Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2009, Blaðsíða 17
fréttir 11. september 2009 föstudagur 17
starfskonur beittu stúlkur ofbeldi
viðbrögð starfsfólks ef stúlkurnar
neituðu að gera það sem þeim var
fyrirskipað eða voru með dónalegar
athugasemdir í garð starfskvenna,“
segir í skýrslunni.
Konunum fannst þær ekki geta
leitað til starfsfólksins vegna vanlíð-
unar og flestar þeirra sögðust lengst
af dvölinni á Bjargi hafa grátið sig í
svefn á kvöldin.
Lífslöngunin hvarf
DV ræddi við Matthildi Hafsteins-
dóttur í byrjun árs 2007 en hún og
Marion eru systurdætur. Í kjölfar
umfjöllunar blaðsins um Breiðavík-
urmálið steig hún fram og sagðist
ekki geta þagað lengur, enda hefði
hún gert það í fjörutíu ár.
Þjóðviljinn og Tíminn fjölluðu
um flótta Marion Gray frá Bjargi og
veru hennar þar í löngum greinum
20. október 1967. Langt viðtal birtist
við Marion í Þjóðviljanum þar sem
hún lýsti upplifun sinni og þá ekki
síst hvernig barn hennar var tekið
af henni.
Marion sagði frá því að þegar
hún sagði Auði Eir að hún væri með
barni hafi sú síðarnefnda ekki trúað
því. „...hún vildi ekki trúa
mér, hún lamdi mig, við
lentum í slagsmálum og svo
sagði hún að ég væri ekki
frekar ófrísk en hún sjálf.
Um kvöldið blæddi hjá mér í
klukkutíma,“ sagði Marion.
Matthildur sagði í sam-
tali við DV að Bjarg hafi gjör-
breytt frænku sinni. „Glaða
stúlkan var horfin að eilífu,“
sagði Matthildur um lundar-
far Marion eftir að hún kom
af Bjargi. Marion fór aftur til
Færeyja og bjó þar til dánar-
dags. „Marion varð eins og
skugginn af sjálfri sér. Hún
kvaldist þá stuttu ævi sem hún
átti eftir, en hún lést fertug að
aldri úr krabbameini. Eftir að
nýfæddur sonurinn var tek-
inn af henni hvarf lífslöngun
hennar með öllu. Það er ekki
hægt að gera ljótari hlut en þann
að taka nýfætt barn af móður. Það
gerði kona sem er prestur og rekur
sérstaka Kvennakirkju. Mig hryll-
ir við þessu. Bjarg var ekki stúlkna-
heimili. Það var fangelsi fyrir sak-
laus börn. Þegar saga Bjargs verður
gerð opinber – og þess
er ekki langt að bíða – mun mörg-
um misbjóða, því get ég lofað,“ sagði
Matthildur.
Drakk klór til að drepa sig
Í viðtölum hjá vistheimilisnefnd
sögðu konurnar sjö að á Bjargi hafi
hver dagur hafist með bænahaldi.
Eftir morgunmat var skólahald
og eftir hádegið sinntu þær hefð-
bundnum heimilisstörfum. Þeim
var ekki heimilt að fara út í öðr-
um erindagjörðum en í daglegan
göngutúr og vikulega samkomu hjá
Hjálpræðishernum.
Yfirleitt voru göngutúrarnir í
fylgd starfskvenna sem voru klædd-
ar í einkennisföt Hjálpræðishersins
og fyrir kom að þær gerðu hróp að
stúlkunum með niðurlægjandi at-
hugasemdum.
Konurnar voru sammála um að
þeim fyndist mikil skömm að hafa
verið vistaðar á Bjargi og forðuðust
að greina frá því á fullorðinsárum.
