Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2010, Page 60

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2010, Page 60
60 FÖSTUDAGUR 21. maí 2010 ÍÞRÓTTAFÓLK Í FRAMBOÐI Kosningar til bæjar- og sveitarstjórna um allt land fara fram um næstu helgi. Á listum flokkanna þvers og kruss um landið má finna íþróttahetjur, þjálfara og íþróttafréttamenn. Flestir eru töluvert langt því frá að detta í bæjar- eða borgarstjórn en einn Íslandsmeistari gæti þó komist til valda í Stykkishólmi. WILLUM ÞÓR ÞÓRSSON ÞJÁLFARI MEISTARAFLOKKS KEFLAVÍKUR Í KNATTSPYRNU 16. sæti á lista Framsóknarflokksins í Kópavogi. n Willum Þór Þórsson lætur sig aldrei vanta á list- um Framsóknar í Kópavogi en þessi íþróttakennari hefur sterkar skoðanir á bæjarmálum. Hann hefur þó sterkari skoðanir á fótbolta en í dag þjálfar hann lið Keflavíkur í Pepsi-deildinni sem fer vel af stað. Framsóknarmenn búast við góðu kjöri í ár en mikið þarf að gerast svo Willum taki við. VALTÝR BJÖRN VALTÝSSON ÞÁTTARSTJÓRNANDI MÍN SKOÐUN 16. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi. n Valtýr Björn Valtýsson hefur í mörg ár haft skoðun, enda stýrir hann útvarpsþættinum Mín Skoðun. Valtýr er aldrei hræddur við að láta gamminn geysa en það er þó ansi tæpt að hann sitji fundi borgarstjórnar Kópavogs á næsta kjörtímabili. Hann heldur sig bara við útvarpið þar sem hann kann best við sig. ZAKARIA ELÍAS ANBARI ÞJÁLFARI AFRÍKU UNITED 4. sæti á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík. n Zakaria Elías hefur verið fyrirferðamikill hér á landi síðan hann kom frá Marokkó. Hann stýrir hinu víðfræga liði Afríka United sem um var gerð vinsæl heimildarmynd. Hann hefur miklar skoðanir á málefnum nýbúa og er hátt á lista Framsóknar í Reykjavík. Því miður fyrir hann er Framsókn þó ekki með mann inni samkvæmt nýjustu tölum. SIGURÐUR EGGERTSSON HANDKNATTLEIKSMAÐUR MEÐ VAL 22. sæti á lista Besta flokksins í Reykjavík. n Sjálfskipaði gleðigjafinn og kennarinn, Sigurður Eggertsson, fer á kostum hvar sem hann er. Hann er eini íþróttamaðurinn á lista Besta flokksins í Reykjavíkurborg og er mjög neðarlega. Besti flokkurinn er orðið leiðandi stjórnmálaafl í Reykjavík og er með mesta fylgið en sama hvernig fer hjá þeim þarf Sigurður ekki að hafa áhyggjur af því að fara að sitja borgarstjórnarfundi. ODDUR GRÉTARSSON HANDKNATTLEIKSMAÐUR MEÐ AKUREYRI 16. sæti á Lista fólksins á Akureyri. n Oddur Grétarsson er einn alefnilegasti hand- knattleiksmaður þjóðarinnar og fór hann á kostum fyrir lið Akureyrar á tímabilinu. Hann er kornungur en hefur pólitískar skoðanir og sigur í 16. sæti á Lista fólksins í sínum heimabæ. Oddur er mögulega á leið í atvinnumennsku en einnig gæti farið svo að hann spili í Reykjavík á næsta tímabili. GEIR SVEINSSON FYRRVERANDI FYRIRLIÐI ÍSLENSKA LANDSLIÐSINS Í HANDBOLTA 6. