Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2009, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2009, Blaðsíða 46
Morð hársnyrtisins Hársnyrtirinn Oliver Paris reyndi að telja dómara og kviðdómi trú um að starf gagnkynhneigðs hársnyrtis væri engan veg- inn laust við áhættu og þá sérstaklega vegna fallegra kvenna sem vildu jafnvel eitthvað meira en hársnyrtingu. Ástæða þess að Oliver lagði sig fram um að sann- færa réttinn um þetta var dauði Vanessu Vaudey. Oliver vann ekki á hársnyrtistofu heldur vann hann á eigin vegum og fór í vitjanir heim til kvenna sem óskuðu þess að njóta hæfileika hans í starfi. Vanessa Vaudey var ein þeirra og var um hennar síðustu hársnyrtingu að ræða. Lesið um hársnyrtinn sem myrti í næsta helgarblaði DV. Myrti börn sín fiMM Genevieve Lhermitte breyttist úr fyrirmyndarmóður í þunglynda manneskju. Á tveimur klukkustundum myrti hún skipulega öll börn sín fimm og reyndi síðan árangurslaust að fremja sjálfsvíg. Sjálf sagðist hún vilja skilja ástæðurnar fyrir verknaði sínum við réttarhöldin. Það var fátt eftirtektarvert við Gen- evieve Lhermitte og þaðan af síð- ur nokkuð sem gaf til kynna að hún væri fær um þann glæp sem hún hafði framið. Hún var ákærð fyrir að hafa banað fimm börnum, sem öll voru hennar eigin. Þegar dómarinn við réttarhöld- in yfir henni spurði hvers hún vænti af réttarhöldunum svaraði Genevi- eve: „Ég myndi vilja skilja nákvæm- lega hvað gerðist... Ég vil skilja hvers vegna ég gerði það.“ Óhugnaður og hryllingur Það sem Genevieve hafði gert hafði fyrir sent bylgju óhugnaðar og hryll- ings í gegnum þá sem viðstaddir voru í dómhúsinu í Nivelles í Belgíu þegar spiluð var lögregluupptaka af aðkomunni á heimili Genevieve. Í kjölfar viðvörunar frá dómaran- um um að þeir sem væru viðkvæm- ir gætu yfirgefið salinn og fyrirmæla um að hver sá sem fyndi til velgju meðan á sýningu stæði skyldi láta vita samstundis var upptakan spil- uð. Á upptökunni sáust útidyr heim- ilis Genevieve og forstofan þegar inn var komið, síðan var gengið upp á aðra hæð inn í svefnherbergi hennar. Þar á rúminu lágu lík tveggja barna hennar, Mehdis, þriggja ára, og Minu, sjö ára. Tökuvélinni var síð- an beint inn í tvö önnur herbergi og þar á rúmun- um lágu lík hinna þriggja fórnarlambanna, Myri- am, níu ára, Noru, tólf, og Yasmine, fjórtán ára. Yfirveguð lýsing Genevieve Lýsing Genevieve á því hvernig hún myrti Minu, fyrst barna hennar, var köld og yfirveguð. „Ég sagði henni að horfa á Spy Kids III í stofunni ásamt systkinum sínum. Síðan fór ég upp, tók tvo hnífa úr pakkningunum og lagði þá á snyrtiborðið. Ég fór síðan niður, tók í hönd Minu og leiddi hana upp og inn í svefnherbergið. Ég sagði henni að ég elskaði hana mjög mikið og mér liði illa yfir því sem ég væri í þann mund að gera. Síðan byrjaði ég að kyrkja hana. Andlit hennar varð fjólublátt og smá tunga hennar þrýstist út um munninn á henni. Ég hélt að þessu væri lokið, en þegar ég slakaði á tak- inu heyrði ég að hún andaði enn. Svo ég teygði höndina að snyrtiborðinu, tók annan hnífinn og stakk honum í hálsinn á henni. Eitt af öðru leitt upp Eftir að hafa myrt Minu þreif Gen- evieve sig svo börnin sem niðri voru sæu ekkert grunsamlegt. Mehdi var næstur í röðinni og skar Genevieve hann á háls. Eitt af öðru voru börn- in leidd upp og eftir því sem líkunum fjölgaði á einni efri hæðanna fækk- aði þeim í stofunni niðri. „Komdu Mimi, mamma er með svolítið óvænt fyrir þig,“ kallaði Genevieve niður eftir að hafa myrt Mehdi. Trefill var bundinn fyrir augu Mimiar og síðan lamdi móðir henn- ar hana þungu höggi með marmara- bakka og skar síðan á háls. Nora var einnig skorin á háls. Yasmine, elsta barnið, var sú eina sem hafði varn- arsár sem gáfu til kynna að hún hefði barist fyrir lífi sínu, en árangurs og var einnig skorin á háls. Vel undirbúin morð Ljóst var að Genevieve hafði skipu- lagt morðin vel. Morðin tóku tvo klukkutíma og á milli morða þvoði hún hendur sínar. Hún hafði keypt tvo hnífa, að eigin sögn, ef annar skyldi ekki vera nógu beittur. Genevieve sagði að hún hefði ekki fundið fyrir neinu meðan á morðunum stóð; verið