Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2009, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2009, Blaðsíða 24
Frelsarar Íslands Íslenska þjóðin leitar nú logandi ljósi að frelsara eftir að stríður straumur þeirra hefur brugðist. Fyrsti frelsari vor á síðari tím-um var Davíð Oddsson, en hann frelsaði okkur í þriðja heims stíl og tók sjálfur öll völdin. Það verður að segjast eins og er að útrásarvíkingar voru dáðir sem frelsarar árin 2003 til 2007, allt fram að falli. Eftir hrun hafa íslenskir frelsarar dottið úr tísku, ef frá er talin Jóhanna Sigurðardóttir, en endurkoma hennar var ekki lengi nýmóðins. Svo lengi sem elstu menn muna hefur þjóðin þráð að útlend-ingur komi til landsins og blessi það. Yfirleitt höfum við orðið fyrir vonbrigðum. Helstan má nefna Hollendinginn Dithmar Blefk- en, sem mætti gestrisni okkar á 16. öld og skrifaði síðan pínlegar lýsingar á þjóðinni sem hann kynnti fyrir stór- þjóðum Evrópu, okkur til hneisu. Í aðdraganda hrunsins hóf innreið sína Robert Wade, hagfræði-prófessor frá Bretlandi. Hannes Hólmsteinn Gissurarson, æviráð- inn prófessor Háskóla Íslands, kallaði hann „hinn nýja Blefken“ í Fréttablað- inu 11. júlí fyrir hrun, af því að Wade dirfðist að segja að bankakerfið stæði á brauðfótum. Í niðurlægingu sinni bíður íslensk alþýða eftir nýjum Blefk- en sem færir okkur ískaldan sannleik- ann um heimsmet okkar í efnahags- rugli. Eða viljum við Jesúm Krist? Við höfum opnað arma okkar fyrir ýmsum kennismið- unum og spá- mönnunum undanfarna mánuði, bæði Michael Hudson hrakspá- manni, John Perk- ins hagkerfa- morðingja og Evu Joly spilling- arbana. Ferskasti frelsarinn er hinn alvitri Nóbelsverð- launahafi Joseph Stig- litz. Ekki er þó ljóst undan hverju Stiglitz ætlar að frelsa okkur. Hugmyndin var að hann kæmi hing- að og bolaði Alþjóðagjaldeyrissjóðn- um burt, en svo segir hann bara að sjóðurinn sé að standa sig vel. Á sama tíma segir hann að við höfum ekkert við gjaldeyrislánið frá sjóðn- um að gera. Slíkur frelsari er ótækur. Hann ýmist rústar musteri markaðs- torganna eða upphefur það. Síðastur kom Olli Rehn, stækk-unarstjóri Evrópusambands-ins. En hann vill einungis kljúfa Atlantshafið fyrir okkur ef við stöndumst 2.500 spurninga inntökupróf. Ekki er ljóst hver mun á endan-um frelsa þjóð-ina úr hennar sjálfsprottnu Sódómu. Af orðum forsvarsmanna Hells Angels í DV að dæma er koma samtakanna til landsins sú blessun sem við þurfum. Búast má við töluverðum fjölda vítistengdra ferðamanna. Vítis- englarnir munu svífa að frá öllum helstu yfirráða- löndum sínum færandi gjaldeyri inn í okkar soltna hagkerfi. Þeir geta farið gullna hringinn, komið við á Víti við Öskju og hangið á Ingólfstorgi. Svo getum við sent okkar eigin Vítisengla í víking til Evrópu. Kannski það sé skárra en ekk-ert að Ísland fá inngöngu í Hells Angels. Sandkorn n Léttur skjálfti er meðal sjálf- stæðismanna í Kópavogi. Sá fallni leiðtogi, Gunnar Birgisson, sem hraktist úr embætti eftir að flett var ofan af við- skiptum við dóttur hans, sýnir ýmis merki þess að hann vilji snúa aftur. Hermt er að hann stefni ákveðið á það að verða réttkjör- inn leiðtogi flokksins í kosning- unum í vor. Efasemdir eru uppi um erindi hans. Þá er einnig ljóst að það stefnir í slag um oddvit- asætið. Ármann Kr. Ólafsson bæjarfulltrúi þykir vís til þess að taka þann slag við Gunnstein Ólafsson, núverandi bæjarstjóra, og Gunnar ef með þarf. n Í Hafnarfirði eru hræringar hjá sjálfstæðismönnum líkt og í Kópavogi. Slúðrað er um að Halldór Halldórsson, leiðtogi Sjálfstæðisflokksins í Ísafjarðar- bæ, vilji leiða lista flokksbræðra sinna í krata- bænum. Sú yfirlýsing Halldórs að hann hyggist snúa baki við bæjar- málum á Ísafirði kem- ur nokkuð á óvart. Þó er skilningur á brott- hvarfi hans ef litið er til fjárhags- stöðu bæjarins eftir að hann hefur sjórnað á annan áratug. Bæjarsjóður er í skelfilegri stöðu og fátt annað að gera en fara. n Óvissa er um það