Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2009, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2009, Blaðsíða 13
fréttir 11. september 2009 föstudagur 13 Spyrja kröfuhafa Vilhjálmur Bjarnason, lektor við við- skipta- og hagfræðideild Háskóla Ís- lands og formaður Félags fjárfesta, segist í samtali við DV ekki vilja tjá sig neitt sérstaklega um hvort ekki sé óheppilegt fyrir Íslandsbanka að vera með sama starfsfólk í áhættu- stýringu, innri endurskoðun og lána- eftirliti bankans og starfaði þar fyr- ir hrun. „Það er hins vegar spurning hvað kröfuhöfum finnst um það,“ seg- ir Vilhjálmur. Í þeim deildum sem hér voru nefndar starfa 50 starfsmenn og unnu þeir allir hjá gamla Glitni fyrir bankahrun. Samkvæmt heimildum DV hefur enginn starfsmaður inn- an Íslandsbanka fengið réttarstöðu grunaðs manns vegna mála tengdra bankahruninu hjá sérstökum sak- sóknara eða efnahagsbrotadeild ríkis- lögreglustjóra. Það mál sem er líkleg- ast hvað tengdast Glitni er Stímmálið. Heimildir herma að stjórn Íslands- banka muni skoða stöðu starfsmanna ef þeir fái réttarstöðu grunaðs manns. Stímmálið hefur verið til rannsóknar hjá FME. Fimmta stærsta gjaldþrotið Þann 15. október 2008 var 97 starfs- mönnum sagt upp hjá Glitni. Æðstu stjórnendur héldu þó nánast allir störfum sínum þrátt fyrir að bankinn hefði afrekað það að komast í fimmta sæti yfir stærstu gjaldþrot sögunnar. Lárus Welding, forstjóri Glitnis, lét þó af störfum og Eggert Þór Kristóf- ersson, fyrrverandi framkvæmda- stjóri eignastýringar, er líka hættur. Gjaldþrot Glitnis er metið á 18,7 milljarða dollara, eða 2.400 millj- arða íslenskra króna miðað við nú- verandi gengi. Það er þó langt frá stærsta gjaldþrotinu hjá Lehman Brothers, bankanum sem varð þess valdandi að Glitnir gat ekki fjármagnað sig í september 2008. Gjaldþrot hans er metið á 120 millj- arða dollara, eða tæplega 15 þús- und milljarða íslenskra króna. Tveir stjórnendur létu nýverið af störfum hjá Íslandsbanka. Einar Örn Ólafs- son, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka, hætti hjá bankanum vegna trún- aðarbrests á milli hans og forsvars- manna bankans. Hann starfar í dag sem forstjóri Skeljungs. Á sama tíma og Einar hætti hjá Íslandsbanka lét nánasti samstarfsmaður hans, Kári Þór Guðjónsson, af störfum. Óbreytt yfirstjÓrn Íslandsbanka Sama fólk fyrir og eftir hrun Birna EinarSdóttir bankastjóri Íslandsbanka Var áður framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Glitnis. Fékk 184 milljóna króna kúlulán. róSant Már torFaSon yFirmaður áhættustýrinGar, lánaeFtirlits oG löGFræðisViðs Íslandsbanka Var áður fjármálastjóri Glitnis. Fékk 800 milljóna króna kúlulán. VilhElM Már ÞorStEinSSon FramkVæmdastjóri FyrirtækjasViðs Íslandsbanka Var framkvæmdastjóri fjárstýringar og viðskiptaþróunar Glitnis. Fékk 800 milljóna króna kúlulán. JóhannES BaldurSSon yFirmaður FjárstýrinGar oG markaðsViðskipta Íslandsbanka Var framkvæmdastjóri markaðsviðskipta Glitnis. jóhannes fékk 800 milljóna króna kúlulán. StEFán SigurðSSon FramkVæmdastjóri eiGnastýrinGar Íslandsbanka starfaði áður í fjárstýringu og viðskiptaþróun Glitnis. Fékk 170 milljóna króna kúlulán. MagnúS a. arngríMSSon starFsmaður FyrirtækjasViðs Íslandsbanka Fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Glitnis. SVErrir Örn ÞorValdSSon Forstöðumaður áhættustýrinGar Íslandsbanka Var áður framkvæmdastjóri áhættustýringar Glitnis og sat í skilanefnd Glitnis. hjá honum starfa 22 starfsmenn sem allir unnu áður hjá Glitni. ágúSt hraFnkElSSon Forstöðumaður innri endurskoðunar Íslandsbanka Var forstöðumaður innri endurskoðunar Glitnis og sat í skilanefnd Glitnis. hjá honum starfa 6 starfsmenn sem allur unnu áður hjá Glitni. guðrún gunnarSdóttir Forstöðumaður lánaeFtirlits Íslandsbanka hún var áður forstöðumaður lánaeftirlits Glitnis. hjá henni starfa 20 starfsmenn sem allir unnu áður hjá Glitni. undir hana heyra lánanefndir sem þurfa að samþykkja lánveitingar bankans. kristján Einarsson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu, segir fyrrverandi starfsmann sinn, Bjarna ingimarsson, hrella