Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2009, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2009, Blaðsíða 19
helgarblað 11. september 2009 föstudagur 19 ÚR ÞORSKHROGNUM Í SNEKKJU ARMANIS dótturfyrirtækisins var að markaðs- setja vörur Bakkavarar í Bretlandi og ætluðu bræðurnir sér að byrja á Bret- landsmarkaði áður en þeir byrjuðu að herja á aðra markaði í Evrópu. Nokkru síðar, árið 1995, tók Bakkavör stórt skref í átt að auknum vexti þegar sjávarútvegsfyrirtækið HB Grandi tók þátt í hlutafjáraukn- ingu þess og eignaðist í kjölfarið um 40 prósenta hlut í félaginu. Kaupþing banki kom svo inn í félagið sem hlut- hafi ári síðar en tengsl Bakkavarar- bræðra og þess banka voru æ síðan afar mikil. Á næstu fjórum árum fór Bakkavör inn á marga aðra markaði, til dæmis í Svíþjóð, Frakklandi, Finn- landi og Bandaríkjunum. Velta fyr- irtækisins jókst gríðarlega á þessum árum samhliða útrásinni, fór úr inn- an við 500 milljónum árið 1996 og upp í rúmlega 4 milljarða árið 2001. Bakkavör var því orðið að stór- veldi, ef svo má segja, um síðustu aldamót. Gríska tengingin Eftir að hafa fært ærlega út kvíarnar til annarra landa með opnun dótt- urfélaga fóru Bakkavararbræður að gerast enn stórtækari. Þeir keyptu breska matvælafyrirtækið Katsouris Fresh Foods Limited (KFF) fyrir tæpa 16 milljarða króna árið 2001, en á þeim tíma voru það stærstu viðskipti sem höfðu átt sér stað í íslenskri við- skiptasögu. Fyrirtækið framleiddi til- búna rétti og ýmiss konar smárétti en í dag er framleiðsla slíkra réttra það sem Bakkavör er hvað þekktast fyr- ir. Fyrrverandi eigendur KFF fengu greitt að hluta til með hlutabréfum í Bakkavör og settust forstjóri fyrirtæk- isins, Antonios Yerolemou, og fjár- málastjóri þess, Panikos Katsouris., í stjórn Bakkavarar í kjölfarið. Þeir sátu í stjórn félagsins þar til í febrú- ar á þessu ári þegar þeir hættu af per- sónulegum ástæðum, samkvæmt til- kynningu frá Kauphöllinni. Nokkra athygli vakti að nafn Yer- omelou var meðal þeirra sem komu fyrir í lánabók Kaupþings frá haust- inu sem lak á vefsíðuna Wikileaks fyrr í sumar. Þar kom fram að hann hefði fengið 365 milljónir evra lánaðar, eða sem nemur nærri 70 milljörðum króna á núvirði, í gegnum Kaupþing í Lúxemborg. Lán hans hjá bankanum eru enn í hinum nýstofnaða Havill- and banka, arftaka Kaupþings í Lúx- emborg, sem settur var á laggirnar í sumar á rústum gamla bankans. Yer- elomou og Katsouris hafa því fylgt Bakkavararbræðrum og Kaupþingi ansi lengi. Aðkoma Bakkabræðra að Kaupþingi Þegar það lá ljóst fyrir að Búnað- arbankinn yrði seldur til S-hóps- ins seint á árinu 2002 keypti Bakka- vör meirihluta í fjárfestingafélaginu Meiði, sem síðar var endurskírt Ex- ista um það leyti sem félagið keypti Landssíma Íslands árið 2005. Þetta var í árslok 2002 en einkavæðing- arferli Landsbankans og Búnaðar- bankans hafði verið í fullum gangi mánuðina þar á undan og Björgólfs- feðgar og meðlimir S-hópsins voru nokkrum dögum frá því að skrifa undir kaupsamninga við íslenska ríkið um kaupin á bönkunum. Meiður var á þeim tíma stærsti einstaki hluthafinn í Kaupþingi með tæplega 16 prósenta eignarhluta. Tæpum 6 mánuðum síðar, þann 24. maí 