Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2010, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2010, Side 2
STÓRFÉ LAGT INN Á ERLENDA BANKAREIKNINGA n Að minnsta kosti þrír lykilmenn, sem náðu meirihlutavaldi í Spari- sjóði Hafnarfjarðar með uppkaup- um á stofnfjárhlutum fyrir fimm árum, fengu hver um sig greiddar um 100 milljónir króna inn á reikn- inga í Sviss og Bretlandi. Mennirnir eru Magnús Ægir Magnússon, sem stýrði Sparisjóði Hafnarfjarðar eftir hallarbyltinguna svonefndu sem gerð var árið 2005 í sjóðnum, Jón Auðunn Jónsson, lögfræðingur sparisjóðsins á þeim tíma, og Þorlákur Ómar Einarsson fasteignasali. Þorlákur Ómar átti og rak meðal annars fasteignasöluna Miðborg fram til ársins 2007 ásamt lögfræðingunum Birni Þorra Viktorssyni og Karli Georg Sigur- björnssyni hjá Lögmönnum Laugardal ehf. Samkvæmt gögnum sem DV hefur undir höndum voru það einmitt Lögmenn Laugardals sem inntu greiðslurnar af hendi. „ÉG LIGG Í BLÓÐI MÍNU“ n Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður og fyrr- verandi ráðherra, telur sig svikinn af forystu Samfylkingarinnar og sam- kvæmt heimildum DV íhugar hann alvarlega stöðu sína innan flokks- ins. Björgvin er eini kjörni fulltrú- inn sem stigið hefur út af vettvangi stjórnmálanna af hálfu Samfylkingarinnar eftir að skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis kom út um miðjan apríl síðastliðinn. DV er kunn- ugt um að innan Samfylkingarinnar hafi verið lagt að Björgvin að taka sér leyfi frá þingstörf- um enda sé hann eini kjörni þingmaðurinn sem sakaður er um vanrækslu í aðdraganda bankahrunsins, þá sem viðskiptaráðherra. Þá þyki flokknum erfitt að leita til hans í aðdraganda sveitarstjórnakosninganna eða leggja honum lið með einhverjum hætti NOTUÐU LÁNIN Í EINKANEYSLU n Einhverjir af þeim starfsmönnum Kaup- þings sem fengu lán frá bank- anum til að kaupa hlutabréf í honum notuðu þá fjármuni sem þeir fengu frá bankanum vegna lánanna til að fjármagna einka- neyslu sína, fasteigna- og bílakaup og ann- að slíkt. Þessi lán, sem ekki fóru í að kaupa hlutabréf í bankanum, voru send beint til innheimtu í Arion-banka þegar skilanefnd Kaupþings áttaði sig á þessu. Starfsmenn- irnir munu þurfa að greiða þessi lán til baka að fullu. Líkt og greint var frá í fjölmiðlum á mánu- daginn ákvað slitastjórn Kaupþings að rifta niðurfellingu á persónulegri ábyrgð 80 fyrrverandi starfsmanna gamla Kaupþings á lánum sem þeir fengu til hlutabréfakaupa hjá bankanum. Stjórn Kaupþings ákvað að fella niður per- sónulegar ábyrgðir starfsmannanna á fundi rétt fyrir hrun. Starfsmennirn- ir fengu alls um 32 milljarða króna að láni og voru persónulegar ábyrgðir þeirra 10 prósent af þeim lánum sem þeir fengu. Starfsmaður sem fékk 500 milljónir króna að láni á því að greiða 50 milljónir til baka til skilanefndar- innar samkvæmt niðurstöðu mánudagsins. Skilanefndin hyggst því reyna að innheimta um 3,2 milljarða króna til baka með þessum