Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2010, Blaðsíða 54
54 FÖSTUDAGUR 21. maí 2010 HELGARBLAÐ
Í EUROVISION
Eitt sem mun alltaf fylgja Eurovision er lög sem eiga að vera
fyndin og sniðug. Stundum virkar það og stundum virkar það
alls ekki. Oft er um gott grín að ræða þótt árangurinn sé ekki
alltaf í samræmi við það. Stundum gengur þetta hins vegar upp
eins og Lordi sannaði eftirminnilega árið 2006. Þessi atriði, góð
eða ekki, eru hins vegar ómissandi í keppninni og gera hana
eins litríka og raun ber vitni. DV tók saman eftirminnilegustu
flippin og floppin síðustu ár í Eurovision.
Verka Serduchka
Framlag Úkra-
ínu árið 2007 vakti
mikla lukku og telst
til eins best heppn-
aða flippsins frá upp-
hafi. Andriy Danylko sló í
gegn sem dragdrottningin
Verka Serduchka þegar hann flutti lagið Danc-
ing Lasha Tumbai. Kraftmikið danslag sem var
flutt af þessum silfraða furðufugli. Lagið end-
aði í öðru sæti. Ekki langt á eftir Serbum sem
unnu keppnina með laginu
Molitva.
Lt United Al-
veg hræðilegt flipp en
ótrúlega árangursríkt.
Einhvern tímann var
því haldið fram að ef
þú segðir eitthvað nógu
oft þá yrði það satt. Lithá- um
tókst næstum því að sanna það árið 2006 með
laginu We Are The Winners Of Eurovision.
Texti lagsins samanstóð nánast einungis af
þessari línu og skilaði það Lt United alla leið í
annað sæti. Ótrúlegt.
Sébastien
Tellier Eitt besta
flipp seinni ára og frábært
lag þó eflaust séu ekki allir
Eurovision-sérfræðing-
ar sammála því. Franski
spéfuglinn Sébastien Telli-
er gerði það nefnilega ekki
gott í keppninni 2008 þrátt fyrir
töluverðar vinsældir utan hennar. Lagið end-
aði í 19. sæti en það var mjög umdeilt vegna
þess að það var að mestu sungið á ensku en
það heyrir til algjörra undantekninga hjá
Frökkum. Spurning hvort skeggjuðu kvenkyns
bakradda söngkonurnar hafi gert útslagið.
Daz Samp-
son Eitt allra slak-
asta lag keppninnar frá
upphafi. Breski rappar-
inn Daz Sampson var
ekki að gera gott mót
með laginu Teenage Life
árið 2006. Með honum á
sviðinu var hópur unglingsstúlkna í skóla-
búningum og sungu þær hárri og kröftugri
röddu með arfaslöku rappi Daz. Vont lag, vont
flipp og árangurinn eftir því; 19. sæti og 25 stig.
Dustin the
Turkey Dustin er
þekkt persóna í heima-
landinu Írlandi. Hann er
kjaftfor kalkúnn sem hefur
verið á skjánum síðan árið
1989. Hann gerði það því gott í undankeppn-
inni þar í landi en mistókst að komast áfram
úr undankeppni Eurovision árið 2008. Hinn
kjaftfori Dustin gerði grín að keppninni í texta
sínum og það lagðist ekki vel í Eurovision-að-
dáendur. Grínið var ekki alslæmt en frammi-
staðan á sviðinu og lagið var lélegt.
Scooch Bretar hafa
verið gjörsamlega
týndir í keppninni
undanfarin ár og fram-
lag bresku danssveitar-
innar Scooch var næst-
um því jafnvont og frá
vini okkar Daz Samp-
son. Þið munið kannski
eftir laginu sem „flugfreyju-
atriðinu“. Meðlimir Scooch voru nefnilega
klæddir upp sem flugþjónar í laginu Flying the
Flag (for You). Rosa vont og rosa óvinsælt. 23.
sæti af 25.
Las Ketchup
Spænska stúlknasveitin
Las Ketchup gerði allt
vitlaust víða um Evrópu
með laginu The Ketchup
Song árið 2002. Flippað
lag sem smaug djúpt inn í
heilann og hékk þar eins og hundur á roði.
Spánverjar sáu sér því leik á borði árið 2006 og
sendu Las Ketchup með lagið Un Blodymary.
Það var lítið ketchup í því og meira bara mess
up. Mænusködduð frammistaða þeirra á svið-
inu bætti heldur ekki úr skák og lagið endaði í
21. sæti af 25.
Marko Kon & Milaan
Svo sem ekki versta, besta eða flippaðasta at-
riðið í keppninni undanfarin ár, lagið Cipela
með þeim Marko Kon & Milaan. En það er
hálfgerð steríótýpa af „austan-
tjaldsflippinu“ í keppninni
undanfarin ár. Hversu
mörg lög lík þessu höfum
við séð? Feitlaginn karl
með gleraugu og af litað
afró hleypur um með
smávaxinn harmonikku-
leikara í leðurbúningi á eft-
ir sér. Hljómar ekkert ókunn-
uglega.
Pirates of the Sea Stundum kallað sjóræn-
ingjaútgáfan af Merzedes Club sem gerði
það gott í undankeppninni hér heima þett
a sama
ár, 2008. Þar var viðlagið Hey, hey, hey we
say ho, ho, ho en hjá vinum okkar Lettum
var það
Hi, hi ,hi and the ho, ho, ho. Samkynhneigð
ir sjóræningjar voru hins vegar ekki næstu
m því
jafntöff og þrælmassaðir Íslendingar. Þó vi
ðlögin hafi verið svipuð var lag Barða mikl
um
mun betra og Lettarnir eiga skilið löðrung
fyrir þetta framlag sem endaði í 12. sæti.
Lordi Finnsku skrímslarokkararnir í Lordi komust heldur betur langt á öfg-
unum. Þeir mættu dulbúnir sem skrímsli og komust alla leið á toppinn. Lordi sigraði
í keppninni árið 2006 með yfirburðum en sigur þeirra gaf flippurum Eurovision byr
undir báða vængi. Sem gerði það að verkum að öfgarnar urðu meiri en nokkurn tíma
fyrr í keppnunum á eftir.
&FLIPPIN
FLOPPIN