Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2009, Side 22

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2009, Side 22
22 föstudagur 20. nóvember 2009 helgarblað Frískandi og góður! EI N N , T V EI R O G Þ R ÍR 2 98 .0 46 Lífrænn Lífrænar mjólkurvörur Margir eru í vafa um hvort þeir eigi að láta bólusetja sig gegn svína- flensunni eður ei. Heilbrigðisyfirvöld halda því statt og stöðugt fram að það sé meiri áhætta fólgin í því að sleppa bólusetningu. Á internetinu er mik- ið skrifað um svínaflensufaraldurinn og þar er að finna sögur margra sem halda því fram að bóluefni hafi haft alvarleg áhrif á heilsuna. Eðlileg aftur á bak Eitt mál hefur vakið sérstaklega mik- inn óhug. Desiree Jennings, 26 ára klappstýra frá Virginíu í Bandaríkj- unum, var ákaflega heilsuhraust áður en líf hennar breyttist á dram- atískan hátt 23. ágúst síðastliðinn. Þá fékk hún bóluefni gegn árstíðabund- inni inflúensu. Tíu dögum seinna fékk hún flensu og eftir það hrakaði henni mikið. Hún féll títt í yfirlið og þurfti að leggjast tvisvar inn á sjúkra- hús. Desiree var í sjónvarpsviðtali við Inside Edition fyrir stuttu sem vakti óskipta athygli vestan hafs. Desiree á nú í erfiðleikum með að tala, borða og ganga. Hún getur ekki gengið án þess að kippast við í sífellu nema þeg- ar hún gengur aftur á bak - þá getur hún gengið eðlilega. Hún getur líka hlaupið eðlilega og það merkilega er að þegar hún hleypur getur hún tal- að eðlilega. Læknar hafa greint hana með sjaldgæfan taugasjúkdóm sem kallast dystonia og halda að hann sé bein afleiðing flensusprautunnar. Samkvæmt upplýsingum frá banda- ríska heilbrigðisráðuneytinu var bóluefnið sem Desiree fékk ekki gall- að. Margir bloggarar og fréttamiðlar hafa skrifað um mál Desiree og sum- ir halda því fram að það sé eitt stórt plat. Er því haldið fram á nokkrum síðum að ötulir andstæðingar bólu- setninga standi á bak við fréttina. Komst varla á salernið Í lok október var búið að tilkynna um 110 tilvik í Svíþjóð þar sem aukaverk- anir svínaflensusprautunnar höfðu valdið fólki veikindum. Þá höfðu um sex hundruð þúsund Svíar verið bólusettir. Algengast er að fólk hafi fundið fyrir hita og flensueinkenn- um. Þó eru nokkrar undantekningar. Lotta Lindström, 49 ára, fékk mjög hvimleiðar aukaverkanir. „Allur líkami minn hristist. Ég gat ekki einu sinni haldið á vatnsglasi,“ segir Lotta í samtali við sænska blað- ið Ekspressen. Henni leið svona í rúma viku og er hún alls ekki viss hvort hún vilji láta bólusetja sig fyrir árstíðabundnu inflúensunni á næsta ári. Maria Strindlund, 27 ára, fékk mjög háan hita eftir svínaflensu- sprautuna og þurfti að leggjast inn á sjúkrahús í þrjá daga samkvæmt Ekspressen. Nokkrum tímum eft- ir bólusetninguna byrjaði henni að líða illa. „Mér var mjög illt í handleggnum og gat ekki lyft honum. Ég skalf og mér var mjög kalt. Ég stóð lengi und- ir sturtunni til að ná í mig hita. Ég hef fengið bólusetningu áður og aldrei fundið fyrir neinu,“ segir Maria. Jennely Ottosson, 26 ára, var frísk þegar hún fékk bóluefnið en daginn eftir var hún komin með 39 stiga hita og gat varla gengið. „Ég gat varla gengið fimm metra til að komast á salernið.“ Tveir látnir Heilbrigðisyfirvöld í Kína gáfu út yfirlýsingu 13. nóvember um að tvær manneskjur, sem höfðu feng- ið bóluefni gegn svínaflensu, hefðu dáið. Fólkið lést aðeins nokkrum klukkustundum eftir bólusetningu. Bólusetningar hófust í september í Kína og þegar yfirlýsingin var send út höfðu tólf milljónir Kínverja fengið svínaflensusprautu. Bráðabirgðakrufning sýndi að önnur manneskjan sem lést hafði fengið hjartaáfall á meðan hún spilaði körfubolta. Talsmaður heil- brigðisráðuneytisins sagði það ekki tengjast bóluefninu. Engar upplýsingar hafa verið gefnar upp um andlát hinnar manneskjunnar. Í lok október sýndi könn- un í dagblaðinu China Daily að 54 prósent Kínverja ætluðu ekki að láta bólusetja sig gegn svína- flensu vegna ótta við aukaverkan- ir. Rúmlega tólf hundruð manns hafa kvartað yfir aukaverkunum sem eru allt frá aumum handleggj- um, útbrotum og höfuðverkjum til skyndilegs falls á blóðþrýstingi. Kínversk yfirvöld stefna á að bólusetja 65 milljónir manns, eða fimm prósent þjóðarinnar, fyrir lok árs. Mál klappstýrunnar Desiree Jennings hef- ur vakið sérstaklega mikla athygli. Eftir bólusetningu getur hún ekki gengið eðlilega og er haldin sjaldgæfum taugasjúkdómi. Getur bara gengið aftur á bak „Allur líkami minn hristist. Ég gat ekki einu sinni haldið á vatns- glasi.