Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2009, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2009, Page 14
14 föstudagur 20. nóvember 2009 helgarblað Skuldir sjávarútvegsins hafa á sjö árum hækkað fimm sinnum hrað- ar en tekjur greinarinnar. Heildar- skuldir sjávarútvegsins eru nú um 550 milljarðar króna, en tekjurn- ar gætu slagað upp í 200 milljarða króna. Bankarnir hafa fryst hátt hlut- fall erlendra skulda sjávarútvegsins nú þegar eða um 21 prósent. Brýnar spurningar um framtíð kvótakerfisins, svo sem framsal afla- heimilda og fyrningarleiðina svo- nefndu, eru ræddar innan starfshóps á vegum sjávarútvegs- og landbún- aðarráðherra þessar vikurnar. Svo hörð eru átökin um framtíð kvóta- kerfisins að fulltrúar Landssam- bands íslenskra útvegsmanna inn- an starfshópsins mættu ekki á fund nefndarinnar fyrir síðustu helgi. Þeir telja að samkomulag hafi ríkt um að setja fyrningarleiðina í ákveðinn sáttafarveg. Þeir þóttust hins veg- ar sjá að Jón Bjarnason, sjávarút- vegs- og landbúnaðarráðherra, hefði brotið samkomulag þar um með því að leggja fram frumvarp sem með- al annars felur í sér að ríkið leigi út 2.000 tonn af skötuselskvóta á yfir- standandi fiskveiðiári og því næsta. Meðal annars hefur Adólf Guð- mundsson, formaður LÍÚ, fordæmt frumvarpið í samtali við DV og sagt vinnubrögð ráðherrans með öllu óásættanleg. Þess ber að geta að í stefnuyfirlýs- ingu ríkisstjórnarinnar er skýrt kveð- ið á um að fyrningarleið skuli farin og „ ...miðað við að áætlun um inn- köllun og endurráðstöfun taki gildi í upphafi fiskveiðiárs 1. september 2010.“ LÍÚ-skelfirinn Finnbogi Vikar er einn þeirra sem sit- ur í starfshópi sjávarútvegsráðherra um endurskoðun fiskveiðistjórnun- arinnar. Hann er ungur viðskipta- og laganemi við háskólann á Bifröst og hefur ásamt Þórði Má Jónssyni, sem einnig nemur á Bifröst, sýnt fram á með rökum að tilteknar fisktegundir séu kerfisbundið vannýttar en veiði- heimildirnar samt sem áður notað- ar sem skiptimynt í eins konar brasi með útleigu á kvóta. Finnbogi segir að ein stærsta spurningin sem brenni á íslenskri þjóð eftir hrunið í október 2008 sé hvort stærsta og gjöfulasta auðlind Íslands sé komin í hendur erlendra kröfuhafa gömlu bankanna. „Glóru- laus skuldsetning íslensks samfélags síðustu ára náði líka til sjávarútvegs og hafa skuldir hans hækkað um tæp 250 prósent síðan 2002. Þetta er stór- aukin skuldsetning upp á tæpa 400 milljarða á innan við 7 ára tímabili sem sjávarútvegurinn hefur tekið á sig í viðbót við það sem fyrir var.“ Ógnvænleg skuldasöfnun „Sú spurning vaknar í huga fólks þegar skuldastaða sjávarútvegsins er skoðuð hvort hann sé í stakk búinn til að standa undir greiðslu vaxta og afborgana af þessu öllu saman. Til að glöggva sig betur á því er gott að skoða útflutningsverðmæti sjávar- útvegs frá 2002 í milljörðum króna ásamt skuldastöðunni.“ Finnbogi leggur fram línurit máli sínu til stuðnings, en það sýnir þróun skuldastöðu og tekna íslensks sjávar- útvegs frá 2002 til 2009 í milljörðum króna. Tölur um tekjur fyrir árið 2009 byggjast á áætlunum á heimasíðu samtaka fiskvinnslustöðva, sem eru öllum aðgengilegar. „Tölurnar sýna ógnvænlega stöðu íslensks sjávarútvegs. Á sama tíma og skuldir hafa aukist um tæp 250 prósent hefur tekjuhliðin á móti að- eins aukist um rúm 50 prósent. Það er alveg ljóst að staða íslensks sjávar- útvegs er gríðarlega slæm í heildina litið og hefur snarversnað undanfar- in ár reynist þessi gögn rétt og hald- bær. Staðan er auðvitað mismun- andi innbyrðis á milli fyrirtækja og sum fyrirtæki eru ákaflega vel rekin á meðan önnur eru í öndunarvélum bankanna, með réttu eða röngu.“ Helmingur fyrirtækja á heljarþröm Þegar skoðuð er staða fyrirtækja eftir því sem fram hefur komið opinber- lega hjá ýmsum samtökum í sjávar- útvegi, má sjá að meira en helmingur fyrirtækja er í slæmri skuldastöðu. „Það er mat mitt að meira en helmingur fyrirtækja mun ekki lifa lengi í óbreyttri mynd. Ég dreg þá ályktun af gögnum Landsbankans,“ segir Finnbogi. En hvað er það sem útskýrir þessa gífurlega slæmu skuldastöðu í sjáv- arútvegi og hvert fóru peningarnir? Á heimasíðu Samtaka fiskvinnslu- stöðva er að finna fyrirlestur sem Ás- mundur Stefánsson, bankastjóri Landsbankans, hélt á síðasta aðal- Martröð kvótagreifanna JÓHann Hauksson blaðamaður skrifar: johannh@dv.is Á sjö árum hafa skuldir í sjávarútvegi aukist um 250 prósent. Á sama tíma hafa tekjur auk- ist um 50 prósent. Þeir sem yfirgefið hafa sjávarútveginn skilja hann nú eftir með 550 milljarða króna skuld. Ef illa fer eru líkur til þess að erlendir kröfuhafar gömlu bank- anna krefjist þess að fá hluta kvótans upp í skuld. „Þetta er stóraukin skuldsetning upp á tæpa 400 milljarða á innan við 7 ára tímabili sem sjávarútvegurinn hefur tekið á sig í viðbót við það sem fyrir var.“ LÍÚ-skelfirinn Finnbogi Vikar vinnur úr opinberum gögnum og dregur sínar ályktanir. Hann sér ekki hvernig vikist verður undan veðkröfum erlendra eigenda gömlu bankanna í kvótann. algerlega óviðunandi Adólf Guðmundsson, formaður LÍÚ, fordæmir frumvarp sjávarútvegsráð- herra sem hann telur að feli í sér upphaf fyrningarstefn- unnar á kvóta. Hann segir ráðherra og aðra ganga á bak orða sinna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.