Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2009, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2009, Blaðsíða 8
8 föstudagur 11. september 2009 fréttir Karlsson og kannabis Í janúar 2002 gerði breskt slúður- blað sér mat úr því að Harry hefði viðurkennt fyrir Karli, föður sín- um, að hann hefði bæði drukk- ið ótæpilega og neytt kannabiss á krá í grennd við sveitasetur Karls í Highgrove. Talsmenn konungsfjöl- skyldunnar neituðu ekki uppljóstr- un blaðsins, en sögðu að Harry prins hefði aldrei neytt sterkari efna og ekki snert nein efni síðan atvikið átti sér stað. Óhætt er að segja að Harry hafi sloppið vel því í Bretlandi varðar eign kannabisefna allt að fimm ára fangelsisvist. Harry eyddi einum degi á endurhæfingarstöð þar sem hann fræddist um skaðsemi notkun- ar fíkniefna. Harry og haka- krossinn Árið 2005 olli Harry prins nokkrum úlfaþyt í afmælisveislu vinar síns. Þema veislunnar var nýlendutengt og skartaði Harry hakakrossinum á vinstri handlegg sínum. Uppátæki Harrys vakti ekki mikla lukku og haft var á orði að hann hefði vanvirt hermenn sem hefðu staðið augliti til auglitis við þýska hermenn í bardaga. Talsmaður konungsfjölskyldunnar brást skjótt við sem og Harry, sem sagðist þykja þetta leitt, en áður en þetta gerð- ist hafði Harry reynt að losna við glaumgosaímyndina sem hafði fest við hann. Prinsinn og Pakistaninn Í ár komust í hámæli ummæli sem Harry prins lét sér um munn fara fyrir þremur árum. Þá voru Harry og félagar hans á leið til Kýpur til æfinga. Á flugvellinum og á upptöku heyrist Harry segja: „Litli Paki, vinur okkar“, og vísaði til félaga síns Ahm- ed Raza Khan sem er Pakistani. Þrátt fyrir að flestir væru þeirrar skoðunar að Harry hefði ekki ætlað að vanvirða Khan varð hann engu að síður að biðjast afsökunar. Óhætt er að segja að Harry hafi komist að því að það er ekki einfalt að vera undir smásjá fjölmiðla nútímans sem eru að störfum sleitulaust allan sólar- hringinn. Ef Harry prins af Wales hefur liðið skort vegna fjárþurrðar hingað til verður breyting þar á í næstu viku. Harry verður tuttugu og fimm ára á þriðjudaginn og verður þá heimilt að njóta ávaxta þeirrar arfleifðar sem kom í hans hlut við dauða móður hans. Á þriðjudaginn verður Henry Charles Albert David, betur þekktur sem Harry prins, og reyndar sem Hinrik prins á árum áður á Íslandi, tuttugu og fimm ára. Við þau tímamót öðlast hann rétt til margra milljóna sterl- ingspunda sem hann fékk í arf frá móður sinni, Díönu prinsessu, sem lét lífið í bílslysi í París í Frakklandi fyrir tíu árum. Harry prins, sem er þriðji í röð- inni að krúnunni, á eftir Vilhjálmi prins eldri bróður sínum, og Karli prins föður sínum, sem að sjálf- sögðu er fyrstur í röðinni,mun þó ekki fá óheftan aðgang að auðæf- unum. Fatnaður, skartgripir Eins og við er að búast hafa starfs- menn bresku konungsfjölskyldunn- ar ekki verið áfram um að tjá sig um fjármál prinsins, en talið er að hann hafi aðgang að á milli 250.000 og 350.000 sterlingspunda á ári, sem samsvarar um 51 til 71 milljónar ís- lenskra króna. Eignir Díönu við dauða hennar voru metnar á tuttugu og eina millj- ón sterlingspunda, um 4,3 millj- arða króna á gengi dagsins. Stærst- ur hluti eignanna var í verðbréfum, hlutabréfum, skartgripum, fatn- aði og persónulegum munum, auk hagnaðs sem var tilkominn vegna 17 milljóna punda sem hún fékk samkvæmt samkomulagi þegar hún skildi við Karl prins árið 1998. Ríkið krefst síns En greiða þarf keisaranum það sem keisaranum ber og eftir að