Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2010, Page 32

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2010, Page 32
32 FÖSTUDAGUR 21. maí 2010 NÆRMYND Ólafur Þór Hauksson var skipaður í embætti sérstaks saksóknara í kjöl- far bankahrunsins. Dóms- og kirkju- málaráðuneytið auglýsti embættið laust til umsóknar í desember 2008 en enginn sótti um starfið. Þann 13. janúar 2009 réð Björn Bjarnason, þáverandi dóms- og kirkjumálaráð- herra, að höfðu samráði við fulltrúa allra þingflokka í allsherjarnefnd Alþingis, Ólaf til að veita forstöðu rannsóknar- og saksóknaraembætti sem rannsaka ætti grun um refsi- verða háttsemi í aðdraganda, tengsl- um við og í kjölfar bankahrunsins. Á meðan Ólafur sinnir starfi sérstaks saksóknara er hann í launalausu leyfi frá sýslumannsembættinu á Akranesi. Fimm barna faðir Ólafur er 46 ára en hann fæddist í Reykjavík þann 10. mars 1964. For- eldrar hans eru Haukur Haraldsson, sem starfaði sem deildarstjóri hjá Tryggingastofnun ríkisins, og Auður Jónsdóttir, sem starfaði á sama stað. Ólafur ólst upp í Reykjavík, í Rétt- arholtshverfinu, þar sem foreldr- ar hans búa enn, og er einn af fimm systkinum. Fjögur þeirra fæddust á fimm árum en elsti bróðirinn sem er fatlaður býr í foreldrahúsum. Eft- ir nám í Réttarholtsskóla lá leiðin í Menntaskólann við Sund en Ólafur útskrifaðist af stærðfræði- og eðlis- fræðibraut MS árið 1984. Ólafi gekk vel í skóla og hélt skólagöngu sinni áfram eftir menntaskóla. Lögfræði varð fyrir valinu og í júní árið 1989 útskrifaðist Ólafur sem cand. jur. frá Háskóla Íslands. Ólafur er kvæntur Guðnýju Þor- björgu Ólafsdóttur og eiga þau saman fjögur börn. Auk þess á Ól- afur dóttur með fyrrverandi sambýl- iskonu sinni, Auði Brynju Proppé. Lítið samband hefur verið á milli Ól- afs og elstu dótturinnar og minna en Ólafur hefði óskað að sögn heimilda- manna DV. Byrjaði sjö ára að vinna Margrét Hauksdóttir er eldri systir Ólafs en leiðir þeirra lágu saman í gegnum mennta- og háskóla enda á svipuðum aldri. „Ólafur hefur alltaf verið duglegur í öllu sem hann tek- ur sér fyrir hendur, bæði í leik og starfi,“ segir Margrét og bendir á að Ólafur hafi verið farinn að selja blöð sjö ára gamall. „Hann varð snemma einn af söluhæstu blaðburðarstrákunum og frá þeim tíma hefur hann allt- af haft tekjur. Hann byrjaði að bera út blöðin en fór svo í Hagkaup þar sem hann byrjaði sem pokadýr og vann sig upp,“ segir Margrét og bæt- ir við að Ólafur hafi ekki verið mik- ill óþekktarormur í æsku. „Hann var frekar hlýðinn án þess að hafa ver- ið einhver engill. Ætli það hafi ekki verið ég sem hafi séð um prakkara- strikin. Allavega man ég ekki eftir neinu sem var af því taginu að mað- ur hafi sopið hveljur yfir.“ Vinnur með bros á vör Á skólaárunum vann Ólafur sem lagermaður í Hagkaupum meðfram náminu. Eftir háskólanám gegndi hann starfi forstöðmanns á skrifstofu sýslumannsins á Seltjarnarnesi til árs- ins 1992 og sem fulltrúi hjá bæjarfóg- etanum í Hafnarfirði, Garðakaupstað og á Seltjarnarnesi og sýslumann- inum í Kjósarsýslu, sem í dag kallast sýslumaðurinn í Hafnarfirði, til ársins 1996. Ólafur var svo skipaður sýslu- maður á Hólmavík þar sem hann var í tvö ár. Samstarfsmenn Ólafs segja að hann hafi fljótt orðið sérfræðing- ur í uppboðum og uppboðsrétti, lög- reglu- og ákærumálum og ekki leið á löngu áður en lögfræðingar, upp- boðshaldarar og aðrir sérfræðingar víða um landið fóru að leita til hans eftir ráðleggingum og gamall sam- starfsmaður hjá