aðgerðum 2 3 1 MÁNUDAGUR OG ÞRIÐJUDAGUR 17. – 18. MAÍ 2010 DAGBLAÐIÐ VÍSIR 56. TBL.100. ÁRG. – VERÐ KR. 395 STRÍÐIÐ UM SPARISJÓÐ HAFNARFJARÐAR: BÍÐUR SAKSÓKNARA Í LÚXUSÍBÚÐINNI n SIGURÐUR EINARSSON ENN EKKI HANDTEKINN OG EKKI Á HEIMLEIÐ FÓLK n FENGU 100 MILLJÓNIR HVER Á REIKNINGA ERLENDIS n LYKILMENN SÖFNUÐU STOFNFJÁRBRÉFUM n SPARISJÓÐSSTJÓRINN FÉKK BORGAÐ n PENINGAR TIL LONDON OG SVISS n FJÁRMÁLASTJÓRI BAUGS Í LYKILHLUTVERKI n ,,LÁN,“ SEGIR JÓN AUÐUNN, LÖGMAÐUR OG ÞIGGJANDI Í GÓÐ- ÆRINU FRÉTTIR LÉTU EKKI GLEPJAST leyni skjö l STÓRFÉ LAUMAÐ TIL SVISS ÚTTEKT Kölluð efnuð PARTÍSTELPA SMÁHUNDUR DREPINN: BAUÐ DRÁPS- HUND Í STAÐINN FRÉTTIR BJARKI GENGUR LAUS: NAUÐGARI ÓTTAST FANGELSI 300 MILLJÓN IR ÓSHLÍÐARGÖNG: Bolvík- ingar úr lífsháska 4 MIÐVIKUDAGUR 19. maí 2010 FRÉTTIR Einhverjir af þeim starfsmönnum Kaupþings sem fengu lán frá bank- anum til að kaupa hlutabréf í hon- um notuðu þá fjármuni sem þeir fengu frá bankanum til hlutabréfa- kaupanna til að fjármagna einka- neyslu sína, fasteigna- og bílakaup og annað slíkt. Þessi lán, sem ekki fóru í að kaupa hlutabréf í bankan- um, voru send beint til innheimtu í Arion banka þegar skilanefnd Kaup- þings áttaði sig á þessu. Starfsmenn- irnir munu þurfa að greiða þessi lán til baka að fullu. Líkt og greint var frá í fjölmiðl- um á mánudaginn ákvað slitastjórn Kaupþings að rifta niðurfellingu á persónulegri ábyrgð 80 fyrrver- andi starfsmanna gamla Kaupþings á lánum sem þeir fengu til hluta- bréfakaupa hjá bankanum. Stjórn Kaupþings ákvað að fella niður per- sónulegar ábyrgðir starfsmannanna á fundi rétt fyrir hrun. Starfsmenn- irnir fengu alls um 32 milljarða króna að láni og voru persónulegar ábyrgðir þeirra 10 prósent af þeim lánum þeir fengu. Starfsmaður sem fékk 500 milljónir króna að láni á því að greiða 50 milljónir til baka til skilanefndarinnar samkvæmt nið- urstöðu mánudagsins. Skilanefndin hyggst því reyna að innheimta um 3,2 milljarða króna með þessum að- gerðum. Lán starfsmannanna sem notuð voru til annars en hlutabréfakaupa eru þó ekki talin með þessum lánum þar sem skilanefnd bankans lítur á þau eins og hver önnur lán sem inn- heimta eigi að fullu. Fengu meira eftir hækkun Tæknileg útfærsla í þeim tilfellum þar sem starfsmennirnir notuðu hlutabréfalán sín til að fjármagna einkaneyslu var eftirfarandi. Starfsmaður X sem hafði fengið 100 milljóna króna lán til að kaupa hlutabréf í bankanum ákvað að biðja um 25 milljóna króna lán til viðbótar þegar hann sá að hlutabréfin í bank- anum höfðu hækkað um 25 prósent. Eins og staðan var þýddi þessi hækk- un að söluverðmæti hlutabréfanna dekkaði bæði upphaflega 100 millj- óna króna lánið sem og 25 milljóna króna aukalánið sem tekið var eftir að bréfin höfðu hækkað. Starfsmaðurinn hugsaði því sem svo: Ég get fengið meira að láni í bankanum því væntanlegt söluverð bréfanna verður 125 milljónir króna og ég get því borgað bæði lánin nið- ur, upphaflega 100 milljóna lánið og 25 milljóna