Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2009, Blaðsíða 33
helgarblað 11. september 2009 föstudagur 33
Það er svo skrítið að eiginlega frá því að þetta kom upp þá hef ég raunverulega verið ótrúlega óttalaus,“ segir mynd- og tónlistarmaður Jóhann G. Jóhannsson
sem hefur fært landsmönnum ófáar tónlistar-
perlurnar í gegnum árin. Jóhann hefur undanfar-
in tvö ár glímt við krabbamein og veikindi. Hann
ákvað hins vegar fljótlega að horfast blákaldur
í augu við veikindin og fara sínar eigin leiðir til
þess að ná bata í stað frekari skurðaðgerða og
lyfjameðferða. Jóhann er að vinna að nýrri plötu
sem kemur út í október og undirbýr myndlista-
sýningu þar sem hann mun meðal annars bjóða
verk og póstkort til styrktar Fjölskylduhjálp Ís-
lands. Jóhann hefur sterkar skoðanir á íslensku
útvarpi og segir það sorglegt að megnið af þeirri
íslensku tónlist sem gerð er fái aldrei að hljóma
svo mikið sem einu sinni á útvarpsstöðvum
landsins. Flestir kannast við lagið hans Don´t
Try To Fool Me sem hefur jafnvel verið nefnt eitt
besta íslenska popplagið frá upphafi. Jóhann
segir meðal annars frá því hvernig lagið varð til
í hálfkæringi en fór svo í gegnum langt ferli áður
en það varð á endanum að ódauðlegum smelli.
Lærði af Sigga Z
„Myndlistin kom fyrst,“ segir Jóhann þegar hann
spurður hvort hafi komið á undan, mynd- eða
tónlistin. Flestir landsmenn kannast frekar við
Jóhann sem einn færasta tónlistarmann og laga-
höfund landsins en myndlistin hefur fylgt hon-
um allt frá barnæsku. „Ég var sem krakki alltaf að
teikna. Í gegnum barna- og gagnfræðaskóla fékk
ég alltaf sérstaka athygli frá teiknikennaranum.
Ég man eftir því að þegar ég var í grunnskóla og
á leiðinni upp í gagnfræðaskóla fengu allir bekk-
irnir einn vegg til að skreyta en ég fékk sér vegg,“
og segir Jóhann það hafa verið fyrstu einkasýn-
inguna á ferlinum.
Jóhann ætlaði alltaf að verða myndlistamað-
ur og að hann hafi fengið neistann frá mynd-
listamanni sem gekk undir nafninu Siggi Z. „Það
var sagt um Sigga að hann hafi eitt sinn falsað
verk eftir Kjarval svo vel að Kjarval sjálfur átti að
hafa sagt þegar hann sá það „Þetta er ekki eft-
ir mig. Þetta er alltof vel gert til þess“.“ Þær voru
margar sögurnar af Sigga Z og í einni þeirra átti
hann að hafa sagst sjálfur hafa falsað Picasso-
verk sem var á þekktu safni í Danmörku. „Hann
átti meðal annars að hafa falsað fimmhundruð-
kalla,“ bætir Jóhann við. Jóhann leitaði til Sigga Z
eftir ráðleggingum sem krakki og sýndi honum
meðal annars teikningar eftir sig. „Þá gaf hann
mér gamla bók á ensku. Bók sem ég á ennþá og
í henni var allt um hvernig þú átt að byggja upp
myndir og annað sem til þurfti. Siggi sagðist hafa
lært allt sem hann kunni af þessari gömlu bók.“
Bókin reyndist Jóhanni vel. „Ég notaði hana þó
ekki jafn mikið og hann greinilega gerði. Því hún
var öll út krotuð og teiknuð eftir karlinn sem
hafði ágætis húmor. Maður sá það á því sem
hann hafði bætt við sumar myndirnar.“
Nóg að vera úr Keflavík
Á unglingsárunum fór tónlistin að eiga meiri
sess í lífi Jóhanns. Enda ungur maður úr Kefla-
vík þar sem allt iðaði af lífi í tónlistargeiranum. „Í
gagnfræðaskólanum voru ýmsir farnir að koma
fram með skólahljómsveitinni sem seinna áttu
eftir að láta mikið að sér kveða. Þá var Gunnar
Þórðarson á trommum, Rúnar Júlíusson kom
þar fram í söngvarakeppni og bróðir minn heit-
inn Eiríkur Jóhannsson. Þar með var dellan byrj-
uð, Little Richard og allt það.“ Ferill Jóhanns
hófst hins vegar ekki fyrr en hann fór í skóla á
Bifröst. „Þá vonaðist ég til að komast inn í skóla-
hljómsveitina. Jafnvel þótt ég kynni ekki mikið.
