Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2010, Qupperneq 18
Bókin Kreppan og hernámsárin kom
út árið 1968 en í henni er góð lýs-
ing á erfiðum lífskjörum verkafólks
í Reykjavík á árunum 1930 til 1940. Í
henni er að finna lýsingar á daglegu
lífi verkafólksins þar sem karlmenn-
irnir þrömmuðu um bæinn í leit að
vinnu á hverjum degi. Eiginkon-
urnar biðu heima með börnunum
sem voru yfirleitt svöng og klæðalít-
il. Bókina skrifaði Halldór Pétursson
sem upplifði kreppuna ásamt eigin-
konu og tveimur sonum. Millifyrir-
sagnir eru blaðsins.
Stanslaus atvinnuleit
Hér er gripið niður í frásögn Hall-
dórs þar sem hann er staddur ásamt
kunningja sínum, Jóhanni, við höfn-
ina í Reykjavík þar sem þeir leituðu
að vinnu. Enga vinnu var að hafa
þennan daginn og þurfti Jóhann að
létta á sér við Halldór:
„Heyrðu,“ sagði Jóhann að lok-
um, „þú fréttir þetta hvort sem er.
Ég fór til fátækrafulltrúanna í gær.
Við Sigríður vöktum nóttina áður og
ræddum þessi mál. Allt var komið
í strand. Ég hafði haft dálítið láns-
traust, en nú var því lokið. Kaup-
maðurinn sagðist vera neyddur til
að hætta lánum og ég veit að hann
sagði það satt. Þeir eru líka að smá
fara á höfuðið, enda er ekkert betra
að þiggja af þeim en bænum. Ég
stakk upp á því að reyna að bíða
enn átekta ef ske kynni að úr rættist.
„Sérðu einhver merki þess?“ spurði
Sigríður. Ég varð að játa að svo væri
ekki. „Þetta er þolir enga bið,“ hélt
hún áfram.
„Það er farið að sjá á börnunum,
fyrir utan klæðleysið. Ég hef ráðið
þessi mál fyrir löngu frá minni hlið.
Við höfum kannski leyfi til að svelta
okkur sjálf, en ekki börnin. Kom-
ist börnin fram án skorts á því allra
nauðsynlegasta spyr enginn að því
er tímar líða, hvort við höfum þeg-
ið af bænum, eftir að öll sund voru
lokuð. En setji skorturinn skjaldar-
merki sitt á þau, verður þar aldrei
bót á ráðin og öfugþróunin heldur
sitt strik.“
Vildi neyta handanna
Hér var engu við að bæta og ég fór í
gærmorgun. Vindurinn stóð í bakið
og þó var mér þungt um spor. Þegar
ég kom upp í stigann, sem liggur upp
á loftið af neðsta gangi, er gömul kona
að staulast niður stigana með smáposa
í annarri hendinni, með hinni styð-
ur hún sig við handriðið. Nú stoppar
hún og og strýkur handarbakinu yfir
augun. Kápudruslan sem hún er í, er
sýnilega ekki sniðin á hana, sjálfsagt
gjafaflík. Skórnir eru lítt reimaðir og
hælarnir svo að segja skágengnir und-
an þeim.
Nú heldur hún áfram og mér sýn-
ist hún falli nær við hvert skref. „Á ég
ekki að hjálpa þér niður?“ segi ég og
ætla að rétta henni hendina. „Nei, góði
minn, það er svo lengi búið að hjálpa
mér niður, að ég vil síður þiggja það,
ef ég sé að að það er vel meint.“ Það
kemur á mig vígamóður, mér fannst
ég skyldugur til að fara upp og neyta
handanna hvað sem við tæki. Ég sá þó
óðara að slíkt breytti engu, bara spillti
fyrir mér og öðrum. Svo held ég áfram
upp á ganginn og litast um. Það var
ekki um að villast að ég var á réttum
stað. Skiltið á hurðinni sagði til sín, fá-
tækrafulltrúar.
