Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2009, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2009, Blaðsíða 40
Lára Hanna Einarsdóttir, mbl.is „Langbesti bloggarinn. Nákvæm, góð- ur penni og skrifar af mikilli þekkingu á þeim málefnum sem hún tekur fyrir. Myndbrotin hennar bæta enn frekar við gæði bloggsins.“ „Meira en bloggari, eiginlega fjölmiðill og gagnasafn í ákveðnum málaflokkum. Dugleg að setja inn upptökur af viðtölum og öðru athyglisverðu efni. Auk blaðagreina. Flott kona!“ „Rökföst, fylgist vel með tíðarandanum og því sem er að gerast.“ „Nákvæm og vinnur sína vinnu kauplaust fyrir þjóð sína. Hún safnar öllum upplýsingum og vinnur svo úr þeim og notar þegar það á við. Safn hennar er gullkista og er hún einn mest upplýsandi fjölmiðill Íslands.“ Egill Helgason, eyjan.is „Veit náttúrlega allt sem þarf að vita í samfélaginu og þorir að skrifa um það.“ „Egill stendur fyrir sínu, enda með mikið forskot á alla aðra.“ „Stuttur og hnitmiðaður.“ Illugi Jökulsson, DV.is. „Illugi er fjölhæfur og afkastamikill. Yfirleitt áhugavert og ágætlega fram sett hjá honum.“ „Bloggið var búið til fyrir fólk eins og Illuga, punktur!“ Ármann Jakobsson „Skrifar skemmtilega og afar gáfulega pistla, enda bæði rithöfundur og gáfumaður.“ „Hinar stuttu, hnyttnu pælingar og beitt samfélagsgreining hans björguðu oft deginum hjá mér. Yrði það mikið gleðiefni ef hann tæki til við bloggið aftur.“ Ketill Sigurjónsson, mbl.is „Orkubloggið markar sér einstaka sérstöðu vegna þess að þar er aðeins rætt um einn tiltekinn, en mjög mikilvægan málaflokk, orku, í löngum, mjög vel skrifuðum og áhugaverðum færslum sem fræða, skemmta og upplýsa. Dæmi um það hvernig blogg bæta við og víkka út fjölmiðlun en eru ekki álappaleg endurvinnsla frétta.“ „Súper.“ Eiríkur Jónsson, DV.is. „Stutt, hnitmiðað og myndrænt. Eiríkur í hnotskurn - vægðarlaus og fyndinn á sama tíma.“ „Hittir oft naglann á höfuðið - það er iðulega broddur í skrifum hans sem gaman er að.“ Stefán Pálsson, kaninka.net/stefan „Gamalreyndur bloggari sem er ekkert að fara út af sinni gömlu línu og er fastur á sínu.“ Bolur Bolsson, mbl.is „Geystist fram á ritvöllinn í ágúst- mánuði 2007 og náði því að verða vinsælasti Moggabloggarinn á innan við tveimur vikum með gríni og glensi, drakk Carlsberg í morgunmat og lét ýmsa fá það óþvegið, þá helst Moggabloggara. Eftir vikurnar tvær lokaði hann blogginu sínu og reyndist hann þá vera Henry Þór Gunnarsson íþróttafréttamað- ur á Fréttablaðinu.“ Guðríður Haraldsdóttir, DV.is „Lýsingarnar hennar á Bold eru ómiss- andi – þarf ekki að horfa á Bold þegar Gurrí stendur sig! Og einhvern veginn tekst henni að gera strætóferðir af Skaganum ótrúlega spennandi! Eitthvað svo einlæg.“ Þórarinn Þórarinsson, dv.is „Hárbeittur og fer gegn straumnum. Gerir kannski heldur mikið í því stund- um að vera rebel en það er gaman að honum.“ Stefán Friðrik Stefánsson, mbl.is „Líklega umdeildasti bloggarinn og ótrúlega margir sem láta hann fara í taugarnar á sér. Ég hef lært að meta Stefán Friðrik og sjá bloggfærslurnar hans með kómískum augum. Þeir sem ekki þola hann ættu að hætta að taka sig svona hátíðlega.“ Dr. Gunni, this.is/drgunni „Maður les alltaf þótt Doktorinn sé sjaldnast neitt mjög núanseraður í skoðunum sínum. Það er hins vegar einhver glaðhlakkalegur og vinsam- legur tónn í bloggunum sem gleður og kætir.“ Nanna Rögnvaldardóttir, nannar.blogspot.com „Því miður að mestu hætt að blogga en Konan sem kyndir ofninn sinn var til skamms tíma eitt albesta blogg sem til var, bæði fræðandi og skemmtilegt. Nanna var persónuleg og skemmtileg en sparaði sér heimskulega umorðun fréttatímanna og sagði manni eitthvað nýtt.“ Jónas Kristjánsson, jonas.is „Beittur og skrifar stuttan og snarpan stíl. Hins vegar á ég til að hrökkva við þegar ég les það sem hann skrifar þegar hann er hvað hvassastur því oft finnst mér færslurnar á mörkum þess að sæmandi sé að birta þær.