Ef stúlkurnar á Bjargi brutu heim-
ilisreglur eða struku var þeim refs-
að með innilokun í herbergi í ein-
hvern tíma. Frásagnir kvennanna
voru ekki samróma um hversu lengi
innilokunin átti sé stað en hugsan-
lega var það breytilegt eftir eðli aga-
brota. Fyrir nefndinni sögðust kon-
urnar hafa verið lokaðar inni allt
frá einni klukkustund og upp í tvo
daga. Þá voru þær sviptar heimild til
að hlusta á útvarp, horfa á sjónvarp
eða tekið fyrir göngutúrana jafnvel
vikum saman.
Einnig var algengt að viðlög
við stroki frá Bjargi væru vikuvist á
Upptökuheimilinu í Kópavogi þar
sem þær voru algjörlega einangrað-
ar, gátu ekki opnað glugga eða dreg-
ið frá gluggatjöld, og fengu ekki að
tala við fjölskylduna í síma á meðan
á einangruninni stóð.
Ein kvennanna sagði sjálfsmat
sitt hafa farið mjög niður á við í ein-
angruninni og hafi hún upplifað að
starfsmönnum fyndist hún verð-
skulda einangrunina því hún væri
ómerkileg persóna. Þá upplýsti hún
nefndina um að ein starfskvenna
Bjargs hafi heimsótt hana nokkr-
um sinnum á Upptökuheimilið til
að biðja fyrir henni en í eitt skiptið
hafi hún framkæmt á enni skoðun
til að athuga hvort hún væri hrein
mey. Eftir það ákvað hún að fremja
sjálfsmorð og gerði tilraun til þess
með því að drekka klór sem hún
fann á salerni Upptökuheimilisins.
Ekki var kallað á lækni en starfs-
fólk heimilisins lét hana þess í stað
drekka saltvatn sem varð til þess að
hún kastaði upp klórnum.
DV 16. febrúar 2007
DV hóf umfjöllun
um Kumbaravog 16.
febrúar 2007
DV Fréttir
föstudagur 16. febrúar
2007 13
Þrælabúðir
barna
„Ég þekkti ekkert annað
en að
vera á barnaheimili á æs
kuárum
mínum,“ segir Elvar Jak
obsson,
tæplega fimmtugur mað
ur, sem
búsettur er í Þýskalandi
. „Ég er
næstyngstur sex systkina o
g vegna
veikinda minna í bernsku
og mik-
ils vinnuálags á foreldrum
mínum
var mér komið fyrir á vög
gustofu
og barnaheimilum. Þega
r ég var
ellefu ára kom ég að Kumb
aravogi,
sem átti eftir að verða heim
ili mitt
næstu fimm árin.“
Forstöðumenn Kumbara
vogs
voru hjónin Hanna Guðrú
n Hall-
dórsdóttir og Kristján Fr
iðbergs-
son. Þar segist Elvar hvo
rki hafa
fengið ástúð né blíðu, en v
erið not-
aður til vinnu eins og önnu
r börn á
heimilinu.
„Þetta voru þrælabúðir ba
rna,“
segir hann með mikilli
áherslu.
Sagan hefur legið á honum
eins og
mara í áratugi og hann t
ekur sér
nokkra daga til að undirb
úa þetta
viðtal.
„Við vorum tólf eða fj
órtán
börn á bænum þegar ég
dvaldi
þar og vorum öll látin vinn
a hörð-
um höndum. Þarna var h
ænsna-
bú með yfir þúsund hænu
m og ég
gleymi aldrei þegar við vo
rum að
moka skítinn úr hænsn
ahúsinu
með skóflum þar til við
fengum
blöðrur á hendurnar. Frá
Kumb-
aravogi var mikil „útgerð
“, þaðan
voru seldir kjúklingar og
egg og
það var í verkahring okka
r barn-
anna að hlaða eggjunum
upp og
sjá um þetta bölvaða hæn
snahús,
svo ég taki vægt til orð
a,“ segir
hann og hlær lítillega. „Al
máttug-
ur, hvað ég hataði þetta h
ænsna-
bú! Ef við vorum dugleg
fengum
við ís að launum.“
Í grænmetisgarðinum frá
morgni til kvölds
Auk vinnunnar við hæn
sna-
húsið segist Elvar hafa veri
ð látinn
stjórna stórri kartöfluvél o
g negla
tjörupappa á þök, ellefu
ára að
aldri.
