Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2009, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2009, Blaðsíða 34
34 föstudagur 11. september 2009 helgarblað yfir.„ Áður en við leggjum af stað er kona mín svo orðin hálf veik. Við vorum á báðum áttum um hvort að ættum að fara en gerðum það nú.“ Skömmu seinna veikist Jóhann líka. „Ég tek fljótt eftir því að þetta sé ekki alveg eðlilegt því það gengur blóð niður af mér. Svo varð ég bara fárveikur.“Jóhann fór strax til læknis þegar hann kom í bæinn og var þá sendur í ristilspeglun. „Þar kom í ljós að ég var með æxli í ristlinum. Læknirinn segir nú við mig að ég sé mjög hepp- inn að þetta hafi greinst svona fljótt og nefnir sem dæmi að skömmu áður hafi komið til hans tveir menn töluvert yngri en ég. Fyrir þá var lítil von þar sem meinið hafði dreift sér.“Læknirinn gerði Jóhanni það ljóst að líf hans gæti verið í hættu ef hann léti ekki fjarlægja meinið og fór hann því á fund skurðlæknis í kjölfarið. „Hann teiknar þetta upp fyrir mér. Hann teiknar ristil- inn upp eins og öfugt U. Dregur svo línu horn- anna á milli og tekur annan helminginn alveg í burtu. Ég var nú ekki alveg til í það að 2/3 rist- ilsins væri bara skorinn í burtu sí svona, hann hljóti að vera þýðingarmeiri en það.“Jóhann fær þau svör að svo stór hluti ristilsins sé fjar- lægður til þess að fyrirbyggja að meinið taki sig upp að nýju. „Mér leyst ekki á þetta enda ver- ið sagt af lækninum sem speglaði mig að þetta væri bara „snip snap“ æxlið fjarlægt og ristill- inn saumaður saman. Á endanum ákvað ég að halda mig við óhefðbundnar lækningar um sinn.“ Þáði engin lyf Jóhann dregur það að fara í aðgerðina eða frekari skoðun þangað til í desember 2008 en þá fer hann aftur til læknisins sem setti hann í speglunina. „Honum er nokkuð brugðið yfir því að ég sé ekki enn búinn að fara í aðgerð- ina og skoðar mig aftur. Hann segir hættu á því að ristillinn gæti lokast og að ég verði hrein- lega að fara í aðgerðina. Honum finnst samt at- hyglisvert hvað æxlið hafi stækkað lítið miðað við þann tíma sem hafði liðið frá því ég kom í speglun. Hann taldi ekki ólíklegt að eitthvað af óhefðbundnu aðferðunum væru að hafa ein- hver áhrif.“ Jóhann gekkst að lokum undir að- gerðina í mars þar sem hluti ristilsins var fjar- lægður. „Hún gekk vel en ég tók engin lyf. En eftir aðgerðina kemur læknirinn sem skar og segir mér að líklega sé þetta búið að dreifa sér í lifrina.“ Enn eytt áfallið en Jóhann var þrátt fyrir það nokkuð brattur. „Ég átti að ræða við skurðlækni um málið en hann kom aldrei til mín meðan ég var á spít- alanum. Ég var svo sendur heim og bjóst alltaf við því að heyra frá lækninum en gerði aldrei. Maður upplifði í þessu ferli ýmiskonar göt í heilbrigðiskerfinu.“ Það var ekki fyrr en Jóhann hafði samband við heimilislæknirinn sinn að hann fór að grennslast fyrir um málið. „Þá kom í ljós að það var bara algjört sambandsleysi á milli læknanna.“ Engin aðgerð, engin lyfjameðferð Jóhanni var í kjölfarið boðið tveir kostir. Ann- ars vegar að fara í áhættusama aðgerð þar sem fjarlægður yrði hluti af lifrinni eða þá að undir- gangast lyfjameðferð. „Ég ræddi þá við lyflækn- inn og bað hann að sagði mér hreinlega hverj- ar líkurnar á bata væru. Ef ég gerði ekki neitt og væri svona í meðaltalinu að þá ætti ég sex til tólf mánuði eftir ólifað. Ef ég færi í lyfjameð- ferð væri einn á móti sex að ég fengi fullan bata .“Jóhanni þótti hvorugur kosturinn góður og treystir frekar á að heildrænar meðferðir reyn- ist betur. „Ég ákvað því að halda áfram minni meðferð en gjarnan undir eftirliti lækna. Sam- kvæmt því sem ég hafði kynnt mér sýndi hún tölfræðilega mun meiri líkur á bata og þá gæti ég jafnframt unnið og sinnt þeim verkefnum sem ég hafði ákveðið að ráðast í. Það hefði ég ekki getað gert ef ég hefði farið aðra hvora leið læknavísindanna.“Jóhann gerir sér fulla grein fyrir því að hann gæti átt stutt eftir ólifað. „Ef ég versna þá endurskoða ég kannski afstöðu mína.