Á þeim árum var eiginlega bara nóg að vera úr
Keflavík og eiga gítar,“ segir Jóhann og hlær. „En
mér var boðið í hljómsveitina og seinna árið var
ég orðinn hljómsveitarstjóri.“Jóhann og nokkrir
aðrir úr skólahljómsveitinni stofnuðu svo band-
ið Strauma sem gerði það gott í Borgarnesi og
nærsveitum. „Ég, Eiríkur bróðir og Karl Her-
mannsson, sem var upprunalega í Hljómum,
höfðum svo ákveðið að stofna hljómsveit sem
átti að heita Óðmenn þegar ég kæmi af Bifröst og
það varð af því.“
Lifir af listinni
Þar með hófst atvinnulistamannaferill Jóhanns
og hefur hann reynt að lifa eingöngu af listinni
allar götur síðan þá. „Ég einsetti mér það að ef
ég þyrfti að vinna að öðru en listsköpun þá yrði
það innan tónlistar- og myndlistargeirans.“ Jó-
hann stofnaði síðar listagallerí sem hét Gallery
Lækjartorg. Það varð svo seinna að Listamið-
stöðinni.“ Síðar stofnaði hann Púlsinn – tónlist-
arbar. „Að lifa af listinni hefur verið endalaus
barátta. En ég hef alltaf tekið þann slag og það
hefur líka orðið til þess að maður hefur gert ým-
islegt til að geta haldið áfram á listabrautinni.
Ég hef oft spurt mig; á ég að hætta hér og fá mér
vinnu. Fara að nota Samvinnuskólamenntunina
og fara vinna á einhverjum kontor. Eða á ég að
hunskast til harka af mér og reyna að selja verkin
mín eða láta mér detta eitthvað sniðugt í hug.“J-
óhann segist hafa öðlast mikla reynslu í gegnum
allt þetta ferli því í eðli sínu sé hann óframfær-
inn. „Mér leiðist þetta orð feiminn. Ég er ekkert
mikið fyrir sviðsljós og því finnst mér versti hlut-
inn við sýningar eða útgáfur á plötum að þurfa
að kalla á athygli. En það hefur kennt manni ým-
islegt að þurfa takast á við það.“
Jóhann hefur alla tíð staðið fast á sínum skoð-
unum og verið baráttumaður. Hann er einn af
stofnendum SATT, Samtaka alþýðutónskálda
og tónlistarmanna, sem síðar leiddi til þess að
FTT, Félag tónskálda og textahöfunda, var stofn-
að. „Við hófum baráttuna við STEF um að kom-
ast þar inn því við höfðum verið utangarðsmenn
frá upphafi.“
Úr Náttúru í poppið
Það er eitt lag eftir Jóhann sem óneitanlega hef-
ur vakið mesta athygli í gegnum tíðina og það er
smellurinn Don´t Try To Fool Me sem margir Ís-
lendingar halda jafnvel að hafi verið samið og
flutt af erlendum listamanni. Jóhann segir mikla
sögu í kringum lagið sem hann hafi svo seinna
lært mikið af. Jóhann hefur þó einnig samið fjöl-
mörg þekkt lög eins og Eina ósk, Traustur vin-
ur og Hvers vegna varst´ekki kyrr? svo fátt eitt sé
nefnt.
