Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2009, Blaðsíða 64
n Handboltakappinn Logi Geirs-
son átti bágt með að hemja til-
finningar sínar þegar tilkynnt var
um að þýska þjálfaranum Marcus
Baur hefði verið sagt upp störf-
um hjá Lemgo. Logi mun örugg-
lega sjá mikið eftir þýsku hetjunni,
ef marka má viðbrögð hans á Fac-
ebook kvöldið sem tilkynnt var
um brottrekstur-
inn: „Thetta eru
„svakalegar“ frétt-
ir gott fólk nær
og fjær ;)“ skrifaði
Logi á Facebook-
síðu sína en Baur
hefur oftar en
ekki ákveðið
að hvíla silf-
urdrenginn
ljóshærða.
Telja má
fullvíst að
Logi telji
sig úthvíld-
an.
Er sparigrísinn tómur?
Fréttaskot 512 70 70
DV borgar 2.500 krónur fyrir fréttaskot sem leiðir til fréttar. fyrir fréttaskot sem Verður
aðalfrétt á forsíðu greiðast 25.000 krónur. fyrir besta fréttaskot Vikunnar greiðast allt
að 50.000 krónur. alls eru greiDDar 100.000 krónur fyrir besta fréttaskot hVers mánaðar.
„Ég get eiginlega ekki sofið fyrir
áhyggjum af drengnum,“ segir Atli
Fannar Bjarkason, fyrrverandi rit-
stjóri Monitors og núverandi blaða-
maður á Fréttablaðinu. Samkvæmt
Facebook-síðu Atla Fannars hefur
hann stofnað söfnunarreikning fyrir
Jón Ásgeir Jóhannesson, sem í viðtali
við Viðskiptablaðið tók fram að fólk
þyrfti ekki að hafa áhyggjur af hon-
um. „Hann virðist vera í afneitun og
hann hefur tapað miklu af pening-
um. Ég held að öll þjóðin sé í mikilli
geðshræringu yfir afdrifum Jóns Ás-
geirs,“ segir Atli Fannar í tilfinninga-
ríku samtali við DV en Fréttablaðið
er sem kunnugt er rekið af fjölmiðla-
samsteypunni 365, sem er í eigu Jóns
Ásgeirs sjálfs.
Spurður hversu hárri fjárhæð
hann hyggist safna segist hann
stefna á 312 milljarða króna, eða sem
nemur gjaldþroti Baugs. Hann viður-
kennir þó að hann sé ekki ýkja bjart-
sýnn á að það gangi eftir. „Ég setti
reikningsnúmerið mitt þarna inn og
síðast þegar ég gáði hafði ekki safn-
ast ein einasta króna,“ segir hann
léttur í lund en þeir sem vilja leggja
söfnuninni lið verða líklega að gerast
vinir Atla Fannars á Facebook.
baldur@dv.is
Logi „svaka
sár“
Blaðamaður stofnar söfnunarreikning fyrir útrásarvíking:
Hefur áHyggjur af jóni ásgeiri
n Leikkonan þokkafulla Maríanna
Clara Lúthersdóttir gekk að eiga
sinn heittelskaða, tónlistarmann-
inn Ólaf Björn Ólafsson, á dögun-
um. Mikið fjör var í brúðkaupsveisl-
unni sem var frekar óhefðbundin og
haldin á barnum Karamba í miðbæ
Reykjavíkur. Maríanna geislaði af feg-
urð í silfurlituðum kjól með eldrauða
hárspöng og hárauðan brúðarvönd.
Ekki voru gestirnir af verri endanum
enda hjónin mjög virt í
listaheiminum. Með-
al gesta voru Jói og
Gói, hjónin Unnur
Ösp Stefáns-
dóttir og Björn
Thors, Ilmur
Kristjánsdóttir
og Álfrún Örn-
ólfsdóttir. Dans-
inn dunaði langt fram
eftir kvöldi og héldu
vinir og vandamenn
hnyttnar ræður, þar á
meðal leikarinn Ólaf-
ur Egill Egilsson.
BrúðkaupsveisLa
á Bar
n Stjörnulögmaðurinn Sveinn
Andri Sveinsson hefur sjaldan lit-
ið betur út og hlýtur verðskuldaða
athygli hvar sem hann kemur. Til
hans sást á B5 um helgina, þar sem
hann var með tvær yngismeyjar
upp á arminn. Lögmaðurinn lét sér
ekki nægja að bíða í
röð og fara inn
um aðal-
dyrnar, eins
og hinir
gestirn-
ir, held-
ur bauð
hann
föruneyti
sínu inn
um starfs-
mannainn-
ganginn, eins
og hann ætti
staðinn.
veLdi á
sveini andra
Dagskrá og miðasala á
ANDK
RIST
UR //
LJÓS
ÁR //
NOR
ÐUR
// QU
EEN
RAQU
ELA /
/ SÁN
A
5 VE
RÐLA
UNAM
YNDI
R SÝ
NDAR
AÐE
INS Þ
ESSA
EINU
HEL
GI
Föstudagur 11. september
Andkristur kl. 20
Queen Raquela kl. 18
Norður kl. 18
Ljósár kl. 18
Sána kl. 22
Laugardagur 12. september
Sána kl. 16 og 18
Ljósár kl. 16 og 18
Norður kl. 16 ,20 og 22
Andkristur kl. 18
Queen Raquela kl. 22
Sunnudagur 13. september
Ljósár kl. 16 og 18
Norður kl. 16 og 18
Sána kl. 16 og 20
Queen Raquela kl. 18
Andkristur kl. 22
ANDKRISTUR
EFTIR LARS VON TRIER
DANMÖRK
LJÓSÁR
EFTIR MIKAEL KRISTERSSON
SVÍÞJÓÐ
NORÐUR
EFTIR RUNE DENSTAD LANGIO
NOREGUR
QUEEN RAQUELA
EFTIR OLAF DA FLEUR
ÍSLAND
SÁNA
EFTIR AJ ANNILLA
FINNLAND
SÝNINGARTÍMAR
Stofnar söfnunarreikning atli fannar
bjarkason telur alla þjóðina í geðshrær-
ingu vegna afdrifa Jóns ásgeirs.