Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2009, Blaðsíða 51
tíska 11. september 2009 föstudagur 51
gyllinæðarkrem gegn hrukkum Heyrst
hefur að súpermódelin noti gyllinæðarkrem undir augun til
þess að strekkja á öllu sem hægt er að kalla hrukkur. Engan
skal furða að þessar gellur séu „haug“-sætar. Gisele Bünd-
chen hefur einnig viðurkennt að gott sé að nota fölbleikan
augnskugga undir augun til að fela bauga og notar ljóst
púður yfir allt augnlokið. Allar út í apótek!
1) Þegar kemur að farða í ár er
minna svo sannarlega meira.
Notast skal við farða sem er
léttur og leyfir náttúruleika
húðarinnar að skína í gegn.
Náttúruleg og gljáandi húð er
málið en til þess að framkalla
hina fullkomnu húð er mælt
með svokölluðum hi-def
farða en einnig er góð hug-
mynd að búa til sitt eigið létta
og litaða dagkrem með því að
blanda saman uppáhalds-
farðanum og góðu dagkremi.
2) Helstu litirnir í augnfarða á
komandi hausti eru bókstaf-
lega mjög haustlegir. Djúpir mosa-
grænir, fallega gylltir og grábrúnir
tónar eru sjóðheitir í mattri flauels-
áferð.
3) Kattarleg augnmálningin sem var
svo heit í fyrra er með örlítið breyttu
sniði í ár. Í stað þess að herma eftir
60´s línunni er bein og hvöss augnblý-
ants-lína það sem koma skal. Örlítið
meira rokk og ról og minni rómantík.
4) Náttúrulegar augabrúnir munu
halda áfram út árið 2009 þannig að
það er um að gera að leggja plokk-
arann á hilluna og
muna að augabrúnirn-
ar ramma inn andlit-
ið. Þykkari augabrúnir
geta einnig yngt þig um
nokkur ár, svo lengi sem
þær eru vel snyrtar.
5) Léttur og blautur
kinnalitur sumartísk-
unnar víkur fyrir fallega
skyggðum kinnbeinum
á komandi hausti en
verður ekkert of drama-
tískur. Hann leyfir hins
vegar „smokey“ augn-
förðuninni að njóta sín
til hins ítrasta.
Tíska sem ekki er vert að prófa: aflit-
aðar augabrúnir. Við viljum ekki líkj-
ast geimveru!
Förðunartískan:
haustið 2009
Umsjón: HElGA kristjánsdóttir
Verð að fá það!
svört upphá stígvél, kassalaga tær
eru töff!
stóra og kósí kápu eins og þessa frá
Chloé. Um að gera að kíkja í verslanir
sem selja notuð föt.
Hina fullkomnu hvítu skyrtu.
skólastelpulúkkið er sjóðheitt í
september.
djúprauðan
varalit.
Veldu
litatón sem
passar þér.
stóra hálsfesti sem poppar upp
hvaða dress sem er.
Fallega alpahúfu eða eina sæta í
reggístíl.
Fallegan
pels sem
heldur þér
sjóðheitri í
marga
vetur.
Ísak Freyr Helgason er 19 ára förðunarsérfræðingur sem skotist hefur upp á
stjörnuhimininn sem sérlegur aðstoðarmaður Karls Berndsen í sjónvarpsþættin-
um Nýtt útlit á Skjá einum. DV spyr unga tískukónginn spjörunum úr um hvað sé
það heitasta á komandi mánuðum.
Grace Jones
Ísak Freyr Helgason er 19 ára „make-
up artist“ sem skotist hefur upp á
stjörnuhimininn sem sérlegur að-
stoðarmaður Karls Berndsen í þrusu-
vinsæla sjónvarpsþættinum Nýtt útlit
á Skjá einum. Honum er margt til lista
lagt og er heldur betur með puttann
á tískupúlsinum. DV spyr unga tísku-
kónginn spjörunum úr um hvað sé
það heitasta á komandi mánuðum.
Hvað varð til þess að þú fórst út í
tískubransann?
