Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2009, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2009, Blaðsíða 30
u m h e l g i n a FimmFöld sala Sala á sýningar Þjóðleikhússins á nýju leikári hefur farið mjög vel af stað og hefur salan á opnum kortum nú fimmfaldast miðað við sama tíma í fyrra. Aldrei hafa heldur fleiri gestir mætt á opnum degi leikhússins sem haldinn var fyrir skömmu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Þjóðleikhúsinu. Borgarleikhúsið segir sölu á áskriftarkortum þar á bæ líka hafa verið afar góða og því útlit fyrir að þrátt fyrir efnahagsþrengingar hyggist Íslendingar sækja í leikhús í vetur sem aldrei fyrr. Á barnaskólaárum mínum norður á Akureyri fyrir margt löngu hafði ég, eins og margir aðrir krakkar, nokkra atvinnu af því að bera út og selja blöð, þ. á m. Morgunblaðið. Þessi atvinna þótti bæði hagkvæm og menntandi. Við fengum laun, sem marga munaði um, fengum eintak af blöðunum, sem heimilið gat þá spar- að sér að kaupa, og þau okkar, sem á annað borð nenntu að lesa dagblöð, gátu aflað sér þekkingar og fróðleiks um þjóðmálin og það sem var að ger- ast í heiminum. Sá fróðleikur komst þó til skila með ýmsum hætti. Einn daginn vorum við tveir strákar mætt- ir á afgreiðslu Morgunblaðsins að sækja blöð til að bera út. Félagi minn var mikið hugsi og þegar við vorum komnir út á götu leit hann alvarleg- ur á mig og sagði: „Veistu af hvaða fólki er mest í heiminum?“ Ég var nú ekki viss um það, en hélt að það hlytu að vera Kínverjar. „Nei,“ sagði hann, „það eru kommúnistar“. Og svo bætti hann við: „Ef þú lest Moggann þá sérðu að það hlýtur að vera. Það eru drepnir mörg þúsund kommúnistar úti um allt á hverjum degi, alltaf nóg eftir og svo eru það eiginlega bara kommúnistar sem drepa þá.“ Þessi gömlu orðaskipti rifjuðust upp fyrir mér við lestur Svartbók- ar kommúnismans, og ég er ekki frá því að þessi gamli kunningi minn hafi haft þó nokkuð til síns máls. Í inngangskafla bókarinnar kemur fram (bls. 12), að alls hafi hartnær 100 milljónir manna verið drepnar í löndum kommúnista víða um heim á tímabilinu frá 1917 og fram um eða yfir 1990. Sú tala er að vísu engan veg- inn nákvæm og líklega nær lágmarki en hámarki. Vitaskuld voru ekki all- ar þessar 100 milljónir kommúnist- ar, en fjöldi þeirra var engu að síð- ur ótrúlega mikill og líkast til hefur ekki verið hættulegra að ganga í aðra stjórnmálaflokka, sama hvar í heim- inum það var. Þetta geta þó trauðla talist nýj- ar upplýsingar, a.m.k. ekki fyrir þá sem hafa fylgst með því, sem rætt hefur verið og ritað um sögu 20. ald- ar á undanförnum áratugum. Engu að síður er þessi tala, 100 milljónir, ógnarhá og samsvarar því að nærfellt þriðjungur allra Bandaríkjamanna hafi fallið fyrir böðulshendi. Í því við- fangi er þó rétt að taka fram, að hér eru ekki aðeins taldir þeir, sem voru beinlínis teknir af lífi, heldur einnig fólk sem lést í fangelsum, vinnubúð- um og af völdum annarra nauðung- araðgerða í löndum, sem lutu stjórn kommúnistaflokka. Þessi bók, Svartbók kommúnism- ans, kom fyrst út í Frakklandi árið 1997, og vakti þegar í stað mikla at- hygli. Hún er metnaðarfullt verk margra fræðimanna af mörgum þjóðernum, en rétt er að taka fram, að bókin er ekki saga kommúnism- ans eða kommúnistastjórna í heim- inum á 20. öld. Höfundarnir ein- skorða frásögn sína við ógnarstjórn og ógnarverk kommúnista í löndum, sem þeir stjórnuðu um lengri eða skemmri tíma og nær sagan til allra heimsálfa utan Norður-Ameríku og Eyjaálfu. Að loknum almennum inngangskafla, sem ber yfirskriftina „Glæpir kommúnismans“, víkur sög- unni að einstökum löndum og svæð- um. Þar er fyrst fjallað um byltinguna í Rússlandi og þróun mála í Sovét- ríkjunum, og því næst að athöfnum Sovétmanna í öðrum löndum, þar sem þeir komust þó ekki til valda, t.d. á Spáni á dögum borgarastyrjaldar- innar þar. Þá er fjallað um Evrópu- lönd, sem lutu stjórn kommúnista eftir síðari heimsstyrjöld, og því næst víkur sögunni að Asíu og loks Róm- önsku Ameríku og þróunarlöndun- um. Bókinni lýkur svo með eftirmála eftir Stéphane Courtois, sem ber hina viðeigandi yfirskrift „Hvers vegna?