Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2009, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2009, Blaðsíða 37
helgarblað 11. september 2009 föstudagur 37 Ég hef ekki greitt af skuldun-um mínum í fjóra mánuði. Þjónustufulltrúinn minn hringdi í morgun til að láta mig vita að ef þetta héldi svona áfram þá færu mín peningamál í lög- fræðing,“ segir Gunnar Sigurðsson leikstjóri. Gunnar er einn af þeim Ís- lendingum sem frá því skömmu eft- ir hrunið höfðu velt því fyrir sér að hætta að standa skil á afborgunum af lánum sem hann hafði tekið í góðær- inu. Í maí síðastliðnum ákvað hann svo að láta slag standa og hefur síðan þá ekki borgað eina einustu krónu af húnsæðis- og bílalánum sínum. „Það breytir voðalega litlu máli fyrir mig sem einstakling í þessu þjóðfélagi hvort ég greiði inn á skuld- irnar mínar eða ekki. Ég geri mér fulla grein fyrir því að ég á að greiða þær skuldir sem ég hef stofnað til, en mínar skuldir hafa vaxið svo óheyri- lega frá því ég gerði þessa samninga við minn banka og þau fyrirtæki sem ég hef verið að versla við að það breytir voðalega litlu máli hvað ég er að reyna að gera.“ Gunnar, sem vakti athygli fyrir vasklega framgöngu á svokölluðum borgarafundum síðastliðinn vetur, segir að afborgun af íbúðinni hans hafi farið úr hundrað þúsund krón- um í hundrað sextíu og fimm þús- und. „Bílinn minn fór úr rúmlega tveimur milljónum í tæplega 4,4 milljónir miðað við síðustu áramót en þá þegar var ég búinn að borga 613 þúsund krónur. Ég held að hann standi í fimm milljónum núna því gengið hefur sigið ennþá meira. Sem þýðir að afborgunin fór úr 31 þús- und í 80 til 90 þúsund. Þetta er bara rugl. Hvernig á maður að geta staðið í þessu?“ spyr Gunnar furðu lostinn. Hann segist borga allt annað. Raf- magnsreikninga, hitareikninga og allt sem snýr að daglegum rekstri. „Og ég borga alla skatta og skyldur og geng til verka eins og hver annar þjóðfélagsþegn. En ég ætla ekki að borga af þessum lánum. Það er engin hagfræði í þessu og engin hagfræði í því sem er að gerast í landinu. Það getur vel verið að menn geti talað fjálglega um heiðarleika og ábyrgð fólks að greiða af lánum sínum. En það er alveg sama hvað ég myndi reyna næstu tvö, þrjú, fjögur árin - það sæi ekki högg á vatni.“ „Mér er ekki vorkunn“ Gunnar er fimmtugur og kveðst hafa staðið í skilum alla sína ævi. Til marks um það hafi hann verið í viðskiptum við sama bankann frá 1985. „Fyr- ir þremur árum þurfti ég að endur- skipuleggja líf mitt og fjárhag í kjölfar sambúðarslita og tapreksturs á litlu fyrirtæki sem ég rak. Ég og fyrrver- andi konan mín tókum þá ákvörðun að gera það upp. Við seldum það litla sem við áttum, greiddum upp í skuld- irnar með þeim peningum og sátum eftir með átján milljón króna skuld. Á síðustu þremur árum er ég búinn að borga um fimm milljónir af þeirri skuld. Ég held að hún standi í tuttugu milljónum í dag. Finnst mönnum þetta heilbrigt?“ Gunnar glennir upp augun af undrun. Hann bætir við jafnharðan að hann hafi það samt fínt að því leyt- inu að hann hafi bara fyrir sjálfum sér að sjá en Gunnar á fjórar uppkomnar dætur. „Mér er því engin vorkunn. En það er fullt af fólki hér á landi sem á verulega um sárt að binda út af þessu ástandi og það ber að aðstoða þetta fólk. Það ber að sýna því þá virð- ingu og viðurkenningu að hjálpa því vegna þess að þetta eru ekki skuldir sem fólkið stofnaði til. Þetta er bara vond hagstjórn. Mér finnst voða skrítið þegar menn eru að segja að auðvitað hefði fólk átt að vita af áhættunni sem fylgir því að taka níutíu eða hundrað pró- sent lán. Jú jú, auðvitað átti fólk að gera sér grein fyrir því, en til dæmis í mínu tilviki átti ég um tvo kosti að velja fyrir þremur árum. Ég gat farið að leigja fyrir 140-150 þúsund á mán- uði, og það var vonlaust að fá íbúð til leigu, eða ég gat keypt litla sextíu fermetra íbúð sem kostaði í kringum sautján milljónir króna með afborg- un upp á hundrað þúsund á mánuði. Ég fékk lán upp á sextán milljónir og það lán stendur í tuttugu og tveimur milljónum í dag.