„Ég sat á framhaldsskólabekk 17 ára
gamall og var að klára aðra önn á lista-
braut og var ekki alveg að finna mig í
því námi, vissi ekkert hvað mig lang-
aði að gera. Svo fékk ég þessa snilldar
hugmynd að prófa að læra förðun og
fann mig rosalega vel í því og þróaði
minn eigin stíl. Ég hef haldið ótrauður
áfram síðan þá.“
Hverjar eru þínar helstu tísku-
fyrirmyndir?
„Ég á mér engar íslenskar fyrirmynd-
ir en Grace Jones er aðalnúmerið á er-
lendri grundu. Hún hefur ávallt verið
í uppáhaldi hjá mér og ég hef oft sótt
mér innblástur til hennar.“
Hverjar finnst þér vera flottustu
konur landsins?
„Þær eru svo margar! Svala Björgvins
finnst mér alltaf flott og Ragnhildur
Gísla klikkar aldrei. Þær sem þora að
stíga aðeins út fyrir rammann og fara
í mismunandi snið og leika sér með
ólíkar samsetningar finnast mér æði.“
Hverjir eru þínir uppáhaldshönn-
uðir?
„Það finnst mér svakalega erfitt að
velja. Hér á landi eru það Rebekka
Jónsdóttir, Arna Sigrún Haraldsdóttir,
Elm, Mundi og margir fleiri. Bernhard
Wilhelm, Skyward, Kokon To Zai, Viv-
ienne Westwood, Balenciaga og Rod-
arte eru mínir uppáhalds erlendu
hönnuðir. Ég gæti haldið upptalning-
unni endalaust áfram en þessir eru á
toppnum hjá mér.“
Hvaða fegrunarleyndarmáli
lumarðu á?
„Að sofa vel og drekka nóg af vatni.
Svo einfalt er það.“
Hvaða fimm snyrtivörur mynd-
irðu taka með þér á eyðieyju?
„Sensai-kremin mín. Rakakrem-
ið, augnkremið og varakremið er al-
gjört möst og síðan kannski hyljara
og maskara ef einhver skyldi koma í
heimsókn.“
Hvað er það nýjasta og heitasta í
tískunni í haust?
„Í fatnaði verður áhersla lögð á form
og ákveðið „statement“ í lúkki. Og
þar halda axlapúðarnir heldur betur
áfram að vera heitir.
Tískan er undir áhrifum af fág-
uðu rokki og pönki þar sem ofurstór-
ir skartgripir spila stóran þátt. Tískan
á næstunni er svolítið rokkuð Jóhanna
af Örk árið 2009. Áhrif frá áttunda ára-
tugnum mun einnig halda áfram að
poppa upp hér og þar.
Í förðun spila lýstar augabrúnir
stórt hlutverk. Um augun verða bláir
tónar vinsælir og mikið um bronsaða
tóna. Á vörum er rosa mikið um purp-
urarauða og djúpa, dramatíska liti.
Hárið helst áfram náttúrulegt en nú
verða kaldir tónar og ískaldar strípur
heitar. Öskutónar taka við af hlýjum
og mjúkum tónum. Allar lengdir eru
í gangi og mikið um lág tögl og hárið
verður meira ýft heldur en slétt og full-
komið.“
Hvert er þitt helsta tískuslys?
„Ætli að það sé ekki neon appelsínu-
guli fubu-gallinn minn sem ég keypti
mér í Jónas á milli á sínum tíma. Alveg
hræðilega ljótur.“
Hvað er á döfinni hjá þér?
„Bara fjör og skemmtilegheit. Þáttur-
inn Nýtt útlit hefur göngu sína aftur á
Skjá einum og fullt af skemmtilegum
og spennandi verkefnum eru fram
undan.“
Er karlinn á lausu?
„Já.“
Ísak Freyr Er laus
og liðugur.
fyrirmyndin
Grace Jones „Hún hefur ávallt
verið í uppáhaldi hjá mér og ég hef
oft sótt mér innblástur til hennar.“