króna aukalánið. Starfs- mennirnir notuðu svo aukalánin sem þeir fengu til að gera það sem þá lysti, hvort sem það var að fjár- magna kaup á bíl, sumarbústað eða leggja peningana inn á bankareikn- ing. Það eru þessi aukalán, eða þekju- lán eins og þau heita á bankamáli, sem send hafa verið beint í inn- heimtu til Arion banka, þar sem skilanefndin þykist vita að þau hafi ekki verið notuð til að kaupa hlutabréf í bankanum. Þeir starfs- menn sem tóku slík þekjulán fengu því reiðufé út úr bankanum vegna hlutabréfa sem síðar urðu einsk- is virði þegar Kaupþing féll haustið 2008. Bréfin urðu verðlaus en þekju- lánin sem tekin voru út á hlutabréf- in urðu eftir í vösum þeirra starfs- manna sem tóku þau eða í þeim eignum sem þeir fjárfestu í. Fengu að selja Í einhverjum tilfellum fengu starfs- menn Kaupþings að selja hlutabréf þau í bankanum sem þeir höfðu fest kaup á með lánum frá bankan- um. Þetta gerðist skömmu fyrir hrun bankans um haustið 2008. Yfirmenn bankans beindu hins vegar þeim til- mælum til starfsmannanna að þeir seldu ekki bréfin. Í langflestum til- vikum seldu starfsmennirnir ekki en þó eru dæmi þess að starfsmenn- irnir hafi selt. Skilanefnd Kaupþings mun, samkvæmt heimildum DV, vera með lista með nöfnum þessara starfsmanna sem seldu bréf sín. Reikna má með að þeir starfs- menn sem seldu hlutabréf sín í bankanum hafi gert upp lán sín hjá Kaupþingi í kjölfarið. Ekki er vit- að hversu margir af starfsmönnum bankans seldu bréf sín en hugsan- lega mun það skýrast á næstunni. Lagði tíu prósent fyrir Einn þeirra starfsmanna Kaupþings, sem fengið hafa bréf þar sem þeim er greint frá ákvörðun slitastjórnarinn- ar, segir að ákvörðun nefndarinnar hafi vitanlega fallið mjög illa í kram- ið hjá þeim starfsmönnum bankans sem fengu lánin og að búast megi við málaferlum út af ákvörðuninni. Um 50 af þeim 80 sem fengu lán- in starfa í Arion banka, arftaka Kaup- þings. Þeir starfsmenn sem fengu hæstu lánin hafa hins vegar látið af störfum í bankanum. Meðal þeirra eru Sigurður Einarsson, Hreiðar Már Sigurðsson, Kristján Arason og Ár- mann Þorvaldsson. Starfsmaðurinn fyrrverandi seg- ist hafa gætt sín á því meðan hann starfaði í bankanum að leggja fyrir fé vegna tíu prósenta ábyrgðarinnar. Hann segist því eiga fyrir ábyrgðinni inni á bankareikningi. Starfsmað- urinn fyrrverandi segir hins vegar að margir af fyrrverandi samstarfs- mönnum hans í bankanum séu ekki svo lánsamir og muni einfaldlega ekki geta greitt ábyrgðirnar til baka. Aðspurður hvort hann viti til þess að einhverjir starfsmenn hafi selt bréf sín í bankanum skömmu fyrir hrun segir hann að það hafi að minnsta kosti ekki verið í miklum mæli. „Fólk var beðið um að selja ekki,“ seg- ir hann. Margoft hefur komið fram í opinberri umræðu að ekki hafi þótt vinsælt að starfsmenn íslenskra fjár- málafyrirtækja seldu hlutabréf sín í bönkunum – slíkt hafi jafngilt stað- festingu á því að þeir hefðu misst trú á fyrirtækinu. Einhverjir