2003, keypti Meiður svo tæp- lega 9 prósenta hlut í Búnaðarbank- ann og var því orðinn stór hluthafi í bönkunum tveimur. Þremur dögum síðar tók hinn nýi sameinaði banki svo til starfa. Því hefur löngum verið haldið fram að S-hópurinn og stjórnend- ur og hluthafar Kaupþings hafi ver- ið búnir að komast að samkomulagi um sameiningu bankanna tveggja í kjölfar sölu ríkisins á bankanum til S- hópsins. Talað hefur verið möguleik- ann á því að Kaupþing hafi í reynd lagt fram þann hluta kaupverðsins sem þýski einkabankinn Hauck og Aufhauser var sagður hafa lagt fram og að Kaupþing hafi verið raunveru- legur kaupandi að bréfunum í bank- anum. Aðkoma erlends fjármálafyr- irtækis var hins vegar talin mikilvæg og því styrkti hin meinta aðkoma Haucks og Aufhausers tilboð S-hóps- ins. Það hversu fljótlega sameiningin átti sér stað bendir hins vegar til þess að búið hafi verið að ákveða hana bak við tjöldin áður en Búnaðar- bankinn var seldur frá ríkinu. Ævintýralegur aðgangur að lánsfé Eftir innkomu Bakkabræðra í hinn nýja sameinaða banka opnaðist bræðrunum ævintýralegur aðgangur að lánsfé í bankanum og voru félög í þeirra eigu samanlagt stærstu skuld- arar bankans. Í lánabók Kaupþings frá sumr- inu 2006, sem DV greindi frá í júlí á þessu ári, kemur fram að heildarlán- veitingar til fjórtán stærstu skuldara bankans hafi numið samtals um 290 milljörðum króna. Þar af voru meira en 120 milljarðar króna til félaga í eigu Bakkabræðra en eitt þeirra Exista hafði þá rúmu ári fyrr með- al annars keypt Landssíma Íslands af íslenska ríkinu á 66,7 milljarða króna. Stór hluti þessa kaupverðs var fenginn að láni frá bankanum sem Exista var stór hluthafi því í lánayfirliti Kaupþings frá því síðasta haust kemur fram að útistandandi skuldir Skipta, móðurfélags Símans, séu rúmir 54 milljarðar króna og að megnið af þessari skuld sé tilkomið vegna kaupa Exista á Símanum. Í Kaupþingsklíkunni Aðgangur þeirra Bakkabræðra að lánsfé í Kaupþingi jókst svo enn frekar eftir 2006 samhliða frekari velgengni í íslensku efnahagslífi. Í lánayfirlit- inu frá Kaupþingi frá 25. septem- ber árið 2008, rúmum tveimur árum síðar, eru heildarskuldir Exista og Skipta komnar upp í 1745 milljón- ir evra eða sem samsvaraði um 237 milljörðum króna. Þessi skuld er inni í Nýja Kaupþingi í dag og er bankinn einn af fjölmörgum kröfuhöfum sem stjórnendur Exista hafa átt í viðræð- um við upp á síðkastið. Þegar litið er yfir sögu Bakkavar- arbræðra á liðnum árum og mikil tengsl þeirra við Kaupþing á liðnum „Við söltuðum fyrstu tvö árin, síðan fórum við út í frystingu og síð- an í fullvinnslu.” Í Fljótshlíðinni Sveitasetur Lýðs Guðmundssonar í Fljótshlíðinni er afar tilkomumikið svo ekki sé meira sagt. Húsið er um þúsund fermetrar að stærð. Undir því er um fjögur hundruð fermetra kjallari. Bakkavararsnekkjan Lýður Guðmundsson og Ágúst eiga lystisnekkju sem áður var í eigu tískuhönnuðarins Giorgio Armani. Snekkjan er metin á um tvo milljarða króna og tóku þeir 300 milljóna króna lán í Kaupþingi til að eignast hana. Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, er einn þeirra sem fengið hefur snekkjuna að láni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.