Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2009, Side 18

Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2009, Side 18
18 föstudagur 11. september 2009 helgarblað Framtíð eignarhaldsfélagsins Exista, eins af helstu flaggskipunum í ís- lensku viðskiptalífi á liðnum árum, mun að öllum líkindum skýrast á næstu vikum. Félagið á sem kunnugt er Símann, tryggingafélögin VÍS og Lífís og fjármögnunarfyrirtækið Lýs- ingu auk þess að eiga enn tæplega 40 prósenta hlut í matvælafyrirtækinu Bakkavör. Exista er í eigu Lýðs og Ágústs Guðmundssona sem kenndir eru við fyrirtæki sitt Bakkavör. Félagið er kengskuldsett, eins og einn af við- mælendum DV sagði í samtali við blaðið fyrir nokkru, og er afar líklegt að helstu kröfuhafar félagsins taki það yfir, skipi nýja stjórn yfir félagið og skipti stjórnendum þess og lykil- starfsmönnum út. Nokkur styr hefur staðið um Ex- ista og Bakkavararbræður á liðn- um vikum og mánuðum, líkt og um svo marga af helstu leikendunum í íslensku viðskiptalífi eftir efna- hagshrunið í haust, en Exista tapaði sinni verðmætustu eign með falli Kaupþings: fjórðungshlut í bankan- um. Lýður hélt til að mynda harð- orða ræðu á aðalfundi Exista fyrir skemmstu þar sem hann jós úr skál- um reiði sinnar yfir þá skilningslausu kröfuhafa félagsins sem vildu keyra félagið í þrot og losna við stjórnend- ur þess sem og yfir bloggara og nafn- lausa netverja sem djöfluðust í ís- lensku auðmönnunum á Internetinu á ómálefnalegan hátt. Niðurstaða gæti því fundist í bráð um framtíð eins þess félags sem þyk- ir vera tákngervingur íslenska efna- hagsundursins; eignarhaldsfélags sem í raun er ekki annað en skel utan um nokkur rekstrarfélög og því má spyrja hvort félagið og himin- hár rekstrarkostnaður þess eigi rétt á sér. Hin stóru eignarhaldsfélögin eru flest komin að fótum fram, til að mynda Baugur, Milestone og Fons en Exista hefur enn sem komið er náð að halda velli. Hvað framtíðin ber í skauti sér varðandi framtíð Exista er enn óljóst en það er skýrt að þegar litið verð- ur til baka á sögu tímabilsins frá einkavæðingu bankanna og fram að hruni íslenska bankakerfisins munu Bakkavararbræður vera í hópi þeirra auðmanna sem skópu útrásina. Margar fréttir hafa borist af viðskipt- um og ríkmannlegum lífsstíl þeirra bræðra á liðnum árum og er því ekki úr vegi að líta yfir farinn veg í sögu þeirra, nú þegar Bakkavararveldið riðar til falls. Byrjuðu í Bakkavör með pabba sínum Nafn Bakkavarar er tilkomið vegna þess að fjölskylda þeirra bræðra bjó við Bakkavör á Seltjarnarnesi – líkt og Bjarni Ármannsson gerir í dag. Upphaf viðskiptaveldis þeirra má rekja aftur til ársins 1986 þegar þeir bræður stofnuðu Bakkavör í Garði á Suðurnesjum ásamt föður sínum, Guðmundi Lýðssyni vélstjóra. Þá voru þeir bræður rétt um tvítugt. Þeir feðgar unnu meðal annars að þróun og framleiðslu á ýmsum sjávarafurð- um, eins og þorsk-, loðnu- og grá- sleppuhrognum og öðru slíku og var fyrirtækið fremur smátt í sniðum til að byrja með. Starfsemi Bakkavarar var fyrst á Suðurnesjunum en síðar meir fluttu þeir starfsemina í Kópa- voginn. Risið á þeim bræðrum var skilj- anlega ekki eins hátt og síðar varð enda voru þeir ungir að árum og rétt að byrja að koma undir sig fót- unum. Þannig minntist Ágúst Ein- arsson, rektor Háskólans á Bifröst, þess í viðtali við Morgunblaðið árið 2005 að á níunda áratugnum hefðu þeir feðgar unnið við það á kvöld- in að þrífa karfavélar á höfninni í Reykjavík og að þeir hafi unnið þau verk hratt og vel. Ljóst er af viðtalinu að Ágústi þótti nokkuð til velgengni bræðranna koma. Aðspurður um upphaf Bakka- varar í viðtali við DV árið 2001 sagði Lýður Guðmundsson um uppruna fyrirtækisins: „Fyrirtækið var stofnað sem sérhæft hrognavinnslufyrirtæki til þess að útvega Svíum og Norð- mönnum söltuð þorskhrogn. Við fórum að kaupa hrogn af bátum og togurum. Áður komu hrognin ekki í land nema með óslægðum fiski eða var hent í sjóinn nema stuttan