“ Þrátt fyrir veikindi sín líður Jóhanni ágætlega eins og hann orðar það sjálfur. Styrkir Fjölskylduhjálp Íslands Þau verkefni sem aðgerðin og lyfjameðferðin hefðu meðal annars sett í uppnám eru mynd- listasýning sem Jóhann er að skipuleggja og útgáfan á nýjustu plötunni hans sem er vænt- anleg í október. „Opnun sýningarinnar verður núna á laugardaginn 19. september,“ en sýn- ingin er haldin í Ráðhúsi Reykjavíkurborgar og stendur til 30.september. „Ég sendi engin boðskort út en mér þætti vænt um ef þeir sem áhuga hafa á að mæta á opnunina færu inn á heimasíðu mína www.johanng.is til að skrá sig á póstlistann og þá fá viðkomandi send boðs- kort sem tölvupóst.“ Á sýningunni er Jóhann að vinna með form sem hann hefur verið að þróa síðan árið 1995. Það er hið heilaga form sköpunarinnar eða form þríhyrningsins. „Ég er búinn að vera að vinna lengi með þessa tinda eða pýramída og ég rek áhuga minn á þessu formi til fjallsins Keilis á Suðurnesjum,“ en þar er Jóhann fæddur og uppalinn. Jóhann hef- ur ákveðið að gefa Fjölskylduhjálp Íslands eitt verka sinna en með því vill hann sýna stuðn- ing í verki við hið ómetanlega starfi sem þau standa fyrir. „Á meðan á sýningunni stendur verður uppboð á verkinu sem byrjar í 400.000 krónum.“ Um stórt olíumálverk er að ræða en Jóhann ætlar einnig að gefa póstkort af mynd sinni „Lífsbarátta“ með textanum „Okkar fram- tíð“ sem hann samdi á sínum tíma til stuðnings íslenskum iðnaði. Kortið var gefið út 1994 í til- efni af 50 ára afmæli íslenska Lýðveldisins og Landgræðslusjóðs í tengslum við hvatningará- takið Yrkjum Ísland. „Ég bjóst ekki við því að þessi texti yrði gjald- gengur aftur því upp í kring um 2000 vor menn orðnir svo „global“ þekkjandi en í núverandi ástandi samfélagsins virðist hann aldrei hafa átt betur við.“ Meiningin er að á sýningunni geti fólk tekið sér eintök af kortinu og greitt eft- ir getu í sérstakan söfnunarbauk sem verður á vegum Fjölskylduhjálparinnar. Kafar í reynslubankann Væntanleg plata Jóhanns hefur enn ekki hlotið nafn en þar nýtir hann sér alla þá reynslu sem hann hefur öðlast á löngum ferli sínum. „Plat- an er öll á íslensku og sem fyrr er viðfangsefnið bara mannlífið.“ Jóhann nefnir sem dæmi lag- ið Kveðju orð sem verður að finna á plötunni. Það er saga af hjónum sem eru að skilja. Það er kannski svolítið undir áhrifum frá Bítlunum en lagið segir sögu Bob og Mary.“ Upphalfega samdi Jóhann lagið á ensku fyrir rúmum tíu árum síðan á Spáni en hefur núna íslenskað textann. „Þau hafa verið í sambandi í 35 ár en Mary er að yfirgefa Bob þar sem hann situr að horfa á fótboltaleik og drekka bjór.“ Liðin sem takast á í textanum eru Liverpool og Glasgow Rang- ers en í sömu andrá og Mary gegnur út um dyrnar fellir Bob tár. „Það er látið liggja á milli hluta hvort það sé útaf því að hún er að fara eða vegna þess að Glasgow Rangers var að skora gegn liðinu hans, Liverpool.“ Hafnað af Bylgjunni Eitt lag af plötunni er þegar komið í spilun og heitir það Taktu þér tíma. Lagið vakti töluverða athygli í sumar þegar Fréttablaðið greindi frá því að Hlustendaráð Bylgjunnar hafi hafnað því að lagið kæmist í spilun. Jóhann var ekki sáttur við þá ákvörðun og lét í sér heyra. Hann segir þró- un í íslensku útvarpi sorglega og íslenskri tónlist seint til framdráttar. „Það er mjög undarlegt að þröngur hópur manna ákveði það hvað hlust- endur fá að heyra og hvað ekki. Sérstaklega af íslenskri dægurlagatónlist. Manni finnst nú að hlustendur ættu að fá að skera úr um hvort að lag fái spilun eða ekki. Bylgjan er orðin miðstýrðari en gamla Ríkisútvarpið var á sínum tíma.