„Annars lágum við mest á
fjór-
um fótum á Kumbaravogi.
Við vor-
um að taka upp gulrætur,
gulrófur
og kartöflur frá morgni ti
l kvölds
og látin bera níðþunga k
artöflu-
pokana í kartöflugeymslu
na. Við
vorum líka látin festa þa
kplötur,
ellefu, tólf ára börnin og þ
au einu
sem ég veit til að hafi slo
ppið við
þrældóminn voru þrjú
systkini
sem komu um það leyti
sem ég
var að fara af Kumbaravo
gi. Sum
barnanna voru í eftirlæti h
já hjón-
unum... Sá yngsti sem v
ar með
mér í þessari þrælkun
arvinnu
var Einar heitinn Agnarss
on, sem
var níu ára þá.... Við vor
um lát-
in negla tjörupappa á
húsþök,
hreinsa timbur, grafa sk
urði og
bera sérstakt efni á timbu
r svo ég
nefni þér dæmi. Og ekki n
óg með
það, heldur var sett upp po
kaverk-
smiðja þarna og við börnin
vorum
látin sauma heyábreiður
og ann-
að. Við sátum við risasa
umavél-
ar sem fæst okkar réðu v
ið, enda
saumaði ég í gegnum fing
urinn á
mér. Ef það er ekki barna
þrælkun
að láta börn koma beint
úr skóla
til að setjast við vinnuvéla
r, þá veit
ég ekki hvað barnaþrælku
n er. Hér
í Þýskalandi, þar sem ég
hef búið
í áratugi, væru forstöðume
nn slíks
heimilis löngu komnir á ba
k við lás
og slá. Það var komið fram
við okk-
ur eins og vinnudýr og se
m dæmi
þá fengum við aldrei að ko
ma inn í
húsið nema bakdyramegin
.“
Hann segist aldrei hafa fu
ndið
fyrir hlýju eða alúð af hál
fu hjón-
anna. Eina manneskjan se
m hann
hafi tengst sterkum bönd
um hafi
verið jafnaldra hans, st
úlka úr
Reykjavík sem hann kal
lar fóst-
ursystur sína. Hún er sú e
ina sem
hann heldur sambandi
við af
Kumbaravogsbörnunum.
„Ég man aldrei eftir að no
kkur
hafi sýnt mér ástúð á æs
kuárum
mínum,“ segir Elvar og þag
nar. „Og
þó. Ég man þegar ég var
nokkra
daga í Reykjavík hjá m
ömmu
minni þegar ég var að fer
mast að
þá fékk ég nokkra hlýju frá
henni.“
Hann segist oft hafa reyn
t að
strjúka ásamt öðrum börn
um. En
annaðhvort náðust þau eð
a hann
sneri til baka að eigin ósk.
„Ég átti nefnilega hest þa
rna,“
segir hann til útskýringa
r. „Það
eina sem ég gat sýnt blí
ðu voru
dýrin. Ég elskaði að vera in
nan um
dýr, tók að mér veika fugla
og hlúði
að þeim. Eini tíminn sem
gafst þó
til þess að sinna hugðare
fnunum
var á laugardögum, því þ
etta var
aðventistaheimili þar sem
laugar-
dagurinn var hvíldardagur
.“
Langaði til himinsins, til
Guðs...
Herbergjum deildu börnin
ým-
ist tvö eða þrjú saman.
Að sögn
Elvars voru herbergin þri
faleg og
þótt honum hafi ekki þótt
matur-
inn góður, var nóg af honu
m.
„Það sem mér fannst best
voru
stappaðar gulrætur, rófur
og kart-
öflur í smjöri,“ segir hann h
læjandi.