tíma á vorin þegar hrogn og lifur voru á borðum landsmanna. Við söltuðum fyrstu tvö árin, síðan fórum við út í frystingu og síðan í fullvinnslu.” Vöxtur Bakkavarar átti eftir að verða nokkuð skjótur og ekki leið á löngu þar til þær bræður gátu hætt að sinna framleiðslustörfunum sjálf- ir og byrjað að einbeita sér alfarið að vexti hins nýja fyrirtækis. Vilja halda kennileiti sínu Þegar litið er til þess að veldi þeirra bræðra á upphaf sitt að rekja til þessa litla fjölskyldufyrirtækis er kannski ekki skrítið að þeim sé annt um það og að þeir vilji ekki missa það úr hönd- um sér, líkt og nær öruggt er að gerist með Exista. Ákvörðun þeirra bræðra að láta stjórn Exista selja eignarhalds- félagi í sinni eigu 40 prósenta hlut Ex- ista í Bakkavör einum degi áður en Fjármálaeftirlitið yfirtók bankann síðastliðið haust verður kannski skilj- anlegri fyrir vikið. Sú ákvörðun bíður reyndar samþykkis kröfuhafa félags- ins þannig að hluturinn er enn í eigu Exista. Snúningur Bakkavararbræðra með hlutinn í félaginu þykir líkjast mjög þeirri ákvörðun Baugs að selja eignarhluta sinn í Högum yfir til eign- arhaldsfélagsins 1998 síðasta sumar en með því móti náði Jón Ásgeir Jó- hannesson að koma Bónus og Hag- kaupum í skjól, í bili að minnsta kosti, þrátt fyrir að Baugur væri kominn á kúpuna. Bæði Lýður og Ágúst, sem og Jón Ásgeir, gætu því haldið fyrir- tækjunum sem veldi þeirra eru byggð á þrátt fyrir að þeir missi önnur fyrir- tæki og félög út úr höndunum. Útrásin hófst í Bretlandi Útrás Bakkavarar út fyrir landstein- ana hófst svo í Bretlandi árið 1994 þegar dótturfyrirtækið Bakkavör UK var stofnað. Markmiðið með opnun Segja má að Bakkavararbræður hafi byrj- að á botninum, í framleiðslu á hrognun, og náð að vinna sig upp í hæstu hæðir íslensks viðskiptalífs. Við bankahrunið í haust voru þeir stærstu hluthafarnir og skuldararnir í Kaupþingi. Ský dró hins vegar fyrir sólu eftir bankahrunið og nú er framtíð viðskiptaveldis þeirra í höndum kröfuhafa fyrirtækja þeirra. Saga þeirra bræðra er dramatísk frásögn af mönnum sem byrjuðu með tvær hendur tómar og ætluðu að sigra heiminn. Viðskiptaveldi þeirra stendur nú á brauðfótum. ÚR ÞORSKHROGNUM Í SNEKKJU ARMANIS IngI F. VIlhjálmsson blaðamaður skrifar ingi@dv.is TÍMAáS – RIS OG fAll BAKKABRæðRA: 19 64 19 67 19 86 19 95 19 96 20 01 20 02 20 03 20 03 20 03 20 05 20 08 20 08 20 08 20 08 20 09 Ág ús t G uð m un ds - so n fæ ði st Lý ðu r G uð m un ds - so n fæ ði st Br æ ðu rn ir st of na Ba kk av ör á sa m t G uð m un di Lý ðs sy ni fö ðu r sí nu m H B G ra nd i ve rð ur st ór h lu th afi í Ba kk av ör ; f yr irt æ ki ð fæ rir ú t k ví ar na r Ka up þi ng v er ðu r hl ut ha fi í f él ag in u Ba kk av ör k au pi r br es ka m at væ la fy rir - tæ ki ð Ka ts ou ris F re sh Fo od s L im ite d (K FF ) Ba kk ab ræ ðu r v er ða h lu t- ha fa r í K au pþ in gi í ge gn um ei gn ar ha ld sf él ag ið M ei ð Bú na ða rb an ki nn se ld ur ti l S -h óp si ns M ei ðu r k au pi r h lu t í Bú na ða rb an ka nu m Ka up þi ng o g Bú na ða r- ba nk in n sa m ei na st Ex is ta , á ðu r M ei ðu r, ka up ir La nd ss ím a Ís la nd s; v ei tt e r há lá nv ei tin g fr á Ka up þi ng i Ís le ns ka b an ka hr un ið Ba kk ab ræ ðu r s el ja h lu t Ex is ta í Ba kk av ör ú t ú r fé la gi nu Ka up þi ng y fir te ki ð af F já rm ál ae ft irl iti nu ; fjó rð un gs hl ut ur E xi st a í Ka up þi ng i v er ðl au s Fr am tíð E xi st a ól jó s; fé la gi ð er m jö g sk ul ds et t o g ei gn ir þe ss h af a rý rn að í ve rð i Ba kk ab ræ ðu r e ig a í vi ðr æ ðu m u m fr am tíð Ex is ta o g Ba kk av ar ar ; þ ei r er u í f að m i k rö fu ha fa Bakkavör á brauðfótum Bræðurnir Lýður og Ágúst Guðmundssynir standa í ströngu þessa dagana við að reyna að halda yfirráðum yfir Exista og matvælarisanum Bakkavör, fjölskyldu- fyrirtækinu sem þeir stofnuðu ungir og allslausir með föður sínum árið 1986.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.