hvort Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykja- nesbæ, gefi kost á sér til áfram- haldandi starfa. Bærinn er, líkt og Ísafjarðarbær, á umtalsverðu flæðiskeri staddur eftir einkavæð- ingaræv- intýri með eigur hans. Árni sýndi þess merki fyrir seinustu kosningar að vilja komast í landsmálin en hrökk undan áður en til prófkjörs kom. Nú er allt eins talið að hann fái slæma útreið ef hann gefur kost á sér áfram. Því sé farsælla að hann finni sér annan vettvang. n Hálfgerður vandræðagangur hefur verið hjá aðstandendum Skjás eins við að finna þul til að kynna fréttir stöðvarinnar. Reynt var að fá stjörnu- fréttamann- inn Maríu Sigrúnu Hilmars- dóttur til að yfirgefa Ríkisútvarp- ið og taka að sér upplesturinn en metnaður hennar stóð til þess að halda áfram að skúbba á RÚV. Hermt er að tilboð Skjásins hafi verið svo magnað að María Sig- rún hafi átt andvökunótt áður en hún afþakkaði pent. LyngháLs 5, 110 Reykjavík Útgáfufélag: Útgáfufélagið Birtíngur ehf. Stjórnarformaður: hreinn Loftsson framkvæmdaStjóri: elín Ragnarsdóttir ritStjórar: jón Trausti Reynisson, jontrausti@dv.is og Reynir Traustason, rt@dv.is fréttaStjórar: Brynjólfur Þór guðmundsson, brynjolfur@dv.is og Þórarinn Þórarinsson, toti@dv.is auglýSingaStjóri: ásmundur helgason, asi@birtingur.is dv á netinu: dv.is aðalnÚmer: 512 7000, ritStjórn: 512 7010, áSkriftarSími: 512 7080, auglýSingar: 512 70 50. umbrot: dv. Prentvinnsla: Landsprent. dreifing: árvakur. dv áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. „Ég er búinn að vera „Heilbrigð skynsemi“ í sex til tíu ár.“ n Jakob Þór Haraldsson, markaðsfræðingur og bloggari, er ákaflega ósáttur við nýja auglýsingaherferð flugfélagsins Iceland Express. - Fréttablaðið „Þeir voru ellefu á vellin- um eins og við.“ n Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari vill lítið gera úr því að varalið Georgíu hafi mætt til leiks gegn Íslandi í æfingaleik. - Morgunblaðið „Hæfileikar hans hafa fært honum mikið vald sem hann kann því miður ekki að fara með.“ n Jón Ásgeir Jóhannesson, fyrrverandi eigandi Baugs, hjólaði í fjölmiðlamanninn og bloggarann Egil Helgason. - Viðskiptablaðið „Eftir lestur viðtals við Jón Ásgeir í Við- skiptablaðinu er ég alvarlega að íhuga að biðjast afsökunar á að fylgja ekki Baugsmiðlun- um sem fjalla um Bjögg- ana, Hannes Smára, Kaupþingspiltana, en gæta þess vandlega að styggja ekki eiganda sinn.“ n Egill kann að svara fyrir sig. - Blogg Egils Helgasonar Óábyrg meðferð á fé Leiðari Meiri líkur en minni eru á því að Hollendingar hafni nauðungar-samningi sem Íslendingar hafa undirgengist um að greiða Ic- esave-skuldir þær sem forsvarsmenn Lands- bankans efndu til. Sverir fyrirvarar sem sam- þykktir voru af Alþingi fara mjög fyrir brjóstið á Hollendingum og Bretar eru lítt hrifnir. Yf- irlýsingar hollenskra ráðamanna benda til þess að þeir ætli sér að þjarma eins og kost- ur er að Íslendingum og svíða út alla þá fjár- muni sem mögulegt er. Breskir hryðjuverka- hermenn fara sér hægar. Fram hefur komið í skoðanakönnunum að nær tveir þriðju hlut- ar þjóðarinnar eru andvígir því að undir- gangast það ok sem samningarnir fela í sér. Jafnframt varð sú athyglisverða niðurstaða að meirihluti þjóðarinnar styður ríkisstjórn- ina sem ber ábyrgð á samningnum. Það þýð- ir væntanlega að fólk samþykkir þrælaklaf- ann, en með óbragð í munni. Fari svo að Hollendingar felli samninginn þarf það ekki að þýða ósigur Íslendinga. Þvert á móti get- ur það orðið gæfa Íslands. Sú staða kemur þá upp að þjóðin getur fylgt fordæmi Bjarna Ármannssonar athafnamanns sem ástundar ekki „óábyrga meðferð á fé“ og borgar ekki aðrar skuldir en þær sem hann verður laga- tæknilega séð að borga. Íslenska þjóðin er öll í sporum Bjarna að öðru leyti en því að al- menningur stóð ekki fyrir því að safna spari- fé Hollendinga og Breta, en Bjarni stofnaði til sinna skulda sjálfur. Lagalegur úrskurður um greiðsluskyldu á óreiðuskuldum Lands- bankans liggur ekki