hinna staðföstu, sem einfaldlega virðast hafa glatað trú sinni á Kaupþingi í aðdraganda hrunsins, virðast því hafa selt bréf sín þrátt fyrir að stjórnendur bank- ans hafi reynt að mæla gegn því. Þess vegna var ekki tæknilega ómögulegt fyrir starfsmennina að selja bréf sín. Starfsmaðurinn fyrrverandi seg- ist vera afar ósáttur við að stjórnend- ur Kaupþings, Sigurður Einarsson og aðrir, hafi ekki hugsað nægilega vel um hagsmuni starfsmanna bankans þegar þetta hvatakerfi var innleitt hjá bankanum og heldur ekki þegar ákveðið var hvernig finna ætti nið- urstöðu varðandi lánveitingarnar til starfsmannanna. Skilanefnd Kaupþings er með lista yfir þá starfsmenn Kaupþings sem annaðhvort seldu bréf sín í bank- anum eða notuðu lánin til að fjármagna annað en hlutabréfakaup. Þeim tilmælum var beint til starfsmannanna að þeir seldu ekki bréf sín en einhverjir gerðu það samt. Lánin sem notuð voru til annars en hlutabréfakaupa voru send beint til innheimtu í Arion banka. NOTUÐU LÁNIN Í EINKANEYSLU Fólk var beðið um að selja ekki.INGI F. VILHJÁLMSSON blaðamaður skrifar: ingi@dv.is Ósáttir við Sigurð Einhverjir af þeim starfs- mönnum Kaupþings sem tóku lán hjá bankanum til að kaupa hlutabréf í honum eru afar ósáttir við að stjórnendur bankans, meðal annars Sigurður Einarsson, hafi ekki gengið betur frá starfsmannalánunum en raun ber vitni. MYND VB Ungir drengir falsarar Fölsun á 5.000 króna peningaseðli og framvísun hans í verslun á Ísafirði í gær hefur verið upplýst af lögregl- unni á Vestfjörðum. Tveir ungir drengir viðurkenndu verknaðinn og hefur mál þeirra verið tilkynnt til barnaverndaryfirvalda að því er fram kemur á vef ísfirska fréttamið- ilsins bb.is. Lögreglunni á Vestfjörð- um barst tilkynning í gær um að grunsamlegum fimm þúsund króna seðli hefði verið framvísað í versl- un á Ísafirði í gær en seðillinn var greinilega falsaður. Aska í Reykjavík Svifryksmengun á höfuðborgar- svæðinu fór yfir heilsuverndarmörk á þriðjudag samkvæmt mælingum en hálftímagildi mælistöðvarinnar á Grensásvegi var 318 míkrógrömm á fjórða tímanum á þriðjudag. Einnig voru gildin há í mælistöðinni í Hafn- arfirði. Suðaustlæg átt var ríkjandi á Suðurlandi á þriðjudag og því barst aska frá Eyjafjallajökli yfir höfuð- borgarsvæðið. Viðbragðsáætlun vegna loftgæða var yfirfarin í apríl til að tryggja viðeigandi vöktun og undirbúning í ljósi eldgossins í Eyja- fjallajökli. VG vill borgarafundi Borgarfulltrúar vinstri grænna lögðu fram tillögu á borgarstjórnarfundi á þriðjudag um árlega opna borgara- fundi á vegum Reykjavíkurborgar þar sem kjörnir fulltrúar sitji fyrir svörum. Markmiðið er að bregðast við kröfu samfélagsins um lýðræð- islegri stjórnunarhætti, að hvetja borgarbúa til aukinna áhrifa og þátt- töku og að styrkja samband kjörinna fulltrúa við umbjóðendur sína. Á fundunum mun þannig nást beint samtal milli borgarbúa og kjör- inna fulltrúa að því er kemur fram í tilkynningu vinstri grænna og