Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2009, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2009, Blaðsíða 38
38 föstudagur 11. september 2009 helgarblað afl heldur er hún hreyfing fólks. Þótt hreyfingin eigi ekki þingmenn hætt- ir hún ekki að vera hreyfing. Við mis- stum dálítið sjónar á okkur en ég held að við séum að ná okkur aftur. Ef hreyfingin á ekki þingmenn hætt- ir hún ekki að vera hreyfing fyrir því. En okkur tókst að gera hið ómögu- lega, að koma fjórum á þing, og það hefði aldrei gerst nema með sam- stilltu átaki mjög margra. Það er mik- ið atriði að fólk átti sig á því að þetta er hægt og mikið atriði fyrir okkur að sýna að við getum unnið okkur út úr þessari tilvistarkreppu og komið Borgarahreyfingunni á réttan kjöl.“ Ef þú verður ekki kosin í stjórn, ætlarðu samt að halda í Borgara- hreyfingunni ? „Já já, ég verð alltaf skráður í hreyfingun. Ég verð þá bara að finna mér þann flöt innan hennar sem ég get hugsað mér að vinna á. Ég ætla ekkert að hoppa upp til handa og fóta og hætta þótt fólk vilji mig ekki í stjórn.“ Gerir myndina „Maybe I Should Have“ Mikið af frítíma Gunnars undanfarna mánuði hefur farið í gerð heimild- armyndar um orsök og afleiðing- ar hrunsins mikla. Myndin hefur vinnuheitið „Maybe I Should Have“ og bindur Gunnar vonir við að geta frumsýnt hana í seinni hluta nóvem- bermánaðar. Titillinn vísar til orða sem Geir H. Haarde lét falla í þættin- um Hardtalk á BBC. „Mér finnst þetta einhver flottasta setningin úr öllu þessu. Hardtalk er mjög virtur fréttaþáttur í Bretlandi og þegar einn fréttamaður þeirra var að spyrja Geir sá maður hvað hann hafði unnið mikla heimavinnu og aflað sér mikilla upplýsinga. Þegar hann spyr Geir svo af hverju hann hafi ekki hringt í Gordon Brown þeg- ar deilan við bresk stjórnvöld stjórn- völd stóð sem hæst er þetta svarið sem hann fær! Mér finnst það brjál- æðislega fyndið og kristalla það sem á undan var gengið því það vissi greinilega enginn hvert við vorum að fara.“ Með Gunnari í heimildarmynda- gerðinni eru meðal annars Jón Gúst- afsson, sem þekktastur er fyrir marg- verðlaunaða heimildarmynd sína Reiði guðanna, og kona að nafni Lilja Skaftadóttir sem Gunnar kynntist í kringum borgarafundina. „Svo höfum við verið í samstarfi við hina og þessa og margt gott fólk lagt hönd á plóginn. Þetta er lít- il heimildarmynd með stórt hjarta. Við erum ekki að fjalla um bylting- una sjálfa eða hrunið heldur um við- brögðin eftir það, hvað gerðist og hvert við erum að fara. Og eftir því sem við ræðum við fleira og fleira fólk og skoðum þetta meir og meir erum við að komast að því betur og betur hvað við búum við ofboðslega spillingu hér á Íslandi. Þá er ég ekki að tala um mútur eða eitthvað slíkt heldur hina vanhæfa stjórnsýslu. Jón Baldvin Hannibalsson segir í mynd- inni að Íslendingar ráði ekki við sakamál peningalegs eðlis umfram fimmtíu milljónir og ég held að það sé alveg rétt hjá honum. Við höfum aldrei hlustað neitt á það sem fólk segir okkur og við gerum það ekki enn í dag. það er fullt af málsmet- andi fólki, bæði útlendingum og öðr- um, sem hafa reynt að benda okkur á hvað við erum að gera rangt og hvert þetta stefnir en við hlustum aldrei. Ekki áður og ekki ennþá!“ Reifst við Björgólf Thor Þú segist hafa komist að mikilli spill- ingu hér á landi við gerð myndarinn- ar. Sérðu fyrir þér að einhverjir verði rannsakaðir sérstaklega og þá mögu- lega ákærðir vegna einhvers sem fram kemur í myndinni? „Ég get ekki ímyndað mér hvernig við ætlum að fara að því í þessu um- hverfi og ástandi sem við búum við. Hvernig ætlum við að fara að því að ákæra vini okkar og fjölskyldumeð- limi, frændur og frænkur? Tökum sem dæmi ríkissaksóknara, hann víkur ekki þótt hann sé vanhæfur, og það er ekki hægt að víkja honum. Finnst mönnum þetta bara í lagi? Finnst fólki bara í lagi að það þurfi að stofna fimm, sex sérstaka saksóknara vegna þess að einn saksóknari getur ekki farið frá? Og þegar við sækjum einhverja visku erlendis frá, hvort sem það er norskur hernaðarráðgjafi eða norskur seðlabankastjóri, þá ger- um við ekkert annað en að hæðast að þjóðerni fólksins. Af hverju hæð- umst við þá ekki frekar að hæfileik- um þess eða tölum bara málefnalega um þetta fólk. Eina manneskjan sem hefur getað opnað augu okkar er Eva Joly.