Reyndu að fela andlitið
Ég banka og geng inn. Þarna voru tveir
verðir, hvorugur tók undir þegar ég
bauð góðan dag. Annar þeirra var að
fara. Fáir hafa orðið mér minnisstæð-
ari svona við fyrstu sýn. Þetta voru
menn við aldur og vel í skinn komn-
ir, hvort þeir hafa verið skyldir veit ég
ekki, en mér datt í hug það sem mað-
urinn sagði um rauðu merarnar sín-
ar þegar talað var um hvað þær væru
líkar. „Það er nú ekki að undra,“ sagði
hann, „þær eru hvor undan annarri.“
Þegar fólkið á biðstofunni spurði
einhvers þá muldraði hann svörin
stutt og kalt. Þetta var ekki beint upp-
örvandi, en margir hefðu þó þurft hug-
hreystingar við. Alltaf bættist við á bið-
stofuna og svipur fólksins leyndi ekki
erindinu, þó var hann ekki hinn sami.
Sumir glottu kalt, aðrir sátu svip-
brigðalausir, enginn sagði orð. Þarna
voru margar konur, sem sjálfsagt voru
að sækja fastan skammt. Ég varð þess
var að þær reyndu að fela andlit sitt ef
einhverjir komu inn sem þær sýnilega
könnuðust við.
Þetta var ein ættkvísl með ótal svip-
brigðum. Þeir sem glottu, glottu með
glotti sem gerir hvert brost útlægt. Ég
þekkti sumt þetta fólk, en lét það ekki í
ljós á neinn hátt fremur en það.
Fékk 20 krónur
Alltaf voru menn að koma og fara út frá
fulltrúanum. Fólkið kom út með alls-
konar svipbrigðum, sumir þöglir og
bitu á jaxlinn, aðrir æstir og bölvandi.
Konurnar voru margar með gott lit-
araft. Ég lenti til gamals bónda utan af
landi og skýrði ástæður mínar. Hann
hripaði eitthvað niður, svo þvældi
hann og muldraði sýnilega til að reyna
að þreyta mig og hafa mig af sér. Ég
hafði nógan tíma og sat sem fastast.
„Eitt ár síðan þú fluttir í bæinn, þú hef-
ur bara komið til að vera sveitlægur
hér.“ Ég vildi ekki vera að egna hann
með því að segja að við hefðum flutzt
hingað um líkt leyti, en þar var ólíku
saman að jafna, hann kom til að ávaxta
fé sitt í fyrirtækjum hér í bænum.
Að endingu fékk ég seðil upp á 20
krónur og rambaði sömu leið út í Aust-
urstræti.
Austurstræti er í hjarta borgarinnar,
en ekki veitti það öllum börnum sín-
um samskonar hjartahlýju. Auðvitað
áttu ekki allir sama erindi í þetta stræt-
ishjarta borgarinnar.
Dyr auranna
Um dyrnar sem Jóhann kom út um
streymdu lánleysingjarnir alla daga
vikunnar út og inn, alltaf sama ör-
tröðin. Þarna þurftu þeir að svara
ótal niðurlægjandi spurningum sem
heyrðu ekki beint undir lýðræði. Það
var bitinn úr þeim bakfiskurinn og
þeir brotnir á bak aftur að nýjum sið.
Dyr seðlanna
Þessar áðurnefndu dyr eru vinstra
megin í Austurstræti þegar geng-
ið er frá Lækjartorgi. Hægra meg-
in í strætinu eru dyr Landsbankans
og Útvegsbankans. Um þessar dyr
gekk annar flokkur manna. Þetta
voru miklir menn á velli og ekki sízt á
þverveginn. Þeir gengu í pelsfrakka
með stóra fína hatta, sem minntu á
kórónu, gleraugu með umgjörð og
spöngum, sem settu forretnings-
stimpil á andlitið. Fótatakið var stíl-
hreint og hvert skref minnti á að þeir
áttu jörð til að ganga á, brotið í bux-
unum var svo hvasst, að hefðu þeir
ætlað að sálga manni, hefðu þeir get-
að beitt brotinu í stað þess að Egill
gamli varð að neyta tannanna.
