða víst að víkja fyrir þykkari, hlýrri flíkum.
Það er um að gera að nota þetta tækifæri til að koma skipu-
lagi á skápinn og gefa það sem við erum hættar að nota.
Við verðum líka að hafa pláss í skápnum fyrir öll nýju flottu
haustfötin sem við eigum eftir að kaupa!
„Ég fór af stað af umhverfisástæðum
því mér finnst fáránlegt að fylla rusla-
tunnuna af bleium,“ segir Hlín Ólafs-
dóttir sem framleiðir Montrassa-tau-
bleiurnar. Hlín fór að skoða úrvalið
þegar hún var ófrísk að seinna barni
sínu og komst að því að gömlu tau-
bleiurnar voru horfnar en nútíma-
legar og flottar bleiur teknar við. „Ég
ákvað að sauma sjálf bleiur og það var
fljótt að fréttast og nú er ég með tvær
konur sem sauma með mér,“ segir
Hlín sem framleiðir bleiurnar í frí-
tíma þar sem hún sinnir fullri vinnu.
„Eldra barnið mitt notaði bréfbleiu
svo ég hef reynslu af hvorutveggja og
mér finnst taubleian mun þægilegri
bæði fyrir mig og barnið auk þess
sem þetta verður að áhugamáli.“ Hlín
segir byrjunarpakkann af taubleium
kosta frá 25 þúsund krónum upp í 60
þúsund en telur að það borgi sig að
byrja sem fyrst að nota tauið. „Eins
og verðlagið er í dag held ég að það
sé ekki spurning að taubleiurnar eru
ódýrari og svo er þetta mun betra fyr-
ir náttúruna því það eru allir rusla-
haugar að fyllast af bleium og dömu-
bindum. Með því að nota taubleiu
ertu að hugsa um framtíð barnsins.“
Hlín fékk styrk frá Atvinnumálasjóði
kvenna og stefnir á frekari fram-
leiðslu. „Draumurinn er að stækka
við mig hægt og rólega en ég vil halda
þessu íslensku enda skemmtilegt
þegar eitthvað er íslensk framleiðsla.“
Hægt er að skoða úrvalið og panta
bleiur á montrassar.net auk þess sem
taubleiumarkaður verður haldinn
laugardaginn 12. september í Manni
lifandi í Borgartúni.
indiana@dv.is
Hlín Ólafsdóttir framleiðir og selur taubleiurnar Montrassa:
taublEiur ódýrari og bEtri
UmsjóN: INDÍANA ÁsA HREINsDóTTIR
Íslensku dýrin
á sængurveri
Þetta fallega sængurver er ís-
lensk framleiðsla og fæst í Lín-
Design í gamla Sjónvarpshúsinu
á Laugaveginum. Sængurverið
er hluti af vörulínunni Íslensku
dýrin sem Freydís Kristjáns-
dóttir textílhönnuður hannaði.
Myndirnar á sængurverinu eru
afar skemmtilegar af glaðlegum
dýrum og unnar úr gömlum ís-
lenskum ljóðum og henta því vel
inn í barnaherbergið. Hægt er
að fá sængurverin í mismunandi
stærðum en einnig fást barna-
leikteppi, púðar, veggpokar og
rimlahlífar í sama stíl. Sam-
kvæmt upplýsingum frá LínDe-
sign eru sængurverin unnin úr
gæðabómul enda eiga börnin
allt það besta skilið.
Útsaumur
breytist Í
tösku
Þessar geggjuðu og öðruvísi
töskur fást í versluninni Miss
Patty’s á Hverfisgötunni. Það er
skóhönnuðurinn Lilja Dröfn sem
hannar töskurnar sem eru unnar
úr leðri og með útsaum. Engar
tvær töskur eru eins og nú er
hægt að taka útsaumuðu mynd-
ina frá ömmu niður af veggnum
og láta Lilju Dröfn gefa henni
nýtt líf sem fallegri tösku. Opn-
unartíma verslunarinnar Miss
Patty’s hefur verið breytt en héð-
an í frá verður opið á fimmtu-
dögum frá 13-20 og á föstudög-
um frá 13-18. Tilvalið að kíkja í
heimsókn áður en haldið er af
stað út á lífið!
innsýn Í lÍf
Ísdrottningar
Enginn áhugamaður um tísku ætti
að láta heimildarmyndina The Sept-
ember Issue fram hjá sér fara en
myndin er sýnd í bíóhúsum borgar-
innar þessa dagana. Í myndinni er
fylgst með Önnu Wintour, ritstjóra
Vogue-tímaritsins, og samstarfsfólki
hennar við undirbúning september-
blaðs ársins 2007. Myndin veitir áður
óþekkta innsýn í veröld Wintour
sem oft er kölluð Ísdrottningin en
tískuritstjórinn í kvikmyndinni The
Devil Wears Prada var byggður á
Wintour.
Hrafnhildur Sigurðardóttir opnar bráðlega heilsuræktina Jafnvægi þar sem hún býð-
ur meðal annars upp á skemmtilega tónlistar- og danstíma fyrir ung börn og foreldra
þeirra.
50 föstudagur 11. september 2009 lífsstíll
allir geta dansað
og sungið
Hrafnhildur Sigurðardóttir „Ég hef alltaf verið skipulögð og kraftmikil og jógað hjálpar mér að einbeita mér að einum hlut í
einu. Ég er ævinlega með mörg járn í eldinum en tekst samt að vera til staðar fyrir fjölskylduna.“
Hlín með yngra
barnið sitt Hlín fór
af stað með fram-
leiðslu á bleium af
umhverfisástæðum.
Flottar bleiur Hægt er að panta bleiur
á montrassar.net en taubleiumarkaður
verður haldinn laugardaginn 12.
september í manni lifandi.