sig í símtali við núverandi yfirmann Bjarna, guðna ágústsson, slökkviliðsstjóra í Þorlákshöfn. Í símtalinu hefur Kristján einnig í hótunum í garð Bjarna. Þetta kemur fram í trúnaðarbréfi sem DV hefur undir höndum. Málið er til rann- sóknar hjá stjórn og fulltrúaráði Brunavarna Árnessýslu. mál kristjáns á borð stjÓrnar Bjarni Ingimarsson starfaði sem slökkviliðs- og trúnaðarmaður hjá Brunavörnum Árnessýslu og var einn af mörgum sem hættu vegna ósættis við slökkviliðsstjórann, Kristján Einarsson. Bjarni réð sig þá í slökkviliðið í Þorlákshöfn en áreitið frá Kristjáni hélt áfram eins og kemur fram í trúnaðarbréfi sem DV hefur undir höndum. Í bréfinu er sagt frá símtali þar sem Krist- ján fer ófögrum orðum um Bjarna. Samkvæmt heimildum DV er það mat nokkurra slökkviliðsmanna að Kristján leggi Bjarna beinlínis í ein- elti. Ætlaði að reka Bjarna Undir bréfið skrifar Guðni Ágústs- son, slökkviliðsstjóri í Þorlákshöfn. Í bréfinu segir hann frá samskipt- um sínum við Kristján í gegnum símtal þann 16. júní. Í bréfinu kem- ur meðal annars fram að Kristján hafi ætlað að sverta mannorð for- eldra Bjarna en Guðni hafi stöðv- að það. Þá ætlaði Kristján að láta reka Bjarna úr aðalstarfi sínu. Texti bréfsins er eftirfarandi: „Guðni Ágústsson slökkviliðs- stjóri í Þorlákshöfn fékk símtal þann 16. júní s.l. frá Kristjáni Ein- arssyni slökkviliðsstjóra Bruna- varna Árnessýslu (BÁ) þar sem eftirfarandi kom meðal annars fram: Kristján byrjaði á að spyrja hvort Guðni ætlaði virkilega að ráða Bjarna Ingimarsson, fráfar- andi varðstjóra hjá BÁ, til starfa hjá slökkviliði Þorlákshafnar, hann væri bæði óferjandi og óalandi og gerði allt vitlaust hvar sem hann kæmi. Eini tilgangur Bjarna með því að hefja störf í Þorlákshöfn væri til að geta verið áfram í stjórn landsambands slökkvi- liðs- og sjúkraflutningsmanna til að hrella sig. Einnig ætlaði Kristján að fara að tala niðrandi um foreldra Bjarna en Guðni stöðvaði það strax. Að síðustu sagði Kristján að hann ætlaði að fara á aðalvinnu- stað Bjarna, MS Selfossi, og sjá til þess að hann yrði rekinn þaðan.“ Fær kannski áminningu Bréfið var undirritað af Guðna og sendi Bjarni það til stjórnar og full- trúaráðs Brunavarna Árnessýslu sem hefur málið til athugunar. Guðni ætlar ekki að tjá sig um málið opinberlega fyrr en niður- staða fæst en sagði í samtali við DV í júní að þetta væri „mjög viðkvæmt mál“. Bjarni vill ekki tjá sig af sömu ástæðu en ekki er langt síðan hann sendi bréfið. „Ég sendi bréfið til stjórnar og fulltrúarráðs Brunavarna Árnes- sýslu. Aðrir aðilar eiga ekki að hafa bréfið undir höndum.“ Samkvæmt heimildum DV er ekki ljóst hvenær niðurstaða fæst í málið en það mun skýrast á næst- unni. Gæti farið svo að Kristján yrði áminntur fyrir at- hæfi sitt. Kristján vill ekki tjá sig í fjölmiðlum þar sem hann hef- ur áður brennt sig á þeim ummæl- um sem höfð voru eftir honum. áralangt ósætti DV skrifaði fyrst um ósætti innan Brunavarna Árnessýslu í janúar þegar 25 af 63 slökkviliðsmönn- um stefndu Brunavörnum. Sner- ist málið um síma sem slökkviliðs- mennirnir fengu svo hægt væri að kalla þá út á öllum tímum sólar- hringsins. Símamálið var kornið sem fyllti mælinn í samskiptum slökkvi- liðsmanna við Kristján en deil- ur þeirra í milli ná mörg ár aftur í tímann. Í samtali við DV í janúar sagðist Kristján ekki kannast við ósætti innan Brunavarna Árnes- sýslu. Hann kenndi kreppunni um pirring vegna vangoldinna síma- greiðslna. Í kjölfarið sögðu fjölmargir slökkviliðsmenn upp, þar á meðal Bjarni, og létu ellefu þeirra af störf- um í júníbyrjun. Allt voru þetta miklir reynsluboltar. Um næstu mánaðamót hættir einn starfsmað- ur hjá Brunavörnum Árnessýslu. hótaði Bjarna Í símtalinu sagðist kristján ætla að reka bjarna úr sinni aðalvinnu hjá ms selfossi. „Hann væri bæði óferjandi og óalandi og gerði allt vitlaust hvar sem hann kæmi.“ lilJa katrín gunnarSdóttir blaðamaður skrifar liljakatrin@dv.is áralöng deila margir starfsmenn bruna- varna árnessýslu hættu vegna ósættis við kristján. MYnd guðMundur VigFúSSon
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.