Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2010, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2010, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 21. maí 2010 FRÉTTIR Fjölmennt á námskeiði í hlutverkaleik sem haldið var nýverið í Hljómskálagarðinum: Kennarar börðust með sverðum Á dögunum voru undarlegar ver- ur á sveimi í Hljómskálagarðinum, klæddar skikkjum og báru sverð og skjöld. Þetta reyndust vera íslensk- ir grunnskólakennarar sem voru á námskeiði hjá Dananum Rune Lippert. Kennararnir voru að læra hvernig hægt er að kenna með úti- kennslu, Snorra sögu, landnám Ís- lands, Tyrkjaránið og annað náms- efni á miðstigi grunnskólans. Námskeiðið var haldið á vegum FLÍSS, félags um leiklist í skólum, en félagið heldur nokkrar vinnu- smiðjur fyrir kennara á hverjum vetri til þess að kynna kennslu- aðferðir leiklistar í samstarfi við fræðsludeild Þjóðleikhússins. Á námskeiðinu voru kennararn- ir beðnir að setja sig í spor nem- enda á miðstigi grunnskóla. Auk þess voru þeir settir í hlutverk per- sóna í Snorra sögu því nú skyldu þátttakendur kynnast lífinu á Sturl- ungaöld. Þátttakendum var skipt niður í hópa og hver hópur átti að leysa ákveðið verkefni í tengsl- um við Snorra sögu. Víðs vegar um Hljómskálagarðinn voru síðan persónur á sveimi sem hóparnir áttu að finna. Þetta gátu til dæmis verið Sturla Sighvatsson, spá kona sem segir til um ókomna hluti, járnsmiður, hugrakki vinnumað- urinn, Herdís eða aðrar persónur er tengdust Snorra sögu. Auðvitað var síðan svikari sendur út meðal þátttakenda og þá æstist leikurinn er menn börðust til að halda feng sínum. Þátttakendur, í sínum hlutverk- um, þurftu síðan að leysa margs konar þrautir sem lagðar voru fyr- ir þá. Hver þraut reyndi á útsjón- arsemi þátttakenda og hugmynda- flug þeirra. Ljóst er að kennarar fóru með margar hugmyndir með sér í farteskinu heim í tengsl- um við útikennslu í grunnskólum landsins. trausti@dv.is Tókust á Grunnskólakennararnir börðust með sverðum í Hljóm- skálagarðinum og settu sig í spor nemenda á miðstigi grunnskóla. Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, HÍ, hefur sagt af sér deildarforseta- embætti sínu vegna óánægju með yfirstjórn skólans. Hann leitaði lið- sinnis rektors vegna samskiptavanda innan stjórnmálafræðideildarinnar en varð fyrir vonbrigðum með úr- lausn málsins. Fyrir vikið sagði hann af sér forsetaembættinu. Eftir því sem DV kemst næst snýr samskiptavandinn að því að fjórir prófessorar stjórnmálafræðideildar- innar kvörtuðu yfir samstarfsmanni þeirra, Svani Kristjánssyni prófessor. Það gerðu þeir Baldur Þórhallsson, Gunnar Helgi, Hannes Hólmsteinn Gissurarson og Ólafur Þ. Harðarsson prófessorar skriflega til Kristínar Ing- ólfsdóttur rektors. Svanur hefur sjálfur lengi deilt á yfirstjórn HÍ vegna starfa Hannesar við skólann og hefur meðal annars gagnrýnt kennslu þess síðarnefnda á skyldugreinum deildarinnar. Sam- kvæmt heimildum DV vísaði rektor málinu frá og Svanur heldur ótrauð- ur áfram störfum. Ekki sáttur Gunnar Helgi staðfestir að hann hafi hætt sem deildarforseti vegna óánægju með úrlausn yfirstjórnar skólans. Sökum trúnaðar segist hann ekki ræða sjálfa deiluna innan deild- arinnar. „Það hafa alveg verið deilur innan stjórnmálafræðideildarinn- ar og þar eru ekki allir sáttir. Ég ósk- aði eftir því að láta af starfi deildar- forseta, fyrr en ætlað var, vegna þess að mér og aðalbyggingu skólans kom ekki saman um vinnubrögð. Ég sagði af mér vegna þeirra samskipta en ég get ekki rætt um efnisatriði málsins,“ segir Gunnar Helgi. Kristín Ingólfsdóttir, rektor HÍ, staðfestir að samskiptavandi sé til staðar í stjórnmálafræðideild skól- ans en sökum trúnaðar vill hún hvorki ræða eðli vandans né úr- lausn hans. Aðspurð segir hún vand- ann ekki af þeirri stærðargráðu að til uppsagnar nokkurs starfsmanns komi. „Það er rétt að hjá mér hefur verið mál er varðar samskipti í deild- inni en ég get ekki rætt málefni ein- stakra starfsmanna. Deildarforset- inn, Gunnar Helgi, óskaði eftir því að leitað yrði leiða til að bæta úr ástand- inu innan deildarinnar. Eftir að tek- in voru viðtöl við alla sem koma að málinu og farið var vandlega yfir það gripum við til úrræða sem við teljum vænleg til árangurs,“ segir Kristín. Vissulega erfitt „Gunnar Helgi var augljóslega ekki sammála og ákvað að segja af sér deildarforsetastarfinu áður en til stóð að því lyki. Það er vissulega allt- af erfitt þegar svona innanhússdeilur koma upp en þá reynum við að gera það sem hægt er til að finna lausnir. Við þurfum hins vegar að gæta með- alhófs og fara eftir settum reglum. Við teljum okkur hafa leyst málið far- sællega,“ bætir Kristín við. Hannes Hólmsteinn segist hafa heyrt af deilum innan stjórnmála- fræðideildarinnar en hafnar því að hann hafi komið nálægt þeim. Það stangast á við heimildir DV sem herma að hann sé meðal þeirra sem kvartað hafi til rektors yfir störfum Svans. Hannes óskar Svani velfarn- aðar í starfi. „Ég óska Svani Kristjáns- syni alls góðs og vil gjarnan setjast niður með honum og hjálpa honum, ef hann á í einhverjum erfiðleikum. Ég hef síður en svo kippt mér upp við það, þótt ekki hafi hann alltaf verið mjúkmáll við mig eða um mig,“ segir Hannes Hólmsteinn. Við vinnslu fréttarinnar var leit- að viðbragða hjá öllum málsaðil- um. Gunnar Helgi, Kristín, Ólafur og Svanur vildu ekki tjá sig efnislega um málið. Ekki náðist í Baldur við vinnslu fréttarinnar. trausti@dv.is Deilur innan stjórnmálafræðideildar Háskóla Íslands hafa orðið til þess að Gunnar Helgi Kristinsson prófessor hefur sagt af sér embætti deildarforseta. Það gerir hann vegna óánægju með úrlausn skólans á samskiptavanda innan deildarinnar. Prófessorar leituðu til rektors, Kristínar Ingólfsdóttur, með málið sem telur sig hafa fundið farsæla lausn á erfiðu máli. FORSETI HÆTTI Í FÚSSI TRAUSTI HAFSTEINSSON blaðamaður skrifar: trausti@dv.is Gunnar Helgi var augljóslega ekki sammála og ákvað að segja af sér deildarfor- setastarfinu. Ekki sáttur Vegna óánægju með lausn samskiptavandans ákvað Gunnar Helgi að hætta sem deildarforseti stjórnmálafræðideildar háskólans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.