“ lilJa KaTrín GunnarsDóTTir blaðamaður skrifar liljakatrin@dv.is Dramatísk breyting Tíu dögum eftir bólusetningu fékk Desiree flensu og í dag á hún í erfiðleikum með að ganga, tala og borða. Ef fjögur þúsund þungaðar konur verða bólusettar hér á landi á næstu vikum má búast við að fósturlát verði hjá einni eða tveimur konum á fyrsta sólarhring eftir bólusetningu. Á fyrstu vikunni eftir bólusetningu má búast við fósturláti hjá um ellefu konum og um 67 konum á sex vikna tímabili eftir bólusetningu þó að ekkert orsakasamband sé við bólu- setninguna sjálfa. Þetta kemur fram í upplýsing- um frá Landlæknisembættinu sem byggðar eru á tölum frá Bretlandi. Þar er talið að tólf prósent af öllum þungunum endi með fósturláti. Meðal þess sem andstæðingar bólusetninga hafa haldið fram að undanförnu er að þunguðum kon- um sé ekki óhætt að fara í bólusetn- ingu gegn svínaflensunni vegna hættu á fósturláti. Staðreyndin er hins vegar sú að engin tengsl hafa fundist þarna á milli. Engu að síður eiga fósturlát sér áfram stað, óháð bólusetningunum. Vægar aukaverkanir Áætlað er að um áramótin hafi um tvö hundruð þúsund skammtar af bóluefninu Pandemrix borist hing- að til lands og í byrjun árs 2010 muni þrjú hundruð þúsund skammtar hafa borist. Vægar aukaverkanir eru algengar eftir bólusetningu, helst staðbundin bólga eða roði á stungu- stað en einnig beinverkir og jafnvel útbrot. Þar sem stór hluti þjóðarinn- ar verður bólusettur má búast við að á sama tíma komi upp alvarleg atvik hjá bólusettum einstaklingum sem óhjákvæmilega vekja upp spurning- ar um orsakasamhengi. Landlæknisembættið hefur af þessu tilefni gefið út upplýsingar um væntanlega tíðni fósturláta, bólgu í sjóntaug, skyndidauða og Guillain Barre-heilkennis á hverjum tíma. Guillain Barre-heilkenni Guillain Barre er sjúkdómur sem lýsir sér sem tímabundin lömun í útlimum. Orsakir þessa sjúkdóms eru ekki að fullu þekktar en sjást oftast í kjölfar sýkinga og þar á með- al eftir inflúensu. Guillain Barre var lýst eftir bólusetningu gegn inflú- ensu í Bandaríkjunum á árinu 1976 en niðurstöður viðamikilla rann- sókna á inflúensubólusetning- um eftir 1976 hafa ekki sýnt fram á tengsl við Guillain Barre. Á Íslandi greinast að meðaltali um þrír til fjórir einstaklingar ár- lega með Guillain Barre og því má búast við að einn einstaklingur að hámarki greinist með sjúkdóminn á fyrstu sex vikum eftir bólusetn- ingu hér á landi án þess að það sé af völdum bólusetningarinnar. Bólga í sjóntaug Ýmsir hafa viljað bendla inflúensu- bólusetningu við bólgu í sjóntaug sem oft er fyrsta einkenni MS-sjúk- dómsins. Þótt niðurstöður rann- sókna hafi sýnt að inflúensubólu- setning veldur ekki bólgu í sjóntaug hefur verið bent á að nauðsynlegt sé að fylgjast með þessum sjúk- dómi í tengslum við bólusetningar- átakið sem nú stendur yfir. Þar sem MS er til muna algeng- ari hjá konum en körlum er áhætt- an á bólgu í sjóntaug hér reiknuð hjá konum. Í Bandaríkjunum er áætlað að á hverju ári sjáist bólga í sjóntaug hjá sjö til átta konum af hverjum hundrað þúsund. Því má búast við að um ein til tvær konur greinist hér landi með bólgu í sjón- taug á fyrstu sex vikum eftir bólu- setningu þótt engin orsakatengsl séu við bólusetninguna. skyndidauði Með skyndidauða er átt við dauðs- fall þar sem aðdragandi þess er innan við ein klukkustund. Fyrri rannsóknir á bólusetningum gegn inflúensu hafa ekki sýnt fram á tengsl við skyndidauða en slíkt get- ur gerst þegar margir einstaklingar eru bólusettir á stuttum tíma þótt engin orsakatengsl séu til staðar. Í Bretlandi er talið einn einstakl- ingur á hverja hundrað þúsund íbúa að hámarki deyi skyndidauða á hverju ári. Á sex vikna tímabili eftir bólusetningu má því búast við að einn einstaklingur deyi skyndi- dauða hér á landi sem ekki er af völdum bólusetningarinnar. Engin tengsl við bólusetningar Fósturlát, skyndidauði og bólgur í sjóntaug halda áfram að eiga sér stað á sama tíma og bólusetningar standa sem hæst hér á landi. Það þýðir þó ekki að orsakasamband sé þar á milli eins og efasemdarmenn um bólusetningar vilja halda fram. Erla HlynsDóTTir blaðamaður skrifar: erla@dv.is Forgangshópur Óléttar konur voru í forgangshópi vegna bólusetningar við svínaflensunni. Ekki hefur verið sýnt fram á orsakasamband milli bólusetningar og fósturláts.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.