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík n Geir Sveinssyni er fúlasta alvara með sínu framboði enda ætlaði hann sér annað sætið. Hann var þó langt frá því að fá þann stuðnings sem hann sóttist eftir og endaði hann í sjötta sæti. Sjálfstæð- isflokkurinn er með fimm menn inni samkvæmt nýjustu tölum en sá sjötti gæti alltaf dottið inn á kosningarnótt. Geir gæti vel verið á leið í borgar- pólitíkina. ÞÓRARINN INGI VALDIMARSSON KNATTSPYRNUMAÐUR MEÐ ÍBV 7. sæti á lista Vestmannaeyjalistans í Vestmannaeyjum n Aðeins tvítugur að aldri tekur Þórarinn Ingi Valdimarsson 7. sæti Vestmannaeyjalistans á eyjunni fögru. Þórarinn er grjótharður á velli og spurning hvort framtíð hans liggi í pólitíkinni. Hann er einn af lykilmönnum ÍBV-liðsins sem ætlar sér stóra hluti í Pepsi-deildinni í sumar. ÞÓRÐUR ÞÓRÐARSON ÞJÁLFARI MEISTARAFLOKKS ÍA Í KNATTSPYRNU 18. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins á Akranesi. n Þórður Þórðarson er einn besti markvörður sem spilað hefur í efstu deild karla hér heima. Hann er meira uppfyllingarefni á lista Sjálfstæðisflokksins á Akranesi enda í átjánda sæti. Það skiptir því engu þótt flokkurinn sé með hreinan meirihluta í bænum. Þórður mun halda áfram að einbeita sér að því að koma ÍA upp í efstu deild. SIGURBERGUR SVEINSSON HANDKNATTLEIKSMAÐUR MEÐ TSV DORMAGEN Í ÞÝSKALANDI 16. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði. n Stórskyttan Sigurbergur Sveinsson tekur 16. sæti hjá Sjálfstæðisflokknum í Hafnafirði þar sem hann er fæddur og uppalinn. Sigurbergur þarf þó ekki að hafa miklar áhyggjur af sæti í bæjarstjórn þar sem hann er mjög neðarlega á lista. Það er líka eins gott fyrir Sigurberg því hann flytur til Þýskalands í sumar. HLYNUR BÆRINGSSON FYRIRLIÐI ÍSLANDSMEISTARALIÐS SNÆFELLS Í KÖRFUBOLTA 4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Stykkishólmi. n Verðlaunaðasti körfuknattleiksmaður tímabilsins situr í fjórða sæti á lista Sjálfstæðismanna í Stykkis- hólmi. Hlynur Bæringsson fór gjörsamlega á kostum í vetur og varð Snæfell Íslands- og bikarmeistari ásamt því að hann var valinn besti leikmaðurinn, besti leikmaður úrslitakeppninar, besti varnarmaðurinn og var í úrvalsliði tímabilsins. Alls ekki er ólíklegt að sjálfstæðismenn nái fjórum inn í Hólminum en það gæti orðið erfitt fyrir Hlyn að sinna því þar sem hann er farinn út til Svíþjóðar í atvinnumennskuna. RÚNAR SIGTRYGGSSON FYRRVERANDI ÞJÁLFARI AKUREYRAR OG LANDSLIÐSMAÐUR Í HANDBOLTA 11. sæti á lista Samfylkingarinnar á Akureyri. n Rúnar Sigtryggsson hætti að þjálfa lið Akureyrar eftir tímabilið en hann hefur stýrt uppbygginu liðsins frá því KA og Þór sameinuðust. Hann kom liðinu í undanúrslit en nú tekur gamla stórskyttan Atli Hilmarsson við. Rúnar er félagshyggjumaður og situr í ellefta sæti hjá Samfylkingunni fyrir norðan. HEIMIR EINARSSON KNATTSPYRNUMAÐUR MEÐ ÍA 14. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins á Akranesi. n Heimir Einarsson hefur haft nægan tíma til þess að spá í pólitíkina að undanförnu þar sem hann hefur verið mikið meiddur. Heimir er aðeins 23 ára gamall og á að baki unglingalandsleiki fyrir Íslands. Heimir mun þó væntanlega klára tímabilið með ÍA enda ekki ofarlega á lista í heimabænum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.