„Ég var á þessum tíma í hljómsveit sem hét
Náttúra og var talin þá með þyngstu böndum
sem stofnuð höfðu verið hér á landi. Áskell Más-
son tónskáld var í þeirri hljómsveit, Björgvin
Gíslason,gítar, Shady Owens, Ólafur Garðars-
son, trommur og Sigurður Árnason, bassi. Ég
var fenginn inn í þetta band á gítar sem var nú
ekki mitt aðalhljóðfæri og sem söngvari.“Sjál-
fur segir Jóhann að gengi sveitarinnar hafi ekki
verið nógu gott og að einhvertímann hafi hann
grínast með það að kannski vildi fólk bara heyra
eitthvað svona.. og fór þá að raula og spila á gít-
arinn. Úr varð frumútgáfa lagsins. „Bróðir minn
Guðmundur og þáverandi sambýliskona mín
voru þarna viðstödd og þau vildu endilega að
ég tæki þetta upp til gleyma þessu ekki.“ Jóhann
gerði það og á ennþá þá upptöku til. „Þá komu
þessi orð eins og Don´t Try To Fool Me.“
Þúsund pund í vaskinn
Á endanum gerði Jóhann heimademo af laginu
sem hann leyfði Ámunda Ámundasyni að heyra.
„Ámundi vildi strax senda mig út til Bretlands
til þess að taka upp og endanum fór ég.“ Jóhann
hafði haldið góðu sambandi við upptökustjóra
að nafni Derek Watsworth. „Hann var upptöku-
stjóri okkar Óðmanna þegar við tókum upp plötu
í London árið 1969 með lögunum Spilltur heim-
ur og Bróðir.“ Jóhann segir Svavar Gests heitinn
hafa kostað upptökur Óðmanna og að hann hafi
gert það af góðvildinni einni. „Hann vildi bara
gera vel við okkur því honum líkaði það sem við
vorum að gera og kunni að meta þann metnað
sem við höfðum. Hann sagði seinna frá því að
hann hefði þurft að selja tíu þúsund eintök af
plötunni bara til að ná upp í kostnað.“Jóhann fór
síðar út með verkið Brotinn gítar, Þögnin rofin
sem þótti einstaklega framúrstefnulegt og hitti
Derek við það tækifæri. Hann hélt svo út í þriðja
sinn til þess að vinna með Derek lög til útgáfu á
vegum Á. Á hljómplatna. Eftir fyrsta upptöku-
daginn á Dont Try To Fool Me var Jóhann hins
vegar ekki sáttur við útkomuna og sagði hana
ónothæfa. Það varð uppi fótur og fit í hljóð-
verinu enda var stúdíótími ekki gefins.„Menn
höfðu ekki fengið nægjanlegar upplýsingar í
byrjun, til dæmis um hvað tónlistin eða textarnir
snérust.“ Meðal þeirra sem léku á hljóðfæri í lag-
inu eru Mickey Waller trommari Rod Stewart og
Miller Anderson sem spilar kassagítarinn í lag-
inu. „Upp frá þessu urðu þeir miklir vinir mínir.
Þeir komu upp á hótelherbergi til mín og við fór-
um yfir það hvaða hugmyndir ég hefði.“ Jóhann
segir að Ámundi hafi skiljanlega ekki verið sátt-
ur þar sem þúsund pund voru farin í vaskinn en
Jóhann var harður á því að útgáfan myndi aldrei
ganga svona. Eftir að hafa túrað með Derek um
Skotland og unnið sameiginlega að útsetningu
lagsins varð að lokum til sú útgáfa þess sem
landsmenn og margir fleiri þekkja svo vel. „Þetta
kenndi mér það hversu ótrúlega miklu máli út-
setning skiptir. Og að það sé nánast hægt að gera
hvaða lag sem er gott ef útsetningin er góð og
fagmannlega unnin.“
Hof tilfinningalífs karlmannsins
Árið 2007 urðu mikil kaflaskipti í lífi Jóhanns.