“ Jóhann segir það dapurlega staðreynd að megnið af þeirri íslensku tónlist sem framleidd er fái litla spilun yfir höfuð. „Megnið af íslenskri tónlist hefur aldrei hljómað í íslensku útvarpi. Í staðinn er síspilun í gangi á öllum stöðvum þar sem fá lög eru endurtekin aftur og aftur, langflest erlend. Rás 2 stendur sig þó sínu best. Manni finnst það eiginlega sjálfsagt að listamenn sem eru að leggja fram vinnu sína og hæfileika til að auðga íslenskt menningalíf og tónlistarflóru sé sýnd sú lágmarks kurteisi að tónlist þeirra fái einhverja kynningu. Undirtektir hlustenda sker þá bara úr hvað lifir og hvað ekki. Þakklátur fyrir allt. Jóhann ákvað að halda upp á sextugsafmælið sitt árið 2007 með því að setja á laggirnar vef- síðuna www.johanng.is. Þar verður hægt að kaupa hans helstu verk, nálgast upplýsingar um hann og hafa samband. Jóhann er sífellt að vinna að því að bæta vefsíðuna og hann er með hugmyndir uppi um að opna sérstakt svæði þar sem fólk getur fylgst me gerð hljómplötu hans, einnig þeim lækningaleiðum sem hann hefur verið að nýta sér í baráttunni við veikindi sín. „Ef maður lifir þetta nú af þá er kannski fólk þarna úti sem hefur áhuga á því að kynna sér hvað annað er í boði. Það kemur víða fram í því sem ég hef lesið um þessi mál að upplýsingum sé vísvitandi haldið frá fólki vegna hagsmuna lyfjafyrirtækja og annarra. Það er til dæmis ein meðferð sem byggir á notkun matarsóda. Sú leið er kannski „effektífari“ en notkun margra þessara dýru lyfja. Það væru auðvitað hræði- leg tíðindi fyrir lyfjarisana ef að í ljós kæmi að matarsódi og Mables síróp geri meira gagn en bestu lyfin þeirra. Annað er Essiac te sem sýndi svo mikinn árangur í Kanada á sínum tíma að það stóð til að lögleiða það sem skilvirka með- ferð en komið var í veg fyrir það af aðilum sem höfðu aðra hagsmuni að verja. Á linknum: www.budwigflax.com/ er að finna eina árang- ursríkustu meðferðina gegn krabbameini, sem ég nota“. Eins og kom fram í upphafi tekst Jóhann óttalaus á við veikindi sín og virðist óhrædd- ur við að fara eigin leiðir. „Það var einhvertím- ann innbyggt í mig að ég yrði ekki mikið eldri en fertugur svo ég hef þegar lifað lengur en ég bjóst við. Ég er mjög þakklátur fyrir allt sem ég hef upplifað og lít lífið björtum augum.“ FErill Jóa G. n Jóhann G. Jóhannsson er fæddur 22. febrúar 1947 í Keflavík. n Á ferlinum lék hann með eftirfarandi hljóm- sveitum: Straumar (1965), Óðmen (1966-68), Musica Prima (1968-69), Óðmenn II (1969-70) Tatarar (1971), Náttura (1972) Póker (1978). Helstu útgáfur tónlistar: n 1970 Óðmenn II (tvöfalt album) n 1974 Langspil (1. sólópl.) n 1976 Mannlíf (2. sólópl.) n 1979 Kysstu mig-Íslens kjötsúpa/Íslensk kjötsúpa n 1979 Heildarútgáfa JGJ n 1988 Myndræn áhrif (3. sólópl.) n 1991 Gullkorn JGJ – 37 lög og textar, nótna- bók fyrir píanó, mfl. geislaplata með 19 lögum leiknum á píanó n 1993 Gullinn sax – instrumental/Halldór Pálsson n 1997 Asking for love/Ýmsir n 1999 3 Pýramídar- raftónverk eftir JGJ gefið út í tilefni aldamótanna 2000 - 2001 n 2003 Gullkorn Jóhanns G. Jóhannssonar – 18 lög og textar JGJ – ýmsir flytjendur lög og textar til stuðnings sérstökum málefnum: n 1979 Burt með reykinn/Samstarfsnefnd um reykingavarnir, útgáfa í tengslum við Reyklaus- an dag 23. janúar 1979 – 2 lög og textar eftir JGJ n 1985 Hjálpum þeim (texti JGJ við lag Axels Einarssonar) n 1994 Yrkjum Ísland (lag og texti JGJ) Hvatningarátak Yrkjum Íslands til stuðnings Landgræðslusjóði n 2002 Hvatningarátak-HÆTTUM AÐ REYKJA! samstarfsverkefni JGJ & UMFÍ. Á vegum átaksins kom út CD Hættum að reykja með lögunum Tóm tjara, Furðuverk og Svæla, svæla, reykjarsvæla. Önnur þekkt lög eftir Jóhann n Dont Try To Fool Me n Eina ósk n Traustur vinur n Hvers vegna varst´ekki kyrr? n Fljúgum hærra n Við eigum samleið n Jóhann hefur einnig starfað sem mynd- listamaður um áraráðir og rak einnig Gallerí Lækjatorg, Listamiðstöðina og stofnaði svo tónlistarbarinn Púlsinn. „Ég er mjög þakklátur fyrir allt sem ég hef upplifað og lít lífið björ- tum augum.“ Vill ekki aðgerðir og lyfjameðferð Jóhann telur líkur á bata meiri með heildræn- um meðferðum. Mynd raKEl óSK SiGurðardóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.