Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2009, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2009, Blaðsíða 22
22 föstudagur 11. september 2009 fréttir Hollensk yfirvöld vilja staðfestingu frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum um að Íslendingar geti ekki borgað skuld- ir sínar, áður en þeir eru tilbúnir til að skoða breytingar á Icesave-sam- komulaginu frá því í júní. Þetta kom fram í svari hollenska fjármálaráð- herrans á hollenska þinginu í vik- unni. Wouter Bos fjármálaráðherra sagði í umræðum á hollenska þing- inu á mánudaginn að hann ætlað- ist til þess að Íslendingar stæðu við skuldbindingar sínar við Hollend- inga. „Hollendingar vilja að Icesave- lánið verði greitt að fullu til baka, með vöxtum,“ sagði Bos í fyrirspurn- artíma á þinginu. Hann sagði að Hollendingar væru aðeins tilbúnir til að ræða breytta skilmála á Icesave- samningnum ef Alþjóðagjaldeyris- sjóðurinn kemst að þeirri niðurstöðu að Íslendingar geti ekki greitt skuld- ina til baka. „Ef greiningardeild AGS kemst að því að skuldin er óborgan- leg munu Hollendingar ræða við Ís- lendinga um hugsanlegar breytingar á samningnum,“ sagði Bos á mánu- daginn. Hann sagði einnig að Hollend- ingar væru í viðræðum við Breta og Íslendinga þar sem stæði til að meta hvaða áhrif skilmálarnir sem Alþingi samþykkti í ágúst hefðu á upphaf- lega samninginn sem íslenska sendi- nefndin náði að gera við Hollendinga og Breta í júní. Hann sagði hins vegar að hann teldi það ekki óvenjulegt að Alþingi bætti skilmálum við samninginn sem Hollendingar töldu sig þegar hafa samþykkt, áður en ríkisábyrgð var í lögleidd. Dapurlegt fyrir Hollendinga Ögmundur Jónasson heilbrigðisráð- herra telur að það væru afar dapur- leg tíðindi fyrir Hollendinga ef þeir höfnuðu fyrirvörum Íslendinga um Icesave. „Þarna eru Íslendingar að tryggja þeim aðgang að greiðslum vegna Icesave sem lagalegur ágrein- ingur er um hvort okkur beri skylda til að inna af hendi. Það erum ekki AGS VOTTI SKULDIR ÍSLANDS „Ef greiningardeild AGS kemst að því að skuldin er óborganleg munu Hollendingar ræða við Íslendinga um hugsanlegar breyt- ingar á samningnum.“ Hollendingar vilja að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn votti að Íslendingar geti ekki borgað skuldir sínar áður en þeir samþykkja fyrirvara Alþingis um ríkisábyrgð vegna Icesave. Ögmundur Jónasson telur það dapurlegt fyrir Hollendinga ef þeir samþykkja ekki. Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur telur Hollendinga vera sáttfúsari en áður. Michael Hudson hagfræðiprófessor vonar að Hollendingar hafni Icesave-fyrirvörum. valGEIR ÖRN RaGNaRSSON blaðamaður skrifar: valgeir@dv.is Michael Hudson „Fyrir einu ári var ekki ein einasta þjóð í heiminum undir hæl Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og því skaðræðisskipulagi sem hefur rústað efnahag margra þjóða.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.