sýslumannsembætt- inu segir að það hafi ætíð verið gott að leita til Ólafs, hann hafi unnið öll sín verkefni með bros á vör. Frá Hólmavík flutti Ólafur til Akra- ness en þar hefur fjölskyldan búið síðan og hann starfað sem sýslumað- ur. Að sögn viðmælenda DV er Ólafur ákaflega vel liðinn á Akranesi en hon- um hefur tekist að tengjast vel inn í bæjarfélagið í gegnum skólastarf barnanna, er virkur og vel sýnilegur. Fyrirferðarlítill í skóla Gamlir skólafélagar úr MS segja lítið hafa farið fyrir Ólafi á menntaskóla- árunum. Hann hafi einbeitt sér að náminu en ekki tekið mikinn þátt í félagslífi skólans. Gamall skólafélagi hans segir að Ólafur hafi verið hálf- gerður nörd á þessum tíma. Annar skólafélagi, Sveinn Pálmason ráð- gjafi hjá hugbúnaðarfyrirtæki í Nor- egi, sem útskrifaðist með Ólafi úr MS á sínum tíma tekur undir að það hafi ekki gustað af Ólafi í menntó. „Ég man í rauninni lítið eftir hon- um. Þetta var náungi sem fór afskap- lega lítið fyrir. Ég upplifði hann sem feiminn, góðan dreng sem tók lítinn þátt í félagslífi skólans. Þegar útskrift- arbekkurinn hittist í fyrra hafði hann nýlega tekið við þessu stóra verkefni. Hann var því rólegur á reunion-inu enda var hann alltaf rólegheita- og akkúratmaður,“ segir Sveinn og bæt- ir við að það hafi ekki komið honum á óvart þegar Ólafur var valinn í þetta mikilvæga verkefni. „Hann tók ekki mikinn þátt í félagsstörfum eða póli- tík innan MS en ég er mjög ánægður með hann sem sérstakan saksóknara og tek ofan hattinn fyrir honum fyrir það mikilvæga starf sem hann er að vinna.“ Ungur í sambúð Helga Rún Pálsdóttir var einnig með Ólafi í menntaskóla. Hún var vinkona þáverandi kærustu hans og kynntist honum því ágætlega. „Ég hreinlega sef betur á nóttunni eftir að Ólafur tók við þessu starfi og ég er ánægð fyrir hönd okkar Íslendinga að hann skyldi vera valinn í þetta hlutverk en að sama skapi vorkenni ég hon- um að þurfa að sinna þessu. Ólafur er traustur maður, samkvæmur sjálf- um sér og með sterka réttlætiskennd. Hann flanar ekki að neinu og við get- um treyst því að hann undirbúi sig vel enda hefur hann unnið sig hægt og rólega en örugglega upp í starfi,“ segir Helga Rún sem missti sambandið við Ólaf þegar hún fór út í nám og hann í HÍ. „Það var alltaf gaman að koma heim til Ólafs og hann var mikill höfðingi heim að sækja sem stjanaði í kringum okkur vinkonurnar. Hann var mjög vel liðinn í menntaskóla en tók ekki mikinn þátt í félagslífinu. Hann var fjarri því að vera félagsfæl- inn en var hreinlega heimakærari en margur enda snemma kominn í sam- búð,“ segir Helga og bætir við að Ólaf- ur hafi verið mikill reglumaður. Aðspurð útskýrir Margrét syst- ir hans að Ólafur hafi tekið svo lít- inn þátt í félagslífi MS vegna anna. Hann hafi eytt miklum tímum yfir bókum og alltaf verið í vinnu með skóla. Hún þvertekur fyrir að hann hafi verið einhver prófessor og seg- ir af og frá að Ólafur hafi verið nörd. „Alls ekki, þegar hann gaf sér tíma var hann hrókur alls fagnaðar. Ég held að hann sé allra, allavega man ég ekki eftir neinum sem finnst hann leið- inlegur. Þegar hann mætir á svæðið er ávallt mikið hlegið og haft gaman. Eins er mesta fjörið í barnaafmælum fjölskyldunnar við borðið hans,“ seg- ir hún og Helga Rún tekur í svipaðan streng: „Ólafur var með djúpan húm- or sem ég skildi ekki alltaf. Hann er mjög vel lesinn og klár án þess að þurfa að troða skoðunum sínum upp á aðra,“ segir hún en bætir við að hann sé mjög fastur fyrir. „Ég hef aldrei lent í að rökræða við Ólaf en ég held að hann virði skoðanir annarra og kunni að hlusta.