dag- skráin verður ekki fyrirfram ákveðin. Fundirnir eiga að verða til þess að bæta þjónustu og tryggja áhrif fólks- ins í borginni á hana. 2 FÖSTUDAGUR 21. maí 2010 FRÉTTIR ÞESSAR FRÉTTIR BAR HÆST Í VIKUNNI ÞETTA HELST Tvítug stúlka fór í starfskynningu á Súfistanum á Laugavegi á dögunum. Hún segist hafa verið send beint í eldhús- ið til að vaska upp og engin laun hafa fengið fyrir. Hana grunar að kaffihúsið láti umsækjendur í kynningu kerfisbundið vaska upp og nýti sér þannig ókeypis vinnuafl. Eigandi Súfistans vísar því á bug. HITT MÁLIÐ www.airfree.com • www.eirberg.is • 569 3100 • Stórhöfða 25 Airfree lofthreinsitækið • Byggir á nýrri tækni sem eyðir ryki, frjókornum og gæludýraflösu • Eyðir ólykt, bakteríum, vírusum, myglu og öðrum örverum • Er hljóðlaust og viðhaldsfrítt – tilvalið í svefnherbergið og á skrifstofuna Betra loft betri líðan VASKAÐI UPP LAUNALAUST „Ég var látin vaska upp í tvo tíma, án þess að fá vott né þurrt. Ég heyrði aldrei aftur í þeim,“ segir tvítug stúlka sem vill ekki láta nafns síns getið. Hún fór á dögunum í starfskynningu á kaffihúsinu Súfistanum í bókabúð Máls og menningar á Laugavegin- um. Hún telur að kaffihúsið nýti sér kerfisbundið ókeypis vinnuafl fyr- ir skítverkin, í formi ungs fólks sem kemur í prufu á staðnum. Birgir Finnbogason, eigandi Súf- istans, segir af og frá að fyrirtækið nýti sér ókeypis vinnuafl í uppvask- ið. Hann telur að ungt fólk komi mun verr undirbúið á vinnumarkaðinn í dag en fyrir 16 árum þegar hann hóf rekstur. Send beint í uppvaskið „Ég sótti um og var beðin um að koma. Ég ætlaði að vera voða fín og vinna á kaffihúsi. Þegar ég kom á staðinn var mér skellt í uppvask- ið. Ég vaskaði upp í næstum því tvo tíma, en þurrkaði af borðum í milli- tíðinni. Og þegar það var búið sagði konan sem stjórnaði að hún þyrfti að skoða planið aðeins nánar en það væri líklega enga vinnu að fá. Ég fékk ekkert borgað fyrir þetta. Þeir eru búnir að vera að auglýsa á job.is í svolítinn tíma. Ég hef haft á tilfinn- ingunni að þeir noti þessa aðferð til að fá ókeypis vinnuafl til að sinna störfum,“ segir stúlkan. Hún segist hafa heyrt frá fleirum sem lent hafi í svipaðri reynslu á kaffihúsum bæjar- ins. „Mér var sagt að fólk væri í pruf- um. Ég var send beint í uppvaskið, en auglýsingin benti ekki til þess að um- sækjendur ættu að starfa í því. Ég hef heyrt að margir staðir stundi þetta. Ég trúi ekki að Súfistinn auglýsi starf svo mánuðum skiptir og að enginn sé nógu hæfur til að hreppa starfið,“ segir stúlkan að lokum. Kemur á eigin forsendum Birgir Finnbogason er eigandi Súf- istans, en kaffihúsin eru tvö, eitt á Strandgötu í Hafnarfirði og annað á umræddum stað á Laugaveginum. Hann segist ekki þekkja tilvikið sem stúlkan ræðir um. Á hinn bóginn segir hann að æði margt ungt fólk sæki um að vinna á Súfistanum, og það komi venjulega í svokallað við- horf á kaffihúsunum, þar sem eigin- leikar þess eru metnir. „Það er ótrúlegt hversu vel þú