“ Á meðal þeirra sem Gunnar ræð- ir við í myndinni er Björgólfur Thor Björgólfsson. „Ég fór og hitti hann í London og ræddi við marga fleiri þar, til dæmis Jón Daníelsson hag- fræðing, Sigrúnu Davíðsdóttur fréttamann og Austin Mitchell, þing- mann breska Verkamannaflokks- ins, og höfðu þau margt fróðlegt að segja. Björgólf hitti ég fyrst í World Class og þá töluðum við um að hann myndi mæta á borgarafund. Það datt upp fyrir og þá hringdi ég í talsmann Björgólfsfeðga sem varð til þess að ég fékk fund með honum í London. Við áttum ágætist móment, sérstaklega fyrir viðtalið þar sem við rifumst,“ segir Gunnar og hlær. Féllu ljót orð? „Nei nei, en við gátum látið vaða á súðum og sagt margt skemmtilegt. Í viðtalinu sagði hann mér svo sem ekki mikið meira en sagt hefur verið áður, en hann sagði mér það kannski öðruvísi. Hann sagði mér reyndar að það hafi enginn saksóknari eða annar opinber rannsóknaraðili tal- að við hann. Það hefur enginn óskað eftir því að fá hann í viðtal eða neitt annað. Mér persónulega fannst það skrítið en það getur verið að það sé eðlilegt. Ég ræddi við Björgólf í júlí og ég veit til þess að saksóknari er ekki enn búinn að tala við hann.“ Stefnir til Tortola Gunnar spurði Björgólf meðal ann- ars hvað honum fyndist um fólk á Íslandi sem teldi hann vera glæpa- mann. „Hann sagði að honum fynd- ist ekkert um það. Og að hann væri enginn glæpamaður og hefði aldrei verið það. Hann sagði mér reyndar líka að hann hefði aldrei verið hrifinn af Sig- urjóni Árnasyni [fyrrverandi banka- stjóra Landsbankans og einum aðal- höfundi Icesave]. Og mér skildist að þeir töluðust ekkert við.“ Var hann þá kannski heldur ekki hrifinn af Icesave? „Við ræddum nú ekki mikið Icesa- ve. En hann taldi eins og allir þess- ir menn að það væru til eignir fyrir þessu.“ Fleiri myndir um hrunið eru í vinnslu, þar á meðal ein með titlin- um Guð blessi Ísland, sem frumsýnd verður í byrjun október. Gunnari finnst litlu máli skipta þótt einhverjar myndir um sama eða svipað efni verði frumsýndar á undan hans mynd. „Ég og Helgi Felixson sem er að gera þá mynd höfum talað saman og hans mynd fjallar kannski meira um hrunið og byltinguna, án þess að ég viti það alveg fyrir víst. Efnið er hins vegar þannig að það væri þess vegna hægt að gera fimmtíu mismunandi myndir um það. En Helgi fór fyrstur af stað með að gera mynd og því eðlilegt að hann frumsýni fyrstur.“ Gunnar segir að lokum að eitt langi hann til að skoða betur fyrir myndina sína. Það er Tortola-eyjan títtnefnda, hið meinta skattaskjól íslenskra at- hafnamanna í Karabíska hafinu. „Okkur langar að skoða þessa eyju og taka upp efni þar fyrir mynd- ina. Núna erum við bara að leita að hagstæðri ferð. Okkur langar að sjá hvernig þetta lítur út þarna og tala við fólk sem er þarna. Eitt flugfélag sem við höfum töluðum við sagði að það þyrfti að fljúga til New York, svo til Boston, þaðan til Púertó Ríkó og síðan til eyju sem heitir Beef Island eða eitthvað þannig. Þaðan þarftu svo að taka bát. Þetta er alla vega ein leiðin en ég veit ekki hvort við höfum efni á þessu. En við ætlum að reyna okkar besta.“ kristjanh@dv.is Einbeittur Gunnar með míkrafón í hönd á einum af fyrstu borgarafundunum í Iðnó síðasta haust. MYND RóBERT REYNISSoN Björgólfur Thor Björgólfsson Hefur ekki veitt mörg viðtöl eftir hrunið. Gunnar fékk þó viðtal við útrásarvíkinginn fyrir heimildarmynd sína um hrunið þar sem Björgólfur sagðist ekki enn hafa verið kallaður til yfirheyrslu í tengslum við rannsókn- ina á hruninu. MYND SIGTRYGGuR ARI JóHANNSSoN Á „nýja“ bílnum Gunnar er kominn á sautján ára gamla Toyotu sem kostaði 150 þúsund kall. MYND BRAGI ÞóR JóSEfSSoN Mótmæli Gunnar hafði aldrei mætt á mótmæli fyrir hrunið. „Fram að því hafði mér alltaf fundist eitthvað skrítið við fólk sem mætti á mótmæli,“ segir Gunnar. MYND RAkEl óSk SIGuRðARDóTTIR „Það er fólk í þessari hreyfingu sem hefur lagt nótt við nýtan dag til að láta þetta verða að veruleika og mér finnst grátlegt ef þrír, fjórir þingmenn geta sett okkur upp við vegg og skemmt þessa hugsjón.“ „Hann sagði mér reyndar líka að hann hefði aldrei verið hrifinn af Sigurjóni Árnasyni.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.