“ Ástin kviknaði í vinnunni Ástin kviknaði milli Ólafs og Guðnýj- ar Þorbjargar í Hagkaupum þar sem þau unnu bæði. Þeir sem þekkja til hjónanna segja þau afar samstillt og að heimili þeirra sé bæði stórt og fal- legt. Ólafur er fjölskyldumaður sem nýtur tímans með konu og börn- um og gefur sér ávallt tíma fyrir fjöl- skylduna þrátt fyrir annríki. Að sögn vina hans er hægt að ganga að hon- um vísum heima við á kvöldin. „Þau hjónin eru mjög samrýnd, dugleg og vinna vel saman. Hún er á kafi í námi í Háskólanum á Bifröst og hann í sínu stóra verkefni. Saman tekst þeim að láta allt ganga og maður sér aldrei neina hnökra,“ segir Magnús Guð- mundsson forstjóri Landmælinga Ís- lands og einn besti vinur Ólafs. Margrét segir bróður sinn dugleg- an inni á heimilinu. Hann baki, þrífi og taki þátt í umönnun barnanna þegar hann sé heima. Margrét segir enn fremur að vinnusemi hafi allt- af einkennt Ólaf. Þegar hann var 17 ára hafi hann verið búinn að fjárfesta í glænýjum bíl sem beið í innkeyrsl- unni í tvo mánuði þar til hann fékk prófið. „Hann er líka gríðarlegur húmor- isti sem á auðvelt með að gera grín að sjálfum sér. Hins vegar finnst honum best að vera í fárra manna hópi og er mikill fjölskyldumaður. Það er regla á öllu í kringum hann enda hefði hann líklega ekki komist í gegnum nám og vinnu nema af því að hann er með hlutina í föstum skorðum. Hann setur miklar kröfur á sjálfan sig og er form- fastur í sínum störfum sem útskýrir kannski af hverju hann er á þeim stað sem hann er á í dag,“ segir systir hans. Hnýtir til að slappa af Magnús og Ólafur voru báðir tiltölu- lega nýfluttir upp á Akranes þegar leiðir þeirra lágu saman. „Við eigum stráka sem eru jafnaldrar og þegar þeir voru sex, sjö ára gamlir kynnt- umst við í gegnum fótboltaæfingar þeirra. Við vorum stoltir feður á hlið- arlínunni. Við fyrstu kynni fannst mér þetta svakalega stór og mikill maður en fljótt komst ég að því að þarna var góður maður á ferð og mjög mann- legur,“ segir Magnús og bætir við að Ólafur hafi ásamt fleiri góðum vin- um á Akranesi smitað hann af stanga- veiðiáhuga. „Við sitjum líka gjarnan saman og hnýtum flugur, það er eitt af því sem tengir okkur. Ólafur er snilldar- veiðimaður, miklu betri en ég nokkru sinni, og hefur kennt mér margt, bæði er varðar veiði og fluguhnýtingar. Báð- ir höfum við líka gaman af því að elda og höfum aðeins verið að prófa okkur FJÖLSKYLDUMAÐUR OG VEIÐIF KILL Ólafur Þ. Hauksson var skipaður sérstakur saksóknari eftir bankahrunið 2008 en Ólafur hefur starfað við stjórnsýslu frá því hann útskrifaðist úr lögfræðideild Háskóla Íslands árið 1989. Samferðamenn Ólafs bera honum vel söguna og segja hann strangheiðarlegan, kláran rólyndismann og húmorista sem njóti sín best með fjölskyldunni, við árbakkann eða í eldhúsinu. Heimildamenn DV segja hann vandvirkan og kláran á bókina og að hann hafi svör á reiðum höndum við nánast öllum spurning- um og geti vísað í lagagreinar til rökstuðnings. Vonandi er hægt að haga vinnunni þannig að hann geti leyft sér að hvíla sig. Hlutirnir hafa gerst mjög hratt, það er eitt að vinna krefjandi verkefni og annað að þurfa að vinna það í kastljósi fjölmiðlanna. INDÍANA ÁSA HREINSDÓTTIR blaðamaður skrifar: indiana@dv.is Nákvæmnismaður Samferðamenn Ólafs segja að hann taki sér tíma til að leysa verkefni sín svo útkoman verði skotheld.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.