án tilfinninga og móðureðlis. Hún sagðist ekki hafa fundið fyrir nokkrum hlut fyrr en börnin lágu í líkskoðunarherbergi og þá fyrst fór hún að gera sér grein fyrir alvarleika verknaða sinna. Það hafði verið ætlun hennar að fremja sjálfsvíg að morðunum lokn- um, en henni tókst ekki nema rétt að skaða sig og hringdi síðan á lögregl- una og var flutt meðvitundarlaus á sjúkrahús. Óæskilegur velgjörðamaður En við réttarhöldin kom ýmislegt upp úr kafinu. Genevieve hafði verið gift í sautján ár Bouchaib Moqadem, innflytjanda frá Marokkó. Genevieve hafði verið hin fullkomna móðir en varð skyndilega þunglynd. Ástæðan var, að hennar sögn, ofbeldi af hálfu eiginmannsins og sífelld nærvera læknisins Schaars. Scaar læknir hafði stutt við bak Bouchaibs þegar hann kom til Belgíu, greitt fyrir nám hans og síðar útvegað honum vinnu á læknastofu sinni. Eftir að Genevieve og Bou- chaib gengu í hjónaband höfðu ítök Schaars aukist. Hann greiddi fyr- ir brúðkaupsferð hjónanna, greiddi leiguna vegna fyrstu íbúðar þeirra og keypti handa þeim bíl. Síðar keypti Schaar húsið í Nivelles og hafði til afnota eina hæð þess. Afi eða andstyggð Þó að börn Genevieve litu á Schaar lækni sem eins konar afa vakti hann andstyggð hjá henni; nagaði negl- urnar á almannafæri, þvoði sér ekki um hendur eftir salernisferðir og skipti aldrei um föt. Fyrr en varði fannst henni að hún væri föst í eins konar þríhyrningi sem neytt hafði verið upp á hana. Til að bæta gráu ofan á svart vöknuðu hjá henni grunsemdir um að Schaar ætti í líkamlegu sambandi við Bouchaib og væri farinn að gjóa augunum á Noru. Henni leið eins og hún væri neydd til að búa með „gömlum sorakalli“, sem hefði haft af henni eiginmanninn með stuðn- ingi sínum. Genevieve sýnir viðbrögð Genevieve sagði að skilnaður hefði ekki verið möguleiki því Bouchaib hefði gengið af henni dauðri ef slíkt hefði borist í tal. Þá vöknuðu hjá henni hugmyndir um sjálfsvíg. Þann 28. febrúar 2007, þegar hún myrti börnin sín fimm, var eiginmaður hennar í Marokkó og Schaar ekki heima. Bæði Schaar og Bouchaib höfn- uðu alfarið framburði Genevieve. Bouchaib sagðist aldrei hafa lagt hendur á eiginkonu sína og Schaar sagðist hafa spurt Genevieve marg- oft hvort nærvera hans væri í óþökk hennar og hún hefði ávallt svarað spurningunni neitandi. Það var ekki fyrr en meinafræð- ingurinn bar vitni sem Genevieve sýndi einhver viðbrögð. Hún stökk úr stól sínum og öskraði: „Stopp, stopp! Ég myrti ekki börnin mín! Schaar gerði það, með eiginmanni mínum. Þeir eru óþokkar, lygarar! Þeir hafa lagt líf mitt í rúst!“ Framburður sem skipti sköpum Læknismenntaðir sérfræðingar voru meira og minna sammála um að Genevieve væri ábyrg gerða sinna, en framburður læknis, Veldekens að nafni, skipti sköpum. Í framburði hans kom fram að Genevieve hefði skrifað honum bréf skömmu áður en hún framdi morðin þar sem hún lýsti hrifningu sinni á hnífum og löngun sinni til að deyja með börn- um sínum. Veldeken brást ekki við þessum skrifum og var síðar áminntur fyr- ir að „... láta undir höfuð leggjast að aðstoða manneskju í hættu.“ Umrætt bréf breytti skynjun flestra á Genevieve og að tjaldabaki réðu dómarar og sálfræðingar ráð- um sínum. Þeir komust einróma að þeirri niðurstöðu að Genevieve hefði ekki ráðið gerðum sínum og því var hún úrskurðuð óábyrg vegna morðanna. Umsjón: kOLbeinn þOrsteinssOn, kolbeinn@dv.is 46 föstudagur 11. september 2009 sakaMál „Ég sagði henni að ég elskaði hana mjög mikið og mér liði illa yfir því sem ég væri í þann mund að gera. Síðan byrjaði ég að kyrkja hana.“ EKKI FYRIR VIÐKVÆMA Genevieve Lhermitte í réttarsal Vildi skilja hvers vegna hún myrti börn sín. Morðvopnið Genevieve keypti tvo hnífa til öryggis. Hamingjusöm fjölskylda móðirin myrti börnin eitt af öðru. Hraun er nýtt íslenskt rúmfatamynstur frá Lín Design. Rúmfatnaðurinn er ofinn úr 340 þráða bómull sem verður mjúk og þægileg. Lin Design • Laugavegi 176, gamla sjónvarpshúsið • sími 533 2220 • www.lindesign.is Hraun Nýtt íslenskt rúmfatamynstur 30% kynningarafsláttur Verð áður 9.890, verð nú 6.930 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.