Framhald á
næstu opnu
AnnA Kristine
blaðamaður skrifar: annakri
stine@dv.is
elvar Jakobsson „Ég er búinn
að grafa
minningarnar svo djúpt að é
g held að
enginn nái þeim úr þessu. Ég
veit ekki
hvort það sé hægt að hjálpa
mér lengur.“
Anna Kristine Magnúsdóttir fékk líflátshótanir þegar hún rannsakaði starfsemi Kumbaravogs fyrir
DV í ársbyrjun 2007. Auk þess var hún þjófkennd eftir að kreditkortið hennar var tilkynnt stolið hjá
Landsbankanum, þar sem hún var í viðskiptum. Kristján Friðbergsson, fyrrverandi forstöðumaður
Kumbaravogs, er faðir Halldórs J. Kristjánssonar, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans.
hótað eftir umfjöllun dV
„Í símanum var maður, mjög æst-
ur, og segir mér að hann viti að ég
sé að skrifa um Kumbaravog og
að ég skuli ekki halda að ég kom-
ist upp með það. Hann viti hvar
ég búi, hann viti á hvernig bíl ég
aki, gefur upp bílnúmerið á bíln-
um mínum og tilkynnir mér að
ég verði drepin. Hann segir að
þessi grein muni ekki birtast. Þeir
muni sjá til þess, og að aðrir hafi
verið drepnir áður sem hafi verið
að ljúga upp á þennan yndislega,
gamla mann, Kristján á Kumbara-
vogi,“ segir Anna Kristine Magn-
úsdóttir fjölmiðlakona. Fyrri hluta
árs 2007 skrifaði hún greinaröð
um unglingaheimilið Kumbaravog
í DV. Kristján Friðbergsson var for-
stöðumaður heimilisins.
Sigurjón M. Egilsson tók við
ritstjórn DV þá um áramótin og í
kjölfar Breiðavíkurmálsins, sem
blaðið fjallaði um fyrst fjölmiðla,
var ákveðið að Anna skrifaði um
starfsemina á Kumbaravogi. Um-
fjöllunin var hluti af viðamiklum
skrifum sem ritstjórn DV var verð-
launuð fyrir af Blaðamannafélagi
Íslands fyrir rannsóknarblaða-
mennsku ársins.
Lömuð af skelfingu
Anna hafði árið 2002 skrifað bók-
ina Litróf lífsins þar sem hún
ræddi við Sigurdór Halldórsson
sem lýsti því harðræði sem hann
bjó við sem unglingur á Breiðavík.
Málið hafði þá vakið litla sem enga
athygli en var aftur að koma upp á
yfirborðið.
Hótanirnar sem Anna fékk
vegna skrifa um Kumbaravog
fengu mjög á hana. „Ég hrein-
lega lamaðist af skelfingu. SME
[Sigurjón M. Egilsson] var á vakt-
inni með mér og sá mig hreinlega
hvítna upp. SME fylgdi mér út í bíl
því ég ætlaði ekki að þora heim,“
segir Anna. Hún lagði aldrei fram
kæru vegna málsins, taldi sig hafa
náð að tala manninn til í símanum
og hélt ótrauð áfram við rannsókn-
arvinnuna.
Grét allt kvöldið
Anna sagði vinkonu sinni frá atvik-
inu en sú þekkti til þeirra sem ráku
Kumbaravog. Anna segir vinkon-
una hafa verið sannfærða um að
baráttunni gegn því að sannleik-
urinn birtist væri ekki lokið. „Nú
munu þeir rústa þér fjárhagslega,“
segir hún vinkonuna hafa sagt.
Anna var á þessum tíma í viðskipt-
um við Landsbankann en þar var
annar bankastjórinn, Halldór J.
Kristjánsson, sonur Kristjáns Frið-
bergssonar á Kumbaravogi. „Ég
bara hló að þessu,“ segir Anna.