fyrir. Þjóðin er nú í þeim sporum að stjórn landsins er að miklu leyti á forræði Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins sem grunaður er um skepnuskap í garð örvasa og fátækra þjóða. Sjóðurinn hefur þegar gengið erinda Hol- lendinga og Breta með því að tefja afgreiðslu lána til að þrýsta á um greiðslur á Icesave. Skert sjálfstæði þjóðarinnar er augljóst þeg- ar litið er til framgöngu sjóðsins sem komið hefur sér upp landstjóra á Íslandi. Besta lausnin væri sú að Icesave-samn- ingurinn yrði felldur ytra. Í framhaldinu er kjörið að reka Alþjóðagjaldeyrissjóðinn úr landi og taka slaginn um efnahagslegt sjálf- stæði Íslands. Vissulega kann svo að fara að samningurinn um EES fari í uppnám og ýmsir erfiðleikar mæti þjóðinni í sjálfstæðis- baráttunni. Á móti kemur að þjóðin eignast sameiginlega óvini, Hollendinga, Breta og að sjálfsögðu hinn alræmda auðlindasala, Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Það er óskastaða fyrir íslensk stjórnvöld sem þurfa umfram allt að vekja trú landsmanna á endurreisn Íslands. Fari svo að Icesave-samningurinn verði felldur þarf forgangsverkefnið að verða að reka Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og allt hans hyski úr landi. reynir TrausTason riTsTjóri skriFar. Á móti kemur að þjóðin eignast sameiginlega óvini. bókStafLega Sá okkar sem syndlaus er Einn var sá maður á meðal vor sem ekki fékk uppfyllta þá einföldu kröfu að fá nafn sitt þurrkað úr kirkjubók- um. Okkar yndislega ríkisvald stend- ur nefnilega vörð um þau nöfn sem kirkjan vill hafa í sínum kiljum og þegar ósk um útstrikun berst þá vill ríkið ekkert aðhafast. En uppreisn æru fær flýtimeðferð þegar hreinsa þarf flekkað mannorð ríkisbubba sem stundað hafa lygar, fals, þjófnað og hvern þann ósóma sem opinber- ir glæpamenn eru frægastir fyrir. Við fyrirgefum meira að segja Framsókn og Sjálfstæðisflokki átján ára tímabil skipulagðrar glæpastarfsemi þar sem íslensk þjóð var arðrænd með aðstoð stjórnvalda. En við getum ekki orðið við þeirri einföldu ósk eins manns að honum verði hlíft við brennimerki kirkjuvaldsins. Regluverk ríkisins á að vera þegn- unum í hag og má aldrei tryggja for- skot einhverrar stofnunar eða forystu fárra á kostnað fjöldans. Það hefur t.d. sýnt sig að vera hreinasta óhæfa að leyfa reglum í bankageiranum að vera þannig að óprúttnum einstakl- ingum væri bókstaflega gert létt að snuða fjöldann. Það er hrein fásinna að ríkisvald- ið skuli halda hlífiskildi yfir áhuga- mannasamkundu sem er algjörlega óþörf. Kirkjan, sem stofnun, er til óþurftar af þeirri einföldu ástæðu að um leið og trú er stofnanavædd, þá hættir hún að vera trú en verður þess í stað að pólitísku bitbeini sem aldrei getur orðið annað en andvana fætt viðrini. Ef maður óskar þess að honum séu fyrirgefin mistök sem hann átti engan þátt í að framkvæma, eins- og þegar Helgi Hóseasson reyndi að fá mannorð sitt hreinsað af stimpli kirkjunnar, þá á regluverk samfélags- ins að bregðast skjótt við og virka í þágu réttlætis. Helgi er okkur þörf áminning á tímum þegar við þurfum á áminn- ingum að halda. Þjóð sem lofar menn einsog: Finn Ingólfsson, Davíð Odds- son, Kjartan Gunnarsson, Halldór Ásgrímsson, Árna Johnsen og Hann- es Gissurarson og fleiri eðalmenni, á að læra að skammast sín, biðja sjálfa sig um fyrirgefningu, lofa bót og betr- un og sýna í verki að hér er að finna eitthvað annað en einvörðungu lodd- ara og lyddur. Sannar hetjur einsog Helgi Hóseasson eiga að lifa í hjörtum okk- ar og með stolti eigum við að reisa slíkum hetjum veglega minnisvarða. En samtímis eigum við að leyfa okkur þann munað að fordæma verk þjófa og þjóðníðinga. Varla þjóðin virða skal valdsins reiðilestur ef aðeins sá sem engu stal upp á kross er festur. kristján hreinsson skáld skrifar „Uppreisn æru fær flýtimeðferð þegar hreinsa þarf flekkað mannorð ríkisbubba.“ SkáLdið Skrifar 24 föstudagur 11. september 2009 umræða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.