“. Frásögnin af gangi mála í Sovét- ríkjunum er vitaskuld rækilegust. Um þá sögu hefur víða verið fjallað áður og fátt kemur lesendum, sem fylgst hafa með söguskrifum um þessi mál, verulega á óvart. Tvennt vakti mesta athygli mína í þessum hluta bókar- innar. Í fyrsta lagi, hve margir og ólík- ir hópar andstæðinga bolsévika voru í borgarastríðinu á árunum 1918– 1921. Söguritarar hafa löngum haft tilhneigingu til að steypa andstæð- ingum bolsévika saman í eitt og kalla einu nafni hvítliða, en hér er sýnt fram á, m.a. með stuðningi af heim- ildum, sem ekki urðu aðgengilegar fræðimönnum fyrr en eftir fall Sovét- ríkjanna, að andstæðingar bolsévika voru sundurleitur hópur og margir þeirra voru í sjálfu sér ekki andstæð- ingar byltingarinnar sem slíkrar og vildu ekkert með hina eiginlegu hvít- liða hafa, þótt þeir vildu ekki heldur lúta stjórn bolsévika í einu og öllu. Í annan stað er athyglisvert, hve mikla áherslu bókarhöfundar, sem margir eru vinstrisinnaðir mennta- menn, leggja á að Lenín hafi verið upphafsmaður og helsti hugmynda- fræðingur ógnarstjórnar bolsévika. Í þessu efni er einnig byggt á skjal- legum heimildum, sem ekki urðu tiltækar sagnfræðingum fyrr en eft- ir 1991. Þessi skoðun á Lenin geng- ur hins vegar í berhögg við það, sem sósíalistar og kommúnistar héldu lengi fram, ekki síst eftir hina frægu „leyniræðu“ Nikita Krústjoffs árið 1956, að allar hreinsanir, mannrétt- indabrot og böðulsskapur hafi ver- ið Stalín og hans kónum að kenna. Lenin hafi verið miklu betri mað- ur og hefði hann lifað lengur, hefðu mörg hermdarverk Stalíns aldrei átt sér stað. Kaflarnir um önnur lönd og álfur eru ekki síður fróðlegir – og hrika- legir – aflestrar en sá um Sovétríkin. Saga kommúnismans í Asíu, Afríku og Rómönsku Ameríku er ekki síður blóði drifin en í Evrópu, en sjálfum þótti mér þó forvitnilegast að lesa um þróun mála í Austur- og Mið-Evrópu á árunum eftir síðari heimsstyrjöld, einkum í Ungverjalandi, Póllandi og Tékkóslóvakíu. Svartbók kommúnismans er löngu orðin klassískt verk í evrópskri sögu- ritun síðustu áratuga. Af þeim sökum er mikill fengur að útgáfu bókarinnar á íslensku. Þýðing Hannesar Hólm- steins Gissurarsonar er slétt og felld, á köflum ljómandi góð en á stöku stað er eins og þýðandann hafi þrot- ið örendið og textinn verður óttalega flatur og nánast leiðinlegur aflestrar. Það þarf þó varla að koma á óvart, það er mikið eljuverk að þýða þetta mikla rit og víst þarf mikið úthald til að halda dampi allan tímann. Allir þeir, sem áhuga hafa á sögu 20. aldar, ættu að lesa þessa bók og þá sérstaklega sagnfræðingar og nemendur í sagnfræði. Það skal hins vegar tekið skýrt fram, að margt í bókinni er ekki fyrir viðkvæmar sálir, og síst fyrir svefninn. Jón Þ. Þór ljót er sú saga 30 Föstudagur 11. september 2009 Fókus Svartbók kommúniSmanS Glæpir, ofsóknir, kúGun Höfundar: stéphane Courtois, nicolas Werth, Jean-louis panné, Andrzej paczkowski, karel Bartosek, Jean-louis Margolin Ritstjóri íslensku útgáfunnar og þýðandi: Hannes Hólmsteinn Gissurarson Útgefandi: Háskólaútgáfan bækur Lenín ávarpar mannfjöldann Greinarhöfundi finnst athyglis- vert hve mikla áherslu bókarhöf- undar, sem margir eru vinstri- sinnaðir menntamenn, leggja á að lenín hafi verið upphafsmað- ur og helsti hugmyndafræðingur ógnarstjórnar bolsévika.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.