sérð hvernig einstaklingarnir eru á einungis tveimur klukkustundum, hvort þeir valda starfinu. Það hefur aldrei verið ætlast til að umsækjend- ur vinni fyrir ekki neitt. En í flestum tilfellum legg ég það upp sem svo að fólk komi þarna á sínum eigin for- sendum og kynni sig. Þetta hefur verið um tveggja klukkutíma viðhorf í flestum tilvikum,“ segir Birgir. Ungt fólk kann lítið Birgir segist hafa greint mikla breyt- ingu á starfshæfileikum ungs fólks í gegnum árin. „Það er ótrúlegt hvað ungt fólk í dag kann bara lítið að vinna. Það er orðinn mikill mun- ur á tvítugu fólki í dag og fyrir sex- tán árum, þegar við hófum að reka þessa staði. Ungt fólk í dag sem er alið upp í Vinnuskólanum kem- ur á vinnumarkaðinn með mjög litla kunnáttu. Hlutirnir hafa breyst mikið. Sumir eru góðir í umönnun- argeiranum og eru kannski feimn- ir og til baka. Það kemur mjög fljótt fram hvort þú hafir „dræfið“ sem til þarf á bak við borðið og tala við fólkið. Á meðan umsækjandinn er í prufunni hefur starfsmannastjóri staðarins auga með viðkomandi, er ekki beint að fylgjast með honum, en reynir að upplifa hvernig ein- staklingur þetta er,“ segir kaffihúsa- eigandinn. Ábyrgð að sækja um Birgir kannast ekki við að Súfistinn hafi nýtt sér ókeypis vinnuafl til að vaska upp á kaffihúsunum. „Það er algjörlega af og frá. Það hefði nú spurst hratt út, ef svo væri. Það er útilokað að maður utan af götu geti unnið slíkt starf því handtökin eru ótrúlega mörg og það er í svo mörg horn að líta. Við gætum ekki farið að notfæra okkur slíkt vinnu- afl í tvo klukkutíma. Ég er nú alls ekki þannig karakter heldur, ég hef unnið með ungu fólki í áratugi og veit að það fylgir því mikil ábyrgð að taka á móti ungu fólki sem er að taka sín fyrstu skref á vinnumark- aðinum. En það fylgir líka ábyrgð því að sækja um starf og kynna sig. Það er allt of algengt að hing- að komi ungt fólk illa til haft og illa til reika.“ HELGI HRAFN GUÐMUNDSSON blaðamaður skrifar: helgihrafn@dv.is Það er allt of al-gengt að hingað komi fólk illa til haft og illa til reika. Súfistinn á Laugavegi Tvítug stúlka segist hafa vaskað upp launalaust í tvær klukkustundir á Súfistanum. MYND SIGTRYGGUR ARI MIÐVIKUDAGUR OG FIMMTUDAGUR 19. – 20. MAÍ 2010 DAGBLAÐIÐ VÍSIR 57. TBL. 100. ÁRG. – VERÐ KR. 395 n SKILANEFND KREFST ENDURGREIÐSLU n FLOKKURINN LOFAÐI VINNU EFTIR AFSÖGN n VILJA NÚ BÍÐA FRAM YFIR KOSNINGAR n BJÖRGVIN TELUR SIG SVIKINN OG SMÁÐAN n ÁTTA MANNA FJÖLSKYLDA ÁN FYRIRVINNU „ÉG LIGG Í BLÓÐI MÍNU“ KÚLULÁN KAUPÞINGS FÓRU Í EINKANEYSLU FRÉTTIR BJÖRGVIN G. SIGURÐSSON ATVINNULAUS: LINDSAY LOHAN: SELFYSSING- URINN SEM LAGÐI KR SIGUR STÖÐVAR GOSIÐ n HERA BJARTSÝN Í ÓSLÓ FÓLK BAUGSFÉLAGIÐ GRÆDDI EINN OG HÁLFAN MILLJARÐ DJAMMAR Í CANNES SVIÐSLJÓS SPORT n STRÍÐIÐ UM SPARISJÓÐ HAFNARFJARÐAR FRÉTTIR FRÉTTIRn KYRRSETTUR MEÐ LÚXUSEIGNUM SVEITABÆR JÓNS ÁSGEIRS Í NIÐURNÍÐSLU 26 LEIÐIR TIL AÐ VIÐHALDA ÁSTINNI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.