“ Óli Gneisti Sóleyjarson, truflun.net/oligneist „Skemmtilegar pælingar um allt milli himins og jarðar. Hef gaman af að fylgjast með honum og öðrum Vantrúarmeðlimum.“ Matthías Ásgeirsson, orvitinn.com „Skemmtilegt sambland af sögnum úr einkalífinu og samfélagsumræðu. Oft mjög gagnrýninn og því gaman að rýna í það sem hann hefur fram að færa því það hrærir oft upp í skoðunum manns.“ Ólafur Arnarson, pressan.is „Hefur kjark og þor til að taka öðruvísi á málunum og segja óvinsæla hluti.“ Margrét Hugrún Gústavs- dóttir, eyjan.is „Fjallar um allt milli himins og jarðar, bendir oft á ýmislegt sérkennilegt og skemmtilegt, er með frjótt hugmynda- flug.“ Marta María Jónasdóttir, pressan.is „Skemmtilegur lífsstílsbloggari sem fylgist mjög vel með straumum og stefnum.“ Jóna Ingibjörg Jónsdóttir, eyjan.is „Stórskemmtilegar og ljóðrænar lýsingar á daglegu lífi skreytt með fallegum myndum.“ Sigrún Daníelsdóttir, eyjan.is „Mjög flott blogg. Rýnir í yfirborðs- kenndan lífsstíl nútímakonunnar og reynir að vinda ofan af megrunarrugl- inu.“ Jens Guð, mbl.is „Skemmtilegastur. Með ólíkindum fær um að gera stórar sögur úr engu, skeytingarlaus gagnvart því hvað öðrum finnst um hann og hvað hann er að skrifa fær mann oft til að hlæja.“ Björn Bjarnason, bjorn.is „Þurr en málefnalegur.“ Páll Vilhjálmsson, mbl.is „Hnyttinn og rökfastur.“ 40 föstudagur 11. september 2009 helgarblað Helgarblað DV leitaði til málsmetandi álitsgjafa til að finna bestu og verstu bloggara landsins. Margir komust á blað og greinilegt að sitt sýnist hverjum því nokkrir voru tilnefndir í báða flokka. Flestir láta blogg Akureyringsins Stefáns Friðrikssonar fara í taugarnar á sér en það er Lára Hanna Einarsdóttir sem situr á toppnum yfir vinsælustu bloggarana. Lára Hanna er hér með valin besti bloggari landsins. bestu og verstu bloggararnir ÞAU VORU LÍKA NEFND: Salvör Gissurardóttir, mbl.is „Góður penni og gamalreyndur bloggari þótt ekki sé ég henni sammála að öllu leyti.“ Ingi Freyr Vilhjálmsson, DV.is „Verulega djúpar, langar og góðar bloggfærslurnar hans; heimspekilegar og vandaðar - hefur slegið nýjan tón og fært bloggið upp á hærra stig.“ Baldur McQueen, baldurmcqueen.com „Kann á bloggið, meitluð skrif hans eru laus við allt leiðinda nonsense-ið sem er eins og alfa og omega íslenska bloggsins. Samkvæmur sjálfum sér án þess þó að vera rígfastur í pólitík.“ Björgvin Valur Guðmundsson, eyjan.is „Böddi í Roklandi á ekki skít í BVG. Landsbyggðarmaðurinn sem er fjær heimóttarskap en flestir í 101. Stórkostlegur í samfélagsrýni sinni og það sem meira er, fyndinn. Mætti þó alveg fara að brenna þetta félagsskírteini sitt í Samfylkingunni, enda hefur það fjarlægst lyklaborðið hans æ meir undanfarið og er því óþarft.“ Jenný Anna Baldursdóttir, mbl.is „Manneskjuleg, skrifar skemmtilega og er vandvirk.“ Magga Maur, eyjan.is „Sú manneskja kommenterar á flest mál, er ekki með sitt eigið blogg en veit miklu meira um samfélagið og fólk en margur annar. Virðist hafa upplýsingar úr stjórnkerfinu, banka- og dómsmálakerfi landsins.“ Sigríður Lára Sigurjónsdóttir, siggaplebbi.blogspot.com „Skemmtilegt sambland af persónulegum pælingum og hugsunum um þjóðmál. Skrifar líka á opinskáan hátt um kvíða og þunglyndi þannig að lærdómsríkt er að lesa.“ Harpa Hreinsdóttir, harpa.blogg.is „Oft mjög lærdómsríkt að lesa það sem Harpa skrifar, ekki hvað síst annars vegar um kennslu- mál og hins vegar um baráttu hennar við geðsjúkdóma. Á þó til að fara fullgeyst og vega mann og annan þegar henni er misboðið.“ Elisabeth Ida Ward, elisabethida.blogspot.com „Uppgötvaði bloggsíðu þessarar konu nýverið og les hana ævinlega mér til mikillar ánægju. Þetta er íslensk/amerískur doktorsnemi sem virðist þekkja ágætlega til hér á landi en sér um leið hlutina á margan hátt með augum gestsins.“ Kristín Jónsdóttir, eyjan.is „Fyndin og orðheppin. Skrifar áhugaverða pistla um lífið í Frakklandi og sitthvað fleira.“ BESTU BLOGGARARNIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.