“ Kominn á 17 ára gamlan bíl Áttu von á því að íbúðin þín og bíllinn þinn verði tekin af þér á næstunni þar sem þú ert hættur að borga af þeim? „Ég ætla að skila bílnum mín- um í vikunni. Ég ætla bara að þrífa hann og láta svo þetta fyrirtæki hafa hann,“ segir Gunnar sem í staðinn er kominn á sautján ára gamlan bíl sem hann keypti á hundrað og fimmtíu þúsund kall. En fyrirtækið mun væntanlega krefjast þess að þú haldir áfram að borga af láninu fyrir hinum bílnum. „Auðvitað verður krafan sú og menn verða þá bara að krefja mig um eitt- hvað.“ Spurður hvort hann sé reiðubú- inn fyrir það að menn mæti heim til hans og taki af honum íbúðina segist Gunnar vera það. „Ég verð þá bara að fá mér leigt einhvers staðar. Hvað á ég annað að gera? Ég get ekkert gert. Það er búið að taka af manni það litla sem mað- ur átti í sparnaði. Það litla sem mað- ur hefði getað bjargað sér á er allt farið. Mér finnst mjög undarlegt að við skulum standa frammi fyrir því í þessu lífi að þurfa að velja þessa leið. Og það er mjög erfitt. Ég er af þeirri kynslóð þar sem það þykir dauða- dómur að verða gjaldþrota. Það er bara glæpur. En ég varð bara að gera þetta. Ég viðurkenni líka fúslega að ég stofnaði til þessara skulda. En ég verð bara að bíða þess sem verða vill. Kannski get ég samið, kannski get ég gert eitthvað eða eitthvað verður gert við mig. Í mars á þessu ári var ég með allt mitt í skilum og þá var al- veg sama hvern ég talaði við mig, all- ir sögðu að ekkert væri hægt að gera fyrir mig af því að ég væri með allt mitt í skilum.“ Þú segir að þú og þín kynslóð hafi litið á gjaldþrot sem dauðadóm eða glæp. Hvernig tilfinning er það þá að sjá fram á að þurfa að lýsa sig gjald- þrota? „Ég þurfti bara að taka þessa ákvörðun. Það var annað hvort að gera þetta eða vera þræll það sem ég á eftir ólifað við eitthvað sem ég veit ekki hvað er og hvar endar.“ Kærastan flýr kannski land Gunnar vinnur sem verkefnisstjóri hjá Emmes ís þar sem hann hefur starfað síðustu ár. Hann hefur sam- fara því verið með annan fótinn í leiklistinni „Ég hef sem betur fer vinnu og tekjur. En tekjurnar mín- ar lækkuðu eftir hrunið. Eins og ég sagði áðan er mér engin vorkunn að takast á við þetta, og ég vil að það komi skýrt fram, en ég ætla bara ekki að taka þátt í þessum leik. Ég get það ekki og sé enga ástæðu til að vera í leik þar sem ég borga tvö hundruð þúsund og þá hækkar skuldin um þrjú hundruð þúsund eða meira. Ég bara get þetta ekki.“ Gunnar á portúgalska kærustu sem er í hundrað prósent vinnu á hjúkrunarheimili í Garðabæ. Hann segir hana líklega fara af landi brott ef fram heldur sem horfir. Þegar hrun- ið varð lækkuðu laun hennar vegna þess að minni yfirvinnu var þá að fá. Í ofanálag þarf hún að borga miklu meira fyrir gjaldeyrinn sinn til að geta borgað af skuldum í Portúgal. Í viðtali við DV í nóvember í fyrra sagði Gunnar að ekki væri á dagskrá hjá honum að flytja út. Í dag kveðst hann hins vegar alls ekki útiloka þann möguleika. „Fokkaðist upp í röfl og rifrildi“ Hér skiptum við aðeins um gír og snúum okkur að Borgarahreyfing- unni sem Gunnar tók þátt í að koma á fót. Þingmenn hennar voru mikið í umræðunni í sumar, svo ekki sé fast- ar að orði kveðið, og leiddu innbyrðis deilur þeirra fjögurra til þess að einn úr hópnum, Þráinn Bertelsson, sagði sig úr þingflokknum. Þrátt fyrir innanbúðarskærur og erfiða tíma hjá Borgarahreyfingunni finnst Gunnari þeim alls ekki hafa mistekist ætlunarverk sitt. „Þegar ég fór af stað inn í þetta allt saman horfði ég alltaf á Borg- arahreyfinguna sem hreyfingu. Það skipti mig því voðalega litlu máli hver var í framboði. Ég leit alltaf svo á að ég væri að berjast fyrir hreyf- ingu fólks sem ætlaði sér að mynda sér einhvers konar brú inn á Alþingi. Það væri