skatt- stofa landsins hafði fengið í sinn hlut átta milljónir sterlingspunda, um 1,6 milljarða króna, í erfðaskatt voru litlar þrettán milljónir punda, um 2,7 milljarðar króna, eftir og var þeim skipt bróðurlega á milli Harrys og Vilhjálms. Arfur Harrys prins hefur hlaðið verulega utan á sig síðastliðin tíu ár og sennilega verið fjárfest vitur- lega. Upphæðin er nú talin vera um níu milljónir sterlingspunda, um 1,9 milljarðar króna. En ekki er sopið kálið þó í aus- una sé komið því ákvæði í erfða- skrá Díönu kvað á um að hvorug- ur bræðranna mætti snerta á arði arfs síns fyrr en þeir næðu 25 ára aldri, með þeirri undantekningu þó að með samþykki fjárhaldsmanna bræðranna væri hægt að gera und- antekningu. Ekki heima á afmælisdaginn Í breska blaðinu The Sun er vitn- að í ónafngreindan heimildarmann sem sagði að litlar líkur væru á að Harry héldi sérstaklega upp á af- mæli sitt, því hann væri önnum kaf- inn ásamt herdeild sinni í Alberta í Kanada. Harry sem er lautinant er þar á þyrlunámskeiði og sagði heimildarmaður The Sun að senni- lega fengi Harry ekki leyfi til að skála í tilefni afmælisins. Ef svo undarlega vildi til að blankheit hafi herjað á Harry prins getur hann nú horft fram á betri tíð með blóm í haga, en engu að síður þurfa þeir bræðurnir báðir að halda sjó fjárhagslega þar til verða þrí- tugir. Þá, og ekki fyrr, geta þeir farið fram á heildararf sinn að fullu. Hagur Harrys vænKast Harry sem er lautinant er á þyrlu-námskeiði og sagði heimildar-maður The Sun að sennilega fengi Harry ekki leyfi til að skála í tilefni afmælisins. KolbEinn þoRstEinsson blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is Harry prins Pund hans hefur verið vel ávaxtað. Mynd AFP díana prinsessa og drengirnir Vilhjálmur til vinstri og Harry til hægri. DV0901121254.jpg Harry vildi ekki fá sérmeðferð í hernum vegna tignar sinnar: Prinsinn og hermaðurinn Ólíkt eldri bróður sínum sneiddi Harry hjá háskólamenntun og fetaði í fótspor fjölda konungborinna karl- manna með því að ganga í herinn. Hann var skipaður annar lautinant í Blues and Royals-riddaraliðsher- sveitinni. Harry var á sínum tíma bann- að að sinna herskyldu í Írak, en var sendur til Afganistan undir lok ársins 2007 og var þar í 77 daga í Helmand- héraði, sem löngum hefur verið talið það hættulegasta í landinu. Það gekk þó ekki átakalaust hjá Harry að komast til Afganistan og var hann skilinn einn eftir heima þegar herflokkur hans var sendur til lands- ins. Sagan segir að Harry prins hafi brugðist ókvæða við og hótað að yf- irgefa herinn ef honum yrði mein- að að fara til félaga sinna í Afganist- an. Að lokum fékk hann vilja sínum framgengt, en mikil leynd hvíldi yfir veru hans þar, enda talinn eftirsókn- arvert skotmark í augum hryðju- verkamanna. Sir Richard Dannatt, starfs- mannastjóri í hernum, sem var einn þeirra sem setti sig gegn því að Harry yrði sendur til Íraks hrósaði Harry fyrir frammistöðu hans og sagði að Harry hefði verið til fyrirmyndar. „Hann hefur að fullu tekið þátt í að- gerðum og hefur tekið sömu áhættu og hver annar í bardagasveit hans,“ sagði Dannatt um veru Harrys í Afg- anistan. Að lokum fór þó svo að Harry var kallaður heim. Hulunni var svipt af veru Harrys í Afganistan af banda- ríska fréttamiðlinum The Drudge Report og bresk stjórnvöld sáu sitt óvænna og endir var bundinn á her- þjónustu prinsins í Afganistan. Harry í Helmand-héraði Prinsinn í félagsskap gúrkha-hermanns í janúar 2008.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.