Á kosningadeginum í maí þetta
ár var Anna síðan stödd í Bónus
með fulla körfu af vörum sem hún
ætlaði að kaupa. „Þegar kortinu
mínu var rennt í gegn pípti allt og
mér var sagt að þetta væri stolið
kort. Síðan var kallað í verslunar-
stjórann og hann tilkynnti mér að
kortið væri stolið, og í rauninni
ætti hann að hringja í lögregluna
og láta handtaka mig,“ segir hún.
Anna hélt í fyrstu að um saklaus
mistök væri að ræða og gat sann-
að hver hún var með vegabréfinu
sínu sem hún var með á sér vegna
kosninganna.
Hún hringdi síðan beint upp
í Visa þar sem henni var sagt að
kortinu hefði verið lokað því það
hefði borist tilkynning frá Lands-
banka Íslands, aðalstöðvum, und-
irrituð af Guðlaugu S. Arnórsdótt-
ur, um að þetta kort væri stolið. Þá
birtist kona í biðröðinni, sagði að
allir í búðinni vissu að hún gengi
ekki um með stolið kort og greiddi
fyrir vörurnar. Eftir spjall við versl-
unarstjórann fékk Anna síðan að
fara heim. „Ég grét allt kvöldið.
Þetta var svo hrikalega niðurlægj-
andi, að vera þjófkennd,“ segir
hún.
Daginn eftir skrifaði Anna um-
ræddri Guðlaugu bréf sem og
bankastjórn Landsbankans og
Björgólfi Guðmundssyni þar sem
hún krafðist skýringa á málinu.
Þar spurði hún hver hefði gefið út
þá fyrirskipan að tilkynna að kort-
ið væri stolið og að taka ætti það af
þeim sem framvísaði því.
Nafnlausar hótanir
„Á mánudeginum hringdu í mig
bæði Garðar Ólafsson og Guð-
mundur Davíðsson og sögðu þetta
mistök, ég mætti sækja nýtt kort.
Ég hélt nú ekki að ég ætlaði að gera
mér ferð í Hafnarfjörðinn, þar sem
ég var með viðskipti, og fékk kort-
ið sent heim með leigubíl,“ segir
Anna.
Anna fékk aldrei svör við þessu
hjá Landsbankanum, þar vísaði
hver á annan og það eina sem
barst var „lufsulegt afsökunarbréf
úr lögfræðideildinni“, eins og hún
orðar það, og hefur ekki enn feng-
ið, þrátt fyrir að hafa skrifað Garð-
ari Ólafssyni margoft og krafið
hann svara.
Hún segir mótlætið þegar hún
var að skrifa um Kumbaravog hafa
hvatt hana áfram. „Það var reynt að
stoppa þetta, ég fékk ótal nafnlaus
símtöl þar sem ég var vöruð við.
En á endanum var ég orðin mjög
köld. Eftir því sem mér var ógnað
meira, því ákveðnari varð ég og
sannfærðari um að þarna var eitt-
hvað mikið að. Ég bara fílefldist
við hverja hótun. Þegar ég veit að
ég hef sannleikann að leiðarljósi
er ekkert sem getur stöðvað mig,“
segir hún.
Anna tekur fram að hún hafi
að sjálfsögðu skipt um viðskipta-
banka eftir þetta. Aðspurð um
hvort hún ætli að lögsækja Lands-
bankann segir Anna að ekki séu
öll kurl komin til grafar enda mál-
ið langt frá því að vera fyrnt.
erla@dv.is
„Ég bara fílefldist við
hverja hótun.“
Niðurlæging Anna Kristine segist sjaldan hafa upplifað aðra eins
niðurlægingu og þegar hún var þjófkennd í yfirfullri Bónusverslun
eftir að kortinu henni var synjað og það sagt stolið.
16. fe rúa 2007
DV hóf umfjöllu um Kumb-
aravog 16. febrúar 2007