nokkurs konar þríhyrning- ur og eitt hornið á honum væri þing- maðurinn sem væri inni á Alþingi í nafni grasrótarinnar og tæki mið af því sem hún væri að gera hverju sinni. En einhvern veginnn hefur þetta þróast þannig að ekkert hefur orðið úr því. Ég er alla vega mjög týndur í þessu. Þessir þingmenn hafa ver- ið að gera mjög góða hluti, sérstak- lega í byrjun. Þau hafa verið að opna glufur inn í pólitíkina og koma með skemmtilega vinkla en einhvern veginn hafa öll samskipti þeirra og þeirra sem komu þeim á þing fokk- ast upp í eitthvað röfl og rifrildi um eitthvað sem skiptir engu máli. Að mínu áliti er Borgarahreyfingin yfir þetta allt saman hafin og ætti ekki að vera að standa í einhverju innbyrðis pexi. En auðvitað gerum við mistök og mistök verða ekki leiðrétt nema að viðurkenna þau og horfast í augu við þau. Mér finnst við hafa svolítið gleymt innri strúktúr hreyfingarinnar og að byggja upp framtíðarsýn. En við skulum líka horfa á þetta út frá því sjónarhorni að við höfum farið þá leið að gera allt opinbert. Við höfum barist opinberlega og rifist og þrátt fyrir allt, og allar okkar mismunandi skoðanir, hefur Borgarahreyfingunni alltaf tekist að komast að einhverri niðurstöðu.“ Ef það yrðu þingkosningarnar um næstu helgi, heldurðu að Borg- arahreyfingin næði manni á þing? Heldurðu að hreyfingin sé ekki búin að missa tiltrú þeirra sem kusu hana síðastliðið vor? „Ég er að vona að svo sé ekki. Ég er að vona að við náum að reisa þetta úr viðjum vanans, úr því að við séum bara einhver þinghópur. Við erum hreyfing sem verður til en þingmenn koma og fara. Það er fólk í þessari hreyfingu sem hefur lagt nótt við nýtan dag til að láta þetta verða að veruleika og mér finnst grátlegt ef þrír, fjórir þingmenn geta sett okkur upp við vegg og skemmt þessa hug- sjón. Hvort sem þeir eru að gera það vegna þess að þeir telja sig hafa rétt eða rangt fyrir sér. Mér finnst að við þurfum að hætta þessu og vinna að því að efla hreyfinguna og efla gras- rótina.“ Vinna sig úr tilvistarkreppu Gunnar talar hér óneitanlega svolít- ið eins og stjórnmálamaður. Hann er líka í framboði, nánar tiltekið fram- boði til stjórnar Borgarahreyfingar- innar sem kosin verður á landsfundi hennar næsta laugardag. „Ég er hluti af tólf manna hóp sem hefur fundið sér farveg í því að vera sammála. Við erum ekki sam- mála öllum í hreyfingunni en við erum sammála okkar á meðal. Við erum ólíkir einstaklingar úr öllum áttum en við viljum endurreisa gras- rótartilfinninguna og ástæðuna fyr- ir því að við fórum af stað í þennan leik. Númer eitt, tvö og þrjú horfum við til hreyfingarinnar. Hreyfingin má ekki deyja því hún opnaði leið fyrir þá sem ekki hafa verið í pólitík áður. Hún gaf þeim „platform“ til að segja sínar skoðanir.“ En sýnir ekki reynslan að vonlaust sé að stofna nýjan flokk eða hreyf- ingu á Íslandi? Deyja þær ekki allar fyrr eða síðar á meðan fjórflokkurinn heldur alltaf velli? „Nei, ég held að við höfum sýnt að það er ekki vonlaust. Og við megum ekki missa vonina í því. Við eigum heldur ekki bara að horfa á Borgara- hreyfinguna sem eitthvað pólitískt Gunnar Sigurðsson er einn þeirra Íslendinga sem er hættur að borga af lánum sín- um. Hann er á leiðinni í gjaldþrot, kominn á tæplega tuttugu ára gamlan bíl og er við- búinn því að íbúðin verði tekin af honum. Í viðtali við DV segir Gunnar frá lífsbar- áttunni síðustu mánuði og heimildarmyndinni sem hann vinnur nú að um hrunið og spillingunni á Íslandi. Hann tók meðal annars viðtal við Björgólf Thor sem enn hefur ekkert heyrt í þeim sem rannsaka hrunið. „Ég bara get þetta ekki“ „Ég borga alla skatta og skyldur og geng til verka eins og hver annar þjóðfélagsþegn. En ég ætla ekki að borga af þes- sum lánum.“ „Ég fékk fund með Björgólfi í London. Við áttum ágætist móment, sérstaklega fyrir viðtalið þar sem við rifumst.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.