Eftir að hafa lent í úrtaki hjá Hjartavernd kom í
ljós að hann væri hugsanlega með krabbamein
í blöðruhálskirtli. „Ég lenti í úrtaki hjá Hjarta-
vernd og fór þá í nokkur próf hjá þeim. Það var
allt í fínu standi nema ég fékk þau skilaboð að
ég þyrfti að passa mig til að fá ekki áunna syk-
ursýki eftir tíu ár. Passa matarræðið og aðeins
of þungur og allt það.“Jóhanni var því ráðlagt að
fara í frekari skoðun og ákvað að fara til heim-
ilislæknisins síns. „Hann sagði við mig „Jóhann
þegar ég sendi menn á þínum aldri í blóðprufu
þá læt ég alltaf taka PSA“ en ef það er of hátt get-
ur það bent til þess að um krabbamein í blöðru-
hálskirtli sé að ræða.“ Þegar niðurstöðurnar lágu
fyrir kom í ljós að hátt PSA hafði mælst í Jóhann.
„Talan á að vera undir fjórum en hún var í sautj-
án hjá mér.“ Í kjölfarið var Jóhanni vísað til sér-
fræðings þar sem hann var mældur aftur. „Þá var
ég enn hærri svo að ég var látinn fá lyf og bókað-
ur í sýnatöku.“ Þegar heim var komið fór Jóhann
að velta þessu mikið fyrir sér. „Ég leggst þá í tölu-
verða rannsóknarvinnu og fer að lesa mig mik-
ið til á netinu og annarstaðar. Fljótlega kemst
ég að því að það vitlausasta sem ég geti gert sé
að fara í þessa sýnatöku. Því að því fylgi ákveðin
hætta. Blöðruhálskirtillinn er mjög vel varinn og
einskonar hof tilfinninga karlmannsins. Þarna
er fullnægingin og ýmsar aðrar tilfinningar. Og
að bjóða einhverju þangað inn skildi maður ekki
gera nema að vandlega athuguðu máli.“
Notast við heildrænar lækningar
Jóhann lét því lækninn vita að hann ætlaði ekki í
sýnatöku né taka lyfið en að hann væri til í skoð-
un. „Þá er þreifað á kirtlinum og reynt að finna
hvort að hann hafi stækkað. Hann gat ekki dreg-
ið neina ályktun af því aðra en þá að eins og yf-
irleitt gerist hjá karlmönnum þá stækki þessi
kirtill með aldrinum.“ Jóhann hafði rekist á ým-
islegt á netinu sem hann taldi að gæt gagnast
honum í þessari stöðu. „Ég var líka búinn að
lesa mig til um það að blöðruhálskrabbi sé yfir-
leitt mjög hæggengur. Að menn geti gengið með
hann í einhver tíu, tuttugu ár og drepist svo úr
einhverju allt öðru á endanum.“ Jóhann tilkynnti
því lækni sínum að hann ætlaði ekki að þiggja
frekar meðferð að svo stöddu vegna þessa held-
ur reyna að ná PSA-magninu niður með heild-
rænum aðferðum.
Annað áfall
Skömmu seinna var Jóhann á leið í sumarbú-
stað með eiginkonu sinni þegar annað áfall reið
Berst við krabbamein án lyfja
„Ég ræddi þá við lyflækninn og bað
hann að sagði mér hreinlega hverjar
líkurnar á bata væru. Ef ég gerði ekki
neitt og væri svona í meðaltalinu að
þá ætti ég sex til tólf mánuði eftir
ólifað.“
Jóhann G. Jóhannsson Er að leggja
lokahönd á nýja breiðskífu.
MyNd RAkeL ÓSk SiGuRðARdÓttiR