Þessir menn horfðu yfir og hurfu
inn um dyr bankanna. Þegar þeir
komu út aftur var sami stíllinn, nema
göngulagið lítið eitt loftkenndara
og engin vonbrigði í svipnum. Þetta
voru þeir stóru að sækja styrkinn
sinn. Hann var afgreiddur orðalaust
og stóð víst sjaldan á 20 krónum.
Þótti engum mikið þó ekki væri ver-
ið að knífa við þessa menn sem stóðu
undir þjóðfélaginu án þess að bogna,
raunar lífgjafar þess. Þeir þurftu ekki
annað en koma með á blaði eða bara
tungunni hvað þeir hefðu tapað
þennan og þennan tíma og það var
greitt með gleiðu brosi og virðingar-
hneigingu.
Skuldakóngarnir
Sem sagt, þetta voru skuldakóng-
arnir sem aldrei greiddu rentur né
afborganir, bara bættu við úttektina.
Svo skildu þeir þetta eftir í bönkun-
18 FÖSTUDAGUR 21. maí 2010 FRÉTTIR
n Halldór Pétursson var fæddur 12. september árið 1897 í Hallfreðarstaðahjáleigu
í Hróarstungu en ólst upp að Geirastöðum í Hróarstungu á Fljótsdalshéraði.
Halldór var næstelstur í fjögurra systkina hópi. Sem ungur maður starfaði Halldór
við verkamannavinnu víða um land og meðal annars á síldarplani á Siglufirði.
Árið 1932 fluttist hann til Reykjavíkur ásamt konu sinni, Svövu Jónsdóttur frá
Geitavík á Borgarfirði eystri. Á kreppuárunum starfaði Halldór við almenna
verkamannavinnu í Reykjavík allt þar til hann varð ritari og starfsmaður Iðju,
félags verksmiðjufólks á Íslandi.
n Árið 1946 hóf Halldór störf hjá bæjarskrifstofu Kópavogs þar sem hann meðal
annars var fulltrúi þeirra sem minna máttu sín í bæjarfélaginu. Hjá Kópavogsbæ
starfaði Halldór fram á eftirlaunaaldur. Halldór og kona hans eignuðust tvo syni,
Hörð viðskiptafræðing og Svan leigubílstjóra. Halldór lést í Reykjavík 6. júní 1989.
Hver var Halldór Pétursson?
SKULDUNUM STURTAÐ
BEINT TIL ALMENNINGS
Erfið lífsbarátta fólks á Íslandi á kreppuárunum var ólík því sem gerist í þeirri kreppu
sem nú stendur. Höfundur bókarinnar Kreppan og hernámsárin sagði skuldakóngana
skilja eftir sig slóð skulda sem væri sturtað niður til almennings sem þyrfti svo að
borga fyrir allt saman. Sultur og atvinnuleysi setti mark sitt á heilu fjölskyldurnar.
JÓHANNES KR. KRISTJÁNSSON
blaðamaður skrifar: johanneskr@dv.is
Harður penni Halldór
Pétursson skrifaði nokkrar
bækur og fjölda greina í
dagblöð undir dulnefninu
Göngu-Hrólfur. Hér er hann
að lesa upp úr einni bóka
sinna, Úr syrpu Halldórs
Péturssonar. MYND ÚR EINKASAFNI
Ístaka við Tjörnina Menn fengu stundum vinnu við
ístöku á Reykjavíkurtjörn, en ísinn var notaður til að
kæla matvæli. LJÓSMYND ÚR BÓKINNI KREPPAN OG HERNÁMSÁRIN
Allir vildu vinna Á kreppuárunum frá 1930 til 1940 gengu menn á milli staða á hverjum
degi til að reyna að fá vinnu þann daginn. Oft komu dagar þar sem enga vinnu var að fá.
Hér er verið að landa upp úr báti við Reykjavíkurhöfn. LJÓSMYND ÚR BÓKINNI KREPPAN OG HERNÁMSÁRIN